Tíminn - 10.06.1989, Page 11

Tíminn - 10.06.1989, Page 11
Laugardagur 10. júní 1989 HELGIN 21 ■ 4 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKA sac. - Lík hans var í skottinu. Við finnum ekki bílinn. Hann er eflaust á sjávar- eða vatnsbotni einhvers staðar. Hugsanlega gætum við þó komist að hvar hann vár notaður. Þó ekki reyndist unnt að grafast fyrir um ferðir bílsins frá því hann hvarf í Monaco og þar til hann sást við hótelið í Corbeil-Esonnes, tókst samt að finna tilgang bílþjófnaðar- ins. Síðasti glæpaverknaður fjór- menninganna svo vitað væri, átti sér stað 9. ágúst, nákvæmlega viku eftir að Leclerc skógarvörður sá líkið í fyrra skiptið í skóginum. Vettvangur var kaffihús í verslun- armiðstöð í Chambourcy. Anna Maria kom þar inn með vélbyssu og hélt starfsfólki og gestum í skefjum meðan Lang, Herison og Berry tæmdu peningakassann og höfðu á brott með sér jafnvirði nær hálfrar milljónar IKR. Vildu losna við einn Petta rán gekk ekki alveg snurðu- laust fyrir sig því einn viðskiptavin- anna sem hafði meiri kjark en skyn- semi til að bera, fleygði sér á Lang og hindraði hann um stund. Berry og Herison komu félaga sínum til hjálpar og rotuðu manninn með byssuskefti. Hann mátti teljast hepp- inn að sleppa lifandi. Fjórmenningamir komust undan á stolnum Peugeot 204 sem seinna fannst yfirgefínn tæpum kfiómetra frá kaffihúsinu. Þá þótti Ijóst að fjórmenningamir hefðu þar farið yfir í hvíta Benzinn. Þó ræningjamir hefðu verið með grímur, lýstu vitni atburðarásinni og öllu svo vel að lögreglan var ekki í minnsta vafa um hverjir væm að verki. - Þau hljóta að hafa drepið Lang fljótlega eftir ránið, sagði Maussac. En hvers vegna? Héldu þau að hann ætlaði að kjafta frá eða fannst þeim hann standa sig illa á kaffihúsinu? - Ég hallast að því síðara, sagði Petry. - Cannes-lögreglan talaði við marga sem þekktu Lang vel og öllum ber saman um að hann hefði síst verið líklegur til að leysa frá skjóðunni. Hins vegar hefði hann verið hreinn villimaður á köflum. Ljóst þótti að Lang var hættulegur og óútreiknanlegur, allt öðmvísi manngerð en sú sem gerist lögregl- uuppljóstrari. Lang var lýst sem taugaóstyrkum, uppstökkum og svo vörum um sig að hann svaf að jafnaði með hlaðna vélbyssu í fanginu. Þegar hann drakk sig fullan skemmti hann áheyrendum gjarnan með sögum um rán og ofbeldi af sinni hálfu og hleypti af upp í loftið til að sannfæra þá sem illa trúðu honum. - Það gæti verið ástæða, sagði Maussac. - Bjálfinn talaði svo mikið að hann ógnaði öryggi þeirra. Það má teljast furða að þau losuðu sig ekki fyrr við hann. Nú vantar okkur hin þrjú. Svo sannarlega vom fleiri sem vantaði þremenningana. Ekki reyndist nauðsynlegt að lýsa eftir þeim því lögregla um allt Frakkland var þegar að leita þeirra. Handtekin á Ítalíu Því miður var ekki leitað á réttum stöðum. Herison og Anna Maria vom farin til Ítalíu og Berry var handtekinn í París fyrir ávísanamis- ferli. Hann var í fangelsi en hafði ekki gefið upp rétt nafn. Sökum mikilla anna hafði ekki komið f ljós að fingraför hans vom af eftirlýstum manni. Fyrsta vísbendingin varðaði Mar- tin Herison sem