Tíminn - 24.06.1989, Side 10

Tíminn - 24.06.1989, Side 10
10 Tíminn Laugardagur 24. júni 1989 FRÉTTAYFIRLIT PEKING - Forystumenn kínverska kommúnistaflokks- ins fyrirskipuðu skilyrðislaust afturhvarf til bókstafstrúar kommúnismans. í undirbún- ingi virðist vera fundur hinna hæst settu í kommúnista- flokknum til þess að sparka endanlega og opinberlega um- bótasinnanum Zhao Ziyand leiðtoga Kommúnistaflokksins. Harðlínumennirnir f forysti kommúnistaflokksins höfðu betur [ baráttunni við umbóta- sinnana og tóku Zhao úr um- ferð og skipuðu sfðan skrið- drekum á varnarlausa andófs- menn á Torgi hins himneska friðar. LUANA -Jose Eduardo dos Santos forseti Angóla sagði að vopnahléssamkomulag hefði náðst milli marxistastjórnarinn- ar og skæruliðasveita UNITA hreyfingarinnar. Það væri fyrsta skrefið í átt til varanlegs friðar í Angóla. MOSKVA - Hundruð sov- éskra múslíma söfnuðust sam- an í moskunni í höfuðborg Azerbaijan til að hylla Ali Akbh- ar Hasemi Rafsanjani forseta íranska þingsins og líklega næsta forseta Irans, en Rafs- anjani bað bænirnar sínar f moskunni. Rafsanjani er á heimleið úr árangursríkri heim- sókn til Sovétríkjanna þar sem meðal annars var samið um aukin samskipti múslíma f Sovétríkjunu og írana, auk hernaðarsamvinnu. MOSKVA - Hópar vopn- aðra ungmenna hafa reynt að ráðast á verksmiðjur í Kas- akhstan til að stöðva þar fram- leiðslu, auk þess sem þeir hvetja til verkfalls. Fjórir menn hafa fallið í kynþáttaátökum í Kasakhstan að undanförnu. LONDON - Breska lögregl- an hefur handtekið þrjá mót- mælendur sem skvettu hvítri málningu á F.W. de Klerk sem að líkindum verður næsti fon- seti Suður-Afríku. Hann er nú í heimsókn í Bretlandi og mun ræða við Margaret Thatcher forsætisráðherra Breta. BANGKOK - Tvö þúsund ungmenni hópuðust í mót- mælagöngu í miöborg Ran- goon eftir að herstjórnin í Burma fordæmdu óvænt Aung San Suu Kyi leiðtoga stjórnar- andstöðunnar. ÚTLÖND Barátta Palestínumanna á hernumdu svæðunum komin á nýtt stig: Bandarískum manni rænt á Gazasvæðinu Óþekktir Palestínumenn rændu bandarískum starfsmanni hjálpar- stofnunar á hinu hernumda Gaza- svæði í gær og kröfðust þess að Palestínumenn sem ísraelar halda föngnum verði sleppt úr haldi. Tólf klukkustundum síðar var manninum sleppt lausum og heilum á húfi. Frelsissamtök Palestínu höfðu for- dæmt mannránið og sagt að það væri vatn á myllu fsraela í áróðursstríðinu gegn Palestínumönnuni. Bandaríkjamaðurinn Chris George að nafni er framkvæmda- stjóri hjálparsamtakanna „Bjargið börnunum“, en þau samtök hafa staðið í hjálparstarfi á meðal Palest- ínumanna á hernumdu svæðunum á Vesturbakkanum og í Gaza. Honum var rænt af skrifstofu sinni í Gaza um miðjan dag í gær. Fáeinum klukkustundum síðar barst skrifstofu Rauða krossins í Gaza bréf sem undirritað var af George þar sem ræningjar hans krefjast þess að öllum Palestínum- önnum sem handteknir hafa verið vegna uppreisnar Palestínumanna á hernumdu svæðunum verði sleppt. Fyrr yrði George ekki sleppt. Annað kom þó á daginn. í yfirlýsingu sem ísraelski herinn gaf út vegna mannránsins sagði að menn tengdir PLO, Frelsissamtök- um Palestínu, stæðu að ráninu og að öryggissveitir hersins störfuðu í ná- inni samvinnu við bandarísk yfirvöld við það að rekja slóð mannræningj- anna. ísraelskir hermenn settu upp farartálma og leituðu dyrum og dyngjum að mannræningjunum og George þar til honum var sleppt. Talsmaður bandaríska sendiráðs- ins í ísrael sagði að George hafi haldið beint til fjölskyldu sinnar, en hann býr í palestínska bænum Ram- allah á Vesturbakkanum, rétt norð- an Jerúsalem. Talið er að liðsmenn Hamas sam- Palestínumenn sem berjast gegn fsraelum á hernumdu svæðunum hafa nú hafíð mannrán til að ná fram kröfum sínum. Bandarískum hjálparstofnunarmanni var rænt í gær, en síðan sleppt og er það vonandi að mannrán verði ekki fastur liður í uppreisninni í Palestínu eins og verið hefur í Líbanon um langt skeið. takanna hafi staðið að baki mannráninu, en ekki liðsmenn PLO enda kæmi mannrán sér illa fyrir þá. Hamas eru skæruliðasamtök sem byggja á bókstaf íslams og hafa þau keppt við PLO um hylli Palestínu- manna á hernumdu svæðunum. Er talið að Hamas standi að baki ránum á tveimur t'sraelskum hermönnum á Gazasvæðinu. Um þrjúhundruð meðlimir Ham- as voru handteknir í sérstakri aðför ísraela á hernumdu svæðunum í síðasta mánuði og er talið að með mannráninu hafi ætlunin verið að fá þá frjálsa. Óttast er að mannrán þetta gæti verið upphafið að gíslatökum á her- numdu svæðunum