Tíminn - 04.07.1989, Qupperneq 9

Tíminn - 04.07.1989, Qupperneq 9
Þriðjudagur 4. júlí 1989 Tíminn 9 FRÉTTAYFIRLIT DAMASKUS - Nabih Berri leiðtogi herflokka múslíma ( Líbanon saaði að Kbanskar sveitir vopnáora múlsíma sem njóta stuðninps Sýrlendinga væru reiðubunar að hefja vopnahlé nú þegar, en sveitirn- ar eiga í hörðum bardöqum við kristna hermenn í Líbanon. Hins vegar kæmi ekki til mála að opna leiðir að höfnum krist- inna manna. BÚDAPEST -JanosKadar fyrrum leiðtogi ungverskra kommúnista var fluttur á sjúkrahús með alvarlega lungnabólgu. Kadar var for- sætisráðherra Ungverjalands allt frá þvf uppreisnin f Ung- verjalandi var brotin á bak aftur árið 1956 þar til í fyrra þegar honum var vikið frá völdum af umbótasinnum. Kadar á í al- varlegum öndunarerfiðleikum auk þess sem blóðrásin erekki eins og best væri á kosið. LONDON - Sir Geoffrey Howe utanrfkisráðherra Bret- lands skellti hurðinni á fbúa Hong Kong með þvf að lýsa yfir að Bretar myndu ekki taka við fbúum nýlendunnar þó erf- iðleikar steðji að þegar Hong Kong fer undir kínverska stjórn árið 1997. WASHINGTON - Hæsti- réttur Bandarfkjanna hafa staðfest strangari túlkun áfóst- ureyðingarlögqjöfinni f Banda- ríkjunum, meo því að veikja réttarstöðu kvenna til fóstur- eyðingar. Hins vegar er réttur sá er konum var fenginn til fóstureyðinga árið 1973 ekki afnuminn. SAN SALVADOR - Vinstri sinnaðir skæruliðar f El Salvador réðust á fbúðahverfi hermanna í San Salvador með eldflaugaárásum og vélbyssu- skothríð. ÚTLÓND lllllllfllllllllllllllllli Lech Walesa og félagar hans í Samstöðu með sigurmerkið á Iofti. Nú vilja þeir leiða nýja ríkisstjóm í Póllandi i skiptum við stuðning við forsetaframbjóðanda kommúnistaflokksins. Pólland: Samstaða vill í ríkisstjóm Samstaða hefur lýst yfir vilja sínum tii þess að mynda nýja ríkisstjóm í Póllandi í stað þess að styðja forsetaefni kommúnistaflokksins í forsetakosningunum sem fram fara í vikunni Háttsettur sovéskur embættis- maður skýrði frá því í gær að Sovétríkin muni halda uppi vinsam- legum samskiptum við Pólverja þó að hin frjálsu verkalýðssamtök myndi meirihlutastjóm, svo allar aðstæður ættu að vera fyrir hendi til þess að Samstaða brjóti blað í sögu austantjaldsríkjanna með myndun ríkisstjórnar sem ekki er undir stjóm kommúnista. Óstaðfestar heimildir herma að nokkrir leiðtogar ríkisstjómar kommúnista hafi um helgina lýst sig reiðubúna til að ný ríkisstjóm verði mynduð undir forsæti fulltrúa Sam- stöðu og hafa þeir stungið upp á Bronislaw Geremek, 57 ára gömlum prófessor, sem forsætisráðherra, en Geremek er einn af helstu stjórn- málaleiðtogum Samstöðu. Kommúnistaflokkurinn mun að öllum líkindum útnefna Czeslaw Kiszczak innanríkissráðherra sem forsetaframbjóðanda sinn eftir að Jamzelski núverandi forseti hafði mælt með honum. Talið var að Jamzelski myndi verða valinn fram- bjóðandi, en hann sagði sjálfur að landsmenn tengdu hann um of við herforingjastjómirta og herlögin sem sett vori 1981 þannig að framboð hans væri ekki skynsamlegt. Kiszcazak er frekar vinsæll í Pól- landi þó hann hafi átt þátt f að koma á fót herlögum árið 1981, en Kisz- czak hefur verið einn helsti samn- ingamaður ríkisstjómarinnar í samningum við Samstöðu um þær stjómmálaumbætur sem orðið hafa að undanförnu. Kommúnistaflokkurinn hefur ekki enn ákveðið hvort Kiszczak verði forsetaframbjóðandi þeirra eður ei, og leppflokkar hans undan- fama áratugi, Bændaflokkurinn og Lýðræðisflokkurinn, hafa tekið sér umhugsunartíma um það hvort þeir styðji Kiszczak. Því er Samstaða f lykilaðstöðu í forsetakosningunum með alla fulltrúa í efri deild þingsins ogfjórðung fulltrúa í neðri deildinni. Hugmyndin um að Samstaða byð- ist til þess að styðja Kiszczak til forsetaembættisins í stað þess að Samstaða fái embætti forsætisráð- herra kom upp á fundi 260 mið- stjórnarfulltrúa Samstöðu á laugar- daginn. Tilboð þeirra var birt í dagblaði Samstöðu í gær. - Slíkur forseti kommúnista mundi tryggja nauðsynleg áfram- haldandi áhrif kommúnista, samn- ingastöðu á alþjóðavettvangi og tryggja áframhaldandi hernaðar- samvinnu, sagði f grein Michknik ritstjóra Gazeta Wyborcza þar sem tilboð Samstöðu er reifað. - Slík ríkisstjórn Samstöðu myndi hafa stuðning