Tíminn - 01.06.1989, Síða 9

Tíminn - 01.06.1989, Síða 9
Fimmtudagur 1. júní 1989 Tíminn 9 illllllllllllllll VETTVANGUR lllUlllllllllllllllllllllllllllll 8. maí var Friðardagurinn 1945. Þá lauk síðari heims- styrjöldinni og í haust eru 50 ár frá upphafi hennar. Á þessum tímamótum vakna margar minningar og mjög svo mismunandi. En mér eru friðarmál ofarlega í huga og einnig bætist hér við að í síðustu viku, 5. maí, var haldið upp á 40 ára afmæli Evrópuráðsins. Mig langar til að tengja þetta spjall tveimur orðum: Friði og lögum. í gærkvöldi heyrði ég finnskan lögreglukór syngja sálmalög í sóknar- kirkjunni minni og þá vaknaði sú spurning hvort sálmalög væru heppileg til að halda uppi friði í Helsinki. Það er nú kannski hæpið að hægt sé að halda uppi friði með sálmalögum einum. En kjörorðið sem lögreglan starfar undir hér, „Með lögum skal land byggja“, getur líka átt við sálmalög, að minnsta kosti ef á að stuðla að sálarfriði. En þetta getur líka átt við dægurlög. Og það er eðlilegt nú á þessum tímamótum að við hugsum um Evrosýn söngva- keppnina. Hún undirstrikar samstarf Evrópuþjóða og líka fjölbreytnina í álfunni. Þetta gæti verið þýðingarmikið friðarstarf í anda kynna og vináttu. Og ég er sammála gömlum leikbróður hér hjá ríkissjónvarpinu að góð dægurlög gætu reynst einn veigamesti þátturinn í móður- málsuppeldinu. Og vissulega getur tónlistin verið í þágu friðar eins og ófriðar og niðurrifs en Evrosýn söngvakeppn- in var m.a. hugsuð sem viðbrögð við rniklum amerískum menningaráhrifum í Evrópu. Pegar talaö er um frið og lög kemur eflaust mörgum í hug ófrið- urinn á vinnumarkaðnum og lög- gjöf í tengslum við hann. Kjara- deilan milli ríkisvaldsins og starfsmanna ríkisins innan BHMR hefur vakið upp miklar umræður um leiðir til lausnar í kjaramálum. Hér sýnist sitt hverjum og álitamál- in eru mörg. Ég ætla ekki að blanda mér í efnisatriði deilunnar en vinnufriður og lög til að efla hann hljóta að vera okkur öllum alvarlegt umhugsunarefni. Þetta kemur okkur öllum við. Við höfum ekki efni á þessari sóun sem á sér stað nú í þessari kjaradeilu. Geta kennarar búist við skilningsríkari og betri viðsemjendum í bráð? Ég hef ekki verkfallsrétt og sæk- ist ekki eftir honum. Er reyndar mjög efins um núverandi leiðir til lausnar á vinnudeilum. Ég verð þó að viðurkenna að ég hef smám saman, með því að fylgjast með þessari deilu, fengið skilning á baráttu BHMR nú. Geta menn búist við skilnings- ríkari eða betri viðsemjendum í bráð? Ég skil kennara sem hafa hlustað á núverandi ráðherra menntamála og fjármála á undanförnum árum. Að þeir viiji láta reyna á skiining- inn og stuðninginn hjá þeim nú, meðan þeir samflokksmennimir eru saman í ríkisstjóm. Geta kenn- arar í raun búist við betri eða skilningsríkari viðsemjendum í bráð? Með þessu er ég ekki að leggja mat á réttmæti alls málatil- búnaðarins. En ég hefi sótt tvo baráttufundi BHMR með þessum ráðheirum og harma að fjölmiðlar, sérstaklega sjónvarpsfólk, hefur ekki gefið þjóðinni sanngjama eða málefnalega mynd af þessum fundum. Það horfir ekki til friðar ef fjölmiðlar draga helst fram það sem vekur sundmngu og stéttaríg, með tilheyrandi úlfúð og illindum. Friðurinn er viðkvæmur og dýr- mætur. Og það er ábyrgðarhluti að vekja upp drauga sem menn kunna ekki að kveða niður og skrattinn er laus áður en varir. Það var ekki að ástæðulausu að ég bað sérstaklega fyrir fjölmiðlafólki í bæninni hér í útvarpinu í morgun. Heimspekiprófessor við Háskól- ann hvatti til bæna fyrir stjómvöld- um um daginn. Ég tek undir þetta og á miðvikudagsmorguninn flyt ég þakkir fyrir réttlát stjórnvöld, hvar sem þau fyrirfinnast. En það þarf bæði að biðja og vinna. Við verðum líka að vinna að því að svona ófriður á vinnumark- aði þurfi ekki að verða. Það er friðarstarf. Hvað getum við gert, venjulegir borgarar? Heimspekiprófessorinn vildi fá stéttaþing til að vinna að þjóðarsátt. Það er athyglisverð hugmynd og þarfnast