Tíminn - 01.06.1989, Side 3
HriimtUdágilr 1: Júrií 1989
Tíininn 3
Búvöruverðhækkanir í einstökum liðum, eins og þær birtast neytendum, verða reiknaðar út í dag:
Biðstaða f ram yf ir
ríkisstjórnarfund
Aðeins önnur verðlagsnefnda búvara hefur lokið störfum
þar sem nákvæm útlistun á fyrirkomulagi niðurgreiðslna
ríkisstjórnarinnar lá ekki fyrir í gær. Ákvörðun varðandi
hvernig niðurgreiðslum verður háttað í einstökum liðum
verður tekin á fundi ríkisstjómarinnar í dag og að því loknu
mun fimmmannanefnd, sem verðleggur búvörur í heildsölu
leggja fram niðurstöður hækkunarinnar eins og hún birtist
neytendum, sundurliðuð. Að sögn Ólafs Ragnars Grímsson-
ar, fjármálaráðherra, verður ekki um aukningu niðurgreiðs-
Ina að ræða fyrir utan þær sem samþykktar vora í kjarasamn-
ingum.
Sexmannanefnd ákvað í gær Verð á nautgripaafurðum, bæði
hækkun á verði til framleiðenda. mjólkurafurðum og kjöti hækkar
um 10,68%. Við ákvörðun hækkun-
arinnar var að sögn Hauks Halldórs-
sonar einkum tekið tillit til hækkana
á áburði sem nema rúmlega 29%,
þeim hækkunum sem snúa að véla-
kosti bænda svo sem diselolíu og
bansínhækkanir en þar mun vera um
tólf prósenta hækkun að ræða og
fjórtán prósenta hækkunar á flutn-
ingskostnaði.
Sauðfjárafurðir hækka um
11,27% en þar er um framreiknaðan
verðgrundvöll að ræða. Kemur ekki
til framkvæmdar þeirrar hækkunar
þar til næsta sláturtíð gengur í garð.
Verð á kjúklingum til bænda hækkar
um 7,12%, á eggjum um 8,25% og
á hrossakjöti verður hækkunin sú
sama og á nautgripaafurðum eða
10,68%. Verð kartaflna hækkar um
6,43% og er þar einkum um að ræða
hækkun birgðakostnaðar.
„Pegar gengið var frá fjárlögum
þessa árs, fólst í þeim að þær niður-
greiðslur sem ríkisstjómin jók sér-
staklega á verðstöðvunartímanum
myndu falla niður í lok tímabilsins.
En sem lið í kjarasamningunum gaf
ríkisstjórnin út það fyrirheit að halda
þeim niðurgreiðslum áfram og verja
„Mundarnir“ - Ásmundur og Ögmundur héldu sameiginlegan blaðamannafund í gær
Tímamynd:Pjetur
ASÍ og BSRB gangast fyrir fundi á Lækjartorgi til að mótmæla verðhækkunum.
Ásmundur Stefánsson og Ögmundur Jónasson:
Tökum ekki lengur þátt
í fundum Verðlagsráðs
Miðstjóm ASÍ og stjórn
BSRB gangast fyrir fundi á
Lækjartorgi kl. 16 í dag til að
mótmæla þeim verðhækkunum
sem nú ganga yfir landsmenn.
Miðstjóm ASÍ samþykkti þetta
á fundi sínum í gær og það sama
var samþykkt í stjórn BSRB.
Báðir forystumennirnir hvetja
allt launafólk tU að leggja niður
vinnu kl. 15.30 og fjölmenna
síðan á fundinn tU að sýna hug
sinn.
„Við viljum mótmæla þeim stór-
kostlegu verðhækkunum sem nú
dynja yfir og mótmæla þar með þeim
brigðum sem orðið hafa á loforðum
stjórnvalda.
Við höfum treyst því að stjórnvöld
myndu veita traust aðhald gegn
verðhækkunum og grípa til aðgerða
til að hamla því að þær yrðu. Nú
horfum við á þær æða fram á öllum
vígstöðvum og bensínhækkunin ein
veldur 0,8% hækkun vísitölu," sagði
Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ á
blaðamannafundi hans og Ögmund-
ar Jónassonar formanns BSRB í gær.
Ögmundur benti á að ákvæði
væru í samningum BSRB og ríkisins
að spornað skuli eins og frekast er
unnt við verðhækkunum á gildistíma
samningsins, verðstöðvun verði sett
á opinbera þjónustu og verðlag
hennar miðist við forsendur fjárlaga
1989. Þá hefði ríkisstjórnin lofað að
beita sér fyrir aðhaldi að verð-
ákvörðunum einokunarfyrirtækja og
fyrirtækja sem ráðandi eru á mark-
aði sínum.
„Það eru einmitt þessi fyrirtæki
sem nú eru að hækka sína þjónustu
þannig að ekki er það í samræmi við
forsendur samninganna," sagði Ög-
mundur.
Ásmundur greindi frá þvi að full-
trúar ASÍ og BSRB í Verðlagsráði
hefðu sameinast um að mæta ekki á
fundi ráðsins að sinni. Ástæða þess
væri hvernig mál hefðu gengið fyrir
sig á fundi ráðsins í fyrradag þar sem
bensínhækkunin var ákveðin.
