Tíminn - 10.06.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.06.1989, Blaðsíða 3
Laugardagur 10. júní 1989 HELGIN 13 á sokkunum eru glompótt göt, ganga þær á dönsku skónum. „Píumar" voru vinnukonur í betri húsum í bænum, og er svo skemmst af að segja að þær reiddust þessu framtaki Vilhjálms ákaflega. Þótti þeim, sem von var, að með honum væru illa launaðir margir bitar og sopar sem þær höfðu stungið að honum í mörgum heimsóknum hans í eldhús betri borgaranna. Eftir þetta var hann því um langt skeið gjörsamlega útlægur ger úr öllum eldhúsum heldra fóiksins, þar sem hann hafði áður verið tíður gestur. Segir sagan að þá hafi hann neyðst til að fara að leggja leið sína til tómthúsmanna og gerast meiri ai- þýðuvinur en áður. „Flestöll stráin stinga mig“ En eigi að síður er ljóst að Vil- hjálmur Hölter hefur verið gæddur töluvert næmri skáldgáfu, og að viðkvæm lund hefur hjá honum búið undir hrjúfu yfirborði. í ljóðasafninu Snót, sem geysivinsælt varð hér á öldinni sem leið, birtust nokkrir smákveðlingar eftir hann sem sýna þetta ljóslega. Þar er m.a. þetta fallega bænarvers hans: Vardveittu mig í vöku og blund, voldugi drottinn góður, hæga mér veittu hvíldarstund, hjartkæri mannkynsbróður, styrk þú minn máttí stríði heims, stýrir alvaldur himnageims, náð þín er nægtasjóður. Um fátækt sína yrkir hann líka þessar fallegu vísur þama: Fátækur kom eg fyrst í heim, fátækur hlýt eg þreyja, fátækur síðan fell eg þeim sem fátækur gjörði að deyja. Fátækir síður gjöra gott, getur það fátækt eigi, fátækur líður fremur spott hjá fullrfkum Iffs á vegi. Fátækur var þó frelsarinn, fátæka líta vildi, fátæka græddi sérhvert sinn, sem þó við fátækt skildi. Fátækum gefst ei frelsi neitt, fátækur neyð má kanna, fátækum er ei virðing veitt, vill það mín fátækt sanna. Og þarna er aukheldur þessi ágæta hringhenda sem margir kunna enn þann dag í dag og honum eignuð: Veröld fláa sýnir sig, sú mér spáir hörðu, flestöll stráin stinga mig stór og smá á jörðu. Svona yrkja ekki aðrir en þeir sem búa yfir töluvert góðri skáldgáfu. Slíka gáfu hefur Vilhjálmur Hölter átt, þrátt fyrir montið og oflátungs- háttinn sem hann kaus að snúa út að umheiminum í daglegum samskipt- ■ umr Undfrhefur bnið-viðkvæm og kannski auðsærð lund. Margt af þessu fólki hafði atvinnu af vatnsburði. Myndin er af Aðal- stræti árið 1836 og sést þar m.a. brunnur og vatnsberar að störfum. Eyjólfur Ijóstollur. Sæfinnur En frægastur allra utangarðs- manna Reykjavíkur á þessum árum var þó án efa Sæfinnur með sextán skó, sem svo var nefndur. Sæfinnur var Hannesson og mun hafa verið ættaður austan úr Ámessýslu. Um þrítugt er hann taiinn hafa farið til Hafnarfjarðar, eftir að hafa verið við sjóróðra syðra, en til Reykjavík- ur fluttist hann svo með dönskum verslunarstjóra, Levinsen hjá versl- uninni Glasgow. Á sínum tíma var reist í Reykj avík stórhýsi yfir þessa verslun, sem nafn- fræg var á sinni tíð. Þar var stór sölubúð, og einnig var þar niðursuða á laxi í sérstöku geymsluhúsi. Þá vom mörg salemi þar, svo sem gefur að skilja, og vom þau í sérstöku bakhýsi. Þegar fór að draga úr umsvifunum nálægt 1870 lagði Sæ- finnur, þá nýkominn til bæjarins, undir sig tvö af þessum salemum og hafði þar búsetu sfðan. Safnaði peningum Sagnir herma að Sæfinnur hafi snemma farið að nurla saman pen- ingum á ýmsan hátt, og þá meðal annars með því að láta gámnga etja sér út í hitt og þetta fyrir fáeina skildinga. Meðal annars á hann að hafa látið hafa sig út í að eignast aura með því að sækja þá niður í vatnsílát með munninum, á þann hátt að hann varð að stinga höfðinu á kaf niður í vatnið til að nálgast þá, svo að við köfnun hlaut að liggja. Á sama hátt á hann einnig að hafa sótt smáskildinga ofan