Tíminn - 16.06.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.06.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 16. júní 1989 Tölvustofan. Fyrirtæki fyrir Macintoshtölvunotendur. Kennsla,þjónusta, forritun: Kunnátta á eitt forrit nýtist í flestum öðrum Guðmundur Karl Guðmundsson og Fróði Björnsson eru eigendur og starfsmenn Tölvustofunnar. Skóli tölvustofunnar er vel búinn tækjum og meðal annars hefur kennari aukaskjá við tölvu sína sem lagður er ofan á venjulegan myndvarpa þannig að skjámyndinni má varpa á sýningartjald. Tímamynd: Pjetur. „Tölvustofan er þjónustu- fyrírtæki sem stofnanir og ein- staklingar sem nota Macin- toshtölvur geta snúið sér til með öll vandamál sem upp kunna að koma. Margir stærstu notendur Macintosh- tölva á landinu hafa gert þjón- ustusamninga við okkur og þeirra á meðal eru ráðuneyti, sveitarfélög, fyrirtæki og ýms- ar opinberar stofnanir. Við þjónum þó langt í frá stórum aðilum eingöngu og einstakl- ingar eru vitanlega velkomnir til okkar,“ sagði Guðmundur Karl Guðmundsson, einn eig- enda Tölvustofunnar að Grensásvegi 5. Guðmundur sagði að í Þjónustu- samningum fælist meðal annars það að Tölvustofan sæi um eftirlit með tölvum og hugbúnaði í þær. Séð væri um að hugbúnaðurinn væri í lagi og að afrita hann eftir þörfum. Þá væri hugbúnaður að- lagaður að þörfum hvers notanda, hann endurbættur og ný forrit búin til. Tölvustofan rekur skóla en í honum getur hver sem er komið á námskeið og lært á helstu forrit fyrir Macintoshtölvur. Skólinn er vel búinn tölvum og tækjum, meðal annars tölvuskjá sem kennari getur varpað af upp á vegg og auðveldar hann mjög námið og kennsluna. Námskeiðin eru haldin reglulega en auk þess eru haldin sérstök námskeið ef, og þegar þess er óskað. Þá er samvinna er milli Tölvustofunnar og Tölvuskólans um kennslu á IBM og IBM sam- hæfðar tölvur annars vegar og Macintosh tölvur hins vegar og sögðu þeir Guðmundur og Fróði Bjömsson að þessi samvinna væri í raun tímanna tákn þar sem múrar milli þessara tveggja gerða einka- tölva væru sem óðast að hrynja. „Við höfum þýtt og staðfært fjölda forrita. Þar má nefna sænskt bókhaldsforrit sem jafnframt var aðlagað íslenskum aðstæðum og bókhaldsiögum. Þá höfum við einnig þýtt umbrotsforritið Page Maker og fleiri forrit. Jafnframt því að þýða forritin höfum við þýtt handbækur og notendaleiðbeining- araar með þeim og tekið þátt í stóru verkefni í samvinnu við Jó- hann Malmquist prófessor í tölvun- arfræðum við Háskólann sem heitir Tölvan - hjálpartæki kennara," sagði Fróði Bjömsson, annar eig- enda Tölvustofunnar. Bóka- og blaðaútgáfa hefur orð- ið mun auðveldari og ódýrari með tilkomu Macintosh og hefur forrit- ið Page Maker verið íslenskað hjá Tölvustofunni eins og áður segir. Fjöldi fólks hefur lært að nota forritið, bæði einstaklingar og stærri fyrirtæki og útgáfur og meðal þeirra sem notið hafa þjónustu og ráðgjafar Tölvustofunnar vegna þessa eru t.d. Hafnfirska frétta- blaðið. Þá eru Blaðaprentsblöðin - Alþýðublaðið' Tíminn og Þjóðvilj- inn - að þreifa fyrir sér með að brjóta blöð sín um í Page Maker- forritinu