Tíminn - 10.06.1989, Blaðsíða 1
„Veröld fláa sýnir sig
Af utangarðsfólki í Reykjavík á fyrri árum
Aldrei getur hjá því farið að eínhverjir einstaklingar
séu miður til þess fallnir að takast á við lífsbaráttuna en
gerist og gengur um þá sem fullfrískir eru kallaðir. Sumir
eru það vegna líkamlegrar bæklunar. Aðrir ráða ekki við
viðfangsefni daglegs lífs vegna andlegrar fötlunar af
einhverju tagi. Og svo eru það enn þeir sem eru svo illa
haldnir af vínhneigð að þeir geta ekki annað en drukkið
frá sér bæði vit og ráð.
Nú á dögum reynir samfélagið eftir föngum að hjálpa
slíkum einstaklingum. Reynt er að veita þeim aðstoð til
að bjarga sér og standa á eigin fótum, en takistþað ekki
er þeim komið fyrir á stofnunum eða hælum. Aður fyrr
var þessu hins vegar öðru vísi farið. Þá átti slíkt fólk allt
sitt undir náð og miskunn velviljaðra samborgara. Og
vildi þá víst oft velta á ýmsu með það hvernig til tókst.
Hér verða nú tíndar til nokkrar sagnir af slíku fólki sem
var áberandi í bæjarlífi Reykjavíkur seint á síðustu öld
og í byrjun þessarar. Stuðst er við grein sem nefnist
Einkennilegt fólk, er eftir Klemens Jónsson og kom í
öðru bindi Blöndu, árin 1921-23. Segist hann rita þarna
eftir minningum sínum um þetta fólk frá því á uppvaxtar-
árum sínum í Reykjavík. Myndirnar, sem hér fylgja með
af nokkrum þessara einstaklinga, lét Þjóðminjasafnið
góðfúslega í té.
„Ljóstollur"
í frásögn Klemensar Jónssonar af
þessu fólki er áberandi hvað margt
af því hefur verið uppnefnt. Er Iíka
sannast sagna að ekki er annað að
sjá en að býsna margir hafi lagt það
í vana sinn að hrekkja þetta fólk og
stríða því, meðal annars með því að
uppnefna það. Fór þá allt eftir
skaplyndi þess sem fyrir varð hvort
hann kippti sér upp við slíkt og
þvílíkt. Sumir létu sem ekkert væri
og tóku öilu með jafnaðargeði, og
varð þá oftar en ekki minna úr
gríninu en til var ætlast. Aðrir reidd-
ust, og er svo sannast sagna að þá
var tilganginum náð hjá þeim sem
fyrir stóðu. Slíkir hrekkir, þótt
ófagrir væru, voru eitt af því sem
þetta fólk varð að þola í ofanálag við
eymd sína.
Einn af þeim, sem fyrir þessu
urðu, var Eyjólfur sem nefndur var
ljóstollur. Hann var raunar af góðum
ættum, og á unga aldri hafði honum
verið komið til bókbandsnáms hjá
Agli Jónssyni bókbindara í Reykja-
vík. Á þeim tíma vildi svo til að Egill
hafði fjármál Dómkirkjunnar á sinni
hendi. Sendi hann Eyjólf gjarnan út
um bæinn með reikninga sem inn-
heimta þurfti vegna kirkjunnar.
Ekki þurfti meira til, og af þessum
handavikum, sem Eyjólfur tók ung-
ur að sér fyrir húsbónda sinn, varð
viðumefnið til.
Annars er Eyjólfi svo lýst að
honum hafi verið margt vel gefið.
Hann var glaðlyndur jafnan og þótti
skemmtilegur, enda sagður hag-
mæltur. En hann átti við sama vanda
að stríða og margir fleiri, sem líkt
var ástatt um, það er óstöðvandi
hneigð til víndrykkju. Á þessum
ámm var vín selt og veitt hvarvetna
í verslunum Reykjavíkur og því
auðvelt að nálgast það. Þetta varð
Eyjólfi um megn og olli því að hann
varð einn af undirmálsmönnum
bæjarins á sínum tíma.
Gunna graliari.
„Kis, kis“
Býsna átakanlega má eiginlega
telja söguna af Jóni Gissurarsyni,
sem uppnefndur var „kis, kis“. Hann
var innfæddur Reykvíkingur, borinn
snemma á síðustu öld og virðist eftir
lýsingum að dæma hafa verið stór-
lega vangefinn frá fæðingu. Hann
varð þannig aldrei meir en svo
talandi og gat ekki lært að telja
hærra en upp að fimm. Fermdur var
hann um tvítugt eftir sérstöku bisk-
upsleyfi, upp á fáeinar greinar í
kverinu.
