Tíminn - 04.07.1989, Side 10

Tíminn - 04.07.1989, Side 10
10 Tíminni Þriðjudagur 4. júlí 1989 Þriðjudagur 4. júlí 1989 Tíminn 11 Þeystu á 2% •W Austfirskir hestamenn héldu fjórð- ungsmót sitt við Iðavelli eða á Stefánsvelli dagana 29. júní til 2. júlí sl. Svæðið er orðið mjög gott til mótshalds og er austfirskum hestamönnum óskað til ham- ingju með þetta góða mótssvæði á hinum undurfagra stað í landi Vallaness á Völlum. Veðrið var eins og best var á kosið á sunnudaginn, sem var síðasti keppnisdagur mótsins og komst hitinn í 19 stig í sunnanáttinni. Einhverja nóttina áður hafði hann þó dottið á með frost. Sex hestamannafélög á Austurlandi stóðu að mótinu og var það haldið á svæði hestamannafélagsins Freyfaxa, sem var einnig mest áberandi á sýningunum með hestamannafélaginu Hornfirðingi. í hópreiðinni mættu Hornfirðngarnir í rauðum skartklæðum og þreyttist þulur mótsins aldrei á að hrósa þeim fyrir glæsilega sýningu. Önnur hestamannafé- lög voru Geisli, Blær, Goði og Glófaxi. Einn stóðhestur var sýndur með af- kvæmum, Flosi 966 frá Brunnum og hlaut hann einkunnina 7,87. Hann er afburða gæðingur sjálfur en erfðafestan ef til vill ekki nógu mikil. Almennt var að heyra á hrossaræktarráðunautnum Þorkatli Bjarnasyni, að ræktunin væri í nokkurri lægð á Austurlandi um þessar mundir. Stendur það vafalaust til bóta, enda landsmót í Skagafirði á næsta ári. Tvær hryssur voru sýndar með afkvæm- um Bára 447 frá-Ketilstöðum og Ljóns- löpp 3882 frá Skorrastað. Fengu þær einkunnirnar 7,82 og 7,61. Efstur ein- stakra sýndra stóðhesta var Bjartur frá Egilsstöðum með einkunnina 7,79. Hann er í eigu Vigdísar M. Sveinbjörnsdóttur, Dagfinnssonar ráðuneytisstjóra og dótt- urdóttur Hermanns Jónassonar forsætis- ráðherra. Hefur hún nú borið áhuga feðra sinna á góðhestum til Austurlands. Annar stóðhestur fjögurra vetra var sýnd- ur úr Hornafirðinum, Dofri frá Höfn í eigu Guðmundar Jónssonar. Hlaut hann einkunnina 7,59. Af einstökum hryssum 6v og eldri stóð, efst Vissa frá Hálsi í Kjós, eink. 8,13 og' af einstökum hryssum 5v stóð efst Hekla frá Gerði í Suðursveit, eink. 7,82. Vakn- ing frá Ketilsstöðum var aftur á móti efst 4v hryssa, eink. 7,89. Ketilsstaðabúið stóð að glæsilegri sýn- ingu ræktunarbúa og einnig voru sýnd hross undan gæðingshryssunni Eldingu 3364 frá Jaðri í eigu bræðranna Þorbergs Bjarnasonar í Gerði og Ingimars Bjarna- sonar í Jaðri. Örvar frá Ketilstöðum stóð efstur al- hliða gæðinga, eink. 8,47. Eigandi og knapi er Bergur Jónsson. Annar var Jörfi Ágústs Ólafssonar, eink. 8,27, knapi Trausti Þór Guðmundsson og þriðji var Sikill Sigurðar Sveinbjörnssonar, eink. 8,27 og sýndi Ragnar Hinriksson hestinn. Anna Bryndís Tryggvadóttir sat svo gæð- ing sinn og Erlu Jónsdóttur, Svertu, til fjórða sætis, eink. 8,16. Ragnar Hinriksson sat líka efsta hest í B-flokknum og var það Gauti Elínar Sveinbjörnsdóttur, eink. 8,24. Vann Ragnar klárinn upp um tvö sæti í úrslita- keppninni, enda frábær reiðmaður og fyrrverandi Evrópumeistari í reið- mennsku. Ragnar sat líka efsta hest á fjórðungsmóti Vesturlands á Kaldármel- um í fyrra. Gunnar Arnarson sat annan hest í B-flokknum, var það Prati Þor- steins Kristjánssonar, eink. 8,37. Þriðji var Huginn Hallgríms Bergssonar, eink. 8,16 og knapi var Bergur Jónsson. Fjórði B-flokks gæðingurinn var svo Glymur Jens Einarssonar, ritstjóra Hestsins okk- ar og sat hann hestinn sjálfur, eink. 8,25. Börn úr hestamannafélaginu Blæ og Freyfaxa voru sigursæl í barnaflokki og sigraði Erna Þorsteinsdóttir úr Blæ á Jarli, eink. 8,21. Kári S. Gunnarsson úr Freyfaxa varð númer tvö á Gúlpó Garró, eink. 8,20. í unglingaflokkinum sigaraði Bára Garðarsdóttir úr Freyfaxa á Tvist, eink. 8,40, og annar var Jón E. Sveinsson einnig úr Freyfaxa á Sóloni, eink. 8,20. Ekki urðu tímar á landsmælikvarða í kappreiðunum, enda mótvindur og ís- landsmet í engri hættu. Einhver móts- gesta sagðist verða í sumarfríi til 14.