„Bensín er mjög hátt tolluð vara
þannig að hækkun bensínverðs er-
lendis leiðir til þess að tekjur ríkis-
sjóðs af tollum og söluskatti fara við
það mjög upp á við. Því til viðbótar
hefur ríkisstjórnin ákveðið að hækka
bensíngjaldið. Þetta þýðir að tekjur
hins opinbera af bensíni miðað við
þá ákvörðun sem tekin var í gær,
munu aukast á heilu ári um 430-440
milljónir og af því er viðbótarskatt-
heimtan, bensíngjaldshækkunin,
ekki nema 210 milljónir. Bensín-
verðhækkunin sem slík veldur því
þarna stórum hluta,“ sagði Ásmund-
ur.
Hann sagði að ríkisvaldið hefði
þarna átt að bregðast við á annan
hátt en að auka enn við hækkun
bensínverðsins sem eitt sér veldur
0,8% hækkun framfærsluvísitölunn-
ar. Ríkisstjórn sem ætlaði að halda
aftur af verðlagi hlyti að hafa gert
það.
Ásmundur sagði að fulltrúar ASÍ
og BSRB í Verðlagsráði hefðu rætt
við fjármálaráðherra og samgöngu-
ráðherra í gær um þessi atriði en
enginn vilji hefði verið af þeirra
hálfu til að gera nokkurn hlut í
málinu. Hið sama hefði verið uppi á
teningnum þegar rætt var við þá um
hækkanir á gjaldskrám hita- og raf-
veitna.
Ekki hefði reynst vilji hjá ráðherr-
unum til þess að finna leiðir til að
komast hjá hækkunum af þessu tagi.
„Við reyndum þá að fá bensín- og
olíuhækkununum frestað í Verð-
lagsráði. Til þess var ekki vilji af
hálfu annarra ráðsmanna. Okkur
þykir við settir upp við vegg við þær
aðstæður sem nú eru. Því teljum við
okkur ekki fært að halda áfram að
sitja fundi ráðsins," sagði Ásmund-
ur. - sá
til þess fimm til sex milljónum króna
á þessu ári. Við það fyrirheit stönd-
um við, sem meðal annars felur það
í sér að hækkun á búvörum núna
verður um tíu prósentum lægri en
hún yrði ella, hækkunin hefði orðið
um tuttugu prósent. Ef hins vegar
ætti að greiða niður allar hækkanir á
þessu ári myndi það þýða um fimm
hundruð milljónir króna í viðbót og
um það var ekki talað í tengslum við
þessa kjarasamninga," sagði Ólafur
Ragnar Grímsson fjármálaráðherra
í samtali við Tímann. jkb
Vitnaleiöslum lauk í máli
MagnúsarThoroddsen í gær:
Arnari
ekki
skyltað
svara
Borgardómur Reykjavíkur úr-
skurðaði í gærmorgun að Arnari
Páli Haukssyni fréttamanni
Ríkisútvarpsins væri ekki skylt
að svara spurningum lögmanns
Magnúsar Thoroddsen, fyrrum
forseta Hæstaréttar, um hverjar
heimildir hans hafi verið að frétt
um áfengiskaup Magnúsar. Úr-
skurðinn kváðu upp þeir Friðgeir
Bjömsson yfirborgardómari og
borgardómaramir Steingrímur
Gautur Kristjánsson og Eggert
Óskarsson.
Friðgeir Björnsson yfirborgar-
dómari sagði í samtali við Tím-
ann að ekki yrðu gefnar upp
ástæður úrskurðar dómsins. „Úr-
skurðurinn er forsendulaus sam-
kvæmt reglum einkamálalaga, og
þar sem hann verður ekki
kærður, munum við ekki gera
grein fyrir forsendum okkar,“
sagði Friðgeir. Hann sagði þenn-
an úrskurð ekki hafa sjálfkrafa
fordæmisgildi.
Lögmaður Magnúsar, Jón
Steinar Gunnlaugsson hæstarétt-
arlögmaður, áfrýjaði úrskurðin-
um ekki til hæstaréttar, en lagði
fram bókun. Þar sagði hann að
það væru mikilvægir hagsmunir
umbjóðanda síns að dómur gengi
sem fyrst og ef áfrýjað yrði mundi
flókin réttarfarsleg atriði verða
til þess að tefja málið fram yfir
dómhlé í sumar. Þá þyrftu núver-
andi hæstaréttardómarar vafa-
laust að víkja úr sæti þegar málið
kæmi fyrir réttinn og eftir ætti að
finna reglur til að skipa nýjan
dóm, sem dómsmálaráðuneytið
gæti ekki gert þar sem dómsmála-
ráðherra er ákærandi í málinu.
Vitnaleiðslum í máli Magnúsar
Thoroddsen lauk í gærmorgun,
en í dag verðu munnlegur mál-
flutningur í málinu, sem búist er
við að ljúki síðdegis. -ABÓ
Amar Páll Hauksson