Tíminn - 16.06.1989, Blaðsíða 9
Föstudagur 16. júní 1989
Tíminn 9
OSLÓ -Tveir norskir þing-
menn hafa lagt til að Chai Ling
sem er einn leiðtoga friðsam-
legra mótmæla kínverskra
stúdenta hljóti friðarverðlaun
Nóbels. Chai Ling skýrði frá
fjöldamorðunum á Torgi hins
heimneska friðar á myndbandi
sem smyglað var frá Kína og
sýnt víða um heim. Chai er
talin hafa fengið hæli í sendi-
ráði Austurríkis, en Austurrík-
ismenn hafa ekki viljað stað-
festa það.
DUBAI - Sprenging varð i
risaolíuflutningaskipi í höfninni
í Dubai. Að minnsta kosti einn
maður lét lífið og fjórtán
slösuðust.
BONN - Mikhaíl Gorbatsjof
forseti Sovétríkjanna sagðist
harma atburðina i Kína og
sagði að umbætur þær er haf n-
ar voru í landinu mættu ekki
fara út um þúfur. Þetta eru
2'rstu ummæli Gorbatsjofs um
standið í Kína eftir að upp úr
sauð, en heimsókn hans til
Kína magnaði mjög mótmæla-
aðgerðir stúdenta þar.
JERUSALEM - Hermenn
og lögregla gerðu skjöl upptæk
og lokuðu skrifstofu Palestínu-
mannsins og heimspekingsins
Sari Nussebeih. Hann var sak-
aður um að hafa hjálpað PLO
við að skipuleggja uppreisn
Palestinumanna á hernumdu
svæðunum.
CANBERRA - Ástralar
hafa veitt kínverskum sendi-
ráðsmanni tímabundið hæli
sem pólitískur flóttamaður.
Bob Hawke forsætisráðherra
Ástraliu skýrði frá þessu.
WASHINGTON - Viðskipta-
halli Bandaríkjanna minnkaði í
aprílmánuði, varð 8,26 millj-
arðir dollara í stað 9,54 í mars.
Þetta er svipaður viðskiptahalli
og hagfræðingar höfðu spáð.
Dollarinn tók stökk upp á við
eftir þessar fréttir.
DUBLIN -Talið er að Char-
les Haughey forsætisráðherra
írlands og ríkisstjórn hans
missi ekki meirihluta á þingi (
þingkosningunum.
ÚTLÖND
Uppgjör kínverskra stjórnvalda við mótmælaaðgerðir námsmanna hefst á
samatímaog einn leiðtogi námsmanna hefur veriðtilnefndur til friðarverðlauna Nóbels:
ÞRÍR ANDÓFSMENN
DÆMDIR TIL DAUÐA
Þrír kínverskir andófs-
menn voru dæmdir til dauða
í Sjanghæ vegna skemmdar-
verka. Þrímenningarnir voru
sakaðir um að hafa ráðist á
og kveikt í járnbrautarlest
sem hafði ekið inni í hóp
mótmælenda í Sjanghæ
ó.júní, er fréttir höfðu þá
borist um blóðbaðið á Torgi
hins himneska friðar. Sex
manns létu Iífíð er lestin ók
inn í mannþröngina og sjö
slösuðust alvarlega.
Þetta er fyrsti dauðadómurinn
sem kveðinn er upp yfir andófs-
mönnum eftir að kínversk stjórnvöld
drekktu mótmælum stúdenta í blóði
með því að senda vopnaða hermenn
til að rýma Torg hins himneska
friðar sem lýðræðishreyfing náms-
manna hafði á valdi sínu. Sjónvarp-
að var þegar dómarinn kvað upp
úrskurð sinn.
Dómarinn sagði að glæpur þre-
menninganna sem allir eru á þrítugs-
aldri hafi verið mjög alvarlegur og
að þá ætti að aflífa sem allra fyrst.
Þeir hafa hins vegar þrjá daga til að
áfrýja dómnum.