frekari skoðunar. Þjóðarsáttíkjaramálum er viðamikið og vandmeðfarið mál. Það varðar marga þætti, m.a. kaupmátt, húsnæðismál og lífeyr- ismál sem sannarlega þarf að skoða. Stjórnarskrá og vinnufriður Hér kem ég aftur að lögunum og friðnum. Ég á ekki við löggjöf til að binda enda á núverandi kjara- deilu. Vissulega ber ríkisvaldið höfuðábyrgð á þessari deilu og verður að leggja sig fram við að leysa hana með viðunandi hætti fyrir starfsmenn sína. Það er mikið í húfi. Ekki einungis kjör starfs- manna og fjárhagur ríkissjóðs. Menn hljóta einnig að spyrja: Er ríkisvaldið rétti aðilinn til að ann- ast alla þessa starfsemi sem það ræður svo ekki við að skipuleggja þannig að friður haldist? Þetta á ekki einungis við um löggjafarvald- ið, Alþingi. Við búum við stjórnar- skrá og vinnulöggjöf sem eru ekki nægilega traustur vamargarður um eðlilegan og nauðsynlegan ágrein- ing og jafnvel átök í kjaramálum og fleiri málum. Við verðum að draga lærdóm af þessari deilu og fá nýja stjórnarskrá, grundvallarlög sem taka mið af nútímaaðstæðum, m.a. í vinnumálum, og stuðla að almannaheill. Aimannaheill og löggjöf í nýrri námsskrá fyrir grunn- skóla, sem nú er verið að gefa út af menntamálaráðuneytinu, er kafli sem nefnist Menning og þjóðfélag. Mig langar til þess að lesa fyrir ykkur dálítinn kafla úr nýju náms- skránni, til hugleiðingar í þessu sambandi. Þar stendur: Kjölfesta hverrar þjóðar er menning hennar. í menningar- arfi íslensku þjóðarinnar frá landnámi til samtímans teljast tengsl við landið og hafið um- hverfis það, náttúru þess og auðlindir, sögu lands og þjóðar, þjóðtunguna, bókmenntir, verk- Sr. Ingólfur Guðmundsson menningu, listir, vísindi, lýð- ræði, kristinn sið, trú og þjóð- hætti. Grunnskólinn þarf að efla vitund um menningararfleifð þessa og standa traustan vörð um menningu þjóðarinnar. Mikilvægt er að í skólastarfi sé stuðlað að þátttöku nemenda í framvindu og mótun menningar. Sem þáttur í undirbúningi nem- enda undir líf og starf í lýðræðis- þjóðfélagi er það hlutverk grunnskóla að veita staðgóða þekkingu á höfuðþáttum ís- lensks þjóðfélags og stuðla að því að nemendur virði og meti stjómskipun, lög landsins og al- mannaheill. Leggja ber áherslu á jafnan rétt allra til að hafa skoðanir og áhrif í þjóðfélaginu enda virði þeir rétt annarra til hins sama. Svo mörg voru þau orð. Þessi texti er dálítið breyttur frá því sem var í þeim drögum sem kynnt voru kennurum í haust. M.a. hefur áherslan á menningararfinn breyst og kemur fram m. a. nýtt hér tengsl- in við landið, hafið umhverfis og náttúru þess og auðlindir. Einnig áherslan á lýðræði og kristinn sið. En það sem ég vildi sérstaklega vekja athygli á er í sambandi við áhersluna á að nemendur læri að virða stjórnskipun og lög landsins og almannaheill. í textanum sem kynntur var kennumm í haust var í þessu samhengi talað um stjóm- skipun og lög landsins og hefðir og siði. Það getur hljómað vel, en við nánari skoðun þótti rétt að fella það út þarna - það var sett inn annarsstaðar - en í staðinn var sett almannaheill. Og þegar við skoð- um þá gagnrýni sem þessi texti hefur fengið þá er það athyglisvert að f raun em jafnvel þeir, sem gagnrýna hann sem harðast, sam- mála þessu og taka undir það í raun þó annað gæti virst á yfirborð- inu. Hér er talað um almannaheill í sambandi við stjórnarskrána. Og vissulega er það sjónarmið sem verður að standa ofar flestu í stjómarskránni. Hvert eigum við að senda bænaskrá? Nú kallar almannaheill á nýja stjórnarskrá og nýja vinnulöggjöf. Alþingi hefur verið að vinna að þessum málum um langt skeið, en án vemlegs árangurs. Þar hafa önnur mál og flest smærri haft forgang. Þetta veikir traustið á Alþingi. Annir við bráðabirgðaúr- ræði og skortur á framtíðarsýn og friðarstarfi geta gert íslenska lýð- veldið að bráðabirgðaríki sjálfum- glaðra sérgæðinga sem hugsa meira um eigin hag og eigin flokk eða eigið kjördæmi en almannaheill í bráð og