Tíminn - 01.06.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Fimmtudagur 1. júní 1989
Fimmtudagur 1. júní 1989
Tíminn 11
Nordisk Industrifond
Nedre Vollgt. 8
N-0158 Oslo 1
Tlt.: (02) 41 64 80
Telefax: (02) 41 22 25
Líftækni í umhverfisvernd
Norræna líftækniáætlunin lýsir eftir tillögum/um-
sóknum um rannsókna- og þróunarverkefni þar
sem áhersla er lögð á notkun líftæknilegra aðferða
við hreinsun, afeitrun og endurvinnslu úrgangs-
efna og frárennslisvatns frá atvinnustarfsemi. Gert
er ráð fyrir að verkefnin, sem auglýst er eftir á
öllum Norðurlöndunum, verði samræmd innan
stærri áætlunar sem standi 4 ár og hefst það 1.
október 1989.
Um öll verkefnin gilda eftirfarandi skilyrði:
- samvinna skal höfð við aðila í a.m.k. einu hinna
Norðurlandanna,
- áhugi á aðild fyrirtækja þarf að vera fyrir hendi,
- 20% kostnaðar við verkefnin komi úr sjóðum í
heimalandinu, 30% kostnaðar greiðist með
stuðningi eða þátttöku fyrirtækja,
- hlutur Norræna iðnaðarsjóðsins verður að há-
marki 50% af heildarkostnaði eða 4 milljónir
norskra króna á ári (nú 31,5 millj. íslenskra
króna).
Tillögur að verkefnum verða metnar af erlendum
sérfræðingum (ekki norrænum) og stýrihópur,
skipaður 1 fulltrúa hvers Norðurlandanna býður að
því loknu þeim umsækjendum, sem hæfir þykja,
til samráðs í september áður en endanleg umsókn
um styrk verður send Norræna iðnaðarsjóðnum.
Umsóknareyðublöð og upplýsingar fást hjá Nor-
ræna iðnaðarsjóðnum. Umsóknir og tillögur að
verkefnum skulu berast sjóðnum fyrir 1. júl í 1989.
Nánari upplýsingar veita Morten Laake, VKI,
Vandkvalitets Instituttet, Danmörku, sími 9045-2-
865211, bréfsími 9045-2-867273, og Eiríkur Bald-
ursson, Rannsóknaráði ríkisins, sími 91-21320,
bréfsími 91-29814.
NÖLBRAUTASKÓUNN
BREIÐHOLTI
Frá Fjölbrautaskól-
anum í Breiðholti
Skólaslit verða í Fella- og Hólakirkju, Hólabergi
88, laugardaginn 10. júní n.k. og hefjast þau kl.
10.30.
Allir nemendur dagskóla og kvöldskóla, er lokið
hafa prófum á þriggja og fjögurra ára brautum,
eiga að koma þá og taka á móti prófskírteinum.
Um er að ræða nemendur, er lokið hafa áföngum
sjúkraliða, snyrtifræðinga, matartækna, sveins-
prófs svo og sérhæfðu verslunarprófi og stúdents-
prófi.
Nemendur, er lokið hafa eins og tveggja ára
brautum, fá skírteini sín afhent í Fella- og
Hólakirkju eftir skólaslitin (um kl. 12.30) og síðan
á skrifstofu skólans.
Foreldrar, aðrir ættingjar svo og velunnarar skól-
ans eru velkomnir á skólaslitin.
BR0SUM
og
allt gengur betur •
lllllllllllllll fÞRÓTTIR lllllllllllllllllllBllllllilllllllllllllllllllIlllllllllllilllllllllllllllIlllllll^ ÍÞRÓTTIR Illllllllllllllilllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllll
Knattspyrna:
Knattspyrna:
Finnar 3 mín. f rá jaf ntef li
- gegn Hollendingum í Helsinki
I’innska iandsliðið í knattspyrnu
varð að sætta sig við að tapa fyrir
Evrópumeisturum Hollendinga er
liðin mættust í 4. riðli undankeppni
HM í knattspyrnu. Finnska liðið
varðist vel í leiknum og sigurmark
HoUendinga kom ekki fyrr en á 87.
mín.
