Tíminn - 24.06.1989, Qupperneq 12

Tíminn - 24.06.1989, Qupperneq 12
24 Tíminn Laugardagur 24. júní 1989 lllllllllllllll. MINNING llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Margrét Ólöf Sigurðardóttir Miöfelli rbvnnðð i nnr Vorhappdrætti Framsóknarflokksins Dregiö var í Vorhappdrætti Framsóknarflokksins 9. júni. Vinnings- númer eru sem hér segir: 1. vinningur númer 17477 2. vinningur númer 36272 3. vinningur númer 33471 4. vinningur númer 37116 5. vinningur númer 38156 6. vinningur númer 27174 7. vinningur númer 8313 Vinningsmiðum skal framvísa á skrifstofu Framsóknarflokksins í Nóatúni 21, Reykjavík. Ógreiddir miðar eru ógildir. Vinninga skal vitja innan árs frá útdrætti. Allar frekari upplýsingar í sima 91-24480. Framsóknarflokkurinn Landsþing L.F.K. á Hvanneyri 8.-10. september 1989. 4. landsþing L.F.K. verður haldið að Hvanneyri dagana 8.-10. september n.k. Dagskrá þingsins verður tilkynnt síðar. Framsóknarkonur eru hvattar til að fjölmenna eins og á undanfarin þing. Stjórn L.F.K. Sumartími: Skrifstofa Framsóknarflokksins, að Nóatúni 21 í Reykjavík, verðurfrá og með 1. júní n.k. opin alla virka daga frá kl. 8.00-16.00. Framsóknarflokkurinn. Illlllllllllllllllllllll BÓKMENNTIR ^ Ástaljóð Gunnar Hersveinn: Tré í húsi, Ijóð, útg. höf. 1989. „Hjarta þitt/ er segull/ og nálin í brjósti mínu vísar á þig.“ Þannig hljóðar ljóðið Segulnál, hið fyrsta af tuttugu og fjórum í þessari nýju ljóðabók. Þótt stutt sé fer víst ekki á milli mála að hér er talsvert frumleg ástarjátning á ferðinni. Og fleira svipaðrar ættar er að finna þarna. Gunnar Hersveinn gaf út Ijóða- bókina Gægjugat fyrir tveimur árum og hefur auk þess birt talsvert af Ijóðum í tímaritum. í fyrri bók hans var yrkisefnavalið töluvert fjöl- breytt. Hér, aftur á móti, fer ekki á milli mála að ástin, ásamt öðrum samskiptum karls og konu, er það yrkisefni sem mest ber á. Sem dæmi má nefna Ijóðið Kossagangur: Við göngum fram af hengiflugi... og á leiðinni niður þverhnípið gríp ég um ljóst hárið og dreg hana í faðm minn mjúkar varir leika um andlit mitt - hvísla: ég elska þig og jörðin kitlar okkur með kossum sfnum. Þetta er vel dregin mynd af ástarleik, og þær eru fleiri í bókinni. Um ljóðin í heild er það að öðru leyti að segja að þau eru flest stutt og reyndar tæplega nógu mörg eða viðamikil til þess að rétt sé eða mögulegt að nota þau til að leggja nokkurn heildardóm á getu höfund- ar. Svo er að sjá að höfundur hafi sett sér það mark að yrkja hér stutt og hnitmiðað, og er það vissulega tak- Gunnar Hersveinn. mark sem skilað getur góðum ár- angri. Myndagerð hans má líka víða teljast vel hnitmiðuð, en á öðrum stöðum bregst honum bogalistin. Þar má nefna sem dæmi ljóðið Snjór: Gýt augum gegnum gluggarúðu sé snjókom falla til jarðar falla í garðinn minn á trén og opin blómin lokast. Hér er aftur á móti ekkert á ferðinni annað en einföld mynd af þeim hversdagslega viðburði er fyrstu snjókornin falla að hausti, án allra skírskotana eða þeirra stílbragða annarra sem fá menn til að staldra við ljóð og lesa þau aftur. Þótt hér sé margt í bókinni sem ber vott um glöggskyggni á myndasmíð þá þurfa skáld eiginlega að setja markið hærra en gert er í þessu ljóði. -esig Fædd 15. nóvember 1906 Dáin 16. júní 1989 Hún Margrét í Miðfelli, föðursyst- ir mín, er látin á áttugasta og þriðja aldursári. Þar er gengin mæt kona og