Tíminn - 16.06.1989, Blaðsíða 18
18 Tíminn
Föstudagur 16. júní 1989
ÍÞRÓTTIR llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllflllllllllllllllllllllllllMllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
1x2 1x2 1x2 1x2 1x2
CM
X
Get-raunir!!
X
10
í síðustu viku, 23. leikviku
íslenskra getrauna, voru 5
aðilar með 12 leiki rétta á
seðlinum sínum. Potturinn
var tvöfaldur og taldist
602.893 kr. Þar af fóru
492.087 kr í fyrsta vinning,
þannig að hver hinna 5
heppnu fékk í sinn hlut 98.417
kr. 189 voru með 11 rétta og
aðeins 586 kr. komu í hlut
hvers þeirra.
Leikirnir í síðustu viku
voru allir í 2. umferð íslensku
bikarkeppninnar og úrslit
voru nokkuð samkvæmt bók-
inni, aðeins voru verulega
óvænt úrslit í einum leik.
Þrír af þeim sem fengu 12
rétta voru hópar í hópleik
getrauna, hóparnir TVB16,
SELIR og GISSUR. TVB16
leiðir nú sumarleikinn með
53 stig, næstur kemur S.Þ.
hópurinn og GSB hópurinn,
hvor með 52 stig.
Fram var söluhæst félaga í
síðustu viku með 9,05 %
áheita, KR var í öðru sæti og
Fylkir í því þriðja.
Fjölmiðlaspá var engin fyr-
ir síðustu viku, en nú verður
þráðurinn tekinn upp að
nýju. Staða efstu miðla er nú
þannig að RÚV og Stöð 2
hafa 27 stig, en Tíminn og
DV hafa 26 stig.
Á seðlinum í næstu viku,
þeirri 24. í röðinni, eru leikir
frá 3 löndum. Úr íslensku
deildinni er leikur Fram og
Vals, úr v-þýsku 1. deildinni
eru 9 leikir og loks eru 2 leikir
úr norsku 1. deildinni. Ath.
ber að lokun sölukerfisins er
kl. 13.25 á laugardag.
Góða skemmtun.
Fram-Valur: x
Löngum hefur orðið jafntefli
þegar þessi lið mætast. Vals-
menn eru nú efstir í 1. deild,
en Framarar eru við botninn
og verða að taka sig verulega
á. Stórmeistarajafntefli verð-
ur þó niðurstaðan.
Bayern Múnchen-
Bochum: 1
Bayern hefur þegar tryggt sér
meistaratitilinn og leikur því
ekki undir neinni pressu.
Bochum er neðarlega í deild-
inni og því ekki líklegt til
afreka á Ólympíuleikvangin-
um í Múnchen.
Werder Bremen-Stuttgart:
1
Brimarborgarar eru sterkir á
heimavelli sínum og þeir hafa
betur í baráttunni, en UEFA-
sæti gæti verið í veði.
B.M.GIadbach-H.S.V.: 2
Það er sama uppi á teningun-
um í þessum leik. Evrópusæti
í veði, en Hamborgarar
styrkja stöðu sína með úti-
sigri.
W.Mannheim-Köln: 2
Kölnarbúar tryggja sér
endanlega silfursætið í deild-.
inni með útisigri á Mann-
heim, sem er neðarlega í
deildinni.
B. Dortmund-Karlsruhe: x
Jafntefli verður í þessum leik,
sem ekki skiptir raunverulega
neinu máli varðandi lokaár-
angur.
Hannover-Eintr.
Frankfurt: 2
Útisigur þriðja neðsta liðsins
í deildinni gegn því langneð-
sta.
Stuttgart Kickers-
Núrnberg: 1
Stuttgart Kickers getur enn
bj argað sér frá falli, en verður
til þess að vinna þennan leik.
Núrnberg er einnig í fall-
hættu, en þarf jafntefli til
þess að bjarga sér.
St. Pauli-Uerdingen: x
Bæði liðin eru á hægri siglingu
um miðja deild og gera sig
ánægð með jafntefli í þessum
leik.
B. Leverkusen-
Kaiserslautern: x
Önnur tvö sem sigla lygnan
sjó um miðbik deildarinnar.
Jafntefli verður einnig niður-
staðan í þessum leik.
Kongsvinger-Brann: 1
Lið Kongsvinger er sterkt á
heimavelli í norsku deildinni,
meðan lið þeirra bræðra Teits
og Ólafs Þórðarsona, er slakt
á útivelli. Heimasigur er mjög
líkleg niðurstaða.
Rosenborg-Viking: 1
Heimasigur í Tromsö, þar
sem heimamenn eru mjög
sterkir fyrir. Vikingarnir hafa
enn ekki unnið leik á útivelli
og eru vart líklegir til þess í
þessum leik.
skúli lúðvíks.