Ruud Gullit sagði fyrir leikinn
að hann mundi ekki koma inná
nema leikurinn þróaðist á versta
veg fyrir Holland. Sem kunnugt er
hefur kappinn átt við þrálát meiðsl
að stríða að undanförnu.
Gullit hafði lög að mæla, Ilol-
lendingum gekk illa að fínna glufu
á vörn Finna, en á 55. mín. var
kappinn settur inná í stað Eller-
manns. Það var einmitt eflir fyrir-
gjöf Gullits að Wim Kieft skoraði
sigurmark Evrópumeistaranna.
Hollendingar þurftu mjög á stigun-
um 2 að halda, því þeir eru í harðri
keppni við V-Þjóðverja í 4. riðli,
um sæti i úrslitakeppninni á Ítalíu
á næsta ári. BL
!AKN IRAUSÍRA FUJIISJINGA
Svendborg:
Annan hvern þriðjudag
Kaupmannahöfn:
Alla miðvikudaga
Varberg:
Alla fimmtudaga
Moss:
Alla laugardaga
Hull:
Alla mánudaga
Antwerpen:
Alla þriðjudaga
Rotterdam:
Alla þriðjudaga
Hamborg:
Alla miðvikudaga
Helsinki:
Hvassafell............20/6
Gloucester/Boston:
Alla þriðjudaga
New York:
Alla föstudaga
Portsmouth/Norfolk:
Alla sunnudaga
SKJPADEILD
f^SAMBANDSiNS
LINDARGÖTU 9A • 101 REYKJAVlK
SlMI 698100
Á. L A. A X l a i
Halldór Áskelsson skoraði mark íslenska liðsins í Moskvu í gær, en íslenska liðið er það eina sem náð hefur að skora í leik gegn því
sovéska í undankeppni HM nú. Á myndinni sækir Halldór að markverði Portúgal í landsleik á Laugardalsvelli í fyrra. Tímamynd Pjetur.
- óvænt 1-1 jafntefli í Moskvu heldur Italíu-voninni lifandi
Oft er svo í íþróttum að þegar við miklu
er búist verður árangurinn slakur og von-
brigðin mikil. Sem betur fer gerist það
einnig að góður árangur næst stundum,
þegar ekki er búist við miklu. Þetta gekk
eftir í gærdag þegar íslenska landsliðið í
knattspyrnu gerði 1-1 jafntefli við það
sovéska á Lenín-leikvanginum í Moskvu,
en leikurinn var liður í undankeppni heims-
meistarakeppninnar.
Fyrir leikinn var búist við stórsigri
Sovétmanna, sem urðu að þola jafntefli á
Laugardalsvellinum s.l. haust í sömu
keppni. Þá gerði Sigurður Grétarsson
mark íslands, en það mark var fyrsta
markið sem Rinat Dassajev fékk á sig í
keppninni. Þá varð einnig 1-1 jafntefli í
leik liðanna í Laugardal 1986 í Evrópu-
keppninni, en þá skoraði Arnór Guðjóns-
en mark íslendinga.
Menn töldu að leikurinn frá því í
Reykjavík yrðu Sovétmönnum ofarlega í
huga og þeir yrðu því í hefndarhug. Góður
leikur íslenska liðsins kom Sovétmönnum
í opna skjöldu og þeir urðu enn einu sinni
að sætta sig við jafntefli gegn litla íslandi.
Sovéska liðið virkaði þungt í leiknum í
gær og þótt þeir sovésku væru meira með
knöttinn, tókst þeim ekki að skapa sér
mörg alvarleg marktækifæri. Engu var
líkara en slökunarstefna Gorbatsjovs hefði
áhrif á leikmenn sovéska liðsins því þeir
voru óvenju slakir í leiknum.
