Tíminn - 16.06.1989, Blaðsíða 3
Föstudagur 16. júní 1989
Tíminn 3
Fyrsti bjórleikurinn á Laugardalsvellinum:
Börn í stórbissnes
við biórdósatínslu
Leikur íslendinga og Austurrfk-
ismanna á miðvikudaginn var fyrsti
stórleikurinn á Laugardalsvellin-
um síðan bjórinn kom. Jóhannes
Óli Garðarsson, framkvæmda-
stjóri Laugardalsvallar sagði að
þeir hefðu ekki tekið eftir neinni
sérstakri drykkju núna fremur en
endranær á stórleikjum, en tók
fram að erfitt væri að átta sig á
magninu því krakkarnir hreinsuðu
upp allar dósir og flöskur eftir að
skilagjaldið var sett á þær. Margir
áhorfendur sem Tíminn ræddi við
höfðu orð á því að þjóðhátíðar-
stemmning hefði ríkt á vellinum,
menn mættu í rigningargallanum
og vínlyktin sveif yfir öllu. Einn
hafði á orði að þrír ungir sveinar
sem voru í stæði við hliðina á
honum, hefðu komið með heilan
kassa af bjór í flöskum og fóru létt
með að klára innihaldið í fyrri
hálfleik. Jóhannes Óli sagði að öll
áfengisdrykkja væri bönnuð á vell-
inum og þar væru stór skilti sem
ítrekuðu þetta, en þrátt fyrir það
væri drykkjan vandamál sem ætti
eftir að taka á. Bjórdrykkja er
bönnuð á íþróttavöllum víðast
hvar í heiminum, en þar sem hún
er leyfð, eins og í Bretlandi, er
bannað að vera með dósir eða
flöskur og bjórinn seldur í plast-
glösum.
Jóhannes sagði að einni brenni-
vínsflösku hafi verið kastað úr
stúkunni niður á stétt, en sem
betur fer varð enginn fyrir henni.
„Þetta er vandamál sem taka verð-
ur á af mikilli hörku. Annaðhvort
verðum við að hafa mjög öfluga
löggæslu eða fjölga starfsmönnum
vallarins á meðan reglu er komið á
þetta," sagði Jóhannes.
Að sögn lögreglunnar í Reykja-
vík var margt fólk í miðbænum
fram eftir kvöldi, en þar var rólegt
að mestu.
10.500 miðar voru seldir inn á
Laugardalsvöilinn, en það var mál
manna að með boðsgestum og
börnum hefðu áhorfendur ekki
verið undir 12.000. -LDH
Kortafyrirtækjunum nær að
auglýsa eigið ágæti að mati
Verðlagsstofnunar:
Óæskilegur
metingur
„Verðlagsstofnun telur, að æski-
legt væri að greiðslukortafyrirtækin
auglýstu gæði og eðli þjónustu sinnar
frekar en að beina spjótum hvort að
öðru,“ segir m.a. í niðurstöðu Verð-
lagsstofnunar vegna kærumáls Visa
íslands á hendur Eurocard, út af
auglýsingum að undanförnu.
Verðlagsstofnun kemst sem sagt
að þeirri niðurstöðu að í auglýsing-
um sínum vegi Eurocard að Visa á
ótilhlýðilegan hátt og ætti að hætta
því. En stofnunin bendir jafnframt á
að Visa ísland hafi áður auglýst á
þann hátt að „aðeins sé lítill stigs-
munur á þeim og auglýsingum Euro-
card“. Munurinn sé fyrst og fremst
sá, að Eurocard hafi þá ekki kært
Visa og því hafi Verðlagsstofnun
ekki fjallað um þær auglýsingar.
-HEI
Samningur staðfestur um loðnustofninn á haf-
svæðinu milli Grænlands, íslands og Jan Mayen:
662 þúsund lestir
í hlut íslendinga
Staðfestur hefur verið samningur milli Grænlands, íslands
og Noregs um loðnustofninn á hafsvæðinu milli Grænlands,
íslands og Jan Mayen. Bráðabirgðakvóti fyrir tímabilið 1. júlí
til 30. nóvember 1989 var ákveðinn 900 þúsund Iestir og var
það í samræmi við tillögur fískifræðinga.