mikilhæf, sem mig langar að minnast. Foreldrar Margrétar voru hjónin Kristjana Bjarnadóttir og Sigurður Sigmundsson, sem lengi bjuggu í Miklholti í Hraunhreppi í Mýrasýslu og þar ólst Margrét upp í hópi sex systkina, sem upp komust. Ails eignuðust þau Kristjana og Sigurður 11 börn, en fimm dóu í bernsku, eins og algengt var á þeim árum. Þau sem upp komust voru Sigmundur, bóndi í Syðra-Lang- holti, Steinunn Friðborg, húsfrevja í Auðsholti og víðar, Margrét Olöf, sem hér er minnst, Laufey, húsfreyj a í Syðra-Langholti, Bjarni, bifrstj. í Reykjavík og Asta, húsfreyja í Kópavogi. Af þessum systkinum eru tvö þau yngstu á lífi, Bjarni og Ásta. Margrét giftist árið 1927 Gunn- laugi Magnússyni frá Hallkelsstaða- hlíð í Kolbeinsstaðahreppi og þar bjuggu þau til ársins 1935, er þau fluttu að Miðfelli í Hrunamanna- hreppi. í Hlíð fæddust þeim hjónum fimm synir, sem allir lifa og búa hér í Hrunamannahreppi. Þeir eru Skúli, bóndi í Miðfelli, kvæntur Arndísi Sigurðardóttur. Þau eiga 7 börn. Kristján Sigurður, bóndi í Miðfelli, ókvæntur. Magnús, bóndi í Miðfelli, kvæntur Elínu Stefánsdóttur. Þau eiga 7 börn. Karl, garðyrkjubóndi á Varmalæk, Flúðum, kvæntur Guðrúnu Sveinsdóttur. Þau eiga 5 börn. Yngstur er Emil, garðyrkju- bóndi á Laugarlandi, Flúðum, var kvæntur Guðrúnu Magnúsdóttur, en hún lést 1982. Þau eignuðust 4 börn. Sambýliskona Emiís er Elín Hanni- baldsdóttir. Gunnlaugur lést um aldur fram árið 1955, en Margrét hélt áfram heimili með Sigurði syni sínum, þar til hún þurfti að fara á sjúkrahús á s.l. ári, þar sem hún lést 16. júní s.l. Afkomendur þeirra Gunnlaugs og Margrétar eru orðnir margir og minnast þeir nú og sakna móður, ömmu og langömmu, sem jafnan lét Vigfús var úr sveitinni hennar mömmu og mér fannst hann alltaf bera sterk einkenni þjóðarinnar við Bolafljót. Gestrisinn, hugaður, bjartsýnn og eðallundaður. Kom nákvæmlega til dyranna eins og hann var klæddur. í huga margra var Vigfús Eyrarbakki. Þangað var hon- um komið í fóstur á fyrsta ári upp úr aldamótunum og staðnum vann hann allt sitt líf. Hann var í hrepps- nefnd Eyrarbakka í nær fjörutíu ár, oddviti og sýslunefndarmaður. For- maður skólanefndarinnar, einn af stofnendum ungmennafélagsins og æðstitemplar stúkunnar. Félagi í verkalýðsfélaginu frá unga aldri og formaður Alþýðuflokksfélagsins. Stofnaði trésmiðju Eyrarbakka og rak hana lengi, stofnaði lfka frysti- húsið og rak í áratugi, ásamt fiski- mjölsverksmiðju og útgerðarfélagi. Vann á hreppsskrifstofunni í áratugi sem framkvæmdastjóri og var einnig framkvæmdastjóri fyrir rafveitu og sjúkrasamlag staðarins. Vigfús hélt heimili með fóstursyst- ur sinni Vigfúsínu Bjarnadóttur og þangað var yndislegt að koma og sér mjög annt um fjölskyldu sína og ættmenni. Margrét í Miðfelli var vinsæl kona og vinmörg og kunn af gestrisni og skörungsskap í hvívetna. Hún var bjartsýn að eðlisfari og lagði hverju góðu máli lið. Af ferðalögum hafði hún yndi og var dugnaði hennar og kjarki í þeim efnum við brugðið eftir að heilsan tók að bila á efri árum. Hannyrðakona var hún mikil og liggja mörg verk eftir hana á því sviði. Ég minnist ótal ánægjulegra stunda á heimilinu í Miðfelli, en milli bæjanna var mikill samgangur og frændsemi góð. Gunnlaugur heit- inn var jafnan hrókur alls fagnaðar og húsmóðirin lét ekki sitt eftir liggja. Þar ríkti engin lognmolla. Það var stundum þröngt í