sendur hafði verið í fangabúðir eftir seinustu handtöku, en þar ráðist á starfsmann með hnífi. Skýrsla var gerð og á henni var síðasta vitað heimilisfang Herisons á Ítalíu. Leitað var aðstoðar ítölsku lög- reglunnar sem handtók Önnu Mariu og Herison fljótlega. Þau vom þó ekki framseld til Frakklands, heldur dregin fyrir rétt á Ítalíu. Þegar þar var komið sögu vom sakir þeirra aðeins bílþjófnaður og vopnað rán. Engar sannanir lágu enn fyrir um að félagar Langs hefðu myrt hann. Herison þóttist þó viss um að svo væri því hann féll nær strax saman Michel Berry var sá sem skaut banaskotunum. og játaði þátt sinn að morðinu sem hann sagði næsta lítinn. Lang hafði verið orðinn hinum hættulegur með stöðugu blaðri sínu og hin þrjú vom næsta viss um að einhvem daginn yrði lögreglumaður hreinlega áheyr- andi að lýsingu á glæp þeirra. Þau ræddu málið sín á milli og komust að þeirri niðurstöðu að ekki væri nokkur leið að þagga niður í Lang. Hann yrði bara ofsareiður slíkri uppástungu og vís til að skjóta þau öll á staðnum. Að vísa honum úr hópnum var lítt fýsilegt. Að því slepptu að það hefði sennilega einnig leitt til skothríðar, lék enginn vafi á að Lang héldi áfram einn á glæpabrautinni og þar sem hann var ekki sérlega greindur myndi hann fljótt nást og leysa frá skjóðunni um fyrrum félaga sína. Þess vegna varð niðurstaðan sú að hreinlega yrði að útrýma Lang og ákveðið var að gera það strax eftir ránið á kaffihúsinu. Ránið gekk samkvæmt áætlun að undantekinni tilraun viðskiptavinar til að hindra það og síðan var ekið til norðurs í hvíta Benzinum. Mannleg bensínsprengja Herison sagði ætlunina hafa verið að fara norður á bóginn á móti ferðamannastraumnum. Um leið og ferðamenn tvöfalda fbúatölu við ströndina, tvöfaldar lögreglan líka liðsstyrk sinn þar. Að kvöldi 9. ágúst stönsuðu þau við afleggjara af þjóðveginum skammt frá Lyon. Þar veittu tré og runnar gott skjól. Anna Maria þótt- ist þurfa að ganga afsíðis og hinir gripu tækifærið til hins sama. Lang fór inn milli runnanna em Berry læddist þá aftur að bílnum og þegar Lang kom aftur, tók Berry á móti honum með hans eigin vélbyssu sem hann hafði skilið eftir. Lang sá hvað var að gerast og hrópaði: - Nei, ég er félagi þinn, { sama mund og Berry skaut hann þrisvar. Hann lést þó ekki strax og kvein- aði enn þegar Berry og Herison tróðu honum í bílskottið. Kveinin Martin Herison stundaði vopnuð rán í Frakklandi til að fjármagna tilvonandi fatahreinsun sína á ít- alíu. voru þó löngu þögnuð þegar komið var til Corbeil-Esonnes þar sem þremenningamir borðuðu kvöld- verð og gistu á góðu hóteli. Morguninn eftir þegar út var komið, varð þeim illa við að sjá stóran blóðpoll undir bílnum en enginn annar virtist hafa veitt honum athygli svo þau flýttu sér burtu. Þar sem þau höfðu ekki skráð sig undir réttum nöfnum, óttuðust þau ekki að þekkjast þó einhver sæi blóðið seinna. Þau óku beint á bensínstöð og keyptu tvo tíu lítra brúsa af bensíni. Berry sem var kunnugur á svæðinu ók út í Lisses-skóg þar sem þau tóku líkið úr bílnum. Það var orðið allstíft, en þó tókst þeim að opna munn þess og hella eins miklu bens- íni