Samkvæmt ákvæðum samningsins
koma 11% í hlut Grænlendinga,
78% í hlut íslendinga og 11% í hlut
Norðmanna. Vegna jöfnunar frá
síðustu loðnuvertíð koma auk þess
40 þúsund lestir í hlut Noregs og
skiptist bráðabirgðakvótinn því
þannig að 99 þúsund lestir koma í
hlut Grænlands, 662 þúsund lestir í
hlut íslands og 139 þúsund tonn í
hlut Noregs. 1 októberlok fer fram
endurmat á stærð loðnustofnsins og
verður ákvörðun um frekari veiðar
teknar að því loknu.
Veiðarnar má hefja 1. júlí 1989 og
er íslenskum loðnuskipum heimilt
að stunda veiðar bæði innan lögsögu
Grænlands og Jan Mayen. Veiði-
skipunum er gert að tilkynna sig
samkvæmt sérstökum reglum meðan
þau eru í lögsögu Grænlands og Jan
Mayen, jafnframt sem þeim er gert
að halda sérstakar afladagbækur
þegar veiðar eru stundaðar í lögsögu
Grænlands, sem grænlensk stjóm-
völd leggja til.
í viðræðunum tilkynnti Island að
ekki yrði fleiri en 25 erlendum
skipum heimilar loðnuveiðar á sama
tíma innan íslenskrar lögsögu, en
það er svipaður fjöldi skipa og
stundað hafa loðnuveiðar undanfar-
in á í janúar og febrúar hér við land
samkvæmt sérstöku samkomulagi
við Noreg.
í upphafi verða ekki ákveðin sér-
stök vemdarsvæði vegna ungloðnu,
en dreifing ungloðnu verður könnuð
frekar í leiðöngmm í júlí og ágúst. •
Sú könnun gæti leitt til þess að svæði
yrðu lokuð eins og gripið hefur verið
til sum árin.
Sjávarútvegsráðuneytið mun inn-
an skamms senda íslenskum loðnu-
skipum tilskilin veiðileyfi þar sem
gerð verður nánari grein fyrir þeim
reglum, sem gilda um veiðarnar.
-ABÓ
w Aöalfundur Hússtjórnarkennarafélags íslands:
Askoranir til ráð-
herra og Alþingis
Á aðalfundi Hússtjórnarkennarafélags íslands sem haldinn
var nýlega í Verkmenntaskólanum á Akureyri, voru nokkrar
ályktanir samþykktar þar sem skorað var á menntamálaráð-
herra og Alþingi að hlutast til um að ýmis atriði er vörðuðu
nám í hússtjórnarfræðum, verði teki til umfjöllunar.
Meðal annars að allir nemendur
gmnnskólans fái heimilisfræði-
kennslu í 1.-9. bekk eins og viðmið-
unarstundaskrá gerir ráð fyrir og að
kennslufulltrúi í heimilisfræði verði
ráðinn á fræðsluskrifstofur landsins,
eins og verið hefur um aðrar náms-
greinar. Einnig að komið verði sem
fyrst á kennslu í matreiðslu og
næringarfræði, umhverfis- og neyt-
endafræði í öllum framhaldsskólum
landsins, bæði í skólakjama og val-
námi og skipulagðar verði fleiri
námsbrautir á framhaldsskólastigi í
tengslum við atvinnulífið.
Hússtjórnarkennarar vilja að mót-
uð verði heildarstefna í hússtjórnar-
skóla og þeim tryggður fjárhagslegur
grundvöllur, og skipulagt verði sem
fyrst og komið á framhaldsnámi fyrir
heimilisfræðikennara svo að þeir
öðlist réttindi á framhaldsskólastigi.
Hússtjómarkennarafélag íslands
fagnaði manneldis- og neyslustefnu
sem samþykkt var á Alþingi nú í vor
og mun leggja sitt af mörkum til að
efla fræðslu um næringar- og holl-
ustuhætti á öllum skólastigum.
-LDH
Heimsókn
konungs
Juan Carlos I, Spánarkonungur,
og Sofía drottning Spánar hafa þegið
boð forseta íslands, frú Vigdísar
Finnbogadóttur, um að koma í opin-
bera heimsókn til íslands dagana
5.-7. júlí næstkomandi.
