Tíminn - 10.06.1989, Blaðsíða 5
Laugardagur 10. júní 1989
HELGIN
r
15
fram umfangsmiklar rannsóknir á
hinni fyrirhuguðu áveitu og málið
var rætt bæði á Alþingi og heima í
héraði.
Byrjað var á að vinna við Skeiða-
áveituna vorið 1917 og henni lokið
1923. Aðalskurður áveitunnar var
grafinn með skurðgröfu, hinni fyrstu
sem tekin var í notkun hér á landi.
Skurðakerfi áveitunnar var 65.591
metri á lengd en að rúmmáli 164.533
tengingsmetrar. Alls er talið að
áveitan hafi kostað 458.000 krónur,
og er með í þeirri tölu 23.000
krónur, sem bændur voru búnir að
leggja í flóðgarða árið 1924. Eftir að
farið var að veita á jókst heyfengur
verulega og beitiland batnaði víða.
Á tímabilinu, sem áveitan var notuð
fjölgaði nautgripum verulega og
voru bændur þar af leiðandi betur
undirbúnir er þeir hófu að selja
mjólk. Seinast munu Skeiðamenn
hafa heyjað á áveitum svo einhverju
næmi 1951, en eitthvað var veitt á
lengur.
í>egar kom fram um 1950 var
framræsla til túnræktar hafin í tals-
verðum ‘mæli og þá kom í ljós að
ekki var bæði hægt að hefja túnrækt
í stórum stíl og nota áveituna
jafnframt. Til þess var landið of
jafnlent. Áveitan náði til 33 jarða
þar af eru tvær í Villingaholtshreppi.
Búnaðarfélag Skeiðahrepps var
stofnað 1889. Fyrstu verkefni þess
munu aðallega hafa verið túnaslétt-
un og túngarðahleðsla. Á fyrstu
árum þess var mikið um að gerðar
væru svonefndar beðasléttur og sást
lengi móta fyrir þeim. í fyrstu mun
starfsemi félagsins hafa verið í smá-
um stíl, en þegar kemur fram yfir
aldamótin, fer hún að aukast. Tals-
vert var unnið að túnasléttun í
félagsvinnu og þá er ofanafristuspað-
inn helsta verkfærið allt fram að
1930. Annars er erfitt að rekja sögu
félagsins framan af því hluti af
gögnum þess er glataður.
Árið 1905 eru 17 menn á mælinga-
skýrslu og vinna um 500 dagsverk og
mest eru það þaksléttur. Árið 1907
eru tveir plógar til í sveitinni og 1913
eru keypt 2 spaðaherfi og þá eru
plógar orðnir 4 og nú fer að vinnast
meira á og einstöku menn eru farnir
að sá grasfræi. Flest árin frá aldamót-
um og fram um 1930 mun búnaðar-
félagið hafa haft menn í umferða-
vinnu sem unnu að jarðabótum.
Plóg keypti félagið 1927 og var
unnið með honum í nokkur ár. En
mönnum fór að finnast að hægt
miðaði ræktunarstörfunum ef að
mestu væri byggt á mannsaflinu einu
með lítilsháttar stuðningi hestafls-
ins. í nóvember 1930 er samþykkt að
félagið kaupi dráttarvél með tilheyr-
andi verkfærum. Búnaðarfélag ís-
lands veitti 3.000 kr. lán til kaupanna
og 1.500 kr. styrk úr verkfærakaupa-
sjóði. Með þessari vél vann félagið í
24 ár og með henni var lokið við að
slétta allt þýfið í gömlu túnunum á
fyrstu tíu árunum.
Árið 1946 gerðist félagið með-
stofnandi að Ræktunarsambandi
Flóa og Skeiða. Hefur félagið fyrst
og fremst fengið skurðgröfur og
jarðýtur frá ræktunarsambandinu,
en jarðvinnslan hefur að mestu leyti
farið fram á vegum félagsins.
