Tíminn - 01.06.1989, Side 5
Fimmtudagur 1. júní 1989
Tíminn 5
Nýstofnuðfasískumhverfissamtökgætu orðið norðlægum veiðiþjóðum þung í skauti. Bannfæra
allar skipulagðar veiðar:
Orkin - nýtt þúsundáraríki?
Nýlega voru stofnuð ný samtök umhverfissinna sem
ýmislegt bendir til að ætli sér stóran hlut á þeim sama
vettvangi og Grænfriðungar hafa haslað sér völl á. Samtök
þessi nefnast Ark og tilgangurinn er hvorki rneira né minna
að opna augu almennings og vinna hann til fylgis við
félagsskapinn þannig að alheimssamfélag skapist sem
helga mun alla krafta sína því markmiði að vernda og stýra
öllu lífríki jarðar.
„Talsmenn þessara nýstofnuöu
samtaka voru afskaplega hroka-
fullir og báru það varla við að svara
spurningum sem til þeirra var beint
á kynningarfundi sem þeir héldu á
umhverfisráðstefnunni í Lille í
Frakklandi fyrir skemmstu.
Það virtist enginn efi ríkja í
hugum þessara manna að veiðar á
hvölum og fiski væri hin versta
villimennska. Þegar ég spurði þá
um á hverju Norður- Atlantshafs-
þjóðimar, svo sem Grænlendingar,
Islendingar o.fl. ættu þá að lifa ef
ekki mætti lengur veiða fisk, ypptu
þessir menn bara öxlum og sögðu:
„Þið verðið að finna einhvem iðn-
að og þróa hann upp.“
Ég spurði þá hvað það ætti að
vera; hvort við ættum að flytja inn
hráefnið, kannski einhverjar tágar
og flétta tágakörfur og flytja þær
síðan aftur út. Gæti þjóðin fram-
fleytt sér á slíku. Yrði slíkur varn-
ingur ekki ansi dýr?
Þessu svöruðu mennirnir á þann
veg að það væri ekki þeirra vanda-
mál heldur okkar sjálfra. Við yrð-
um að læra að bjarga okkur öðru
vísi en hingað til og hvemig við
leystum þessi mál væri algerlega
undir sjálfum okkur komið,“ sagði
Elín Þóra Friðfinnsdóttir kvik-
myndagerðarmaður en hún sótti
kynningarfund samtakanna.
Elín Þóra sagði að einsýni tals-
manna samtakanna hefði virkað
óhugnanleg og málflutningur tals-
mannanna mjög „fasískur". Það
hefði verið greinilegt að samtökin
hefðu úr nægum fjármunum að
moða en einn upphafsmanna
þeirra erpopparinn Kevin Godley.
Godley var einn meðlima hljóm-
sveitarinnar lOcc en hann og Lol
Creme gengu úr sveitinni fyrir um
tíu ámm og stofnuðu dúettinn
Godley and Creme. Jafnframt
haslaði Kevin Godley sér völl í
auglýsinga- og myndbandagerð og
hefur auðgast verulega af því og
orðið valdamikill í breskum auglýs-
ingaheimi.
Margir þekktir og auðugir popp-
arar, kvikmyndaframleiðendur og
-leikarar hafa gengið til liðs við
hreyfinguna og hafa verið gefnar
út hljómplötur sem umtalsverður
hagnaður hefur orðið af. Af þekkt-
um poppurum sem sitja í stjórn
samtakanna má nefna David Bow-
ie sem um langt skeið hefur að-
hyllst fasískar skoðanir, Dave
Stewart, Sting og Peter Gabriel.
Elín Þóra sagði að á kynningar-
fundinum í Lille hefði Kevin Go-
dley haft orð fyrir hreyfingunni og
hefði komið skýrt fram hjá honum
að samtökin hygðust grípa til allra
hugsanlegra ráða til að ná fram
markmiðum sínum sem væru að
koma stjórn á lífríki jarðar.
