Tíminn - 10.06.1989, Page 4
14
HELGIN
Laugardagur 10. júní 1989
Jón Guðmundsson í Fjalli:
Aldarminning Búnaðar-
félags Skeiðahrepps
Á þessu vori er við minnumst 100 ára afmælis
Búnaðarfélags Skeiðahrepps er ekki úr vegi að líta yfir
farinn veg og reyna að gera sér grein fyrir stöðu
búskaparins í sveitinni. Allt mannlíf hér hefur byggst á
gróðri jarðarinnar og hvernig hefur gengið að breyta
honum með aðstoð búpenings í aðgengilega vöru.
Þegar þetta félag var stofnað hafði
um skeið verið rekinn áróður fyrir
framförum í búnaði. Menn sáu að til
þess að hægt væri að bæta lífsafkom-
una varð að auka framleiðsluna.
Búnaðarfélg Suðuramtsins var
stofnað 1837. Þess hefur nýlega
verið minnst með myndarlegu af-
mælisriti í tveimur bindum að 150 ár
eru liðin frá stofnun þess. f fyrstu
lagði Búnaðarfélag Suðuramtsins
mesta áherslu á að efla jarðræktina.
Framleiðsluna var ekki hægt að
auka nema bæta aðstöðuna við bú-
skapinn. Strax í upphafi telur það
vera helsta verkefni sitt að hvetja
bændur til þess að slétta túnin og að
hlaða túngarða. f>að var að vísu
ekkert nýtt að hlaða túngarða. Víða
sjást þess merki að hlaðnir hefðu
verið vörslugarðar, en þeireru flestir
frá fyrstu öldum búsetu þjóðarinnar
í landinu. Pörfin fyrir vörslugarða
var mikil því segja má að í gróandan-
um hafi ríkt styrjöld milli þjóðarinn-
ar og búpenings um gróðurinn.
Þeirri styrjöld lauk ekki fyrr cn með
komu gaddavírsins, en hann kom til
almennra nytja á fyrsta og öðrurn
tug aldarinnar.
En öllu miðaði hægt í fyrstu.
Þjóðin átti cngin jarðyrkjuverkefni
og lengi vel vantaði áhuga almenn-
ings. Búnaðarfélag Suðuramtsins
hóf strax skipulegan áróður fyrir
framförum í búnaði. Á fyrstu árum
hrcppabúnaðarfélaganna lögðu þau
mesta áherslu á túnasléttun og tún-
garðahleðslu. Skeiðahreppurer með
minni sveitum á Suðurlandi eða
nálægt 94 km2 og liggur milli Pjórsár
og Hvítár. Að sunnan liggja mörkin
um Merkurhraun þar sem er einna
styst á milli ánna, vart meira cn 6
km. Að ofan nær sveitin upp til
Sandlækjar og á kafla að Laxá.
Sveitin er öll flatlend að undanteknu
Vörðufelli. Landinu hallar lítillega
frá austri til vesturs.
Þjórsárhraunið er talið mesta
hraun sem runnið hefur á íslandi
síðan á ísöld og er 8-10 þúsund ára
gamalt. Hefur það brotist fram eins
og stórfljót og runnið allt í sjó fram
milli Þjórsár og Hvítár.
í Árnesingasögu 1. bindi bls. 221
segir Guðmundur Kjartansson er
hann lýsir rennsli Þjórsárhraunsins:
„Fyrir neðan Árnes breiðir hraunið
mjög úr sér og nær yfir mestan hluta
Skeiðanna. Þjórsá fylgir austurjaðri
þess fram að Urriðafossi í Flóa, en
ytri takmörk eru víða hulin þykkum
jarðvegi og óglögg. Þó má sjá að þau
liggja framan við bæina Sandlæk,
Reyki og Álfsstaði fast upp að
Vörðufelli og frá suðurmúla þess út
að Hvítá."
Skeiðin hafa gjörbreytt um svip er
Þjórsárhraunið rann og landið hefur
þá hækkað, sennilega víðast hvar
um 20-30 metra. I fyrstu hefur
hraunið verið ójafnt og yfirborð þess
hrjúft. En sköpunarmáttur náttúr-
unnar er mikill. Strax þegar hraunið
var orðið kalt fór gróðurinn að festa
rætur í hinni nýrunnu hraunbreiðu.
Mcð framburði sínum fara árnar að
fylla allar lægðir og skilja eftir dýrmæt
frjóefni fyrir gróðurinn. Sérstaklega
hefur Hvítá verið stórvirk fyrstu
aldirnar við norðvestur jaðar
hraunsins. Með árunum þykknaði
gróðurteppið ofan á hrauninu og
huldi það að mestu. Á nokkrum
stöðum standa einstakir hraunhólar
upp úr sléttlendinu og eru þeir
kallaðir ketilhólar. í norðvestur
jaðri hraunsins hafa hlaðist upp
hólar úr smágerðum vikri og má
rekja þá og þetta vikurbelti allt frá
Stóru-Laxá og vestur undir Hvítá.
