Tíminn - 24.06.1989, Side 2
2 Tíminn
Laugardagur 24. júní 1989
Framkvæmdastjóri Hagvirkis hótar skaðabótamáli og líkir aðgerðum ríkisins við aðgerðir í lögregluríki:
„Skotið fyrst,
spurt á eftir“
„Ég á ekki orð yfir að ríkið skuli vera að reyna að drepa
niður íslenskt framtak í mannvirkjagerð. Við getum ekkert
gert annað en beðið og fylgst með hve ríkisvaldinu er fært að
ganga langt í að níðast á einstaklingum og fyrirtækjum. Ef
við þurfum að búa hér við lögregluríki í stað eðlilegs þjóðlífs
er full ástæða að hugsa sinn gang.
Ég hélt að ríkið væri fyrir þjóðfé-
lagið en ekki öfugt. Við teljum
okkur engan söluskatt skulda og
finnst óeðlilegt að borga eitthvað
sem við skuldum ekki. Ef fyrirtækið
hefur þetta af verður örugglega farið
í skaðabótamál við ríkið,“ sagði
Jóhann G. Bergþórsson fram-
kvæmdastjóri Hagvirkis í samtali
við Tímann.
Skrifstofu fyrirtækisins var í gær
lokað vegna vangoldinna söluskatta
upp á um 153 milljónir. Hafi skuldin
ekki verið greidd á mánudag verður
starfseminni lokað.
Árs velta er um sautján hundruð
milljónir þannig að með hverjum
degi sem liði mætti gera ráð fyrir að
töpuðust rúmlega 4,6 milljónir
króna. Orsök lokananna er aftur-
virkur úrskurður og áætlun ríkis-
skattstjóra frá 1987, um greiðslu á
skatti sem að sögn Jóhanns var
aldrei innheimtur.
Túlkun lögfræðinga og endur-
skoðenda Hagvirkis á söluskatts-
lögunum frá 1960 er sú að vinna
vélamanna og véla við virkjana- og
mannvirkjagerð almennt væri
undanþegin söluskatti. „Þar af leið-
andi lögðum við ekki söluskatt á
þessa þætti vegna framkvæmda á
árunum ’81 til ’85,“ sagði Jóhann í
samtali við Tímann. Fyrirtækið
kærði úrskurðinn og liggur kæran nú
hjá ríkisskattanefnd.
Fyrir einu og hálfu ári var hafin
lögtaksaðgerð á eigum fyrirtækisins
en Hagvirki mótmælti á grundvelli
samskonar greinargerðar sem var
lögð fyrir Hæstarétt. „Þau mótmæli
eru nú í dómsmeðferð bæjarþings
Hafnarfjarðar. „Venjulega hefur
ekki verið gengið hart eftir málum
sem eru í dómsmeðferð, því bjugg-
umst við alls ekki við þessum aðgerð-
um og þykir þær mjög undarlegar og
óeðlilegar,“ sagði Jóhann.
Hann benti sérstaklega á að sér
þættu aðgerðimar undarlegar í ljósi
aðgerða ríkisstjórnarinnar vegna at-
vinnuieysis í landinu. „Á sama tfma
innsigla þeir skrifstofur og stjórn-
höfuðstöðvanna í gær. Starfsemin mun að öUum líkindum lamast fljótlega.
Tímamynd: Pjetur
stöðvar okkar og vega þar með hart
að fyrirtæki sem hefur um þrjú
hundruð manns í vinnu. Okkur
finnst að þetta hljóti að varða við
mannréttindalöggjöfina því menn
eru dæmdir sekir áður en málið fær
eðlilega dómsmeðferð. Það málíkja
þessu við villta vestrið, skotið fyrst
og spurt á eftir um sekt eða sak-
leysi,“ sagði Jóhann.
Hann ræddi við fjármálaráðherra
í gær en Ólafur lýsti því yfir að í
þessu máli yrði viðhöfð full harka og
ekki tekið við neinum tryggingum
eða öðru slíku, engu nema beinhörð-
um peningum. „Þó fyrirtækið sé
sæmilega stöndugt höfum við ekkert
lausafé til að reiða fram í þessu
máli,“ sagði Jóhann.
