Tíminn - 01.06.1989, Qupperneq 4
4 Tíminn
Fimmtudagur 1. júní 1989
^JiL, Iðnskólinn í
M Reykjavík
Innritun fer fram í Iðnskólanum í Reykjavík og
Miðbæjarskólanum frá kl. 09.00-18.00 1. og 2.
júnf. Jafnframt verðurinnritað í Iðnskólanum 5. og
6. júní kl. 11.00-18.00.
Innritað verður í eftirtalið nám:
1. Samningsbundið iðnnám (Námssamningur
fylgi umsókn nýnema).
2. Grunndeild í prentun.
3. Grunndeild í prentsmíði (setning - skeyting -
offsetljósmyndun).
4. Grunndeild í bókbandi.
5. Grunndeild í fataiðnum.
6. Grunndeild í háriðnum.
7. Grunndeild í málmiðnum.
8. Grunndeild í rafiðnum.
9. Grunndeild í tréiðnum.
10. Framhaldsdeild í bifreiðasmíði.
11. Framhaldsdeild í bifvélavirkjun.
12. Framhaldsdeildir í bókagerð.
13. Framhaldsdeild í hárgreiðslu.
14. Framhaldsdeild í hárskurði.
15. Framhaldsdeild í húsasmíði.
16. Framhaldsdeild í húsgagnasmíði.
17. Framhaldsdeild í rafeindavirkjun.
18. Framhaldsdeild í rafvirkjun og rafvélavirkjun.
19. Framhaldsdeild í vélsmíði.
20. Almennt nám.
21. Fornám.
22. Meistaranám.
23. Rafsuða.
24. Tæknibraut (lýkur með stúdentsprófi).
25. Tækniteiknun.
26. Tölvubraut.
27. Öldungadeild í grunnnámi rafiðna.
28. öldungadeild í rafeindavirkjun.
Innritun er með fyrirvara um þátttöku í einstakar
deildir.
Öllum umsóknum nýnema fylgi staðfest afrit
prófskírteina með kennitölu.
Iðnskólinn í Reykjavík
Laust embætti
er forseti
íslands veitir
Sýslumannsembættið í Snæfellsness- og
Hnappadalssýslu og bæjarfógetaembættið í Ól-
afsvík er laust til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 18. júní 1989.
Embættið veitist frá 1. júlí 1989.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 30. maí 1989.
Laust embætti
er forseti
íslands veitir
Bæjarfógetaembættið í Ólafsfirði er laust til um-
sóknar.
Umsóknarfrestur ertil 18. júní 1989.
Embættið veitist frá 1. júlí 1989.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 30. maí 1989.
PÓSTFAX TÍMANS
Dr. Anna M. Magnúsdóttir.
Valgerður Jónsdóttir.
Dr. Malcolm H. Brown.
Tónvísindahátíð íslensku hljómsveitarinnar í Gerðubergi:
Þingmenn ræða mótun
menningarstefnunnar
Bergþóra Jónsdóttir.
Joseph J. Moreno.
Dr. Ilkka Oramo.
Á morgun, föstudag, hefst
tónvísindahátíö íslensku
hljómsveitarinnar í Gerðu-
bergi. Þar verður fluttur
fjöldi fyrirlestra, haldið
námskeið í „músik þerapíu“
og síðast en ekki síst efnt tU
málþings um mótun menn-
ingarstefnu. En þar mun
fjöldi þingmanna, rithöfunda
og fleiri leggja orð í belg.
Dagskrá hátíðarinnar, sem lýkur
sjöunda júní, er af þrennum toga
spunnin. í fyrsta lagi flytja sjö inn-
lendir og erlendir fyrirlesarar erindi
um ýmis tónvísindaleg efni. Má þar
nefna erindi um tónmenningararf
þjóðanna sem Bergþóra Jónsdóttir
flytur, mótun rússneskrar menning-
arstefnu á 19. öld í flutningi Dr.
