Tíminn - 24.06.1989, Síða 13

Tíminn - 24.06.1989, Síða 13
Laugardagur 24. júní 1989 Tíminn 25 lllllllM MINNING llllllllllllM Þorbergur Þorsteinsson Fæddur 2. október 1908 Dáinn 20. maí 1989 Mig langar til að minnast með nokkrum orðum vinar míns Þor- bergs Þorsteinssonar, sem andaðist á Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðár- króki 20. maí 1989. Hann fæddist á ísafirði 2. okt. 1908, sonur Þorsteins Magnússonar frá Gilhaga á Fremri- byggð, sem var bóndi allvíða í Skagafirði, og Sigríðar Benedikts- dóttur frá Syðra-Skörðugili á Lang- holti, sem áður var gift Pétri Péturs- syni bónda á Grímsstöðum í Svart- árdal, en síðar Hannesi Kristjáns- syni bónda í Hvammholti í Tungu- sveit. Stóðu að Þorbergi traustar og greindar bændaættir í Skagafjarðar- sýslu, með nokkru húnvetnsku og eyfirsku ívafi. í föðurætt var hann náskyldur Sfmoni Bjarnasyni Dala- skáldi, en einn forfeðra hans í móð- urætt var Gísli Konráðsson sagnarit- ari og hreppstjóri Seylhreppinga. Þorbergur ólst upp hjá móður sinni og stjúpa og fermdist frá þeim með ágætum vitnisburði árið 1923. Var hann hjá þeim í Hvammkoti til 1929, en síðan um skeið vinnumaður hjá prestshjónunum Tryggva Kvar- an og Önnu Grímsdóttur á Mælifelli á Fremribyggð. Hinn 30. maí 1936 gekk hann að eiga fósturdóttur prestshjónanna, Guðríði Helgu Hjálmarsdóttur, sem fæddist á Grímsstöðum í Svartárdal 30. jan. 1912 og enn er á lífi á Sauðárkróki. Eignuðust þau Þorbergur og Guð- ríður fjögur böm, sem til aldurs komust, og eru þau öll uppkomin og eiga afkomendur. Þorbergur var bóndi á Mælifelli á Fremribyggð 1936-38, í Hvamms- koti í Tungusveit 1938-39, á Steins- stöðum í Tungusveit 1939-40, á Brenniborg á Neðribyggð 1940-45 og á Sauðá í Borgarsveit 1945-56, að hann brá búi, og var kenndur við þá jörð æ síðan. Þorbergur sleit sam- vistum við konu sína árið 1956 og var eftir það verkamaður á ýmsum stöðum, til sjávar og sveita. Fyrst lá leiðin til Keflavíkur, þar sem hann vann eigi allskamma hríð hjá Kefla- víkurbæ. Eignaðist hann þar marga vini og velunnara og hygg ég að á engan sé hallað, þó þar séu öðrum fremur nefndir Danival Danivalsson kaupmaður, Gísli Þorsteinsson verkamaður, Hilmar Pétursson fast- eignasali, Sigtryggur Árnason yfir- frá Sauðá lögregluþjónn og Valtýr Guðjóns- son bankastjóri. Síðar var Þorbergur verkamaður í Vestmannaeyjum og í Vík í Mýrdal, svo eitthvað sé nefnt, og um skeið var hann ráðsmaður hjá Gróu Kristjándóttur á Hólmi í Aust- ur-Landeyjum. Nafngreini ég það fólk, sem að framan er talið, vegna þess að ég veit að Þorbergi var mjög hlýtt til þess. Síðustu æviárin átti Þorbergur heima á Sauðárkróki og var þá sestur í helgan stein. Þorbergur var alla tíð erfiðismað- ur, bóndi, síðar verkamaður, einn af þeim fjölmörgu, sem skapa hin raun- verulegu verðmæti, sem eru undir- staða þjóðarbúsins. Hann var gáfað- ur maður og á sumum sviðum af- burðagreindur, dável sjálfmenntað- ur og mjög víða heima. Virtist mér hægt að halda uppi samræðum við hann um nálega allt milli himins og jarðar. Hann var afar sjálfstæður í hugsun og skoðunum, svo að engum tjóaði að ætla að hafa áhrif á hann, sérvitur og einþykkur, og mættum við gjarnan eiga fleiri menn búna þeim eðliskostum nú á tímum, þegar samheimska og skriðdýrsháttur fyrir viðteknum viðhorfum virðist vera að tröllríða þjóðfélaginu. Menn sem vinna gervistörf inni á stofnunum voru Þorbergi framandi, og þá ekki síður þeir, sem liggja hundflatir fyrir erlendum menningaráhrifum og ásælni. Með slíkum mönnum átti hann enga samleið. Hann var mikill íslendingur og unni heilshugar öllu, sem íslenskt er - mannlífinu, arf- leifðinni og umfram allt tungunni og sjálfstæði þjóðarinnar. Hann talaði mjög kjarnyrt og vandað íslenskt mál og var auk þess prýðilega hag- orður allt frá unga aldri, og víða kunnur fyrir hagmælsku sína. Ekki hélt hann kveðskap sínum til haga sem skyldi, og er það skaði, en ein ljóðabók eftir hann leit þó dagsins ljós um síðustu áramót. Þorbergur var húmoristi fram í fingurgóma og ber kveðskapur hans þess glögg merki. Hann var mann- blendinn og hafði gaman af því að spjalla við fólk um daginn og veginn. Kærasta umræðuefni hans mun hafa verið skáldskapur og sögur úr dag- lega lífinu, fyrr og nú. Hann aðhyllt- ist eingöngu hefðbundinn