Tíminn - 01.06.1989, Blaðsíða 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300
ríkissRip NÚTÍMA FLUTNINGAR Holnarhúsinu v/Tryggvagölu, S 28822 L ^10ILAS r0 ÞRÚSTUR 685060 VANIR MENN PÓSTFAX TÍMANS 687691
Tíminn
FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ1989
Ljósmæðrum á Landspítala ógnar fyrirsjáanlegar annir í sumar:
Sparið blómin og
símhringingarnar
„Til að minnka álag á starfsfólk (Fæðingar)deildarinn-
ar í sumar biðjum við aðstandendur fæðandi kvenna að
draga úr símhringingum og blómasendingum vegna
mikils ónæðis og vinnu sem því fylgir.“ Svo segir í ályktun
frá Ijósmæðrum á Fæðingardeild Landspítalans, sem
nýlega héldu ráðstefnu þar sem m.a. var fjallað um lokun
Fæðingarheimilisins í Reykjavík á mesta annatíma
ársins. Lýstu Ijósmæðurnar undrun sinni á þessari
ákvörðun borgaryfirvalda, sem óhjákvæmilega mundi
leiða til skcrtrar þjónustu við, í og eftir fæðingu á
Fæðingardeild Lsp.
Kveikjuna að þessari ályktunar-
gerð ljósmæðra sagði yfirlæknir
Kvennadeildar Lsp., Jón Þorgeir
Hallgrímsson, vafalítið þá, að t.d.
í júlí í fyrra hafi verið alveg
óvenjulega mikið að gera á Fæð-
ingardeildinni. „Ljósmæður voru
þá bókstaflega að gefast upp. Þær
þurftu að taka mjög þéttar erfiðar
vaktir og það kom upp það ástand
sem var hér áður að konur voru
nánast að fæða úti á göngunum.
Og það varð að grípa til þess að
senda þær fyrr heim en venja er.“
Ástæða þessara óvenju miklu
anna í fyrrasumar, meðan Fæð-
ingarheimilið var lokað, var ekki
síst sú að fæðingar á deildinni
voru þá fleiri en nokkru sinni, eða
um 2.800. Yfirlæknir sagði fyrir-
liggjandi upplýsingar benda til
þess að fæðingar verði alveg eins
margar í ár.
Ástæður þcssa eru tvíþættar.
Annars vegar telur Jón Porgeir
einfaldlega að konur vilji nú frem-
ur eiga börn en fyrir nokkrum
árum.
í annan stað hefur þeim stofn-
unum í landinu sem annast sæng-
urkonur farið fækkandi á undan-
förnum árum, líklega vegna þess
að þeim konum hefur farið fjölg-
andi „sem ákveða að ala börn sín
fremur þar sem öryggi er meira.
Jón Þorgeir sagði því t.d. heldur
ekki neitað að nýtingin á Fæð-
ingarheimilinu í Reykjavík hafi
verið ansi léleg, sem sé svo ástæða
þessara árlegu lokana á sumrin.
„En það er alveg ljóst mál að
Fæðingardeild Landspítalans ann-
ar ekki öllum þeim fæðingum sem
að myndu berast ef Fæðingar-
heimilið lokar," sagði yfirlæknir-
inn.
„Eðlileg fæðing" var yfirskrift
áðurnefndrar ráðstefnu sem ljós-
mæður héldu í Munaðarnesi.
Fjallað var m.a. um breytilegar
fæðingarstellingar, saumaskap á
konum eftir fæðingu, verkjameð-
ferð, og fræðslu til verðandi for-
eldra.
Einnig fjölluðu Ijósmæður um
mannleg samskipti og ýmsar leiðir
til þess að bæta þau og gera
fæðinguna sem ánægjulegasta.
- HEI
*** :
s
Tímamynd Árni Bjama
Tímamynd Pjelur
Allt tiltækt lið slökkviliðs Reykjavíkur kallað út:
Eldur í Hótel Vík
Allt tiltækt lið slökkviliðs Reykjavíkur var í gærkvöldi kvatt að Hótel Vík við Hallærisplan og logaði þar mikill
eldur í risi hússins. Upphringingin barst slökkviliðinu laust eftir klukkan 20 og tók skamman tíma að ráða niðurlögum
eldsins. Þegar slökkvilið kom á staðinn logaði eldur upp úr risi hússins og voru þegar sendir inn tveir reykkafarar
til að ganga úr skugga um að fólk væri ekki hættu. Enginn meiddist í brunanum.
Rishæðin í húsinu er mikið skemmd af völdum elds og neðri hæðir skemmdust af völdum vatns og reyks.
Mjög mikill viðbúnaður var hjá lögreglu vegna eldsins og var miðbærinn lokaður af.
Á tímabili var óttast að eldurinn myndi breiðast út í nærliggjandi hús, en slökkviliði tókst að afstýra þeirri hættu.
í gærkvöldi var ekki ljóst hver eldsupptök hafa verið. -ES
Bílafloti fylltur
fyrir 19% hækkun
Mjög stöðugur straumur var á sem Tíminn ræddi við í gær vakti
bensínstöðvum víðsvegar um land það athygli þeirra að í fyrsta skipti
í gær. Bifreiðaeigendur fylltu bíla sem almenningur hefur vitað af
sína vegna yfirvofandi hækkunar á hækkun á bensíni, var stöðugur
bensíni sem tekur gildi í dag. Um straumur allan daginn. Vaninnhef-
er að ræða verulega hækkun, eða ur verið sá að allir kæmu undir
19% ogfer bensínlítri í 52 krónur. lokun og langar biðraðir hafa þá
Að sögn bensínafgreiðslumanna myndast.
Tímamynd:Pjetur