Þegar Bernhöft elsti bakari með
því nafni settist hér að um 1835 varð
Jón vinnumaður hjá honum og var
það síðan alla sína ævi. Þrátt fyrir
skort sinn reyndist hann bakaranum
bæði trúr og dyggur þjónn.
Sú saga gekk að eitt sinn þegar
Jón var ungur hefði hann átt að lóga
ketti, og hefði hann ætlað að hengja
köttinn. Það verk lánaðist þó ekki
betur en svo að kötturinn smaug úr
snörunni og slapp. Á þessu stríddu
Reykvíkingar ýmsir Jóni æ síðan.
Hann gekk ævinlega undir uppnefn-
inu „kis, kis“, og ætti hann leið um
götur bæjarins kvað það stöðugt við
á eftir honum, eða þá að mjálm
heyrðist úr ólíklegustu homum.
Þó að ætla mætti að Jón væri
orðinn þessu vanur, þar sem hann
heyrði þetta nánast daglega, þá brást
ekki að hann reiddist þessu ákaflega.
Það voru strákar bæjarins, sem fyrir
þessu stóðu, og oft mátti sjá Jón
hlaupandi fram og aftur á eftir þeim
í vonlausum tilraunum til að ná í
einhvem sökudólginn.
Þegar inn í búðimar kom tók svo
ekki betra við. Þar var mjálmað
bæði innan og utan við búðarborðið,
svo að Jón æddi eftir búðargólfinu
hamstola af bræði. Verst var þó við
búðarmennina að eiga, sem voru
innan við borðið, því að gagnvart
þeim var aumingja Jón vamarlaus.
Talið fyrir staup
Af þessum ástæðum hefði mátt
vænta þess að Jón hætti sér ekki út
á götur bæjarins nema í brýnustu
nauðsyn, en því var þó ekki að
heilsa. Þó að hann ætti þar ærnum
óvinum að mæta fór hann gjarnan í
bæinn undir rökkur, og þá í búðirnar
sem vom aðalsamkomustaðir bæjar-
ins meðan þær vom opnar.
Þar var staupasala í hverri búð, og
aukheldur var hvert handarvik þar
borgað með staupi. Það gerðu búð-
armennirnir, og auk þess vom marg-
ir þeirra ósparir á að gefa í staupinu
Búðirnar ( Reykjavík voru lengi
aðalsamkomustaðir bæjarins.
Þangað sóttu iíka ýmsir sérkenni-
legir menn og þótti það þá góð
skemmtun að skopast að þeim.
Jón boli.
þegar svo bar undir. Var þaö ekki
síst ef um einhverja skemmtun var
að ræða, enda voru það óskrifuð lög
í verslunum að búðarmenn ættu það
sem í lekabyttuna fór, og sáu þeir
því til þess að ætíð væri nóg í henni.
Það dró Jón hins vegar til búða-
göngu, líkt og marga fleiri, að hon-
um þótti ákaflega gott í staupinu.
Gekk honum líka allvel á þeim
veiðum, og átti hann það ekki síst að
þakka kunnáttu sinni í talnalist.
Gilti þá einu þótt hann kynni ekki
að telja nema upp að fimm, en
ruglaðist þegar hærra var komið.
Það varð almenn skemmtun búð-
armanna að fá Jón til þess að telja
kaffibaunir, sem hann tók að sér
fyrir kvartpela. Voru baunirnar
lagðar á hlerann yftr inngönguopinu
um búðarborðið, ásamt staupi. Jón
byrjaði óðar að telja, en þegar hann
fór að ruglast í reikningnum barði
einhver innan við borðið bylmings-
högg undir hlerann svo að baunirnar
flugu um allt og vínið skvettist úr
staupinu framan í aumingja Jón sem
stóð hálfboginn yfir hleranum við
talninguna. Við þetta fokreiddist
Jón, sem vonlegt var, og æddi fram
og aftur um gólfið með formælingum
og ragni. Þó var hann fljótur að
sefast aftur, enda brást ekki að hann
fékk kvartpelann eigi að síður.
„Kúin bakarans“
Varla mátti Jón heita að fullu
talandi, og meðal annars átti hann
erfitt með að tala um kýr. Varð það
fólki gjarnan að gamanefni, en eitt
af því sem menn gerðu sér Icik að
var að leggja fyrir Jón spurringuna
„Hvernig líður kúin bakarai .’"
Ekki brást að Jón svaraö ">essari
spurningu af fullri alvöru. Við hana
kom jafnan á hann rauna;, ur, og
henni svaraði hann mjög alvurlegur
með orðunum „Hún er du . hún
varð sjálfdau."
Mennvissuraunarekkil. .gurvið
hvaða atburð hér var átt, en hitt var
þó ljóst að við þessá spurningu
vaknaði upp með Jóni minning um