Tíminn - 01.06.1989, Page 8
8 Tíminn
Fimmtudagur 1. júní 1989
Timinn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
_____Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aöstoöarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriöi G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
EggertSkúlason
SteingrímurGíslason
. Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f.
Frá og með 1. mars hækkar:
' Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verð í lausasölu í 80,- kr. og 100,- kr. um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Boðskapur Skinfaxa
Pað er gleðilegt til þess að vita að enn kemur
Skinfaxi, tímarit Ungmennafélags íslands, út
reglubundið eins og hann hefur gert í 80 ár. Þar
birtast oft ágætar hugvekjur um þjóðþrifamál, sem
sýnir að ungmennafélögin eru vakandi á verðinum
og leitast við að vera trú uppruna sínum.
í síðasta hefti Skinfaxa ritar stjórnarmaður í
Ungmennafélagi íslands, Matthías Lýðsson, grein
um umhverfismál, sem hefur að geyma þann
meginboðskap að úrbætur í umhverfismálum felist
í afstöðu hvers einstaklings til þeirra, ekki síður en
ráðstöfunum ríkis og sveitarfélaga.
í grein sinni segir Matthías Lýðsson að mikið sé
nú rætt hér á landi um gróðureyðingu, mengun af
völdum sorps og hættulegra efna í iðnaði og
landbúnaði. Umræðan snýst þannig um sambúð
lands og þjóðar. Matthías segir að þetta mikilvæga
málefni sé hins vegar orðið að rifrildismáli, þar sem
alltaf sé hjakkað í sama farinu. í stað þess að ræða
saman á skiljanlegu máli standi menn í öndverðum
fylkingum og æpi hver á annan. Þessum umræðu-
máta verður að ljúka að mati greinarhöfundar,
þannig að áhugafólk um umhverfismál snúi bökum
saman og ræði hverjar séu úrbótaleiðir í umhverfis-
og náttúruverndarmálum.
Greinarhöfundur bendir réttilega á að t.d.
gróðureyðing orsakist af mörgum þáttum sem
oftar en ekki séu samverkandi. Þar ráða náttúruöfl-
in sínu og maðurinn á þar einnig hlut að máli. Að
sjálfsögðu verði að stjórna þeim þáttum, sem
maðurinn ræður yfir með ýmiss konar friðunarað-
gerðum, ræktunarstörfum og hóflegri beit. Um
þessi atriði er áreiðanlega fullur skilningur meðal
áhugafólks og hagsmunaaðila sem ekki láta öfgar
ráða afstöðu sinni. Eins og Matthías Lýðsson
bendir á eiga hófsemdaröflin að ná saman í
gróðurverndarmálunum.
í Skinfaxagreininni er bent á þá miklu mengun
sem verður af völdum úrgangs frá neysluþjóðfélag-
inu, s.s. plast- og álumbúða. Bendir greinarhöf-
undur á að rekja megi slóð þessa sorps m.a. frá
söluturnum og sjoppum svo að ruslið liggi eins og
hráviði út um allt. Augljóst sé að sorpílát séu of fá
og of lítil og úr því þurfi að bæta sem ekki er
vandasamt.
Talsmaður Ungmennafélags íslands minnist á
hina sóðalegu sjómengun af völdum sorps og
ógeðið víða á fjörum í landinu þar sem allt veður
út í hafreknu rusli af ýmsu tagi. Þessi sorpreki er
af ýmsu til kominn, m.a. af því að drasli er fleygt
í sjó af skipum og bátum. Á þessu kann þó að verða
breyting, því að sjómenn eru með samstilltu átaki
að hætta þeim ósóma að fleygja sorpi og ónýtum
hlutum fyrir borð. Sorpi er safnað saman í sérstök
ílát um borð í skipunum og það flutt í sorpeyðing-
arstöðvar í landi.
Þessi hugvekja í blaði Ungmennafélags íslands
er tímabær. Hvatning til þjóðarsamstöðu um
umhverfismál er sannarlega í anda ungmennafé-
lagshreyfingarinnar.
GARRI
íhaldið drekkur ekki vín
Um þessar mundir stjórnar Jón
Steinar Gunnlaugsson því hverjir
drekka vin. Hann er orðinn eins-
konar yfirdrykkjusiðameistarí
þjóðarinnar. Jón Steinar, sem er
hinn vaskasti lögfræðingur, er
málsverjandi Magnúsar Thor-
oddsens í brennivínsmálinu fræga,
sem þegar hefur veríð dæmt af
alþýðudómstóli fjölmiðla. í upp-
hafi voru gerðar kröfur um, að
birtur yrði listi yfir þá sem notið
hefðu brennivínsfríðinda á liðnum
árum, en af einhverjum ástæðum
hefur ekki borið mikið á þeirrí
kröfu upp á síðkastið. Hins vegar
hefur Jón Steinar Gunnlaugsson
notað tækifæríð til að kalla tvo
ráðherra sérstaklega fyrir vegna
áfengiskaupa, og hefði mátt álíta
að þar réðu flokksskírteini mestu,
þótt það skuli ekki staðhæft. Þeir
ráðherrar sem nú eru bornir fyrir
kaupum á áfengi, einir manna, á
löngum lista framámanna, sem haft
hafa heimildir til áfengiskaupa, en
hvergi er getið við þetta mál, eru
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra, og Halldór Ás-
grímsson, sjávarútvegsráðherra.
