Tíminn - 10.06.1989, Síða 10
20
HELGIN
Laugardagur 10. júní 1989
SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL l SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁ
Líkið var sprengt
í tætlur... innan frá
Tilgangurinn með að breyta líkinu í
sprengju var að gera það óþekkjanlegt.
Síðan ætluðu morðingjarnir að bæta ráð
sitt. Lögreglan hafði ekki í hyggju að
sleppa þeim við svo búið.
Síðdegis laugardaginn 15. ágúst
1987 átti veiðivörðurinn Marcel
Leclerc leið um Lisses-skóg þegar
hann í rjóðri einu hlut sem hefði átt
að vekja athygli hans en gerði ekki.
Hluturinn sem var sívalur og
svartur og ósléttur lá á bletti af
sviðnu grasi. Augljóst mátti vera að
kveikt hafði verið í honum. Bannað
var að kveikja eld í skóginum og því
hefði Leclerc átt að taka við sér en
hann var að flýta sér og gleymdi
þessu hreinlega.
Viku seinna var hann aftur á ferð
á sama stað af tilviljun. Þá var
sunnudagur og Leclerc ekki á hrað-
ferð svo hann leit nánar á svarta
hlutinn. Sólskin var og heitt í veðri
og hluturinn þakinn flugum. Þegar
Leclerc kom nær, flugu þær burtu og
afhjúpuðu mannsh'kama.
Raunar var líkaminn tæpast
þekkjanlegur sem slíkur því hann
var nánast f tætlum. Leclerc datt í
hug að villisvín hefðu komið þarna
nálægt því þau éta allt sem hægt er
að melta.
Fnykurinn af rotnandi holdi var
mjög svo greinilegur og Leclerc
ákvað að fara ekki nær, heldur á
lögreglustöðina í Corbeil-Esonnes,
þar sem íbúar voru um 40 þúsund.
Staðurinn er um 35 km suðaustan
Parísar og stendur á fallegum stað
við Signu.
Þar sem Corbeil-Esonnes er róleg-
ur staður og nú var sunnudagur að
auki, voru aðeins fáir lögreglumenn
á vakt og kalla varð rannsóknarlög-
reglumenn út heiman að frá sér. Því
var komið fram á dag þegar Petry og
Maussac komu á vettvang ásamt
lækni og tækniliði. Enginn var
ánægður með að þurfa að vinna á
sunnudegi, en Petry lögregluforingi
þó sérstaklega neikvæður. Hann var
mikill áhugamaður um knattspymu
og hafði verið truflaður í miðjum
leik. Hann hafði við orð um að
banna ætti skógarvörðum að vera á
ferli á sunnudögum.
- Mánudagur hefði engu breytt,
samsinnti Maussac. - Líkið hefur
greinilega legið hér lengi.
- Tvær eða þrjár vikur, lagði
læknirinn til málanna. - Ég get ekki
einu sinni sagt hvort það er af karli
eða konu.
Líkið sprakk innan frá
- Það verður vandamál að bera
kennsl á það, þvf svo virðist sem
eitthvert dýr hafi nartað rækilega f
það, hélt Maussac áfram.
- Ég er ekki viss um það, sagði
læknirinn. - Förum með það í lík-
húsið og svo sé ég til. Reynum að
velta því yfir á plastdúk. Það tókst
og þegar búið var að líma rækilega
fyrir hvarf óþefurinn úr andrúmsloft-
inu.
- Ég bíð niðurstaðna á skrifstof-
unni, sagði Petry, snerist á hæli og
ók burt.
Um sexleytið var búið að kanna
umhverfið og klukkustundu síðar
fékk Petry þá skýrslu. Hún var stutt.
Fundist höfðu nokkrar tætlur af
taui, lfklega úr fötum fómarlambsins
en af þeim varð ekki ráðið hvort um
karl eða konu var að ræða.
Niðurstaðan varð sú að viðkom-
andi hefði verið myrtur annars stað-
ar og líkið síðan flutt í skógarrjóðrið
enda hægur vandi að komast á bíl
nær alla leið þangað. Spottinn sem
þurft hefði að bera líkið var þó tæpir
50 metrar og það benti til að fleiri en
einn hefðu þurft að vera að verki.