Yrði þar engu til sparað og
þekkingu í áróðri og auglýsinga-
mennsku ásamt fjármunum yrði
beitt til hins ítrasta. Á næstunni
yrði stofnuð deild í BNA og í
Sovétríkjunum og þegar hefði
fjöldi auðugra og voldugra manna
og kvenna í löndunum gengið til
liðs við hreyfinguna. Þetta væri í
samræmi við þá trú samtakanna að
völd í bland við hugsjónir væru
raunhæf leið til að skapa betri
heim.
Þegar kynningarbæklingur Ark-
ar er skoðaður vekur það athygli
hversu fagmannlega hann er
unninn. Það er þó ljóst af honum
að Arkarmönnum fellur hreint
ekki að þjóðir lifi á sjávarafla.
Vaxi samtökunum fiskur um hrygg
þá mega íslendingar allt eins eiga
von á verulegu harðræði af hálfu
þeirra og þau verði okkur þyngri í
skauti en Grænfriðungar eru nú.
í herskárri stefnuyfirlýsingu Ark
segir meðal annars: Mikil þörf er á
hreyfingu umhyggjusamra karla og
kvenna frá öllum þjóðum veraldar
sem sameinast um það markmið að
verja náttúruna, heilsufar manna
og leitast við að öllum lífverum líði
vel. Ark var stofnuð í þessum
tilgangi.
Ark var stofnuð í Bretlandi og
mun ná fótfestu í öllum löndum
Evrópu, bæði austan og vestan
hinnar pólitísku markalínu sem
aðskilið hefur okkur síðustu hálfa
öld. Þá mun Ark einnig nema land
í BNA og Kanada.
Þetta er þó aðeins byrjunin. Ark
mun skapa öfluga almenna hreyf-
ingu í öllum löndum veraldar án
nokkurrar einustu undantekningar
og svo fljótt sem efni leyfa. Þannig
mun skapast alheimssamfélag af
þeirri stærð og þeim mætti sem
hæfir vandamálum þeim sem við
stöndum frammi fyrir.
Þúsundáraríkið sem boðað var
upp úr 1933 átti líka að verða
dýrðlegt fyrir hina útvöldu þegna
þess. -sá
Enginn getur starfað að lækningum af neinu tagi á læknaleyfis:
Engir skottujæknar
starfandi á íslandi
„Það eru engin dæmi um það
hérlendis að fólk hafi smitast af
eyðni við nálastungumeðferð,“
sagði Kristján Erlendsson læknir í
gær en nýlega kom mál upp í Frakk-
landi þar sem sautján ára piltur
smitaðist af eyðni á þennan hátt.
Krístján sagði að vissulega hefðu
heilbrígðisyfirvöld bæði hér og er-
lendis haft áhyggjur af nálameðferð-
um af ýmsu tagi, svo sem nálastungu-
meðferð, tattóveríngum og slíku og
reynt að sjá til þess að fyllsta hrein-
lætis og sótthreinsunar værí gætt.
Þær reglur sem settar hefðu verið
hér og raunar víðast hvar þar sem
þessir hlutir fara fram, ættu að
tryggja að fólk smitaðist ekki. Hins
vegar væri seint hægt að ganga úr
skugga um svo óyggjandi væri hvort
fyllsta hreinlætis væri gætt á öllum
þeim stöðum þar sem slík starfsemi
fer fram.
- En getur hver sem er orðið sér
úti um nálar og farið að stunda
nálastungumeðferð? Ólafur Ólafs-
son landlæknir:
„Nei. Enginn getur tekið að sér að
lækna annað fólk án þess að hafa
lækningaleyfi. Það er ákvörðun Al-
þingis að læknar hafi einkaleyfi á að
lækna. Því hlýtur enginn leyfi til þess
nema að hafa fyrst lokið læknaprófí
og síðan fengið lækningaleyfi eftir
að hafa sýnt og sannað sig í starfi í
eitt og hálft ár.“
Það er því ljóst að hér á landi
getur enginn tekið sig til, sótt eitt-
hvert nálastungunámskeið og síðan
opnað stofu og tekið fólk í nála-
stungumeðhöndlun. Eftir því sem
næst varð komist í gær hafa tveir til
þrír menn hér á landi tekið fólk í
slíka meðferð en þeir eru allir
læknar.