svipuðum þeim sem tíðkast hafa í Líbanon. Spennan milli Palestínumanna og gyðinga fer sífellt vaxandi. ísraelsk- ur sagnfræðingur var stunginn til bana á fimmtudaginn og er talið að þj óðernissinnaðir Palestínuarabar hafi framið verknaðinn. Er hann annar gyðingurinn sem stunginn er til bana af Palestínuaröbum á einni viku og virðast gyðingar nú í auknum mæli fara að gjalda átakanna á hernumdu svæðunum með lífi sínu. Þá upplýsti lögreglan í Tel Aviv að upp hefði komist um öfgasamtök gyðinga sem skipulagt höfðu árásir á Palestínumenn í kjölfar þess að lögreglan handók gyðing sem gerði skotárás á Palestínumenn á her- numdu svæðunum á fimmtudag. Ráðstefna um öryggi og samvinnu í Evrópu: Stjórnarmyndunar- viðræður ganga lítt á Grikklandi Konstantín Mitsotakis leiðtoga hægri manna á Grikklandi mistókst að mynda samsteypustjóm á Grikklandi og hefur Papandreou forsætisráðherra nú fengið umboð- ið, en hann og sósíalistaflokkur hans biðu nokkuð afhroð í kosn- ingum sem fram fóm í Grikklandi á sunnudaginn. Þá missti fyrrver- andi ríkisstjórn meirihluta sinn. Papandreou fær nú þrjá daga til að mynda starfhæfa meirihluta- stjórn á Grikklandi. Ef honum tekst það ekki mun Harilaos Flor- akis leiðtogi bandalags kommún- ista fá umboðið til þriggja daga. Litlar líkur eru talda á að Pap- andreou nái að mynda stjórn. Hann er nú á sjúkrahúsi með öndunartruflanir og slæmt kvef og ekki er langt um liðið frá því hann gekkst undir hjartaaðgerð. Það var Nýi lýðræðisflokkurinn með Mitsotakis sem hlaut flest atkvæðin í kosningunum á sunn- udaginn. Hann hlaut 145 þingsæti á meðan sósíalistabandalag Pap- andreous hlaut aðeins 125. Nýtt kosningabandalag kommúnista hlaut 28 sæti á þinginu og er í lykilaðstöðu og má telja nokkuð Papandreou beið afliroð í kosning- unum á Grikklandi á sunnudaginn. víst að kommúnistar hljóti ráðherr- aembætti í fyrsta sinni frá því í þjóðstjórn sem starfaði stuttan tíma árið 1944 eftir að Þjóðverjar höfðu verið hraktir frá Grikklandi. Reyndar var kommúnistaflokkur- inn bannaður á Grikklandi á árun- um 1945 til 1974, svo ekki hafa tækifærin verið mörg. Kommúnistar segjast vilja þjóð- stjórn á Grikklandi þar sem allir flokkarnir þrír skipti með sér ráðu- neytum. Því slitnaðu upp úr stjórn- armyndunarviðræðum Nýja lýð- ræðisflokksins og kommúnista, auk þess sem skoöanaágreiningur er gífurlegur, enda heill sósíalista- flokkur á milli. Sovétmenn gagnrýna rúmenskan gaddavír Sovétmenn tóku í gær undir gagn- rýni flestra ríkja Vesturlanda á að- gerðir Rúmena sem nú eru að byggja rammgerðar gaddavírsgirðingar á landamærum Rúmeníu og Ung- verjalands. Gagnrýni Sovétmanna kom fram á ráðstefnu um mannréttindamál sem nú er haldin í París. Svar Teodors Melescanu formanns sendi- nefndar Rúmeníu á ráðstefnunni var skýrt. Hann sagði gagnrýnina staðlausa og sagði sendinefndum hinna 35 ríkja sem sækja ráðstefn- una að hugsa um eigin mál og vera ekki að skipta sér af framferði Rúm- ena. - Ég vil nota þetta tækifæri og vísa á bug þeim algerlega staðlausu ásök- unum sem snerta efnahag, félagslegt og stjórnmálalegt ástand í landi mínu, sagði Teodor á lokafundi Ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu. Rúmenar hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir mannréttindabrot, en miklar ofsóknir hafa verið á hendur Ungverjum í Rúmeníu, auk þess sem þúsundir manna hafa verið flæmdar frá þorpum sínum sem síðar hafa verið jöfnuð við jörðu. Önnur aftaka í Nevada Önnur aftakan á einni viku fór fram í ríkisfangelsinu í Nevada í gær. Hinn 28 ára gamli Sean Flana- gan var svæfður svefninum langa með sérstakri eitursprautu, en sá háttur er hafður á þegar rnenn eru teknir af lífi í Nevada. Flanagan sem seldi karlmönnum lfkama sinn var dæmdur til dauða fyrir að hafa kyrkt tvo viðskiptavini sína, enda hataði Flanagan homma þó að hann seldi þeim líkama sinn sér til framfæris. Sálfræðingur sem stundað hefur Flanagan, sem er fyrrverandi sjóliði, sagði að Flannagan hafi verið mór- alskur og rómantískur menningar- snauður ruddi í anda Rambó. Flanagan limaði í sundur annað fórnarlamb sitt sem hann myrti í fyrra. Flanagan bað um dauðadóm á sínum tíma, þar sem hann óttaðist að hann myndi myrða aftur. Hann skírðist aftur til kristinnar trúar í fangelsinu. Eftir það sagðist hann sjá eftir morðunum sem framin voru í október á síðasta ári og fór fram á að dauðadómnum yrði breytt í ævi- langt fangelsi. En Flanagan skipti um skoðun og taldi dauða sinn Guðs vilja.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.