En stórárnar Þjórsá og Hvítá hafa
gert meira en byggja upp landiö og
færa því frjóefni - þær hafa líka
valdið landeyðingu. Jarðvegurinn er
sendinn meðfram ánum og í vatna-
vöxtum skolaði vatnið jarðvegi úr
bökkunum. Á undanförnum árum
hefur verið gert myndarlegt átak til
þess að vernda landið og hefur
árangur orðið góður þó að mikið sé
þar óunnið enn.
Þegar Jarðabók Páls og Árna var
gerð 1709 átti Skálholtsstóll allar
jarðir í Skeiðahreppi. Stóllinn hafði
lengi haft útibú á nokkrum bestu
heyskaparjörðunum í hreppnum.
Þegar biskupsstóllinn var fluttur frá
Jón Jónssun, hreppstjóri ■ Skeiðhá-
holti 1889-1897
Skálholti til Reykjavíkur sköpuðust
alveg ný viðhorf í jarðeignamálum
kirkjunnar. Sú stefna varð ofaná að
selja jarðir stólsins á opinberum
uppboðum. Þarna var farin leið,
sem reyndist bændastéttinni mikil
lyftistöng. Allar Skeiðajarðirnar
voru þá seldar nema Ólafsvallatorf-
an. Talið var að jarðirnar hafi verið
seldar með hagstæðutn kjörum. Á
fjórum jörðum í sveitinni búa enn
afkomendur þeirra bænda, sem
keyptu ábýlisjarðir sínar á stólsupp-
boðinu. Þetta er í Fjalli, Birnustöð-
um, Reykjum og Votamýri.
Áberandi hvað bændur hér í sveit,
bæði á 19. og 20. öld voru bundnir
við jarðir sínar. Nokkrir bændur
hafa búið yfir 50 ár og sumir lengur.
Guðmundur Magnússon Blesastöð-
um bjó í 64 ár og Guðni Eiríksson á
Votamýri í 62 ár.
Árflóðin í Hvítá
Við suðaustur horn Hestfjalls hef-
ur Þjórsárhraunið þvingað Hvítá
alveg að rótum fjallsins. Fer farveg-
urinn verulega að þrengjast nyrst við
Árhraunstúnið og landið hækkar
þar svo það eykur mótstöðuna þegar
áin vex. Nær hraunstokkur'nn, sem
hraunið lagði ána í niður fyrir
Oddgeirshóla. Áin er á þe: sari leið
víða innan við 200 metra á breidd.
Þegar vatnavextir eru fer tin strax
að hækka fyrir ofan Árb aun og
farvegurinn hættir að flytja llt vatn-
Ólafsvellir á Skeiðum. (L|ósm. Páii Jónsson)
Eiríkur Þorsteinsson bóndi á Löngu-
mýri 1924-1945
ið sem kemur ofan að. í stærstu
árflóðunum hækkar yfirborð árinnar
allt að 3,70 metra frá meðalrennsli.
Nær þá flóðið yfir næstum tvo þriðju
hluta sveitarinnar. í árflóðunum sést
vel að staðsetning bæjanna er gerð
með tilliti til flóðanna. Árflóðin eru
ekki bara til óþæginda. Þau bera
með sér dýrmæt frjóefni fyrir
gróðurinn. Greinilegt er að ef mörg
ár líða á milli árflóða dregur úr
grasvexti næst ánni.
Mesta árflóð sem vitað er um kom
í byrjun mars 1930.
Áveitan
Frá upphafi byggðar á íslandi hafa
menn þekkt þá aðferð að veita vatni
á slægjuland til þess að auka gras-
vöxtinn. í skýrslu um störf sín til
Búnaðarfélags Suðuramtsins segir
Sveinn Sveinsson árið 1873: „Þær
Bjarni Jónsson, hreppstjóri í Skeið-
háholti 1897-1924
Hinrik A. Þórðarson bóndií Útverk-
um 1945-1948
jarðbætur, sem landsbúar einkum
nú almennt vilja gefa sig að eru
vatnsveitingar á útengi. Víða hafa
vatnsveitingar heppnast vel og gert
gott gagn“. Um 1880 er farið að
ræða um möguleika á því að veita
Þjórsá á Skeið og Flóa. Sumarið
1881 vann Ólafur Ólafsson síðar
bóndi í Lindarbæ að því að athuga
staðhætti við Þjórsá. Niðurstaða
hans varð sú að hægt væri að ná vatni
úr Þjórsá bæði á Skeið og Flóa, en.
kostnaður yrði mikill. Næstu ár og
áratugi er áveitumálið rætt fram og
aftur. Árið 1906 er fenginn danskur
verkfræðingur, Karl Thalbitzer.
Niðurstaða hans var sú að taka
skyldi Þjórsá á Þrándarholtsbökkum
og henni veitt á Skeiðin en Hvítá
yrði tekin upp á Brúnastaðaflötum
og veitt á Flóann. Á næstu árum fóru
Jón Guðmundsson, Fjalli
4
i