Oleg Protasov var sá eini sem ógnaði
íslenska markinu í fyrri hálfleik, en hann
komst tvívegis í góð færi. í fyrra skiptið
skaut hann í þverslá og síðan skaut hann
framhjá.
Hinum megin á vellinum skapaðist tví-
vegis nokkur hætta eftir að Rinat Dassajev
mistókst úthlaup. íslensku leikmennirnir
voru fullseinir að átta sig á mistökum hins
heimsfræga markvarðar og ekkert varð úr.
Einnig er vert að minnast á gott langskot
Gunnars Gíslasonar, en Dassajev sá við
Gunnari og varði vel.
Það hefur áreiðanlega gefið íslensku
leikmönnunum aukinn kraft að geta hafið
síðari hálfleikinn án þess að vera með
mark á bakinu. Liðið varðist hverri sóknar-
lotu sovéska liðsins á fætur annarri, en
nokkuð var um óþarfa brot að hálfu okkar
manna. Eitt slíkt leit dagsins ljós á 64. mín.
og Igor Dobrovolsky skoraði beint úr
aukaspyrnunni. Bjarni Sigurðsson mark-
vörður var rangt staðsettur í markinu og
allt of lengi að kasta sér niður til að verja
skotið. Dobrovolsky sá hvað verða vildi,
var fljótur að taka spymuna framhjá
varnarvegg íslenska liðsins og undir
Bjarna, 1-0 fyrir Sovétmenn.
Eftir markið færðist mikil harka í leik-
inn, þeir sovésku fóru sér hægt og töfðu
leikinn. íslensku leikmennirnir undu þessu
illa og létu sovésku leikmennina fá það
óþvegið. Á stundum lá við slagsmálum á
vellinum.
Á 68. mín. skipti Sigfrid Held landsliðs-
þjálfari um leikmann í íslenska liðinu.
Halldór Áskelsson kom inná í stað Guð-
mundar Torfasonar. Önnur breyting var
gerð í liðinu á 83. mín. Rúnar Kristinsson
kom þá inná í stað Ómars Torfasonar. Við
þessa skiptingu gjörbreyttist leikur ís-
lenska liðsins til hins betra. Rúnar barðist
af miklum krafti og vann knöttinn af
sovésku leikmönnunum margsinnis. Á 86.
mín. fengu íslendingar innkast, eftir að
Rúnar hafði unnið knöttinn af Sovétmönn-
um. Ólafur Þórðarson henti knettinum
langt inní teiginn þar sem Atli Eðvaldsson
stökk manna hæst og skallaði knöttinn
áfram inní teiginn á Sigurð Jónsson. Sig-
urður náði að pota knettinum í áttina að
fjærstönginni þar sem Halldór Áskelsson
kom aðvífandi. Halldór var ekki lengi að
átta sig og þrumskot hans fór rakleiðis í
netið framhjá Dassajev, 1-1.
Við markið sló þögn á sovésku áhorfend-
urna sem konir voru á Lenín-leikvanginn
til að verða vitni að stórum sovéskum sigri.
Sá tíma sem eftir var af leiknum var of
skammur fyrir Sovétmenn að skora og enn
einu sinni urðu þeir að sætta sig við að gera
jafntefli gegn íslendingum, nú á heimavelli
sínum. Islensku strákanir fögnuðu ákaft
þegar finnski dómarinn flautaði til leiks-
loka. Það er ekki á hverjum degi sem
íslenska knattspyrnulandsliðið vinnur stig
á útivelli, hvað þá gegn jafn sterku liði og
Sovétmenn hafa á að skipa.