íslenskan kveðskap, þar sem rím, stuðlar og höfuðstafir skipa öndvegissess, og áttu atómskáldin ekki upp á pall- borðið hjá honum. Hann kunni ógrynni af kveðskap, bæði eftir sjálf- an sig og aðra, sem hann hafði gjaman á takteinum, og fjöldann allan af gamansögum, gömlum og nýjum. Þorbergur var vínmaður mikill og manna skemmtilegastur með víni. Voru það mér og fleirum sannkallaðar ánægjustundir að sitja og rabba við gamla manninn þegar guðaveigar lífguðu sálaryl og hygg ég að gáfur hans, fyndni og orð- heppni hafi aldrei notið sín betur en einmitt þá. Þorbergur var skapstór maður og gat verið heiftrækinn í orði, ef honum fannst sér misboðið, en ekki mun sú heiftrækni hafa rist djúpt og sjaldan eða aldrei mun hann hafa fylgt henni eftir í verki. Hann var góðmenni að eðlisfari, tók jafnan málstað lftilmagna og hændust börn mjög að honum. Hann var trygg- lyndur og langminnugur á það, sem honum var gert til góða, og eins á hitt, sem honum var gert á móti. Aldrei batt hann bagga sína sömu hnútum og samferðamenn. Þrátt fyrir þverbresti, sem ég og fleiri töldum okkur verða vara við í skap- gerð Þorbergs og tilfinningalífi, er það mála sannast, að flestum eða öllum, sem höfðu af honum persónu- leg kynni, mun hafa verið hlýtt til hans. Kom þar til að Þorbergur bar mikla persónu, var allajafna hinn skemmtilegasti í umgengni og hafði góðan mann að geyma, þegar á reyndi. Þorbergur safnaði ekki jarðnesk- um auði, hann hafði þroskaðra verð- mætamat en svo , en andlegum gildum hélt hann vel til haga. Ekki gekk hann menntaveginn, og hefur þó margur fetað þann stig með minna veganesti en Þorbergur hlaut í vöggugjöf. Hins vegar auðgaði hann líf samferðamanna sinna. með kímnum og upplífgandi kveðskap, gáfulegum og hnyttilegum athuga- semdum um menn og málefni, oft leiftrandi, og þeirri sönnu góð- mennsku sem kemur frá hjartanu. Auk þess hafði hann mannrænu í sér til að láta sér líða vel við nautn áfengra drykkja. Slíkir menn verja lífi sínu vel, því verður ekki á móti mælt. Guðmundur Sigurður Jóhannsson FRIGG 60ÁRA í tilefni af 60 ára afmæli Sápugerð- arinnar Frigg afhenti stjórn Félags matvörukaupmanna Frigg viður- kenningu fyrir vöruvöndun og góða þjónustu við félagsmenn. Á mynd- inni sést Júlíus Jónsson, formaður Félags matvörukaupmanna, af- henda Jóni Þorsteini Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Frigg, viður- kenninguna. Skrifstofustjóri Búnaðardeild Sambandsins óskar að ráða skrif- stofustjóra. Starfssvið skrifstofustjóra felur í sér m.a. bókhald og tölvumál deildarinnar ásamt skrifstofu- og fjármálastjórn. Leitað er að manni með viðskiptafræðimenntun eða víðtæka reynslu á þessu sviði. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist starfsmannastjóra er veitir nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 30. þessa mánaðar. SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉIAGA STARFSMANNAHALD Landsbyggðarfólk Óskum eftir að komast í samband við fólk úti á landsbyggðinni sem getur útvegað okkur ýmsar jurtir og annað, t.d. blóðberg, fjallagrös, söl og fleira. Upplýsingar í síma 27058 og 623220. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Jakob Jónsson fyrrverandi sóknarprestur sem lést á Djúpavogi 17. júní, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju, mánudaginn 26. júní kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hallgrímskirkju, Reykjavík. Þóra Einarsdóttir Guðrún Sigríður Jakobsdóttir Hans W. Rothenborg Svava Jakobsdóttir Þór Edward Jakobsson Jón Einar Jakobsson barnabörn og barnabarnabörn Jón Hnefill Aðalsteinsson Jóhanna Jóhannesdóttir Gudrun Jakobsson t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför sonar okkar og bróður Trausta Geirs Hreinssonar Fáskrúðsfirði Hreinn Hermannsson Valdís Þórarinsdóttir Ásmundur Þór Hreinsson Fjóla Þorgerður Hreinsdóttir Pétur Gauti Hreinsson t Alúðarþakkir til þeirra fjölmörgu sem hafa sýnt okkur samúð og vinarþel vegna andláts Ásgeirs Ósmanns Valdemarssonar Holtsmúla, Landsveit Jóna Lilja Marteinsdóttir Halldóra S. Ásgeirsdóttir Hjördís Björk Asgeirsdóttir Erna Hrönn Ásgeirsdóttir ValdemarTrausti Ásgeirsson og barnabörn. Roar Aagestad Pétur Þorvaldsson Víglundur Kristiánsson Hallfríður Ósk Óladóttir

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.