Malcolms H. Brown, fyrirlestur um
þjóðlega tónlist og menningartengsl
Rússa og Finna en hann flytur Dr.
Ilkka Oramo, um framvindu og
Guðmundur Emilsson.
merkingu í tónlist sem Dr. Anna M.
Magnúsdóttir flytur og fleira. Auk
þess taka fyrirlesarar þátt í pall-
borðsumræðum um skyldleik list-
• sköpunar og listvísinda.
f annan stað verður haldið nám-
skeið í „músik þerapíu" á vegum
Tónstofu Valgerðar Jónsdóttur en
þar verður kennari Joseph J. More-
no.
í þriðja Iagi verður síðan efnt til
málþings og pallborðsumræðna um
mótun menningarstefnu á íslandi.
Af frummælendum á málþingi og
þátttakendum í umræðum má nefna
Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur,
Svavar Gestsson, Davíð Oddsson,
Markús Öm Antonsson, Eið
Guðnason, Thor Vilhjálmsson,
Áma Ibsen, Einar Kárason og
marga fleiri.
Við setningu hátíðarinnar syngur
Hrafnhildur Guðmundsdóttir,
mezzo-sópran söngkona, ljóða-
söngva eftir Johannes Brahms við
undirleik Önnu Guðnýar Guð-
mundsdóttur, píanóleikara. Skipu-
lag og framkvæmd hátíðarinnar er í
höndum Valgerðar Jónsdóttur og
Guðmundar Emilssonar formanns
Samtaka um íslensku hljómsveitina.
j'kb
Undarleg samþykkt á fundi í Verkalýðsfélagi Akraness eftir atkvæðagreiðslu
um kjarasamninga:
VEIT SÚ HÆGRIHVAÐ
SÚ VINSTRIGERIR?
Kjarasamningar voru samþykktir
í Verkalýðsfélagi Akraness á félags-
fundi fyrir nokkm. Samþykkir voru
þrjátíu og einn, nei sagði einn en
fimm sátu hjá. Það undarlega gerðist
síðan eftir að atkvæðagreiðslu um
samningana lauk. Þá kom fram
ályktunartillaga utan úr sal þar sem
samningarnir voru harðlega for-
dæmdir og var tillagan snarlega sam-
þykkt með sautján atkvæðum gegn
fjórum.
Ályktunin hljóðar svo: „Fundur í
V.L.F.A. haldinn 18. maí ályktar að
þeir samningar sem gerðir voru og
undirskrifaðir þann 1. mat séu þjóð-
arskömm og sýni virðingarleysi at-
vinnurekenda og samningafólks ASÍ
gagnvart verkafólki.
Ef fram fer sem horfir í kjaramál-
um verkafólks þarf ekki að spyrja að
leikslokum; fólksflótti úr fram-
ieiðslugreinum.
Sú launastefna sem rekin er á
íslandi í dag samræmist ekki þörfum
hins almenna launþega."
„Þetta kom eins og skrattinn úr
sauðarleggnum en fundurinn var
fámennur og þessi hópur sem þarna
stóð að málum fékk þetta fram,“
sagði Guðmundur M. Jóhannsson
starfsmaður Verkalýðsfélags Akra-
ness.
Hervar Gunnarsson formaður fé-
lagsins sagði aðspurður að því væri
ekki að neita að samþykkt þessarar
tillögu á sama fundi og kjarasamn-
ingar eru samþykktir með miklum
meirihluta kæmi einkennilega fyrir
sjónir.
Hann sagði að margir hefðu verið
farnir af fundi þegar tillagan var
borin undir atkvæði. Þessvegna
hefðu svo miklu færri greitt atkvæði
um hana heldur en samningana.
Hann sagði síðan: „Stjórn félagsins
hefur vissulega sína skoðun á þessu
máli en ég á ekki von á því að hún
verði gerð opinber." -sá