lengd. Við viljum nútíma stjómarskrá og vonandi þurfum við ekki að þiggja hana úr konungs- hendi eins og 1874. Hvert eigum við að senda bæna- skrá um ný grundvallarlög? Við hljótum að mega biðja þjóðhöfð- ingja okkar að taka fomstu í þessu máli. Forseti finnska lýðveldisins beitti sér nýlega fyrir breytingum á stjómarskrá þeirra, m.a. varðandi völd forsetans. íslenska lýðveldið þarf á styrkri forystu að halda á hættutímum. Ég hef áður á þessum vettvangi vakið máls á þessu, en fengið litlar undirtektir. Væntan- lega em nú nógu margir sannfærðir um nauðsyn nýrra gmndvallarlaga, til þess að ná saman á fundi t.d. á Þingvöllum. Vinnum að því að lýðveldið öðlist betri gmndvallar- lög fyrir árið 1994, þegar lýðveldið verður 50 ára, ef Guð lofar. Þetta varðar almannaheill. Lögreglumál eru borgarmál Ég hef reynt að spinna svolítið kringum orðin tvö, friður og lög. - Ég minntist áðan á lögreglukórinn frá Helsinki - Helsingin Poliisilau- lajat. Þeir sungu víst fyrir borgar- stjórann hér um daginn. Það var við hæfi. Polis merkir borg. Lög- reglumál em í eðli sínu borgarmál. Það að halda uppi lögum og reglu, friði í borginni. Hér fyrir framan mig er ég með gamla mynd af einum borgar- stjóranum í Reykjavík, Knud Zimsen, þar sem hann er að stjórna umferðinni á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis, við borgar- stjóraskrifstofumar. Þama eru bæði bíll og hestur á ferð og hrossatað í sveig við fætur borgar- stjórans. Margir kannast við þessa mynd; hún er dálítið skondin miðað við nútíma aðstæður. Það er reisn yfir borgarstjóranum með staf í hendi þar sem hann stjórnar með festu og ákveðnum bendingum. Þetta gæti nú hann Davíð líka gert. Ég held að ég sendi honum Davíð borgar- stjóra myndina af fyrirrennara hans. Hann væri til með að fara að sinna lögreglumálum eins og borg- arstjómm sæmir. Borgaryfirvöld setja lögreglusamþykkt t.d. um hundahald og það er eðlilegast að þau ráði því hve margir starfsmenn vinna við löggæslu í borginni - og borgi brúsann. Lögreglumál eru borgarmál og við verðum að ætlast til þess að borgarstjórn Reykjavík- ur og bæjarstjórnir og sveitar- stjórnir annarsstaðar, tryggi grund- vallarlöggæslu hver á sínum stað. Við ætlumst til þess, borgararnir hér í Reykjavík, að borgarstjórn og borgarstjóri tryggi frið í borg- inni, þ.á m. næturfrið. Formaður umferðarnefndar Reykjavíkur hefur vakið máls á hlutdeild borgarinnar í löggæslu einkum í sambandi við umferðar- mál. Það er þarft. Hér væri hægt að létta skyldum og kostnaði af ríkisvaldinu og færa það nær fólk- inu sem nýtur þjónustunnar og borgar útsvörin. Fólkið í landinu, á hverjum stað, er væntanlega virkara aðhald og skilur betur þarfirnar á hverjum stað heldur en ríkisvaldið í Reykja- vík sem hefur ærnu að sinna. Friður og fræðsla Eftir sem áður er þörf á ríkislög- reglu til að sinna öryggis- og friðar- málum í lýðveldinu og vinna al- mannaheill. Þar eru ærin verkefni eftir, bæði á landi, á sjó og í lofti. Það er nauðsynlegt að hafa lög og vald til að framfylgja þeim. En það þarf líka stöðugt að vinna að þekkingu og skilningi almennings á þessu starfi. Það er grunnskólan- um m.a. ætlað að gera skv. nýju námsskránni. Þetta þarf líka að gera í fram- haldsskólum svo að ungt fólk viti að minnsta kosti að við búum ekki við kviðdóma, eins og t.d. hjá Matlock! En það munu sumir ís- lenskir unglingar halda. Við þurf- um líka að stuðla að friði milli löggæslustétta og þeirra sem njóta verndar og aðhalds þeirra bæði á sjó og landi. Það er viðeigandi að enda þetta með versi eftir sr. Friðrik Friðriks- son sem er sungið undir lagi sem flestir þekkja: Fridur í kirkju og frelsi guðlegt ríki, friður í landi heift og sundrung víki, friðurí hjarta færi sumargróður, faðir vor góður. Þessa skulum vér minnast á frið- ardaginn 8. maí. Mál er að linni, sæl að sinni. í Guðs friði. Sr. Ingólfur Guðmundsson námsstjóri

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.