Tíminn - 01.06.1989, Side 12
12 Tíminn
Fimmtudagur 1. júní 1989
FRÉTTAYFIRLIT
illlllll
ísraelar reiða svipuna gegn skæruliðum Palestínumanna og öfgafullum Shítum:
LONDON - George Bush
forseti Bandaríkjanna kom til
Bretlands frá Vestur-Þýska-
landi og er það síðasta opin-
bera heimsókn hans i Evrópu
að þessu sinni. Áður en Bush
hélt frá Vestur-Þýskalandi
hvatti hann Sovétmenn til að
rífa niður Berlínarmúrinn og
sameina Evrópu í eitt „lýð-
ræðislegt heimili frjálsra
þjóða“. Bush sagði að Kalda-
stríðinu lyki ekki fyrr en Evrópa
hefur verið sameinuð að nýju.
[ París sagðist Eduarde Shé-
vardnadze hafa orðið fyrir von-
brigðum með tímasetningu þá
er NATO setti á viðræður hern-
aðarbandalaganna tveggja um
fækkun skammdrægra kjarna-
flauga.
LAGOS - Vopnaðir níger-
ískir lögreglumenn beittu tára-
gasi til að ryðja götur Lagos
þegar mótmælafundur stúd-
enta gegn stjórnvöldum þróað-
ist út í ofbeldi. Óstaðfestar
fréttir herma að tveir menn hafi
fallið í átökunum.
MOSKVA - Boris Jeltsin
hinn róttæki leiðtogi umbóta-
sinna i Sovétrikjunum lagði
fram hugmyndir um að árleg
þjóðaratkvæðagreiðsla yrði
haldin þar sem kannaður væri
hugur Sovétmanna til Mikhaíls
Gorbatsjofs forseta Sovétríkj-
anna. Jeltsín varaði við því
hve mikil völd Gorbatsjof hefur
nú sem forseti Sovétríkjanna.
Slíkt gæti reynst hættulegt.
SAN SALVADOR - Veair
í El Salvador voru nánast auo-
ir, en Farabundo Marti þjóð-
frelsishreyfingin sem berst
gegn stjórnvöldum hvatti flutn-
ingabílstjóra til allsherjarverk-
falls til að sýna óánægju sína
með það að ný hægristjórn og
hægrimaðurinn Alfredo Crist-
iani taki við völdum í dag.
Loftárásir á Líbanon
eftir árás skæruliða
ísraelskar herþotur gerðu tvær loftárásir á stöðvar skæru-
liða Palestínumanna sem eru undir stjórn Abu Nidals og á
stöðvar skæruliða Hizbollah öfgasamtaka Shíta í Suður-
Líbanon í gær. Ekki er vitað um manntjón.
Þessar árásir komu eftir harkaleg-
ar skærur sem urðu á milli vopnaðra
sveita kristinna manna í Suður-
Líbanon og hóps öfgafullra palest-
ínskra skæruliða í aðeins tveggja
kílómetra fjarlægð frá landamærum
ísrael. Staðfest er að að minnsta
kosti þrír skæruliðar féllu í átökun-
um annað hvort fyrir kúlum hersveit-
um kristinna eða ísraelskra her-
manna sem komu kristnum vopnab-
ræðrum sínum til hjálpar.
Fréttum ber ekki saman um það
hverjir felldu skæruliðana, fsraelar
segjast hafa fellt skæruliðana þrjá,
en fréttir frá Suður-Líbanon herma
að hersveitir kristinna hafi fellt þrjá
skæruliða.
Þá er talið víst að einhverjir
liðsmenn kristinna féllu í árás skæru-
liðanna, en talsmenn tveggja öfga-
fullra skæruliðahreyfmga Palestínu-
manna fullyrtu að sameiginlegur
skæruliðahópur frá þeim hafi gert
árás á stöðvar kristinna manna á
þessum slóðum og að mannfali hafi
orðið í liði kristinna.
Átökin í gær eru þau þriðju sem
verða á þessum slóðum í þessari
viku. Um helgina féliu tveir palest-
ínskir skæruliðar fyrir kúlum ísra-
elskra hermanna sem fylgjast glöggt
með öryggissvæði því sem þeir hafa
lýst yfir að sé í Suður-Líbanon
meðfram landamærunum að ísrael.
Skæruliðarnir höfðu náð að skjóta
eldflaugum á ísraelska þorpið Me-
tulla og særðist átta mánaða barn í
þeirri árás.
Kínverskir námsmenn halda áfram baráttu sinni fyrir lýðræði, þrátt fyrir mótlæti undanfarna daga.
Kína:
Stúdentar berjast
enn fyrir lýðræði
Stúdentar í Peking hafa ekki allir
lagt árar í bát þótt Li Peng forsætis-
ráðherra og harðlínumennimir sem
honum fyigja hafi nú töglin og
hagldimar í kommúnistaflokknum
eftir hina öflugu mótmælöldu sem
reið yfir Kína á dögunum. Þrátt fyrir
úrheilisrigningu og mikið rok
söfnuðust um fimmþúsund náms-
menn og verkamenn saman í mót-
mælagöngu gegn stjómvöidum og
kröfðust iýðræðis.