Iðnaðabankinn er viðskiptabanki
Hagvirkis. „Bankinn lítur lokunina
mjög alvarlegum augum því þama
er deilt um túlkun á lögum en ekki
er um vanskil á söluskatti að ræða.
Þetta eru hálfgerð fantabrögð. Við
hjálpum engum fyrirtækjum sem
eru í vanskilum vegna söluskatts
sem þegar hefur verið innheimtur af
borgurunum. En okkur finnst hrika-
legt þegar er lokað á meðan deilan
er ekki útkljáð," sagði sparisjóðs-
stjóri aðalútibús Iðnaðarbankans í
samtali við Tímann. jkb
Útf lutningur í
miklum ólestri
Nýjung í íslensku menntakerfi:
Járnblendið
leggur til
prófessors-
stöðu við Hl
Útflutningur á gámafiski tii Bret-
Iands er í miklum ólestri og vinnu-
brögð utanríkisráðuneytisins við
úthlutun leyfa til útflutnings á ísflski
eru algjört kák. Þetta kemur fram í
viðtali við Kristján Ragnarsson
framkvæmdastjóra LÍÚ í Fiskifrétt-
um, þar sem hann vitnar í skýrslu
tveggja veiðieftirlitsmanna frá sjáv-
arútvegsráðuneytinu, eftir athugun í
byrjun júní.
Kristján segir í viðtalinu að í
skýrslunni komi fram að ekki sé
hægt að sjá nokkurt samhengi milli
umsókna, leyfisveitinga og sölu á
fiski á mörkuðum. Þá séu vinnu-
brögðin öll hin undarlegustu og ekki
Merki um lokaða vegi ekki virt:
Hálendis-
ferðamenn
sektaðir
Lögreglan á Húsavík hefur síð-
ustu daga þurft að hafa afskipti af
ferðamönnum, sem þrátt fyrir
bann hafa lagt á hálendið. Nokkr-
um Svíum á tveimur Lapplander
bílum var snúið til baka við
Öskju og þýsk stúlka festi bíl sinn
illa í Jökulsárgljúfri og er hann
þar enn. Sekt var ákvörðuð tíu
þúsund krónur á bíl í þessum
tilvikum.
Lögreglan á Húsavík vill beina
þeim tilmælum til hálendisfara að
þeir virði bannmerki þau sem sett
hafa verið upp víðsvegar við
hálendisvegi, sem flestir eru enn
lokaðir sökum snjóa. Vegir eru
mjög viðkvæmir við þau skilyrði
sem nú eru, snjór að fara af þeim
og frost að fara úr jörðu. Geta
bílar því valdið miklum spjöllum
eins og ástandið er nú.
sé hægt að sjá að umsækjendum sé
alvara þegar þeir sendi inn umsókn-
ir. Starfsmenn ráðuneytisins geri sé
enga grein fyrir, á hvaða veiðum
bátarnir séu sem sótt er um leyfi
fyrir. Hann nefnir sem dæmi að
þegar athugunin hafi verið gerð, hafi
bátar sem stundi humar og langlúru-
veiðar en fái hverfandi af þorski eða
ýsu, sótt um leyfi. Þá var einnig sótt
um leyfi til að flytja út heilan gám
fyrir tryllubát og 12 tonn fyrir bát
Stjórn BÍ samþykkti eftirfarandi
ályktun á fundi í gær:
Stjóm Blaðamannafélags íslands
lýsir undrun sinni og furðu á nýfölln-
um dómi Sakadóms Reykjavíkur
yfir Halli Magnússyni blaðamanni.
Blaðamannafélagið áréttar fyrri
samþykkt sína þar sem varað er
alvarlega við þeirri þróun í átt til
ritskoðunar í landinu, að ríkissak-
sóknari höfði opinber sakamál á
Alþýðubandalagið í Reykjavík
mun ekki stofna til hópferðar út á
Reykjanes í dag eins og gert hafði
verið ráð fyrir. Herstöðvaandstæð-
ingar munu aftur á móti halda áfram
leiðöngrum stnum og er áætluð hóp-
sem verið hafði bundinn við bryggju
síðan í byrjun apríl.