ofan í líkið og það tók við. Herison kvaðst hafa orðið mest hissa á að það reyndust nær tíu lítrar. Afganginum af bensíninu helltu þau yfir líkið og fleygðu siðan að því bolta úr logandi dagblaði. Mikil sprenging kvað við þegar líkið sprakk í tætlur og bófamir þrír urðu allir ataðir ösku og innyflum fyrmm félaga síns. Þau urðu að skrá sig á annað hótel til að komast í bað. Klíkan leysist upp Þó þremenningamir hefðu ætlað sér að halda hópinn og uppteknum hætti framvegis, tók morðið þannig á þau að þau hittust sjaldnar og sjaldnar og loks ekkert. Berry tók bílinn og Herison vissi ekki hvað var um hann. Herison og Anna Maria flúðu til Ítalíu þar sem þau höfðu í hyggju að stoftia fata- hreinsun fyrir ágóða sinn af ránum. Opinberlega höfðu þau verið „saman“ lengi þó Önnu Mariu hefði ekkert munað um að svala holdleg- um fýsnum hinna tveggja jafnframt. Herison hafði lagt fyrir drjúgan hluta ágóða síns og Önnu Mariu og hugðist lifa góðu lífi þegar hann settist í helgan stein. Anna Maria var hins vegar bara 21 árs og auk þess sem hún hugsaði ekki um efri ár ennþá, taldi hún sig alls ekki glæpamanneskju. Hún var sannfærð um að ranglátt efnahagskerfi kallaði á rán af ýmsu tagi. Hún þóttist ekkert vita um morðið á Lang en hélt langa ræðu um baráttu sína fyrir frelsi og kvaðst nú vera stríðsfangi fasistastjórnar. Hún sagði Herison svikara við málstaðinn, en gat þó ekki skýrt nákvæmlega hver málstaðurinn var. Þegar ósk hennar um að teljast pólitískur fangi var neitað, vom þau Herison ákærð formlega fyrir vopn- uð rán og aðild að morði. Herison kvaðst ekki hafa heyrt neitt frá Berry síðan hann yfirgaf Frakkland og hefði ekki hugmynd um hvar hann væri. Anna Maria kvaðst hins vegar aldrei hafa heyrt Berry þennan nefndan. Það var ekki fyrr en í marsbyrjun að lögreglan í París kom því í verk að bera fingraför Berrys saman við skýrslur og sá þá að hann var eftirlýstur fyrir morð. Þá var hantt afhentur lögreglunni í Corbeil- Esonnes fyrir meiri sakir en ávísana- fals. Óll fangelsuð Þegar honum var sýnd játning Herisons, viðurkenndi hann fljótt að hafa átt þátt í morðinu. Þó neitaði hann að hafa skotið Lang og kenndi Herison um það. Hann væri óður t peninga og hefði drepið Lang til að fá þriðja hluta af ágóða hans. Sérfræðingar lögreglunnar vom ekki í neinum vandræðum með að hrekja þetta. Herison var að vísu glæpahneigður en ekki ofbeldismað- ur í eðli sínu. Nægar sannanir lágu fyrir um að hann kynni varla að halda á byssu, hvað þá skjóta af slíkri. Anna Maria söðlaði skyndilega um og studdi Herison í að það hefði verið Berry sem skaut Lang. Loks fór svo að Berry hætti líka að neita. Þegar þetta er skrifað er áætlað að réttarhöld yfir þremenningunum hefjist með haustinu. Fullvíst má telja að Berry fái lífstfðardóm fyrir morðið og hin eitthvað minna fyrir samsekt, en að auki fá þau öll dóma fyrir vopnuð rán og því næsta víst að ekkert þremenninganna verður á ferli næstu áratugina. HJÓLAGRAFAN SEM SKARAR FRAMÚR BUNADARDEILD ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SlMI 38900 MP Industrial

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.