Tíminn - 01.06.1989, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.06.1989, Blaðsíða 16
16 Tíminn Fimmtudagur 1. júrií 1989 Illlliilllil! DAGBÓK illllilllllllllllllllllllllllilliillllilliililllllllllliliilliillllllllllllllllllllilllllll^ Altarísbnkin frá Möðruvöllum Miðaldalistfræðingur með fyrirlestur Hinn kunni breski miðaldalistfræðing- ur Nigel Morgan gistir lsland í boði stofnunar Áma Magnússonar á Islandi og Þjóðminjafns Islands með stuðningi frá British Council og flytur hér tvo fyrir- lestra með myndasýningum. Fyrri fyrirlesturinn fjallar um skrifara og lýsendur handrita á Englandi frá því um 1100 og fram til miðrar 14. aldar, einkum vinnuaðferðir þeirra eins og þær birtast í máli og myndum. Hann verður fluttur föstudaginn 2.júní. Síðari fyrirlesturinn er um altarisbrík- ina frá Möðruvöllum I Eyjafirði ogverður fluttur mánudaginn 5.júní. Báðir fyrirlestrarnir verða fluttir á ensku í Odda, stofu 101 og hefjast kl. 17:15. Öllum er heimilt að sækja þá. Félag eldri borgara í Kópavogi Félagsvist og dans á annarri hæð í Félagsheimili Kópavogs, föstudaginn 2.júní. Byrjað verður að spila kl.20 stundvíslega. Dansað á eftir til kl.24. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar Sinfóníuhljómsveit íslands fer í tón- leikaferð um Norðurland 1.-6. júní. Viðurlög falla á söluskatt fyrir aprílmánuð 1989, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 2. júní. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. júní. Fjármálaráðuneytið. Garðsláttur Tökum að okkur að slá garða. Komum, skoðum og gerum verðtilboð. Afsláttur ef samið er fyrir sumarið. Upplýsingar í síma 41224 kl. 10-12 eða á kvöldin. Geymið auglýsinguna. HlJ Vorhappdrætti Framsóknarflokksins 1989 Dregið verður í vorhappdrætti Framsóknarflokksins 9. júní n.k. Velunnarar flokksins, sem ekki hafa greitt heimsendan gíróseðil, eru hvattir til að gera skil eigi síðar en 9. júní. Framsóknarflokkurinn Breyttur opnunartími á Þjóðm- injasafni Islands Frá 15. maí til 15. september er safnið opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11 til 16. Aðgangur er ókeypis. Skyndihjálp fyrir foreldra Rauði kross Islands heldur námskeið í skyndihjálp sem sérstaklega er ætlað foreldrum. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á forvamir og fjallað um algengustu slys í heimahúsum, íþrótta- og leikjaslys, um- ferðarslys og fleira. Sérstök áhersla verð- ur lögð á skyndihjálpina í tengslum við þessi slys, kennd verður endurlífgun, hvernig bregðast skuli við eitrun, að- skotahlut í öndunarfærum, bráðum sjúk- dómum og fl. Námskeiðið stendur yfir 4 kvöld, 5., 7., 12. og 14. júní kl. 20-23. Kennarar verða Herdís Storgaard, deildarstjóri Slysadeildar Borgarspítalans og Margrét Gunnarsdóttir, hjúkmnar- fræðingur og leiðbeinandi í skyndihjálp. Skráning og nánari upplýsingar em veittar á skrifstofu Rauða kross Islands í síma 91-26722. Ferðafélag íslands 2.-4.júní: Helgarferð til Þórsmerkur. Gist í Skagfjörðsskála/Langadal. Göngu- ferðir með fararstjóra um Mörkina. Brottför kl.20 föstudag. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F. í., Oldugötu 3. Dagsferðir sunnudaginn 4.júní: Kl. 10 Dyrafjöll-Marardalur-Kolviðarhóll (nýi vegurinn). Ekið að Nesjavöllum og gengið þaðan um Dyraveg. Rútan tekur hópinn á Nesja- vallavegi. Verð kr. 1000.- Kl. 13 Húsmúli-Engidalur-Draugatjöm. Ekið að Kolviðarhóli og gengið þaðan. Verð kr. 800.- Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, aust- anmegin. Farmiðar við bíl. Miðvikudaginn 7.júní kl. 20: Kvöldferð í Heiðmörk. 1 þessari ferð verður hugað að gróðri í reit Ferðafélagsins f Heiðmörk. Okeypis ferð. Félag eldri borgara Göngu-Hrólfar hittast að Nóatúni 17 næstkomandi laugardag kl.10. Opið hús í dag, fimmtudag, í Goðheimum Sigtúni 3 kl. 14. Frjáls spilamennska. Félagsvist kl. 19:30, dansað kl.21. Athugið: Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni heldur félagsfund í Goðheim- um, Sigtúni 3, mánudaginn 5.júní kl.20:30. Dagskrá: 1) Stofnun landssambands aldraðra 2) Kosning 14 fulltrúa á stofnþing 3) Önnur mál. Mætið vel. Stjómin. Leiguflug Útsýnisflug Flugskóli Viðskiptafólk athugið að oft er hagkvæmara að leigja vél í ferðina - innanlands eða til útlanda. 