Tíminn - 01.06.1989, Page 6

Tíminn - 01.06.1989, Page 6
6 Tíminn Fimmtudagur 1. júní 1989 Aðstoðarhópar kvenna sem orðið hafa fyrir nauðgun vilja úrbætur í réttarkerfinu: Hvetja ekki til kæru nauðgana Aðstoðarhópar kvenna sem hafa orðið fyrir nauðgun treysta sér ekki Iengur til að hvetja viðkomandi konur til að kæra og segja ástæður þess mega finna í málsmeðferð. Rannsóknarlögregla ríkisins segir engra breytinga vera að vænta á þeim bæ sem rekja megi til gagnrýni hópanna, þar sem ekki séu forsendur fyrir henni. Hóparnir sem um ræðir eru Sam- tök um kvennaathvarf, Ráðgjafa- hópur um nauðgunarmál, barna- hópur Kvennaathvarfs og Vinnu- hópur gegn sifjaspellum. I tilkynn- ingu frá þeim segir; „Ástandið er nú svo slæmt að við sem í mörg ár höfum aðstoðað konur við að kæra kynferðisafbrot getum við þessar aðstæður ekki hvatt konur til að kæra.“ „Ég held að ég geti ekki trúað þessum orðum. Ef tilgangur hóp- anna er að koma í veg fyrir afbrot af þessu tagi og koma lögum yfir afbrotamennina getur ekki verið að maður eigi að trúa þessu,“ sagði Bogi Nilsson rannsóknarlögreglu- stjóri í samtali við Tímann. Rannsóknarlögregla ríkisins sinnir nauðgunarkærum og í þess- ari tilteknu deild verður, eftir mánuð, enginkonastarfandi. Meg- intilgangur kvennasamtakanna, er að leggja áherslu á að konur geti valið hvort kynið þær vilja láta hafa málið til úrvinnslu. „Ef óskað er eftir kvenlögregluþjóni við yfir- heyrslur reynum við að verða við því. Starfsemin hér innanhúss er ekki fastnjörvuð niður í ákveðnar deildir. Pó enginn kvenlögreglu- þjónn væri í þeirri deild sem mest fjallar um ofbeldismál, sem til að mynda nauðganir falla undir, þarf það ekki að þýða að kona gæti ómögulega fengist við yfirheyrsl- ur,“ sagði Bogi. „Okkur finnst líka skorta þekk- ingu og faglega kunnáttu og að þessum málum sé ekki sinnt af nógu miklum skilningi,“ sagði Guðrún Tulinius í samtali við Tímann. Bogi sagði það að vísu vera rétt að á vegum lögreglunnar væri ekki boðið upp á þjálfun eða fræðslu sérstaklega varðandi þessi mál. „En það er hér eins og annars staðar að þeir sem hafa verið lengur í starfi kenna þeim sem eru að hefja störf og menn læra af reynslunni," sagði hann. Kvennahópamir og RLR hafa samstarf sín á milli. Gangur mála er yfirleitt sá að nauðganir eru kærðar til RLR og þeir bjóða síðan viðkomandi upp á að haft sé sam- band við einhvem aðstoðarhóp- anna. „Það er sjaldgæft að konurnar leiti til okkar fyrst. Ef það er gert spyrjum við viðkomandi hvort hún vilji kæra. En þegar þeim er gert mjög erfitt fyrir, er tekið með tortryggni og byrjað á að trúa þeim ekki, þá finnst okkur þetta vera meiri áreynsla en að sætta sig við orðinn hlut. Við myndum því alls ekki verða fyrri til að hvetja fórnar- lambið til að kæra. Það verkar ekki hvetjandi þegar manni er tekið með vantrúnaði og tortryggni um leið. Það á að trúa konunum þegar þær bera fram þetta alvarlega ákæru, enda er það erfið ákvörðun að kæra slíkt mál. Við segjum konunni að við munum standa Bogi Nilsson rannsóknarlögreglustjóri. með henni á hverju sem dynur en einnig að hún skuli hafa varann á að þetta er erfitt og langlíklegast sé að þeim verði ekki trúað,“ sagði Guðrún. Bogi sagði ekki vera á döfinni að gera neinar breytingar á starfshátt- um rannsóknarlögreglunnar