í títtnefndu viðtali segir Kristján
það ekkert launungarmál að útgerð-
armenn sem em í gámaútflutningi
segi að braskað sé með leyfi. Þá á
þann hátt að þeir sem fá leyfi en eiga
engan fisk, bjóði útgerðarmönnum
sem ekki hafa fengið leyfi hjá ráðu-
neytinu í það skipti, að nýta sín leyfi
gegn því að borga leyfishafa 2%
umboðslaun. - ABÓ
hendur einstaklingum á grundvelli
108. gr. hegningarlaganna, vegna
umfjöllunar um opinbera embættis-
menn í fjölmiðlum.
Ekki er hægt að líta á hinn harða
dóm Sakadóms á annan hátt en
alvarlega tilraun hins opinbera til að
hefta gagnrýna umfjöllun um opin-
ber málefni og opinbera starfsmenn,
á gmndvelli löngu úreltrar lagagrein-
ar. Slíkir dómar em tilræði við
prentfrelsi og tjáningarrétt.
ferð frá Umferðarmiðstöðinni
klukkan tíu. Að sögn formanns
herstöðvaandstæðinga koma nokkr-
ir alþýðubandalagsmenn til með að
slást í för með þeim. jkb
íslenska járnblendifélagið hf. hef-
ur boðið Háskóla íslands að kosta
nýja stöðu prófessors í eðlisfræði
þéttefnis. Prófessornum er ætlað að
stunda frjálsar grundvallarrann-
sóknir á sínu sviði en verði jafnframt
ráðgjafi íslenska járnblendifélagsins
við rannsóknir og þróun fyrirtækis-
ins. Prófessorsstaða með þessu sniði
er nýmæli hérlendis en tíðkast víða
erlendis. Gert er ráð fyrir að staðan
verði í upphafi til tveggja ára og
verði þá samið um endurnýjun.
Framlag Járnblendifélagsins felur í
sér laun prófessorsins og ákveðna
upphæð sem ætlað er til greiðslu
kostnaðar við rannsóknir ofl.
Eftir ítarlega umfjöllun innan
Háskólans hefur Háskólaráð ákveð-
ið einróma að bjóða dr. Þorsteini I.
Sigfússyni eðlisfræðingi að taka að
sér stöðuna á fyrsta tímabili hennar.
Þorsteinn I. Sigfússon er fæddur
1954. Að loknu stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð og
námi í eðlisfræði við Háskólann í.
Kaupmannahöfn hélt hann til Cam-
bridge þar sem hann lauk doktors-
prófi frá Cavendish Laboratory
1983. Þorsteinn er kvæntur Berg-
þóru K. Ketilsdóttur kerfisfræðingi
og eiga þau tvö börn. Þorsteinn
hefur hlotið fjölda viðurkenninga
fyrir rannsóknastörf sín. Hann hefur
beitt sér sérstaklega fyrir auknu
samstarfi Háskólans og atvinnulífs-
ins hér á landi.
Þorsteinn hefur undanfarin fimm
ár byggt upp aðstöðu til rannsókna í
eðlisfræði þéttefnis við Raunvísinda-
stofnun. Hann hefur m.a. unnið að
rannsóknaverkefnum á eðlisfræði
kísiljárnkerfisins en niðurstöður
þeirra rannsókna hafa verið nýttar
með góðum árangri í rekstri verk-
smiðjunnar á Grundartanga.
Þorsteinn I. Sigfússon.
Utför dr.
Jakobs á
mánudag
Útför dr. Jakobs Jónssonar
verður á mánudag. Athöfnin
hefst klukkan 13:30 í Hallgríms-
kirkju.
Stjórn Blaðamannafélagsins um dóm yfir Halli Magnússyni blaðamanni:
Tilræði við
prentfrelsi
Alþýðubandalag-
ið situr heima