Tíminn - 04.07.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 04.07.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn DAGBÓK Þriöjudagur 4. júlí 1989 meö utibú allt í knngum landiö, gera þer mögulegt aö leigja bíl á einum stað og skila honum á öörum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendi$Jj interRent Ðílaleiga Akureyrar r i.vrviv«9ð~rMnr Þroskahjálp 3. tbl. 11. árg. Þroskahjálp kemur út sex sinnum á ári og útgefandi er Landssamtökin Þroska- hjálp. í þessu blaði er fyrst viðtal við Júlíu Oskarsdóttur á Höfn í Homafirði, greinin nefnist: Hér viljum við búa, en fjallað er um Bjama litla, sem býr að heilaskaða sem hann fékk í fæðingu og er seinn til þroska. Þá er grein eftir Berit Johnsen: Skóli fyrir alla. Viðtalið „Á línunni" er við Bryndísi Sveinbjömsdóttur, þroskaþjálfa á Höfn í Homafirði. Rannveig Trausta- dóttir skrifar frá Bandaríkjunum og segir frá stuðningi og þjónustu við fjölskyldur þroskaheftra. Sagt er frá sumarstarfi fyrir þroskahefta og birt er sýnishorn af skrif- um eftir þá. Margt efni er frá félagsstarfi samtakanna. Ritstjóri er Halldóra Sigurgeirsdóttir. Á forsíðu er mynd af Guðrúnu Unni Þórsdóttur að störfum á Miklatúni. Landslagsmyndir í Safni Ásgríms Jónssonar 1 Safni Ásgríms Jónssonar við Berg- staðastræti hefur verið opnuð sýning á landslagsmyndum eftir Ásgrím. Sýndar em 24 myndir, bæði olíumálverk og vatnslitamyndir. Þar eru nokkrar eldri vatnslitamynda Ásgríms, svo sem myndin Brenna í Rútsstaðahverfi í Flóa frá 1909. Á sýningunni eru einnig nokkrar öræfa- myndir, t.d. frá Kerlingarfjöllum. Flestar em myndimar frá Borgarfirði, þar sem Ásgrímur var langdvölum á efri ámm, einkum á Húsafelli. Má nefna olíumál- verkin Sólskin á Húsafelli og Úr Húsa- fellsskógi, Eiríksjökull og vatnslitamynd- irnar Kiðárbotnar og Strútur og Eiríks- jökull frá 1948. Sýningin stendur til septemberloka og er opin kl. 13:30-16:00 alla daga nema mánudaga. Árbæjarsafn Árbæjarsafn er opið kl. 10:00-18:0( alla daga nema mánudaga. Leiðsögn um safnið laugardaga oj sunnudaga kl. 15:00. Veitingar í DiUons húsi. Rjómabúið á Baugsstöðum við Stokkseyrí. Rjómabúið á Baugsstóðum Eins og undanfarin sumur verður gamla rjómabúið hjá Baugsstöðum, austan við Stokkseyri, opið almenningi til skoðunar í sumar sfðdegis á laugardögum og sunnu- dögum í júlí og ágúst og fyrstu helgina í september. Einnig á frídegi verslunar- manna 7. ágúst, miUi kl. 13:00 og 18:00 alla dagana. Vatnshjólið og tækin í vinnslusalnum munu snúast þegar gesti ber að garði og minna á löngu liðinn tíma. Frá sýningu Light Nights í Tjamarbíói. F.v.: Halldór Snorrason, Krístín G. Magnús, Matthías Amgrímsson, Hanna R. Guttormsdóttir, Ragnheiður Þorsteinsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir, nátttröUið, Erlendur Pálsson og Magnús Snorri Halldórsson. Ferðaleikhúsið: LIGHT NIGHTS - 20. sýningarárið Sýningar Ferðaleikhússins á Light Nights eru f Tjamarbíói við Tjörnina í Reykjavík (Tjarnargötu 10E). Sýningar- kvöld eru fjögur f viku: á fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudags- kvöldum. Sýningarnar hefjast kl. 21:00 og lýkur kl. 23:00. Sfðasta sýning verður 3. september. Light Nights sýningarnar eru sérstak- lega færðar upp til skemmtunar og fróð- leiks enskumælandi ferðamönnum. Efnið er allt fslenskt, en flutt á ensku, nema þjóðlagatextar og kveðnar lausavfsur. Sýningaratriði eru 24 alls. Leiksviðs- myndir tni af baðstofu um aldamótin og af víkingaskála. Einnig er stórt sýningar- tjald, þar sem um 300 skyggnur ero sýndar. Stærsta hlutverkið er sögumaður, sem er leikinn af Kristínu G. Mangús. Stofnendur og eigendur eru Halldór Snorrason, Kristfn G. Magnús og Magnús S. Halldórsson. Þetta er 20. sumarið sem þessar sýning- ar eru í Reykjavík, en Light Nights hafa verið sýndar f útlöndum, bæði austan hafs og vestan. Frá Félagi eldrí borgara Farin verður dagsferð laugardaginn 8. júlí um Hvalfjörð í Borgames, Bifröst, Þverárhlíð, Kalmanstungu, Húsafell, Hraunfossa, Hálsasveit, Reykholt og Dragháls til Reykjavíkur. Upplýsingar á skrifstofu félagsins í síma 28812. Áfangar, 2. tbl. ’89 í þessu blaði Áfanga er ritstjóraspjall eftir Valþór Hlöðversson ritstjóra: Skuld- in er stór. Halldór Matthíasson segir frá ferð „Á skíðum yfir Vatnajökul". Þá er grein sem nefnist: Arkað um hálendið með allt á bakinu, sem er ferðasaga göngufólks um hálendið. Viðtöl eru við talsmenn Náttúruverndarráðs og Jeppa- klúbbsins 4X4 um baráttuna gegn um- hverfisspjöllum. Tjörnes - ein merkasta náttúrusmíð jarðar. 