Þá skýrðu kínversk stjórnvöld frá
því að tveir hinna sérstaklega eftir-
lýstu leiðtoga námsmanna hafi verið
handteknir. Þá hafa fjórir af þeim
tuttugu og einum sem eftirlýstir eru
lent í klónum á lögreglunni.
Ríkissjónvarpið skýrði frá því að
Xiong Wei, einn hinna eftirlýstu hafi
gefið sig fram við lögreglu og verið í
fylgd móður sinnar. Sjónvarpið
sýndi frá yfirheyrslum yfir honum.
Þá sýndi sjónvarpið einnig frá því
þegar Liu Quiang einn leiðtogi sjálf-
3ilN£S£
Deng Xiaoping hefur atast blóði stúdenta í Kína, eins og þessi skopmynd ber
með sér. Blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar var hins vegar ekki skoplegt,
né sú ákvörðun harðlínumanna að dæma þrjá andófsmenn til dauða.
skipaðra verkalýðssamtaka sem
tóku þátt í mótmælunum, var dreg-
inn handjárnaður út úr lest í Innri-
Mongólíu.
Hundruð ungmenna hafa verið
handtekin víðs vegar um Kína vegna
mótmælanna, en flestir leiðtoga
stúdenta fara nú huldu höfði.
Einn leiðtogi námsmannanna hin
23 ára Chai Ling hefur verið tilnefnd
til friðarverðlauna Nóbels vegna
þátttöku sinnar í friðsamlegum mót-
mælum og baráttu stúdenta og
verkamanna fyrir lýðræði. Chai Ling
náði að smygla myndbandi úr landi
sem sýndi aðför hermanna gegn
námsmönnum. Óstaðfestar fregnir
segja að Chai hafi leitað hælis í
sendiráði Austurríkis í Peking.
Kínversk stjórnvöld hafa haldið
uppi stanslausum áróðri í fjölmiðl-
um þar sem það er staðhæft að
námsmenn hafi ráðist af mikilli
grimmd á hermenn Alþýðuhersins,
og staðhæft er að herinn hafi ekki
skotið einni einustu kúlu að náms-
mönnum.
Gaddafi beitiráhrifumsínum og bregðursér í líki frelsandi engils í Líbanon:
Belgískum gísl sleppt
eftir þrettán mánuði
Gaddafi leiðtogi Líbýu skellti sér
í líki frelsandi engils með því beita
áhrifum sínum í Líbanon á þann veg
að fá Belgann Jan Cools leystan úr
gíslingu í gær. Cools hafði verið í
Kýpurtyrkir bjóða
búlgörskum Tyrkjum
athvarf í Varhosa
Ekkert lát er á straumi fólks af
tyrknesku bergi brotnu frá Búlgar-
íu til Tyrklands og er talið að um
22 þúsund flóttamenn hafi komið
til Tyrklands í kjölfar kynþáttaá-
taka í Búlgaríu, enda hafa Búlgar-
ar þvingað fjölda þeirra til að
yfirgefa Búlgaríu. Tyrkneskiremb-
ættismenn segja að að minnsta
kosti fimmtíu Tyrkir hafi fallið í
kynþáttaróstunum í Búlgaríu
undanfarna fjörutíu daga, en Búlg-
arar segja þrjá hafa fallið.
Flóttamannastraumurinn frá
Búlgaríu hefur ekki einungis skap-
að erfiðleika í Tyrklandi, allt bend-
ir til þess að harðar deilur blossi
upp á Kýpur vegna þessa. Rauf
Denktash leiðtogi Kýpurtyrkja
hefur boðið hinum búlgörsku
Tyrkjum að flytjast um stundarsak-
ir að minnsta kosti til borgarinnar
Varosha sem er á norðurhluta
Kýpur. Borgin var áður byggð
fólki af grísku bergi brotnu, en það
fólk yfirgaf heimili sín árið 1974
þegar tyrkneskar hersveitir gerðu
innrás á Kýpur til að tryggja stöðu
Kýpurtyrkja.