gömlu baðstofunni í Miðfelli en þar sem hjartarými er nóg finnur enginn fyrir slíku. Bræðurnir frá Miðfelli eru kraftmiklir dugnaðarmenn og kunn- ir íþróttamenn hér á árum áður. Ég vil fyrir mína hönd og minnar fjölskyldu votta minningu Margrétar í Miðfelli virðingu og þökk. Hennar skerfur til samfélagsins er mikil og minningin mun lifa um góða konu og mikilhæfa. Jóhannes Sigmundsson ræða málin, skoða fallegu myndirnar á veggjunum og alltaf var heitt á könnunni og meðlætið veisluborð. Snemma fann ég, að af öllum hugð- Okkur systkinin langar með fáum orðum að minnast ömmu okkar, Margrétar í Miðfelli. Við eldri systkinin ólumst upp undir sama þaki og amma bjó, en fluttumst í næsta hús árið 1964, svo amma var alltaf nálægt, og oft var skroppið til hennar til að spjalla eða eitthvert okkar fékk að gista hjá henni. Ömmu féll sjaldan verk úr hendi, en gaf sér alltaf tíma fyrir okkur krakkana, prjónaði eða sat við aðrar hannyrðir og spjallaði við okkur um alla heima og geima. Okkur er minnisstætt þegar amma bakaði kleinur. Þá leið ekki á löngu að allur krakkaskarinn rann á lyktina og beið fyrir utan eldhúsgluggann eftir glóðvolgum kleinum frá henni. Amma fylgdist alltaf vel með og vildi vita allt um hvemig gengi með nám og störf eða annað sem við aðhöfðumst. Og þegar við sum vorum farin að heiman, var hún dugleg að skrifa og endaði alltaf bréfin sín á að biðja Guð um að halda hendi sinni yfir okkur, hvar sem við værum í heiminum. Við erum 23 barnabörnin og bamabarnabörnin ennþá fleiri, og alltaf um hver jól var pakki frá ömmu handa hverjum og einum. Mikið hafði hún búið til sjálf og verið að prjóna,sauma eða föndra þetta allt árið um kring, og ekki vantaði hugmyndaflugið hjá henni. Amma var alltaf sannfærð um að þegar hún kveddi þetta líf, tæki við annað og betra og minntist hún oft á að þá myndi hún hitta afa okkar, Gunnlaug,aftur, og var ekki laust við að hún yrði sposk á svipinn og sagðist ennþá vera svolítið rómant- ísk. Það er ekki laust við að það sé tómlegt eftir að amma kvaddi. Við systkinin minnumst með hlýju og söknuði allra þeirra góðu stunda sem við áttum með henni. Með þessum fáu orðum fylgir þakklæti fyrir allar þessar góðu stundir. Blessuð sé minning hennar. Systkinin Miðfelli 4 arefnum hans, brann brúin þó heit- ast á honum. í áratugi vorum við búnir að ræða Óseyrarbrúna yfir ölfusá, skrifa um hana og sjá f hugljóma þá breytingu fyrir Árborg- arsvæðið, Eyrarbakka og Stokks- eyri, sem þetta glæsta mannvirki myndi hafa. Og svo kom brúin. Það var stolt stund fyrir aldinn höfðingja að ganga eftir brúnni langþráðu. Nú gátu dugnaðarforkarnir og sjó- mannshetjumar á Eyrarbakka aftur fundið sér maklegan starfsvettvang. Örlög mannanna eru misjöfn. Sumir hljóta sína eldskírn í árdaga. Fátækt, umkomuleysi og örbirgð, börnum komið í fóstur. En göfgin býr líka hjá vandalausum, hún býr meðal allra manna. Þeir sem skilja þetta og skynja, verða jafnaðar- menn. Kærleikur og ást þessarar mestu mannúðarstefnu veraldarinn- ar lýsir þeim sem kyndill að alveldis- sál hugsjónarinnar. Vigfúsínu og öllum aðstandend- um votta ég mína dýpstu samúð. Nú gengur hann Vigfús minn á Eyrar- bakka brúna sína á enda í náðarfaðm þess, sem öllu lífi ræður. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Vigfús Jónsson F.v. oddviti Eyrarbakka

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.