Það er lögfræðingurinn Jón Steinar
Gunnlaugsson sem ræður því
hverra er getið við áfengiskaup í
máli Magnúsar Thoroddsens á
meðan það er fyrír dómstólum.
Hann ræður hverjir eru kallaöir til
vitnis um áfengiskaup samkvæmt
heimildum þar um, og hann gætir
þess augsýnilega að fara ekki of
langt í listann yfir kaupendur
áfengis samkvæmt heimild.
Brennivínssamviska
íhaldsins
Með þessari aðferð sinni cr Jón
Steinar Gunnlaugsson, lögfræðing-
ur, að koma því á framfærí við
alþjóð, að íhaidið drekki ekki vín.
Jón Steinar Gunnlaugsson yfir-
drykkjusiðameistari.
Öðru máli gegnir um framsóknar-
menn. Tveir ráðherrar þeirra hafa
nú boríð að hafa notað kaupaheim-
ild í litlum mæli. Spurningin er,
hvort Jón Steinar hafi valið þá
einvörðungu vegna þess að þeir
eru framsóknarmenn, en látið
íhaldið í fríði af þvi það er íhald.
Samkvæmt þeirri mynd sem mál-
ið gegn Magnúsi Thoroddsen hefur
tekið á sig fyrír atbeina Jóns Stein-
ars, hefur t.d. Matthias Á.
Mathiesen aldrei notað kaupa-
heimild til að ná sér í ódýrt ráð-
herrabrennivín. í ráðherratíð
Ragnhildar Helgadóttur kom
aldrei vín inn á hennar heimili.
Matthías Bjarnason keypti auðvit-
að aldrei ráðherrabrennivín á með-
an hann gegndi því embætti, þótt
vitað sé að sjaldan hafa Vestfirð-
ingar „flotinu neitað“. Þorvaldur
Garðar, kunnur þingforseti, hefur
ekki svo dómstóli í máli Magnúsar
sé vitanlegt, keypt forsetabrenni-
vín. Þannig sér Jón Steinar til þess,
að ekki sé veríð að róta við brenni-
vínssamvisku íhaldsins frammi fyr-
ir dómstóli. Menn fer ósjálfrátt að
gruna, að lögfræðingurinn meti
mikils flokksskírteini sitt í Sjálf-
stæðisflokknum. Þarf í rauninni
ekki að minna á, að Þorsteinn
Pálsson hefur ekki veríð orðaður
við brennivínskaup frammi fyrir
téðum dómstóli.
„Afholdsmennesker“
Það liggur því í augum uppi að
íhaldið drekkur ekki brennivín.
Að vísu fór einhverjum sögum af
því hér fyrr á árum. Og til er
Egilsstaðayfirlýsing um bindindi
eins af forystumönnum flokksins,
sem legið hafði undir grun. Þá eru
til einhverjar tölur um ótæpileg
brennivínskaup samkvæmt heim-
ildum nú í seinni tíð, bæði ráðherra
og forseta þings, en þær upplýsing-
ar koma ekki Jóni Steinari við,
enda er hann með málflutningi
sínum á góðrí leið með að gera alla
íhaldsmenn að „afholdsmennesk-
er“. Það er munur að hafa svona
lögfræðinga á sínum snærum.
Vonandi sleppur Magnús Thor-
oddsen með fullri æru frá máli því
sem Jón Steinar rekur nú fyrir
hann frammi fyrir dómstólum.
Öðru máli gegnir með íhaldið.
Æra þess hefur að visu beyglast
nokkuð í áranna rás, og endurhæf-
ing Jóns Steinars gerír þar enga
bót. Aftur á móti gerir Jón Steinar
íhaldinu mikinn óleik, vegna þess
að með því að telja almenningi í
landinu trú um, að íhaldið drekki
ekki, verður það framvegis annað
tveggja að afþakka ráðherraem-
bætti eða drekka á laun. Hvorugur
kosturinn er góður. Garrí
VÍTT OG BREITT
Lífeyrisaðall og hinir
Lífeyrissjóður er eitt ömurleg-
asta rangnefni sem úr sér gengnar
launþegahreyfingar eru að vafra
um með í sínu farteski. Tíu af
hundraði allra tekna almenns
launafólks er plataður af því með
lögum og 90 bankastjórar og jafn-
mörg bankaráð taka peningana í
sína vörslu til að leika lánastofnan-
ir.