4-10 sæta vélar til reiðu. FLUGTAK I Gamla Flugturninum Reykja víkurflug velli 101 Reykjavik Simi 28122 Telex ir ice is 2337 Fax 91-688663 Köldursf. Haraldur Holsvík, formaður Oriofs- nefndar sjómanna og Fríðrik Ásmunds- son Brekkan, markaðsstjórí Evrópuferða við undirskríft samnings um orlofsferðir sjómanna til Portúgal. Evrópuferðir og Orlofsnefnd sjómanna Evrópuferðir, Klapparstíg 25 Rvk. hafa samið við Orlofsnefnd sjómanna um ferðir til Portúgal, Madeira og Azoreyja. Aðildarfélög Sjómannasambandsins og félagar innan þeirra hafi samband beint við Evrópuferðir sem hanna ferð hvers og eins eftir óskum. Brottfarir em daglega um London til áfangastaðar í Portúgal. Sérstakar langdvalir verða í boði í vetur á Algarve. Óðinn, Norrænn gagna- banki handa skólum: Nú í vor hófst samstarf tólf skóla á Norðurlöndum um samskipti þeirra í milli um gagnanet. Tveir skólar frá hverju landi, Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, íslandi, Noregi og Svíþjóð taka þátt í verkefninu. Skólarnir héðan verða Gagn- fræðaskólinn, Ólafsfirði og Verzlunar- skóli íslands. Gerðar hafa verið kennsluáætlanir um verkefnið fyrir hvem aldurshóp m.a. um bókmenntir, umhverfismál og menningu. Til að ná fram markmiðunum verður notuð nýjasta tækni, gagnanet og tölvur til að skiptast á upplýsingum og safna þeim saman til afnota fyrir nemendur í hverju landi. Auk þessað kenna nemend- um að notfæra sér gagnabanka þá munu nemendur sjálfir byggja upp gagnabanka til að kynnast þeim möguleikum og takmörkunum, sem í slíkum banka felast. í þessu skyni var stofnaður Norrænn skólagagnabanki á ráðstefnu í Danmörku nú í apríl. Hlaut hann nafnið Óðinn Norrænn gagnabanki handa skólum. Frekari upplýsingar gefa: Magnús Þorkelsson, Lyngbergi 17, 220 Hafnarfirði, s.91-54856/37300/688400 eða þórir Jónsson, Bylgjubyggð 16,625 Ólafs- firði, s.96- 6221/62134. íslenska hljómsveitin íslenska hljómsveitin mun spila á menningarhátíð í Gerðubergi. Menning- arhátíðin stendur frá 2.-4. júní og verður þar m.a. boðið upp á fyrirlestra, nám- skeið og tónleika. BLÁ-KORN og Friðrik Karlsson í Heita pottinum sunnudag Id. 21.30 BLÁ-KORN skipa: Richard Korn bassaleikari, Reynir Sigurðsson víbrafón- leikari og Maarten Van Der Valk trommuleikari. Þeir félagar hefja tónleik- ana kl. 21.30. Friðrik Karlsson gítarleikari verður sérstakur gestur BLÁ-KORNS að þessu sinni, í nokkrum verka píanóleikarans og tónskáldsins Chick Corea. Elín K. Thorarensen sýnir í Muggi Muggur, myndlistarsalur, Aðalstræti 9, 2.hæð (Miðbæjarmarkaðurinn). Þar stendur yfir sýning Elínar Karítasar Thor- arensen á 25 málverkum og vatnslita- myndum til 12.júní nk. Opið frá kl. 16-19 á virkum dögum en kl. 14-19 um helgar. Sýningin var enduropnuð vegna illviðr- is í janúar sl. og þeir, sem þá fengu boðskort eru boðnir velkomnir nú. Allir fyrrverandi nemendur svo og samkennar- ar og vinnufélagar eru einnig boðnir. Gunnlaugur Stefán Gíslason sýnir í Hafnarborg Gunnlaugur Stefán Gíslason sýnir vatnslitamyndir og grafík í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarð- ar. Sýningin er opin kl. 14-19 daglega. Síðasta sýningarahelgi. LEKUR ERHEDDIÐ BLOKKIN? SPRUNGIÐ? Viögeröir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir — rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiöa. Viöhald og viðgeröir á iðnaðarvélum - járnsmíöi. Vélsmiðja Hauks B, Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin - Sími 84110 BLIKKFORM Smiðjuveqi 52 - Sími 71234 Öll almenn blikksmíðavinna, vatnskassavið- gerðir, bensíntankaviðgerðir, sílsalistar á alla bíla, (ryðfrítt stál), og einnig nælQnhúðaðir í öllum litum. Póstsendum um allt land .(Ekið niður með Landvélum).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.