Lík af þessari stærð síga vel í og
augljóslega hefur þurft að koma því
í skjól til að ekki sæist frá veginum
þegar kveikt væri í því.
- Fyrst svona mikið var haft fyrir
að gera líkið óþekkjanlegt, má gera
ráð fyrir að morðingjarnir hafi verið
svo nánir hinum myrta að þeir féllu
strax undir gmn, sagði Maussac.
Þó kmfning lfksins væri ekki fljót-
legt verk fann læknirinn brátt sitt-
hvað gagnlegt. í fyrsta lagi var ljóst
að um morð var að ræða, því tvær
kúlur úr veiðiriffli fundust í brjóst-
holi lfksins. Talið var að morðið
hefði verið framið nálægt 10. ágúst.
Þá var nokkuð ljóst að um karl-
mann var að ræða, meðalháan og
um 70 kg að þyngd. Hann hafði
verið milli 30 og 40 ára og einhvern-
tíma brotnað um ökla. Brotið hafði
verið spengt með málmplötu. Það
sem olli lækninum þó mestum heila-
brotum var að líkið virtist hafa verið
sprengt í loft upp ... innan frá.
Líks saknað í Cannes
- Áttu við að hann hafi verið
opnaður og sprengju stungið inn?
spurði Petry og botnaði ekki neitt í
neinu.
- Nei, svaraði læknirinn. - Hand-
sprengja eða þvíumlíkt hefði skilið
eftir brot en þau em engin. Maður-
inn sjálfur var sprengjan. Hann var
troðinn út af sprengiefni.
- Var hann lifandi þá? spurði
Maussac og hryllti sig en læknirinn
var sannfærður um að maðurinn
hefði verið skotinn fyrst og því
áreiðanlega látinn.
- Er ekkert sem bendir til hver
hann er? spurði Petry. - Engir
hringar, veski eða lyklar?
- Alls ekkert, svaraði læknirinn.
- Bara málmplatan.
- Þetta er ekki verk viðvaninga,
sagði Petry. - Við skulum hringja til
uppljóstrara undirheimanna. At-
hugið hverjir hafa horfið nýlega,
einkum í París. Þetta em ekki hand-
brögð sveitamanna.
Ekki var talið að nein vitni fyndust
og þó allir væm spurðir sem hugsan-
Thlerry Lang talaði svo mikið að
hann ógnaði öryggi félaga sinna.
Þeir losuðu sig þvf við hann.
lega hefðu haft ástæðu til að vera á
ferli á svæðinu, hafði enginn séð eða
heyrt neitt óvenjulegt. Uppljóstrar-
ar gátu gefið upplýsingar um týnda
glæpamenn sem fundust síðar í lík-
húsum. Málið staðnaði og Petry
ákvað að leggja það í salt þar til
eitthvað kæmi fram sem gæti þokað
því frekar.
Þegar nóvember var á enda, sat
allt við hið sama. Þá vom þeir menn
sem unnið höfðu að málinu sendir til
Cannes til að rannsaka vopnað rán
þar. í Cannes var enn sólskin og hiti
þó sumarleyfisgestum hefði fækkað
til muna á ströndinni.
Maussac naut þess að dvelja í
blíðunni þó ekki yrði honum mikið
ágengt við að rannsókn ránsins.
Þann 30. nóvember, daginn áður en
hann átti að fara heim, sat hann á
kaffihúsi með fjómm innfæddum
Iögreglumönnum og nefndi þá af
tilviljun að heima lægi óieyst mál
sem varðaði lík sem enginn gæti
borið kennsl á.
- Það er öfugt við okkur, sagði
einn hinna. - Okkur vantar hins
vegar lík.
- Hvemig vitið þið þá að það er
lík en ekki lifandi maður? vildi
Maussac vita.
Anna Maria Corsaro sagðist ekki
vera glæpamaður heldur fórnar-
lamb rangláts efnahagskerfis.
góða uppljóstrara að og fylgdust vel
með glæpamönnum. Þeir höfðu
lengi vitað að Thierry Lang hefði
horfið í byrjun ágúst og sfðan hafði
hvorki fundist af honum tangur né
tetur.