Kýpurtyrkir hafa lýst yfír sjálf-
stæði tyrkneska hluta Kýpur, en
ekkert ríki utan Tyrklands hefur
viðurkennt það. Denktash sagði
að 30 þúsund flóttamenn af tyrk-
nesku bergi gætu komið til borgar-
innar án mikils fyrirvara, en í
borginni bjuggu 40 þúsund Grikkir
fyrir innrásina 1974.
Grikkir á Kýpur urðu mjög reið-
ir vegna þessa boðs Denktash og
sagði Vassos Lyssarides forseti
þingsins á Kýpur, að þetta tilboð
væri út í hött.
Þetta mál gæti komið afturkipp í
þær viðræður sem hafnar eru um
hugsanlega sameiningu Kýpur að
nýju, en Denktash mun hitta
George Vassiliou forseta Kýpur og
Perez de Cuellar aðalritara Sam-
einuðu þjóðanna seinna f þessum
mánuði til að ræða hugsanlega
sameiningu.
Flóttamannastraumurinn hefur
skapað Tyrkjum mikla erfiðleika
og hefur Turgut Ozal forsætisráð-
herra Tyrklands farið fram á fund
með búlgörskum stjómvöldum um
þessi mál.
haldi öfgafullra múslíma í Líbanon í
þrettán mánuði, en Cools starfaði
þar á vegum norsku hjálparsamtak-
anna NORWAC. Talið er að tuttugu
og tveir útlendingar séu enn í gísl-
ingu í Líbanon.
- Ég er mjög glaður. Ég er svolítið
þreyttur sagði hinn 32 ára Belgi eftir
að honum hafði verið sleppt í hafnar-
borginni Sídon í Suður-Líbanon.
Cools var vel á sig kominn og sagði
að mannræningjarnir sem kalla sig
„Hermenn sannleikans" hefðu kom-
ið vel fram við sig þessa þrettán mán-
uði.
Bæði Jan Cools og Robert Urbain
viðskiptaráðherra Belgíu þökkuðu
Gaddafi fyrir hlut hans í gíslalausn-
inni, en Urbain hélt til Líbanon eftir
að hafa rætt við Gaddafi um lausn
Cools. Velta menn nú fyrir sér hvort
Belgar hafi skuldbundið sig til að
aðstoða Lfbýumenn í staðinn, eða
hvort hér sé einungis um jákvætt
uppátæki Gaddafis að ræða.
Þá þökkuðu þeir palestínska
skæmliðaforingjanum Abu Nidal
fyrir sinn hlut í málinu, en Palest-
ínska Fatha byltingaráðið sem Nidal
leiðir hafði milligöngu um lausnina.
Hafa samtökin lýst yfir að þau reyni
nú að fá fleiri gísla leysta úr haldi.
Nikolai Ryzkhof forsætisráðherra Sovétríkjanna:
Leiðtogar komm-
únista þátttak-
endur í kynþátta-
ofsóknum Úzbeka
Leiðtogar í héraðsdeildum komm-
únistaflokksins í Úzbekistan tóku
þátt í kynþáttaofsóknum Úzbeka
gegn Mesketíum, en um það bil
hundrað manns hafa fallið í kyn-
þáttaátökunum í Sovétlýðveldinu
undanfarið. Frá þessu skýrði Nikolai
Ryshkov forsætisráðherra Sovétríkj-
anna á fundi kommúnistaflokksins í
Úzbekistan í gær, en Ryshkov hefur
undanfarna daga dvalið í Úzbekistan
til að koma þar á reglu og hefur
heimsótt flóttamannabúðir Me-
sketa.
- Það hefur komið í ljós að
einstaklingar innan flokkins og emb-
ættismenn ríkisins tóku þátt í of-
sóknunum, hafði Moskvuútvarpið
eftir forsætisráðherranum á fundi í
þorpinu Andizhan í Feranahéraði
þar sem ofsóknirnar voru einna
verstar.
- Ég vil sjá þessa menn svara fyrir
gjörðir sínar gagnvart saklausu fólki.
Ég hef séð margt ljótt um ævina, en
þeir hlutir sem ég komst að í flótta-
mannabúðum Mesketa í gær slá allt
annað út, sagði Ryshkov.