mikils meirihluta Pól- verja og tryggja áframhaldandi úr- bætur í efnahagsmálum og stjóm-' málum. Slíkt samkomulag yrði Pól- verjum og heiminum öllum til fram- dráttar, skrifaði Michknic. Gromyko látinn Fyrrum utanríkisráðherra og for- seti Sovétríkjanna Andrej Gromyko lést á sunnudaginn 79 ára að aldri. Mikhafl Gorbatsjof skýrði sovéska þinginu frá þessu í gærmorgun og risu sovésku þingmennimir úr sætum sínum og þögðu um stund til að minnast Gromykos. Ekki er vitað hvað varð Gromyko endanlega að bana, en hann gekkst undir uppskurð fyrir helgina en þá var hann ekki talinn í lífshættu. Prátt fyrir dauða Gromykos sem var utanríkisráðherra Sovétríkjanna allt frá því á tímum Stalíns þar til Gorbatsjof komst til valda og lét kjósa Gromyko forseta, þá mun Gorbatsjof ekki fresta opinberri heimsókn sinni til Frakklands, en hún átti að hefjast á fimmtudag. Gromyko lét af embætti forseta síðastliðið haust þegar Gorbatsjof tók við og í aprílmánuði var honum einnig vikið úr miðstjórn flokksins þegar hundrað fulltrúar frá tíma Leoníds Brésnefs vom látnir taka pokann sinn. Flokkur Unos bíður afhroð Pað blæs ekki byrlega fyrir Frjálslynda lýðræðisflokkinn sem fer með stjórnartaumana í Japan. Flokkurinn galt mikið afhroð í borgarstjómarkosningum sem fram fóru í Tokyo á sunnudaginn. Flokkurinn tapað 20 sætum í borgarstjórn hlaut aðeins 43 sæti af 128 en hafði 63 sæti fyrir kosningar. Þessi úrslit eru enn eitt áfallið í hrakfallasögu flokksins að undanfömu. Fyrst var það hið mikla fjármálahneyksli í kringum Recmit-fyrirtækið sem neyddi Nobum Takeshita að segja af sér forsætisráðherraembættinu, en áður höfðu nokkrir ráðherrar þurft að taka pokann sinn. Ekki tók betra við þegar Sos- uke Uno tók við forsætisráð- herraembættinu, eftir að leitað hafði verið rauðu Ijósi eftir arf- taka Takeshita sem ekki væri viðriðinn fjármálahneykslið. Það var Uno ekki, en þess í stað kom upp á yfirborðið að Uno var viðriðinn kynlífsneyksli sem allt hefur gert brjálað í Japan og sér Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn nú fram á að missa meirihluta sinn í japanska þinginu sem hann hefur haft í 34 ár. Það var Sósíalistaflokkur Jap- ans sem vann flest þingsætin af Frjálslynda lýðræðisflokknum, hlaut 29 sæti en hafði 11. f forsvari fyrir Sósíalistaflokkinn er Takako Doi sem er eina konan sem náð hefur langt í forystu- sveitir japanskra stjómmála- flokka. Skammtímaríkisstjórn íhaldsmanna og komma Papandreou og sósíalista- flokkur hans verða undír smásjá íhaldsmanna og komma næstu mánuði, en um helgina var mynduð sam- steypustjórn hins hægri sinn- aða Nýja lýðræðisflokks og bandalags kommúnista í Grikklandi. Helsta stefnu- mál hinnar nýju ríkisstjómar er að rannsaka niður í kjölinn tneinta fjármálaspiHingu sósíalista sem hafa verið við völd í Grikklandi undanfarin ár. Kommúnistar ákváðu að ganga til samstarfs við Nýja lýðræðisflokkinn eftir að Constantin Mitsotakis leið- togi íhaldsmanna dró til sig baka sem forsætisráðherraefni og lagði til að samflokksmaður hans, fyrrum kafbátaforinginn Tzannis Tzanneta- kis yrði forsætisráðherra. Eftir mara- þonviðræður Mitsotakis og Hari- faosar Florakis um hel|ina var ný ríkisstjórn mýhduðT ’Kommúhístar’ fengu dómsmálaráðuneytið og innanríkisráðuneytið í sinn hlut og mun því vera í fararbroddi í rann- sókn fjármálaspillingarinnar. Aftur á móti fær Nýi lýðræðis- flokkurinn tuttugu ráðuneyti, enda hafa þeir 145 þingsæti á móti 28 þingsætum kommúnista. Gert er ráð fyrir að stjómin muni einungis sitja í þrjá mánuði á meðan flett er ofan af sósíalistum og að kosningar verði haldnar í septem- berlok eða byrjun októbermánaðar. Papandreou fráfarandi forsætis- ’ráðhe’rra' bg léibtógi sösíalista var ekki par hrifinn af hinni nýju ríkis- stjóm: - Nýi lýðræðisflokkurinn og Kommúnistabandalagið hafa mynd- að samsteypustjórn íhaids og hefni- gimi einungis til að skaða sósíalista- flokkinn, sagði Papandreou sem er óðum að jafna sig eftir lungnabólgu sem þvingaði hann inn á sjúkrahús í kjölfar kosninganna. Átta ráðherrar sósfalista urðu að segja af sér í fráfarandi ríkisstjórn vegna tengsla sinna við alvarlegt fjármálahneyksU ( GrikklapdL . . .

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.