Maussac ákvað að nefna þetta við
Petry þegar hann kæmi heim og
gerði svo. Petry varð hrifinn. - Út-
vegaðu allar iipplýsingar um Lang,
sagði hann. - Ég vil vita hvort hann
hefur öklabrotnað.
í ljós kom að Lang hafði brotnað
svo illa á vinstri ökla að nauðsynlegt
hafði reynst að spengja brotið með
málmplötu. Hæð hans, þyngd og
aldur kom einnig heim við bmnnu
lfkamsleifamar.
- Þá ættu glæpafélagar hans að
vera morðingjamir, sagði Petry.
- Gallinn er bara sá að við getum
ekki sannað það.
- Ekki enn, sagði Maussac. - Nú
vitum við hins vegar hverra við
leitum og þau hljóta að hafa verið
hér í grennd í byrjun ágúst. Athug-
um betri hótelin.
- Af hverju þau betri? spurði
Petry hissa.
- Þetta fólk stundaði bankarán,
svaraði Maussac. - Heldurðu að það
hafi gist í einhverjum grenjum?
Símanúmer okkar
verður eftir sem áður
688411.
SAMVINNUl
LÍFEYRISSJODURINN
í
Laugalækur 2a - Sími 688411
Fjórmenningaklíka
Þeir vissu það ekki fyllilega en
lfkumar vom miklar. Um tveggja
ára bil hafði fjögurra manna glæpa-
hópur stundað rán, innbrot og jafn-
vel nauðganir en farið svo laglega að
að ekki var nokkur leið að sanna
neitt. Lögreglan vissi hverjir vom að
verki en gat ekkert gert.
Glæpimir voru vandlega hugsaðir
og skipulagðir og þar var að verki
hin 21 árs Anna Maria Corsaro,
fyrrum nemi við háskólann í Pe-
rouse. Hún hafði tekið virkan þátt í
stúdentaóeirðum en lagði svo alfarið
út á glæpabrautina. Anna Maria
naut aðstoðar hins 35 ára Martins
Herison sem starfað hafði hjá al-
þjóðafyrirtækjum í Kanada og Suð-
ur-Ameríku. Anna Maria var ítalsk-
ur borgari en Martin hafði bæði
franskt og ítalskt vegabréf.
Um framkvæmdir sáu þeirThierry
Lang, 34 ára, upprunninn í París og
atvinnuglæpamaður frá 18 ára aldri
og Michel Berry, fertugur, sem setið
hafði í fangelsum fyrir allt frá vopn-
uðum ránum til þess að ganga á grasi
þar sem það var bannað. Hann var
elstur og reyndastur og talinn höfuð
flokksins.
—CanaesJögteglitmftnnimir^j áttu.
Blóðpollur ó bílastæði
Það reyndist rétt. Brátt hafðist
uppi á afgreiðslumanni á hóteli sem
kannaðist við fjórmenningana af
myndum, einkum önnu Maríu sem
var ung, lagleg og virtist feimin.
- Þau leigðu íbúð á L'Ermitage
aðfaramótt 10. ágúst, sagði Petry. -
Þar gerðist fleira sem munað er eftir.
Þegar þau fóru um morguninn fannst
stór pollur af hálfstorknu blóði á
bílastæðinu þar sem bíllinn þeirra
hafði staðið um nóttina. Hann var
hvítur Benz 190. Enginn tók eftir
númerinu og hótelgestimir höfðu
auðvitað ekki skráð sig undir réttum
nöfnum.
- Það skiptir engu með bílnúmer-,
ið, sagði Maussac. - Bíllinn var
eflaust stolinn. Reynum að hafa
uppi á tilkynningu um þjófnaðinn.
- Það var ekki erfitt. Atvinnu-
fiðluleikari hafði tilkynnt að bíl
sínum hefði verið stolið í Monaco 9.
júlí og hann var enn ekki kominn í
leitimar.
- Snjallt hjá þeim að ræna bílnum
löngu áður en þau þurftu á honum
að halda.
- Hvað um blóðið á bílastæðinu?
spurði Petry.
- Það var úr Lang, svaraði Maus-