á Macintoshtölvu. Pá tekur Tölvustofan að sér ýmis konar verkefni fyrir fólk og fyrir- tæki, svo sem að setja upp bæklinga og tímarit, þýða forrit og texta og að tengja tölvur saman í tölvunet og veita ráðgjöf um jaðartæki. Þeir Guðmundur og Fróði sögðu að mun ódýrara væri að nettengja saman tölvur af þessari tegund en aðrar gerðir. Pá væri höfuðkostur tölvanna sá, hversu auðlært væri á þær. Miklu fljótlegra væri að læra á Macintosh en aðrar tölvur. Það þýddi að námskeiðakostnaður yrði aliur annar og lægri, auk þess sem að kunnátta í einu Macintoshforriti nýttist í öðmm. Þeir Guðmundur og Fróði sögðu að full þörf hefði reynst fyrir þjón- ustu Tölvustofunnar enda væri svo komið að um það bil fjórða hver einkatölva í landinu væri Macin- tosh. Verði á þjónustu stofunnar væri haldið eins lágu og tök væm á og væri aðeins tekið fyrir unna tíma en ekki lágmarksútkallstíma eins og víðast tíðkast. -sá Tilkynning frá Póst- og símamálastofnun: Dýrara að hringja út Gjöld fyrir símaþjónustu til útlanda breytast frá og með 16. júní 1989 vegna gengisbreytinga á tímabilinu frá 13. júlí 1988 tii 1. apríl 1989. Flest gjöld hækka um 13- 15%, en önnur standa í stað eða lækka vegna þess að nýir samningar hafa verið gerðir við erlenda símastjórn. Dæmi um gjöld sem lækka eru símtalagjöld til Kanada, en mínútu- gjaldið þangað lækkar úr 90 kr. í 85 kr. og símtöl tii Spánar og Vestur- Þýskalands lækka úr 66 kr. í 65 kr. á mínútu. Símtalagjöld til Banda- ríkjanna standa aftur á móti í stað og mínútugjaldið verður óbreytt 103 kr. Dæmi um hækkanir eru sem hér segir: Símtöl til Danmerkur, Fær- eyja, Noregs og Svíþjóðar hækka um 8% úr 50 kr. á mínútu í 54 kr. og símtöl til Finnlands og Hollands hækka um 7% úr 55 kr. í 59 kr. á mínútu. Mínútugjaldið til Bretlands hækkar úr 57 kr. í 65 kr. eða um 14% og til Frakklands og Luxemborgar um 15% úr 66 kr. í 76 kr. Gjöld fyrir telexþjónustu, sím- skeyti og almenna gagnanetið hækka öll um 14-15%. Gjöld fyrir símaumferð til útlanda eru ákveðin í erlendum gjaldmiðli (SDR eða gullfrönkum) með gagn- kvæmum samningum milli síma- stjórna og eru gjöld sem notendur greiða í samræmi við þá samninga og verða þess vegna að fylgja gengis- breytingum. Astand fjallvega Condition ofmountain tracks ;-ý?Jjr á skyggúum svœftum eru lokaftlr allrl ••sT umlerfi þar tll annaft verftur auglýst " *’ : ///W i mnujQíivuH Tracks in the shaded areas are cJosed^Ji for all traffíc until further notice. SKJÁLFAWi ítí&'.l mm FJALL VEGIR LOKAÐIR Vegir um hálendið eru langflestir ófærir nú vegna sjóþyngsla. Mikill snjór er á hálendinu og ekki búist við að fjaUvegir opni fyrr en liðið er á sumar. Nokkrir vegir eru þó færir og í dag stendur til að opna Lyngdalsheiði. Á kortinu er dökka svæðið aUt lokað vegna ófærðar. GS <Hrr? Kort nr. 3 Geflft út15.júní 1989 Næsja kort vetftur gefl6 út 22. júnf Map no. 3 4 * 4 r published 15th ofJune 1989 Next mop will be published 22nd of Jun&'J&. ^ Vsgsgerö ríkisins si™i Public Roads Adminisirotion Náttúruverndarráö Nature Conservation Cquncil

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.