Sölusamtök lagmetis með samning um framleiðslu á „kosher"
mat sem meðhöndlaður er samkvæmt helgisiðum gyðinga:
Sjö vörufiokkar
með gæðamerkingu
Hjá Sölusamtökum lagmetis er staddur Dr. I. Nathan
Bamberger á vegum Union of Orthodox Jewish Congre-
gations of America. Hann er hér kominn til að líta eftir og
gefa vilyrði fyrir notkun á OU merkingu á framleiðsluvörur
sem seldar eru undir framleiðslumerkinu Iceland Waters.
OU merkið þýðir að varan sé hrein (kosher), þ.e.
meðhöndluð samkvæmt helgisiðum gyðinga.
Gyðingatrúin kveður á um að
farið sé í öllu eftir Biblíunni og
aðeins sá matur sem leyfður er
samkvæmt Biblíunni, er viður-
kenndur. Hér er um að ræða sumar
tegundir af kjöti dýra og fugla, og
fiskur. Dæmi um dýrakjöt sem er
hreint, er nauta-, geita- og lamba-
kjöt, ef þeim er slátrað samkvæmt
helgisiðum gyðinga og dæmi um
fuglakjöt má nefna hænsni og
kalkún. Dr Bamberger sagði að
ekki mætti skjóta dýrin, heldur
yrði þeim að vera slátrað með
fullkomnum hnífi sem væri flug-
beittur og án nokkurra agnúa.
Svínakjöt mega gyðingar ekki
neyta undir neinum kringumstæð-
um.
Þegar kemur að fiski, en Bam-
berger er einmitt staddur hér á
landi vegna þeirrar framleiðslu, þá
eru sumir fiskar hreinir, aðrir ekki.
„Hreinn fiskur er sá fiskur sem
hefur roð, ugga og hreistur," sagði
Bamberger, dæmi um þærtegundir
er þorskur, ýsa, síld, lax og ioðna.
Tegundir eins og grásleppa,
smokkfiskur, styrja og sverðfiskur
eru ekki hreinir.
OU, þar sem U er innan í O, er
tákn þeirra samtaka sem Dr.
Bamberger starfar fyrir og má
finna táknið á þúsundum vöruteg-
unda um allan heim. Þegar táknið
er á umbúðum vörunnar þá er það
merki þess að varan sé hrein og
brýtur ekki í bága við þær kröfur
sem samtökin gera um meðhöndl-
un vörunnar samkvæmt helgisiðum
gyðinga.
Dr. Bamberger hefur komið
hingað tvisvar á ári síðan 1984 til
að skoða framleiðslu verksmiðj-
anna sem framleiða vörur með OU
merkinu á og athuga hvort varan
uppfylli ekki þau skilyrði sem OU
merkið krefst. í dag eru framleidd-
ar sjö vörutegundir undir vöru-
merki Iceland Waters, með merk-
inu á. Þessar vörutegundir eru
murta og loðnuhrogn frá ORA,
loðna og síld í vínsósu frá K.
Jónsson, þorsklifur og léttreykt
síld frá Norðurstjörnunni og reykt
síldarflök frá Egilssíld. Sölusam-
tök lagmetis er hefur heimild til að
selja vörur með merkingunni á og
er því ábyrgðaraðili fyrir því að
varan sé eins og hún á að vera. Á
árinu 1988 voru fluttar út vörur
fyrir 70 milljónir króna með OU
merkingunni.
Loðnuhrognin frá ORA er ný
framleiðsluvara sem fær OU merk-
inguna og sagði Dr. Bamberger að
rabbíi yrði að vera vitni að fram-
leiðslunni til að hún yrði samþykkt
og Iitarefnið sem sett er í og kemur
frá Bandaríkjunum, verður einnig
að hafa merkinguna OU.
Dr. Bamberger sagði að sam-
starfið við íslendingana hefði geng-
ið mjög vel, en reglurnar væru
mjög strangar, þannig að ef í
einhverju væri brugðið út af þeim
samningi sem gerður hefði verið
um innihald vörunnar sem hefur
hlotið viðurkenningu samtakanna,
þá væri samningnum sagt upp.
Eiríkur Valsson skrifstofustjóri
Sölusamtaka lagmetis sagði að þeir
væru ánægðir með að framleiða
vörur með merkingunni á, því í
augum gyðinga og margra annarra
neytenda væri þetta gæðamerki.
-ABÓ