FJÖLMIÐLASPÁ
LEIKIR17. OG 18. JÚNÍ ’89 J i 3 p z z 3 > 8 2 cc Í Q S cc < i 1 ! BYLGJAN ZQQIS z < z cc < g SAMTALS
1 X 2
Fram - Valur X X X 1 X X 1 2 2 2 5 2
B. Miinchen - Bochum 1 1 1 1 1 1 1 1 1 9 0 0
W. Bremen - Stuttgart 1 1 1 2 1 2 1 1 1 7 0 2
M. Gladbach - H.S.V. X 1 2 x, L1 1 1 X 1 5 3 1
Mannheim - Köln 2j 2 2 2 ,2 2 2 2 2 0 0 9
B. Dortmund - Karlsruhe 1 1 X 1 h1 1 1 1 X 7 2 0
Hannover - E. Frankfurt X 2 2 1 2 1 2 X 1 2 3 4
St. Kickers - Niirnberg 1 X 1 1 x 2 1 1 1 6 2 1
St. Pauli - Uerdingen X 1 X 2 2 2 X X 2 1 4 4
B. Leverkusen - Kaisersl. 1 1 X 1 1 1 1 1 1 8 1 0
Kongsvinger - Brann 2 1 1 r 2 2 2 X 2 3 1 5
Rosenborg - Viking 1 1 1 1 1 1 1 1 X 8 1 0
Frá 17. júní í Reykjavík.
Sölutjöld á 17. júní leigð á 9000 krónur:
0f dýrt fyrir
íþróttafélögin
„Sölutjöldin á 17. júní eru leið
okkar til að fjármagna starfsemi
okkar, sem við teljum í þágu
borgaryfirvalda, og á sama tíma
leigja borgaryfirvöld okkur að-
stöðuna á 9000 krónur hvert tjald“,
sagði Sigurður Tómasson, formað-
ur handknattlciksdeildar Fram í
samtali við Tímann.
„íþrótta- og tómstundaráð
Reykjavíkur sér um þetta og í
mínum augum er sú starfsemi hálf-
gerð ófreskja og þjónustan sem
íþróttahreyfingin fær frá þessu
apparati er langt frá því að vera
það sem eðlilegt gæti talist", sagði
Sigurður. Hann taldi að með þessu
áframhaldi myndu borgaryfirvöld
missa af tækifæri til að efla íþrótta-
hreyfinguna. Hann sagði að 17.
júní salan færi öll eftir veðurfari,
og þegar veðrið var eins og í fyrra,
grenjandi rok og rigning, þá sæi
fólk, sem leggur í þetta mikla
sjálfboðavinnu, engan árangur erf-
iðis síns og starfsemin kæmi út í
tapi þegar búið væri að gera upp
við borgina.
Gísli Ámi Eggertsson hjá
íþrótta- og tómstundaráði Reykja-
víkur sagði að það væri rétt að
leigan á hvert sölutjald væri 9000
krónur. í því gjaldi fælist afnot af
tjaldinu, það væri sett upp og tekið
niður, hreinsun og viðgerðir,
geymsla og síðast en ekki síst væru
menn í vinnu við þetta. „Þegar allt
er uppgert, hrökkva þessar 9000
krónur engan veginn fyrir kostnaði
sem af þessu hlýst“, sagði Gísli.
Áður fyrr hrófluðu íþróttafélögin
upp skúmm og tjöldum sem varla
þóttu lífga upp á bæinn og þess
vegna var sú ákvörðun tekin að
bjóða þessa þjónustu að sögn
Gísla. „Það er enginn sem skyldar
þá til að leigja þessi tjöld, ef menn
eiga viðunandi tjöld sjálfir, þá
mega þeir setja þau upp algerlega
að kostnaðarlausu“, sagði Gísli.
Um þær óánægjuraddir sem heyrst
höfðu um verð á þessari þjónustu
hjá íþrótta- og tómstundaráði
sagði Gísli að enginn gæti ætlast til
þess að fá útgjaldasama þjónustu
sér að kostnaðarlausu. Hann taldi
9000 krónur ekki mikið fyrir hana
og þá tekjumöguleika sem aðilar
fái.
Sigurður Tómasson hjá Fram
sagði einnig að Framarar hefðu
sótt um til íþrótta- og tómstunda-
ráðs að fá að setja upp stórt
sölutjald á útitaflinu í Lækjargötu,
en því hafi tvisvar verið synjað á
síðustu vikum, án allra raka. „f
mínum augum er unnið markvisst
að því að brjóta niður hina frjálsu
íþróttastarfsemi í Reykjavík, sér-
staklega með því að menn fá ekki
að njóta þeirra hugmynda sem þeir
hafa“, sagði Sigurður.
Gísli Eggertsson hjá íþrótta- og
tómstundaráði sagði að ástæða
synjunarinnar væri einföld, þeir
vildu ekki mismuna félögum,
hvorki um aðstöðu né staðsetningu
tjalda á 17. júní. Hann sagði að
Fram hefði beðið um heimild til
þess að setja upp sérstaklega stórt
tjald á besta stað í bænum, þar sem
þeir ætluðu að vera með blöðru-
sölu. Hann taldi að jafnt ætti yfir
alla að ganga og það væri ekki í
anda þessarar starfsemi að mis-
muna íþróttafélögum, slíkt væri
óréttlátt gagnvart hinum.
-LDH
samnings Málningarverksmiðjunnar Hörpu við KSÍ og samtök 1. deildarliða. Samningurinn er m.a.
í því fólginn að 1. deildin verður nefnd Hörpudeild manna á milli. Talið er að samningurinn gefi félögunum á þriðju
milljón króna. Á myndinni eru frá vinstri, Eggert Magnússon formaður samtaka 1. deildarfélaga, Ellert B. Schram
formaður KSÍ og Magnús Helgason forstjóri Hörpu. Tímamynd: Pjctur.