Fólkið stóð fyrir kröftugum mót-
mælum fyrir utan aðsetur ríkis-
stjórnarinnar og höfuðstöðvar
kommúnistaflokksins við Torg hins
himneska friðar. Krafðist það af-
sagnar Li Pengs og sinnti engu að
herlög ríkja og fundarhöld eru
bönnuð.
Hermenn sem gættu hliðanna að
Zhongnanhai húsaþyrpingunni þar
sem stjórnvöld hafa aðsetur sitt
gerðu ekkert til að hindra mótmælin.
Verkamenn fögnuðu mjög að
stjórnvöld leystu úr haldi þrjá for-
kólfa óháðra verkalýðssamtaka sem
stofnuð voru á meðan mótmælin á
Torgi hins himneska friðar stóðu
sem hæst, en stjórnvöld hafa lýst yfir
því að verkalýðssamtök þessi séu
ólögleg.
Nú eru tólf dagar síðan Zhao
Ziyang fyrrum leiðtogi Kommún-
istaflokksins sást síðast á kreiki opin-
berlega, en hann og umbótasinnar í
forystu flokksins urðu að lúta í lægri
haldi fyrir harðlínumönnunum.
Ekkert er vitað um dvalarstað hans.
Uno verður for-
sætisráðherra
Sosuke Uno utanríkisráðherra
Japan mun taka við forsætisráð-
herraembættinu af Noburo Take-
shita í lok þessarar viku, en Take-
shita neyddist til að segja af sér
embætti vegna fjármálahneykslis
sem nær hefur lagt Frjálslynda lýð-
ræðisflokkinn í rúst, en sá flokkur
hefur verið með stjórn landsins um
áraraðir.
Sosuke Uno sem nú er á fundum
í Evrópu mun fresta fundarhöldum
og koma heim til Japan á föstudag
þar sem hann verður að öllum líkind-
um kjörinn formaður flokksins og
um leið útnefndur sem arftaki Take-
shita sem forsætisráðherra.
Það hefur ekki verið auðvelt fyrir
stjórnarflokkinn að finna arftaka
Takeshita sem ekki hefur blandast
inn í Recruit hneykslið og sumir
aldnir áhrifamenn neitað að taka við
því.
Það er nokkuð ljóst að sumir
gamlir refir innan flokksins verða
ekki ánægðir með útnefningu Unos
þar sem hann tilheyrir þeim hluta
flokksins sem fylgir Yasuhiro Naka-
sone að máium, en Nakasone var
forsætisráðherra 1982 til 1987.
Takeshita tók við af Nakasone í
samræmi við reglur flokksins, en
hörðustu andstæðingar hans eru þeir
Takeo Fukuda og Zenko Suzuki
sem báðir hafa gegnt embætti for-
sætisráðherra, enda Frjálslyndi lýð-
ræðisflokkurinn lengst af verið við
völd í Japan frá lokum heimstyrjald-
arinnar. Þeir telja að Uno sem hefur
þann kosta að hafa hreinan skjöld í
Recruit hneykslismálinu verði lítið
annað en leiksoppur Nakasone og
Takeshita.
BELGRAD - Lögregla
kæfði mótmælaaðgerðir Alb-
ana í Kosovo og jók mjög
viðbúnað sinn í héraðinu, en
mikil ólga ríkir eftir að albansk-
ur mótmælandi var skotinn til
bana af lögreglunni i fyrradag.
Neyöarástandiö í Argentínu versnar stööugt:
Upplausn ríkir í Rosario
WASHINGTON - Eitthvað
hýrnaði yfir hagvextinum í
Bandaríkjunum í síðasta mán-
uði eftir að dregið hafði úr
honum jafnt og þétt frá því í
janúar. Frá þessu skýrði við-
skiptaráðuneyti Bandaríkj-
anna.
Alger upplausn hefur ríkt í Rosar-
io næst stærstu borg Argentínu
undanfarna tvo sólarhringa og virð-
ist engu skipta þó neyðarástandi hafi
verið lýst í landinu. Fjórtán manns
hafa fallið í Rosario og í fátækra-
hverfum Buenos Aires.
Uppþot hafa verið tíð ög hafa
hungraðir fátæklingar látið hendur
sópa um verslanir í borginni. Her-
menn og lögregla hefur sumstaðar
gert lítið í málunum, en annars
staðar beitt táragasi og gúmmíkúlum
gegn óeirðaseggjum. Skólum hefur
verið lokað í Rosario og er farið að
bera á miklum vöruskorti, enda búið
að ræiia meira og minna úr öllúm
stórmörkuðum borgarinnar.
fbúar í millistéttarhverfum Rosar-
io hafa birgt dyr og glugga í húsum
sínum og jafnvel dregið fram vopn
til að verjast hugsanlegum árásum
óeirðaseggja úr fátækrahverfum
borgarinnar.
Rúmlega þúsund manns hafa ver-
ið handteknir, þar af margar konur
og börn úr fátækrahverfum Rosario
sem reynt hafa að ræna sér í matinn.
Stjórnvöld saka öfgafulla vinstri
menn um að skipuleggja óeirðimar
og ránin, en ástand þetta skapaðist
eftir að Raúl Afonsín kynnti harka-
legar efnahagsaðgerðir á sunnudags-
kvöld.