1 þeirri grein segja þau Aðalheiður E. Ásmundsdóttir og Björn Hróarsson frá ferð um Tjömesið. Þá er grein um veiðivötn í nágrenni borgarinnar. Á slóðum Brimara er frásögn ritstjóra blaðsins af ferð til Bremen og víðar. Esjan heillar alltaf, segir Einar Þ. Guð- johnsen í viðtali. Breiðdalsvík er kynnt og nágrenni hennar. „Fjallkonan hrópar á vægð“ nefnist grein Herdísar Þorvalds- dóttur. Kynnt er „Ferðaþjónusta bænda“ og grein er um umhverfismál. Ýmislegt fleira efni og fallegar myndir em í blað- inu. Útgefandi er Frjálst framtak hf. Sveitarstjórnarmál 3. tbl. 1989 Forustugrein blaðsins nefnist í höfn, og er skrifuð af Sigurgeir Sigurðssyni. Þá er sagt frá afmæli Búlandshrepps og 400 ára verslunarafmæli Djúpavogs, 60 ára af- mæli Neskaupstaðar o.fl. Frásögn er af fulltrúaráðsfundi á Akureyri. Rætt er um nytjaskógrækt á Fljótsdalshéraði. Einnig er fjallað um Byggðastofnun og atvinnulíf á landsbyggðinni. Margar merkar greinar um málefni sveitarfélaga em í ritinu sem prýtt er mörgum myndum. Útgefandi er Samband Islenskra sveit- arfélaga, en ritstjóri er Unnar Stefánsson. Tíu manna hópar, eða fleiri, geta fengið að skoða minjasafnið á öðmm tíma, ef haft er samband við gæslumenn í síma 98-22220 Ólöf, 98-21972 Ingibjörg og 98-21518 Guðbjörg, með góðum fyrir- vara. Sigurður Geirdal, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, er fimmtugur í dag, þriðjudaginn 4. júlí. Hann tekur á móti gestum að Nóatúni 21 milli kl. 17:00 og 20:00 (kl. 5-8) í dag. Sjávarfréttir 2. tbl. 1989 Meðal efnis í þessu blaði Sjávarfrétta er: Burt með sóknarmarkið! þar sem Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra segir álit sitt um fiskveiðistefnuna. Hreiðar Júlíusson er nýkominn heim eftir 10 ára starf í fiskvinnslu á Nýfundnalandi og ber saman sjávarútveg landanna í greininni Island-Nýfundnaland. Hversu stórir (litlir) emm við? Hér er rætt við forstjóra SH og SlF um stöðu okkar í harðnandi samkeppni við aðrar þjóðir á þessu sviði. Vinnsluskip framtíð- arinnar heitir grein um vinnslutækni um borð í fiskiskipum. Þorskstofnamir í Norðaustur-Atlants- hafi er grein eftir Sigfús Schopka fiski- fræðing. Fjallað er um undirbúning fyrir Sjávarútvegsskólann á Akureyri í samtali við Jón Þórðarson. Þá er blaðaukj um fiskeldi. Ritstjóri Sjávarfrétta er Guðjón Ein- arsson. Útgefandi Frjálst framtak hf. BILALEIGA Vorhappdrætti Framsóknarflokksins Dregið var í Vorhappdrætti Framsóknarflokksins 9. júní. Vinnings- númer eru sem hér segir: 1. vinningur númer 17477 2. vinningur númer 36272 3. vinningur númer 33471 4. vinningur númer 37116 5. vinningur númer 38156 6. vinningur númer 27174 7. vinningur númer 8313 Vinningsmiðum skal framvísa á skrifstofu Framsóknarflokksins í Nóatúni 21, Fteykjavík. Ógreiddir miðar eru ógildir. Vinninga skal vitja innan árs frá útdrætti. Allar frekari upplýsingar I síma 91-24480. Framsóknarflokkurinn Landsþing L.F.K. á Hvanneyri 8.-10. september 1989. 4. landsþing L.F.K. verður haldið að Hvanneyri dagana 8.-10. september n.k. Dagskrá þingsins verður tilkynnt síðar. Framsóknarkonur eru hvattar til að fjölmenna eins og á undanfarin þing. Stjórn L.F.K. Sumartími: Skrifstofa Framsóknarflokksins, að Nóatúni 21 i Reykjavík, verðurfrá og með 1. júní n.k. opin alla virka daga frá kl. 8.00-16.00. Framsóknarflokkurinn. Sveitar stjórnar xiiá.1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.