ágúst, „eða um það leyti sem stökk- hestarnir í 800 metrunum koma í mark“, enda lægi honum ekkert á fyrst hann væri kominn í Mæjorkaveðrið á Héraði. í 250 m hlaupi sigraði Sonnetta Önnu B. Tryggvadóttur á 20,28 sek. Lovísa H. Ragnarsdóttir var knapi. Önnur var Zola Gunnars Kjartanssonar á 20,56 sek. Knapi Jón Þ. Þorvarðarson. Jens Einars- son ristjóri átti þriðja hest í hlaupinu og heitir hesturinn Stekkur heitinn og sat Jens hann ekki sjálfur. Tíminn varð 20,66 sek. en knapi var Svanur Guðmundsson. Lovísa H. Ragnarsdóttir varð fyrst í 350 m hlaupinu á Daníel Jósefs V. Iðavöllum Eftir Guðlaug Tryggva Karlsson Örvar og Bergur unnu A-flokkinn. Þorvarðarsonar á 27,71 sek. Feykir Óm- ars Antonssonar varð annar á 28,02 sek., knapi var Svanur Guðmundsson, og þriðji var Loftur Ómars Antonssonar á 28,57 sek., knapi var Kristín Gunnars- dóttir. Sævar Pálsson sat Kulda sinn til sigurs í 300 m brokki og fengu þeir félagarnir tímann 42,83 sek. Annar var Snorri Jónsson á Bleik Hjartar Haukssonar á 46,43 sek. og þriðji varð Snorri Jónsson á Villing sínum á 46,94 sek. Eyþór Ragnarsson átti fyrsta hest í 800 Bikurum hampað í A-flokknum. Níu efstu í unglingakeppninni. m stökki, Sindra og knapi var Krístín Gunnarsdóttir á 1,14,27 mín. Annar í hlaupinu var Feykir Ómars Antonssonar, knapi Svanur Guðmundsson á 1,14,89 mín. Feyki munaði greinilega ekki um sprettina því hann var einnig annar í 350 m hlaupinu. Þriðja varð svo Yrpa Friðriks I. Ingólfssonar, knapi Lovísa H. Ragn- arsdóttir á 1,21,59 mín. í 250 m skeiði náðust sæmilegir tímar og sigraði Guðlaugur Antonsson á Glaum sínum, sem hann á með Jóni Björnssyni á 23,5 sek. Annar varð hinn þekkti skeiðgammur Trausti Þ. Guðmundsson á Jörfa Ágústar Óiafssonar á 24,84 sek. Matthías Eiðsson varð svo þriðji á Sokka Heiðu Vagnsdóttur á 25,93 sek. í 150 m skeiðinu sigraði Friðrik Reynis- son á Tvist Reynis Sigursteinssonar á 15,91 sek. Annar var Ragnar Hinriksson á Sikli Sigurðar Sveinbjörnssonar á 16,01 sek. og þriðji varð svo Eyjólfur Kristjóns- son á Krapa sínum á 18,41 sek. Félag tamningamanna valdi að venju þann knapa sem því finnst að beri verðlaun fyrir fágaða reiðmennsku og prúðmennsku í hestamennskunni. Eru verðlaunin fögur skeifa sem Ragnheiður Samúelsdóttir hlaut verðskuldað. í töltkeppninni kom upp smá angi af þeim átökum sem átt hafa sér stað milli Norðlendinga um landsmótsstaðinn á næsta ári. Galvaskir Akureyringar skráðu sig auðvitað í töltkeppnina, en þá fóru menn að rífast út í það að þau væru félagar í hestamannafélaginu Létti á Akureyri sem ennþá er ekki í Landsam- bandinu og þannig ekki tæk í íþrótta- keppnina. Þau fengu svo auðvitað að Trausti Þór og Jörfi á flugaskeiði. keppa og Pétur Jökull Hákonarson for- maður Iþróttasambandsins dæmdi þau síðan með ágætum. Trausti Þór Guð- mundsson reyndist svo sigursæll þarna sem víðar, hann fékk 90,93 stig á Muna. Annar í töltkeppninni varð Hinrik Braga- son á Mekki með 78,13 stig. Þriðji var Lúther Guðmundsson á Stíg með 80,0 stig og fjórði varð Jóhann G. Jóhannes- son með 73,04 stig. Á annað þúsund manns sótti mótið sem þótti takst ágætlega vel enda um- hverfið undurfagurt og ferðir á svona Ljósmyndir G.T.K. staði stórkostleg upplyffing fyrir hvern og einn. Þeir á Héraði eru líka vanir að taka . á móti gestum og láta þeim líða vel. Sýningarsvæðið er stórkostlegt og þótt þeir slái ekki öðrum héruðum við í einkunnum og metum, þá má það heldur ekki gleymast að aðeins um 2% hrossa- eignar landsmanna eru talin í fjórðungn- um, auk þess, sem veturinn var kaldur. Hittumst öll heil á Landsmóti næsta sumar. Átta efstu í klárhestunum með tölti. . . I

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.