Félagið hefur lengi rekið fjöl-
breytta starfsemi. Árið 1952 lét það
smíða votheysgryfjumót, sem bæði
var hægt að nota sem gryfjumót og
mót á venjulega beina veggi. Seinna
var þessum mótum breytt yfir í Breið-
fjörðsmót og hefur mikill hluti af
þeim húsum, sem byggð hafa verið
síðan í sveitinni verið steypt í þeim
mótum.
Steypuhrærivél hefur félagið rekið
síðan 1955. Árið 1957 keypti félagið
turnamót og voru nokkrir turnar
steyptir í þeim, en ekki hafa þau
verið notuð á seinni árum.
Núna á félagið 3 dráttarvélar, sem
eru að mestu notaðar til jarðvinnslu.
Pað á um 20 tæki stór og smá. Þá rak
það í 5 sumur færanlega heykök-
verksmiðju ásamt Búnaðarfélagi
Hraungerðishrepps og Búnaðar-
sambandi Suðurlands. Byggði félag-
ið stóra skemmu sem verksmiðjan
var geymd í. Félagið hefur mikið
gert að því að útvega bændum
Guðmundur Jónsson bóndi á
Brjánsstöðum 1948-1951
Guðmundur Eyjólfsson bóndi á
Húsatóftum 1951-1986
Guðmundur Sigurðsson bóndi
Reykhól frá 1986
sáðvörur.
Búnaðarfélagið hefur alltaf leitast
við að sinna kalli tímans. Það hefur
leitast við að vekja bændur til um-
hugsunar um nýmæli í búnaði, sem
til hagsbóta hefur horft. Á aðal-
fundum félagsins hefur það lengi
verið venja að fá ráðunauta til þess
að ræða um sérfræðileg efni í búnaði.
Á þessum fundum hafa bændur
verið ódeigir að velta fyrir sér helstu
vandamálum búnaðarins á líðandi
stund.
Þessir menn hafa gegnt for-
mennsku í félaginu frá upphafi:
Jón Jónsson, hreppstjóri, Skeiðhá-
holti, 8 ár
Bjarni Jónsson, hreppstjóri, Skeið-
háholti, 27 ár
Eiríkur Þorsteinsson, Löngumýri,
22 ár
Hinrik A. Þórðarson, Útverkum, 3
ár
Guðmundur Jónsson, Brjánsstöð-
um, 3 ár
Guðmundur Eyjólfsson, Húsatóft-
unt, 35 ár
Guðmundur Sigurðsson, Reykhól,
frá 1986
Rekstur félagsins hefur að mestu
hvílt á formönnum félagsins og hefur
verið mikil vinna að sinna þeim
málum, sérstaklega eftir að vélaút-
gerð þess fór að aukast. Á seinni
árum hefur formanninunt verið
greitt lítilsháttar fyrir þá vinnu.
§É§tl:M
Júníhefti komið út
INNLENT
Ég vil Davíð á þing................................ 9-15
í ýtarlegu viðtali við Þorstein Pálsson
formann Sjálfstæðisflokksins er víða
komið við. Þorsteinn rekur m.a. endalok
síðustu ríkisstjórnar og fer harkalegum
orðum um þáverandi samstarfsmenn sína.
Hann fjallar einnig um
Sjálfstæðisflokkinn, sem fagnar
sextugsafmæli sínu á þessu ári. Núverandi
ríkisstjórn fær einnig sinn skammt...