Allar þessar bankaómyndir lána
eigendum sínum peninga á sví-
virðilegri vöxtum, en þegar opin-
berum byggingasjóðum og ríkis-
sjóði eru lánaðir peningarnir.
Innan almennu launþegahreyf-
inganna eru málefni þessara okur-
stofnana aldrei rædd og síst af öllu
ef einhver ætlar að gera sig svo
digran að biðja um skýringar á
tilgangi þeirra eða vilja ræða um
lífeyri. Þá er öllu skellt í lás.
Hins vegar er leyfilegt að tala
um öll þessi vandræði sem lána-
stofnanir. Launþegar skilja alls
ekki hvað lífeyrir er. Ef svo væri
kæmust vörslumenn þessara sjóða
ekki upp með bankastjóraleikinn.
Afæturnar
Tíminn birti í gær frétt um að
iðgjöld í flesta lífeyrissjóðina fari
að verulegu leyti í ljúft líf á skrif-
stofum þeirra. Eru dæmi um að
41% iðgjalda fari í kostnað við
starfsemi þeirra. Hjá nokkrum
sjóðum á að heita að icostnaðurinn
sé eðlilegur.
Sömu aðilamir og éta upp fé
sjóðanna í eigin laun og ósvífinn
kostnað við að reka bankastarf-
semi til að okra á sjóðsfélögum,
kvarta sáran yfir að ekki sé hægt að
greiða lífeyri vegna fjárskorts og
væru langflestir félaga í almennum
lífeyrissjóðum allt eins vel komnir
með lélega tekjutryggingu í ellinni
eins og svokallaðan lífeyri úr sjóði
Allt aö 41 % iögjalcta Hfeyris^öa for ,
Iðgjöld lífeyrissjoða i
liúft líf á skrifstofu
Lm vcrja einns minnstum Mula al HeilaanS __—„„
sem búinn er að ræna 10% af
ævitekjunum.
Opinberir starfsmenn, alþingis-
menn og starfsfólk launþegasam-
taka, sem og bankamenn, eru á allt
öðmm og miklu betri lífeyriskjör-
um en sauðsvartur almúginn og er
sinnuleysið um lífeyrissjóðina því
að kenna, eða þakka. Sérhyggju-
fólkið skammtar sjálfu sér uppbót
úr ríkissjóði eða bönkunum, sem
að langmestu leyti em ríkisfyrir-
tæki, og nýtur allt annarra og mun
betri kjara en eigendur 90 lána-
stofnana, sem em féflettir eftir
kúnstarinnar reglum og em furðu
fúsir að sjá ekki, heyra ekki og
skilja ekki hvernig þeirra eigið fé
er notað til að gera þá enn fátækari.
Undantekningin
Fyrir utan hinn opinbera lífeyris-
aðaí, þar sem kjömir fulltrúar á
löggjafarsamkundunni em fremstir
í flokki, sýnist aðeins ein atvinnu-
stétt á landinu hafa sinnu á að gæta
hagsmuna sinna varðandi lífeyri.
Það em flugmenn.
Sennilegast er það vegna þess að
þeir hafa kynnst stéttarfélögum í
útlöndum og em því ekki eins og
heimaaldir sauðir sem láta leiða sig
möglunarlaust til slátrunar þegar
þeir semja um sín lífeyrisréttindi.
í síðustu samningum bættu þeir
lífeyriskjör sín verulega á kostnað
vinnuveitenda sinna og voru þau
þó góð fyrir, miðað við aðra al-
menna íslenska launþega.
Hin góðu kjör eru fóðmð með
því að starfsævi flugmanna sé stutt.
En hún er ekkert styttri en hjá
mörgum öðmm, sem verða að láta
sig hafa það að vinna fullt starf
þangað til þeir verða nær örvasa
gamalmenni vegna hræmulegra líf-
eyrissjóða.
Tími er til kominn að launþegar
fari að átta sig á að lífeyrissjóðir
em til að greiða lífeyri en ekki
okurbúllur em eru algjörlega
máttvana þegar til lífeyrisgreiðslna
kemur en reglulega fjársterk fyrir-
tæki þegar forstjórar og starfsmenn
semja við sjálfa sig um launin,
skrifstofuhald og risnu.
Þá er hvergi slegið af bruðlinu.
Ef enginn kærir sig um að koma
lífeyrissjóðamálum í siðlegt horf
er eðlilegast að almennir launþegar
heimti að sjóðirnir verði lagðir
niður og iðgjöldin renni beint í
launaumslögin.
Miðað við verðhækkanirnar sem
verða í dag jafngildir það því að
launin standi í stað og er það ekki
svo slæmt miðað við allt og allt.
OÓ