í tjömílát, og eins á hann að hafa látið narra sig til að ~ -gieypa ■ peninga-ofan-t -sig-i-vonirmt- um að eignast þá er þeir skiluðu sér aftur. Safnaðist honum nokkurt fé með árunum á þennan hátt. Ekki fór hjá því að Sæfinnur vekti töluverða athygli á götum Reykja- víkur, og um það var ortur þessi vísustúfur: Sæfínnur með sextán skó sækir vatn og ber inn mó. Er talið að ekki hafi verið hægt að lýsa honum betur í fáum orðum, en það varð aðalstarf hans í Reykjavík að sækja vatn og bera mó í hús. Einkennilegur klæðaburður Þá mun það mega teijast bókstaf- lega rétt að hann hafi verið í sextán skóm. Á fótunum hafði hann ótai skó eða skóræfla, sem hann vöðlaði eða batt saman á nánast óskiijanleg- an hátt, og undir iljunum hafði hann iðuiega í þurru veðri afdankaða brauðbakka úr tré. Var þessi fóta- búnaður því vægast sagt hinn kynleg- asti og hlaut að vekja athygli og furðu allra sem hann mætti. Og svipað var raunar að segja um annan klæðaburð hans. Að ofan var hann svo klæddur að hann var ekki í vesti heldur mörgum vestispörtum eða boðungum, hverjumyfiröðmm, þar yfir í frakka og gyrtur svarðreipi. Á höfði hafði hann afgamtan flóka- hatt sem hafði verið í tísku fyrir minni elstu manna. Annars var Sæfinnur fremur hár maður og þrekinn, með mikið dökkt skegg, og sópaði því talsvert að honum hvar sem hann fór. Þá var hann hinn mesti geðprýðis- og still- ingarmaður, sem aldrei sást skipta skapi. Götustrákar bæjarins gerðu því lítið af því að áreita hann, enda ekki mikil ánægja í að stríða mönn- um sem engin leið var að reita til reiði. Aftur á móti var Sæfinnur með eindæmum hirðusamur um hvaðeina sem annað fólk lét sig engu skipta og henti. Hann hirti nánast allt sem hann fann, bar það heim og gróf það niður í skarn og mold í bústað sínum í salernunum hjá Glasgow. Líka var hann stakur reglumaður og drakk aldrei vín nema hann fengi það ókeypis. Var það því almannarómur að hann ætti peninga. Haugurinn rofinn Með tímanum safnaðist upp hjá honum haugur af drasli, og svo lauk að hann var rofinn um 1890. Var sá haugur þá mannhæðar hár, og gildur faðmur á hvern veg, af alls konar rusli. Það var götusorp og fjörurusl, fataræflar og flöskubrot og hvers konar ónýtt skran. Þótti mönnum það ekki vansalaust að láta slíkt og þvílíkt viðgangast í bænum. Þegar ráðist var á hauginn kom hins vegar í ljós að í honum leyndist töluvert margt fémætt. Innan um allt ruslið fundust einar þrjú hundruð krónur í gjaldgengri mynt, sem var töluvert fé í þá daga. Áuk þess var þar allmikið af gamalli mynt, spesí- um, ríkisdölum og fleiru, sem þá var allt úr gildi fallið fyrir allnokkrum árum. En allir peningamir voru vafðir innan í bréf, hver fyrir sig, og þeim síðan stungið inn í skranið á hinum ólíklegustu stöðum. Eigandinn stóð lengst af hljóður og hógvær yfir þessu hervirki á eigum sínum, því að geðprýðin brást honum ekki þá fremur en endranær. En síðan fór hann að gefa sig að verki með hinum og reyna að bjarga því undan sem honum var allra sárast um. Einhverju smáræði fékk hann að halda eftir, en að frátöldum peningunum var öllu safninu síðan ekið niður í fjöru og því hent í sjóinn. Rann þar árangurinn af tutt- ugu ára eljusemi sérkennilegs manns í greipar ægis á einum dagsparti. -esig EINDAGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR Sltii °pinberr- Sk"aB'eln reanP'1“"? Bialda ve9na laune Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15.. hvers mán- aðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftirá. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum“, blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera f heil- um krónum. Gerið skil tímanlega RSK RfKISSKATTSDÓRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.