Hvort nálastungumeðferð sé til
einhvers gagns er álitamál. Það er þó
staðfest að kínverskir læknar stað-
deyfa sjúklinga með nálunum og
einn viðmælandi Tímans var skorinn
upp við illkynjuðu magasári austur í
Kína fyrir nokkrum árum. Hann var
deyfður með nálum og hafði fulla
meðvitund meðan á aðgerðinni stóð.
Þótt hann fyndi ekki fyrir beinum
sársauka sagði hann að honum hefði
liðið vægast sagt djöfullega meðan á
aðgerðinni stóð og eins lengi á eftir.
Hvort nálastungumeðferð við
ýmsum streitukvillum sé gagnleg er
álitamál. Læknir einn sagði að í
sumum tilfellum gagnaðist prýðilega
hjá læknum að gefa fólki pillur sem
aðeins innihéldu hveiti eða kalk
þegar það væri að biðja um verkjalyf
við einkennum sem hrjáðu það.
Þannig gæti vel verið að fólk tryði
í blindni á lækningamátt nálanna og
trúin læknaði það í raun, eða þá að
því batnaði af sjálfu sér.
Tíminn ræddi við konu sem gekkst
undir nálastungumeðferð hérlendis
Ólafur Ólafsson landlæknir
um nokkurt skeið vegna vöðvabólgu
og sagði hún að meðferðin hefði
hjálpað sér ómetanlega. Bólgurnar
hefðu horfið að langmestu leyti og
ekki tekið sig upp aftur eftir að
meðferð lauk og þakkaði hún það
meðferðinni. -sá
__ Landsbankinn krefst kyrrsetningar eigna 01 ís:
Fógetaúrskurður
líkast til í dag
Landsbankinn hefur krafist þess
fyrir fógetarétti í Reykjavík að eign-
ir Olís verði kyrrsettar sakir vanskila
félagsins í bankanum, en þær nema
að sögn Sverris Hermannssonar milli
fjögur og fimm hundruð milljónum
króna og hefur Bankaeftirlitið varað
bankann við að tryggingar séu ónóg-
ar fyrir skuldum þessum. Búast má
við að úrskurður verði felldur í
málinu í dag.
í fréttatilkynningu frá Óla Kr.
Sigurðssyni forstjóra Olís um þetta
mál segir að krafa Landsbankans um
kyrrsetningu eigna Olís sé tilefnis-
laus og hefði verið einfaldara fyrir
bankann að óska eftir meiri trygging-
um í stað þess að grípa á ný til
þvingunaraðgerða fyrir fógetarétti.
„Við höfum margreynt að fá
tryggingar og það getum við sannað
með bréfaskriftum og opinberlega
reyndum við innsetningargerð til að
fá inn tryggingar. Þeir vörðust af
hörku og innsetningarbeiðni okkar
náði ekki fram að ganga. Fréttatil-
kynningin er því marklaus," sagði
Sverrir Hermannsson bankastjóri í
gærkvöldi. - sá
Sverrír Hermannsson bankastjóri
Hæstiréttur
staðfesti
niðurstöður
Sakadóms
Hæstiréttur hefur staðfest úr-
skurð Sakadóms Reykjavíkur um
að hafna frávísunarkröfum í Haf-
skipsmálinu. Það voru lögmenn
ellefu ákærðra af sautján sem
kröfðust frávísunar, en Sakadómur
Reykjavíkur hafnaði þeirri kröfu
þann 23. apríl sl. Þá var úrskurður
Sakadóms kærður til Hæstaréttar
sem staðfesti niðurstöðu Sakadóms
í fyrradag.
í úrskurði Hæstaréttar kemur
fram að heimilt hafi verið að sækja
í einu lagi sök gegn þeim 16
mönnum sem voru ákærðir 11.
nóvember sl. og að heimilt hafi
verið að sameina mál gegn Jóhanni
Einvarðssyni fyrrverandi banka-
ráðsmanni Útvegsbankans, máli
annarra ákærðra. -ABÓ