vegna framkominnar gagnrýni þar sem ekki væru forsendur fyrir henni. „Meðferð þessara tilteknu mála hefur innan réttarkerfisins enga sérstöðu, fyrir utan það að þau njóta forgangs við afgreiðslu. Á okkur hvílir sama sönnunarskylda og þegar um önnur afbrotamál er að ræða. Við verðum að reyna að upplýsa málið og þá er nauðsynlegt að fórnarlambið gefi sem gleggstar upplýsingar. Ég veit að við yfir- heyrslur í nauðgunarmálum er lögð mikil áhersla á að lögreglumenn sýni nærgætni. Við reynum al- mennt að halda vöku okkar en það verða ekki gerðar neinar sérstakar breytingar vegna ásakana kvenna- hópanna þar sem ég tel ekki vera forsendur fyrir þeim.“ jkb Frá teiknisýningunni í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Fjölnir Ásbjörnsson bendir hér á myndina sem fékk fyrstu verðlaun. Tímamynd: ÖÞ Sauðárkrókur: Skólabörn teikna í umhverfisátaki Fyrir skömmu var hleypt af stokk- unum á Sauðárkróki Umhverfísátaki 1989. Að átakinu standa umhverfis- og gróðurverndarnefnd Sauðár- króks ásamt bæjaryfirvöldum. Fyrsti liðurinn í umhverfisátakinu var að efnt var til teiknisamkeppni meðal skólabama á Sauðárkróki. í samkeppninni tóku þátt börn frá forskólaaldri til níunda bekkjar og sendu þau alls 320 myndir í sam- keppnina. Myndunum var ætlað að minna á umgengnismál í bænum og hverju væri helst ábótavant á því sviði. Allar myndirnar sem bárust voru síðan almenningi til sýnis t Safnahúsinu á Sauðárkróki í síðustu viku. Alls fengu 14 myndir verðlaun og afhenti Snorri Björn Sigurðsson bæjarstjóri verðlaunin við opnun sýningarinnar. Fyrstu verðlaun fékk mynd Helga Páls Jónssonar, Um- gengni lýsir innri manni. Verðlaun Helga Páls voru reiðhjól. Önnur verðlaun hlaut mynd Tinnu Gunn- arsdóttur, Hreinar götur rusl í fötur. Fyrir þessa mynd hlaut Tinna myndavél í verðlaun. Einnig fengu 12 krakkar til viðbótar bókaverðlaun fyrir framlag sitt til sýningarinnar. Fyrirhugað er að setja verðlaun- amyndirnar á plaköt sem hengd verða upp vt'ðsvegar á Sauðárkróki til að minna á umhverfisátakið. í byrjun júní eru síðan fyrirhugaðir svonefndir Umhverfisvemdardagar. Er þá meðal annars meiningin að hreinsa allt msl úr bænum, gróður- setja plöntur og sitthvað fleira til fegrunar bæjarins. ÖÞ Fljótum. Útskrift í ME Brautskráning stúdenta úr Menntaskólanum á Egilsstöðum fer fram þann 4. júní kl. 14:00. Athöfnin fer fram í Egilsstaða- kirkju og er reiknað með að fjöldi stúdenta verði alls 32, þar af 7, sem luku námi á haustönn 1988. Frá því verkfall BHMR leystist þann 20. maí hefur verið kennt daglega í ME til kl. 17:00. Nem- endur skiluðu sér vel í tíma og í suma áfanga vantaði engan nem- anda. Nokkur próf vom felld niður samkvæmt óskum nemenda en flest vom þau tekin. Próf hófust 26. maí og standa til 2. júní. Þeim sem ekki gátu þreytt próf í vor býðst að taka þau í haust og verður þá boðið upp á kennslu fyrir þá sem þurfa og vilja. -gs Páfaheimsókn á íslandi: Samkirkjuleg guðs- þjónusta á Þingvðllum í tilefni af heimsókn páfans Jóhannesar Páls II, býður biskup íslands til samkirkjulegrar guðsþjónustu með þátttöku páfa og föruneytis hans. Að beiðni páfa verður guðsþjónustan haldin á Þingvöllum. Hefst hún um kl. 17.40 laugardaginn 3. júní og era allir að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir. fslenska