HEILBRIGÐISMÁL
íslendingar elska Svía. Goðsögninni um „Svfahatur" íslendinga
hrundið. Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar um afstöðu
íslendinga til annarra þjóða .............................. 16
Friðun Reykjanesskaga...................................... 17
Gífurleg þörf fyrir félagslegar fbúðir..................... 18
Sumar í sveit. Hundruð barna og unglinga úr þéttbýli fara til vinnu og
leiks í sveitum landsins. Félag fósturmæðra í sveitum hafa milligöngu
um sveitadvöl barna....................................... 20
Skák
Fer skákin á hausinn? Áskell Örn Kárason skrifar grein um bága
fjármálastöðu í íslensku skákinni.......................... 22
ERLENT
Pólland
Vopnahlé. Tíðindamaður Þjóðlífs var viðstaddur er Samstaða var
lögleyfð og segir frá umdeildu vopnahléi í landinu......... 25
Við tókum áhættu .......................................... 26
Hringborðið á sér öfluga andstæðinga ...................... 27
Bretland
Verkamannaflokkur í endurhæfingu........................... 28
Noregur
Sundrung á hægri vængnum. Framfaraflokkurinn er líklegur til
fylgisaukningar í kosningunum í haust. Sagt frá stöðu norsku
stjómmálaflokkanna ....................................... 30
Hitler í hundrað ár..................................... 33-37
Hverjir komu Hitler til valda? Um þessar
mundir er öld liðin frá fæðingu hins
harðsvíraða einræðisherra í Þýskalandi. í
tiiefni af því hafa fjölmiðlar og
sagnfræðingar víða um heim rifjað upp
söguna og endurmetið hana. Einar
Heimisson, sem leggur stund á sagnfræði
við háskólann í Freiburg í V—Þýskalandi,
skrifar um bakgrunn valdatökunnar og
endalok Weimarlýðveldisins....
MENNING
Kvikmyndir
Magnús — nýr norðri. Spjallað við Þráin Bertelsson kvikmyndagerðar-
mann um nýjustu mynd hans, „Magnús“ og íslenska kvikmyndagerð . 39
Kaffileikhúsið í Kvosinni.................................. 43
Karlmenn hafa alltaf verið í skítverkum. Guðrún Túliníus spjallar við
Ríkharð Vaitingojer, sem opnað hefur gallerí austur á Stöðvarfirði. 44
Reykingar
Et,drekk, reyk ok ver grannr. Óholl aðferð til að halda kjörþyngd . 47
Óbeinar reykingar hættulegar ............................. 47
Fósturvefjalækningar. Umdeild grein læknavísinda.......... 48
Börn alkóhólista. í þessari grein segir frá samtökum fólks í
Bandaríkjunum sem ólst upp við alkóhólisma foreldra sinna . 50
VIÐSKIPTI
Samruni fyrirtækja. Margir telja að árið 1989 verði „ár samrunans" í
íslensku atvinnulífi. Hliðstæðar bylgjur hafa gengið yfir fyrirtæki
annars staðar á Vesturlöndum. Oft er verr af stað farið en heima setið.
Jónas Guðmundsson hagfræðingur skrifar.................... 53
UPPELDISMÁL
Kennaramenntunin mikilvægasta forsenda farsæls skólastarfs. Ásgeir
Friðgeirsson ræðir við Jónas Pálsson sálfræðing og rektor
Kennaraháskólans ..........................,.................57
Börn eru heimspekingar. Heimsókn á dagvistarheimilið að Marbakka,
þar sem uppeldisstarf er byggt upp á skyldum aðferðum og kenndar
hafa verið við Reggio Emilia ............................... 60
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL
Að hafa kvenkynið undir......... 65-67
Steinunn Jóhannesdóttir skrifar grein um
ofbeldi gagnvart konum, nauðgun.
Steinunn vitnar til þrenns konar nauðgara:
Sá reiði, sá ráðríki og sadistinn.
Langflestar konur verða fyrir barðinu á
„þeim ráðríka". Steinunn byggir grein sína
á umfjöllun um þetta efni erlendis og á
íslandi...
Saklausir dæmdir í fjölmiðlum.................... 68-71
Þegar hið umfangsmikla „Geirfinnsmál“
var uppi, lentu fjórir saklausir menn í
þeirri raun að sitja í fangelsi. Halldór
Reynisson prestur og fjölmiðlafræðingur
rannsakaði umfjöllun Qölmiðla á þessum
tíma og hefur unnið þessa grein upp úr
ritgerð sem hann skrifaði við bandarískan
háskóla...
ÝMISLEGT
Smáfréttir af fólki ............................... 32 og 38
Smáfréttir af viðskiptum................................ 56
Bamalíf ................................................ 63
Fordfjölskyldan ........................................ 72
Bílar. Ingibergur Elíasson skrifar ..................... 75
Krossgáta............................................... 78
- Spennandi fréttatímarit -