Með því að fá óvænt 1 stig úr leiknum í
Moskvu í gær eru vonir íslendinga um að
landsliðið komist í úrslit HM á Ítalíu 1990,
enn til staðar. 8 stig gætu dugað til þess að
komast í 2. sætið í riðlinum, en til þess þarf
íslenska liðið að sigra Tyrki og Austurrík-
ismenn á Laugardalsvelli og gera jafntefli
gegn A-Þýskalandi hér heima, eða Aust-
urríkismönnum á útivelli.
Islenska liðið: Bjarni Sigurðsson, Ágúst Már
Jónsson, Guðni Bergsson, Atli Eðvaldsson,
Ólafur Þórðarson, Gunnar Gíslason, Pétur Arn-
þórsson, Ómar Torfason (varam. á 83. mín.
Rúnar Kristinsson), Sigurður Jónsson, Guð-
mundur Torfason (varam. á 68. min. Halldór
Áskelsson) og Sigurður Grétarsson.
BL
Staðaní
3. riðli:
Sovétríkin .. 5 3 2 0 8-2 8
Tyrkland..... 5 2 1 2 8-6 5
Austurríki...3 111 4-5 3
ísland....... 4 0 3 1 3-5 3
A-Þýskaland .... 5 1 1 3 4-9 3
Tvö efstu liðin komast í úrslita-
keppni HM á ítah'u 1990.
LESTIINARÁfHLUIf
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands
á næstunni sem hér
segir:
Árhus:
Alla þriðjudaga
FRJÁLSI LÍFEYRISSJÓÐURINN
HEFUR ÞÚ HUGSAÐ FYRIR ÞVÍ
HVERNIG F.TÁRHAGUR ÞINN VERÐUR
ÞEGAR ÞÚ LÆTUR AF STÖRFUM ?
Nú á tímum eru margir farnir að huga
að því hvort þeir muni geta haldið þeim
lífsgæðum sem þeir njóta í dag þegar að
því kemur að þeir láta af störfum.
Trúlega viltu ekki Láta fjárhaginn
stoppa þig þegar þú loksins hefur tíma
til að njóta Lífsins. Til þess að það gerist
ekki verður þú sjálfur að gera þínar
ráðstafanir, því enginn annar gerir það
nógu vel fyrir þig. Og eins og máltækið
segir, ekki er ráð nema í tíma sé tekið.
/
FRJALSI
LÍFEYRISSJÓÐ-
URINN
Frjálsi Lífeyrissjóöurinn ávaxt-
ar iðgjöldin á öruggan og
arðbæran hátt og tryggir þér
góðar tek.jur þegar þú lætur af
störfum. Frjálsi Lífeyrissjóður-
inn er hentugri leið til að
undirbúa sig betur undir
ævikvöldið enflestar aðrar
sparnaðarleiðir.
BYRJAÐU
STRAX!...
Ef þú byrjar snemma að
greiða í Frjálsa Lífeyrissjóðinn,
þá færð þú verulega mikið
hærri lífeyrisgreiðslur vegna
margföldunaráhrifa vaxta.
NJÓTTU ÞESS
SÍÐAR
Frjálsi Lííeyrissjóðurinn er
séreignasjóður en ekki lána-
stofnun. Féð í sjóðnum helst
því alltaf óskert. Sérfræðingar
Fjárfestingarfélags íslands sjá
um að ávaxta það með kaup-
um á verðbréfum, sem bera
hæstu vexti á hverjum tíma.
Þannig er þér tryggður
hámarks lífeyrir miðað við
framlag þitt.
ALLIR GETA
VERIÐ MEÐ
Fáðu upplýsingar um fulla
aðild eða viðbótaraðild í
Frjálsa Lífeyrissjóðnum. bví
íyrr sem þú gengur í sjóðinn,
því íyrr geturðu vænst þess
að íá hærri lífeyrisgreiðslur,
þegar þar að kemur.
FjARFESTINGARFElAGIÐ
Hafnarstrætt 7 S (91) 28566, Kringlunni S 689700
Ráöhustorgi 3, 600 Akureyri S (96) 25000
Fjármál þín • sérgrein okkar