þjóðkirkjan býður Jó- hannes Pál II páfa í Róm velkominn til fslands. Hún fagnar honum sem kristnum bróður, leiðtoga fjölmenn- asta trúfélags í heimi og samfagnar rómversk-kaþólsku kirkjunni á fs- landi að mega taka á móti leiðtoga sínum. Tildrög guðsþjónustunnar Þegar ljóst var að páfi myndi heimsækja Norðurlönd á þessu ári, rituðu allir höfuðbiskupar Norður- landa honum bréf og fögnuðu komu hans. í bréfi sínu segir biskup íslands m.a. að hann vænti þess að þjóð- kirkjan eigi aðild að samkirkjulegri guðsþjónustu á íslandi með þátttöku páfa til að leggja áherslu á mikilvægi einingar kristinna manna og fagna komu hans. „Heimsókn páfa“, segir biskup í bréfi sínu, „er mjög mikil- vægur liður í því jákvæða samstarfi og skoðanaskiptum sem eiga sér stað milli rómversk-kaþólsku kirkj- unnar og lúthersku kirkjunnar." Páfi lagði sérstaka áherslu á að heim- sækja Þingvelli og var lagt til af hálfu kaþólsku kirkjunnar, að samkirkju- lega guðsþjónustan yrði haldin þar. Hefur hið besta samstarf verið með þjóðkirkjunni og opinberum aðilum að undirbúningi þessa atburðar. Skipulag Yfirskrift hinnar samkirkjulegu guðsþjónustu er: Kirkja Krists á Islandi í 1000 ár. Fer hún fram á Efri-Völlum en þangað er gengið niður ( gegnum Almannagjá. Settur hefur verið upp pallur þar sem helgihaldið fer fram og boðsgestir sitja. Góð aðstaða er uppi í hh'ðinni fyrir ofan, fyrir aðra þá sem vilja vera við guðsþjónustuna, sem að sjálf- sögðu er öllum opin. Bæði Jóhannes Páll páfi II og biskup íslands, Pétur Sigurgeirsson, mundu prédika. Einnig aðstoða við guðsþjónustuna sr. Heimir Steinsson, sem rekur stuttlega sögu Þingvalla, sr. Kristján Búason dósent, formaður Samstarfs- nefndar kristinna trúfélaga, Torfi Ólafsson, formaður Félags kaþ- ólskra leikmanna og Alfred Jolson, biskup rómversk-kaþólskra á fs- landi, sem lesa ritningartexta. Fjöl- breytt og vönduð tónlist verður við guðsþjónustuna og stýrir henni Glúmur Gylfason, settur söngstjóri þjóðkirkjunnar. Fjórir kórar, Dóm- kórinn, Mótettukór Hallgríms- kirkju, Kór Öldutúnsskóla, Skóla- kór Garðabæjar og Lúðrasveitin Svanur flytja tónlistina, sem hefst hálftíma fyrir guðsþjónustuna. Umferð kann að vera þung til Þingvalla þennan dag og fólki því ráðlagt að ætla sér nægan tíma til ferðarinnar og hlusta eftir leiðbein- ingum lögreglunnar. Bílastæði verða ofan við Almannagjá og við Þjón- ústumiðstöðina. Það sem skilur og sameinar Á fslandi hefur verið óslitinn krist- inn vitnisburður frá því land byggðist á 9. öld. Margt er það sem skilur að evangelísku lúthersku þjóðkirkjuna og rómversk-kaþólsku kirkjuna. Meðal ágreiningsefna er það að Rómarkirkjan viðurkennir ekki biskupsvígslu mótmælenda né held- ur vígslu presta þeirra. Mótmælend- ur hafna að sínu leyti forræði páfa og leggja áherslu á sjálfstæði kirkna í hverju landi. Því eiga kirkjuraar ekki enn sameiginlegan aðgang að altarissakramentinu. Hins vegar hafa kirkjudeildirnar átt samvinnu í margvíslegu hjálpar- starfi og ræðst ítarlega við, annars vegar um sameiginlegan arf og hins vegar um það sem aðskilur. Þjóðkirkjan trúir því og treystir, að það sem sameinar sé dýrmætara því sem sundrar og í þeirri trú hittist kaþólskir og lútherskir við samkirkju- lega athöfn á Þingvöllum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.