Tíminn - 06.07.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.07.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 6. júlí 1989 Hannað sem íbúöir, breytt í óþénugt dvalarheimili og loks með harmkvælum í hjúkrunardeild að hluta til: Mikið fé í súginn vegna gönuhlaupa ,Menn hafa of oft vaðið af stað í framkvæmdir án þess að gera sér grein fyrir hver þörfin var. Síðan lenda málin oft á borði ráðuneytisins í hinum undarlegasta farvegi, þó svo að í öllu hafi verið farið löglega af stað í byrjun. Dæmi um þetta er sveitarfélag úti á landi þar sem réðst var í byggingu um 6-8 íbúða fyrir aldraða. Þegar húsið var tilbúið \11du fáir flytja í íbúðir aldraðra, heldur búa áfram heima. Síðar kemur svo ósk um að fá að breyta þessu í dvalarheimili, sem var mjög óþénugt, þar sem húsið var byggt sem sérstakar íbúðir. Enn kemur svo ósk um að fá þama samþykkt hjúkrunarrými. Með harmkvælum var hægt að koma fyrir ogsamþykkja fjögur slík. Með svona gönuhlaupum er farið með mikla peninga í súginn.“ Þessa dæmisögu um það hvernig of oft hefur verið staðið að málum við byggingar fyrir aldraða, sagði Hrafn Pálsson, deildarstjóri í heil- brigðisráðuneytinu, sem sömuleiðis er höfundur greinar: „Kapp er best með forsjá“, í nýju fréttabréfi Trygg- ingastofnunar ríkisins. Álíta ríkiskassann ótæmandi... Hrafn segir menn því miður oft hafa farið af stað með verk meira af kappi en forsjá. í slíkum tilvikum hafi þjónustuhópur aldraðra á við- komandi stað annað hvort ekki gert nægilega góða úttekt á ástandi mála í byggðarlaginu, eða að byggingar- aðilar hafi álitið það málinu til framdráttar að þrýsta því fram með röngum forsendum. Aðrir hafi byggt umfram þarfir og telji svo sjálfgefið að dvalarstofnanir fái að byggja við eða breyta hluta þeirra í hjúkrunar- rými. Menn álíti oft svo, að ríkisfjár- hirslan sé ótæmandi og það sé j afnvel sjálfsagt að ríkið afli fjár með lánum, þar sem skuldadagar séu svo fjarri að ósennilegt sé að þeir þurfi að standa reikningsskil gerða sinna. Óþægilegt að horfa uppáþáfrekju... „Það er oft erfitt fyrir embættis- menn að horfa upp á það fyrir- hyggjuleysi og þá frekju sem í slíkum gerðum speglast. Það segir sig sjálft að óhagkvæmt hlýtur að vera að veita þjónustu í húsum sem byggð hafa verið með aðra starfsemi f huga. Að byggja stærra húsrými en markaður er fyrir hlýtur líka að koma niður á öðrum verkefnum. Það ráð sem oft er svo notað til að bjarga málum, þegar í óefni er komið er að hundelta alþingismenn jafnt með hótunum og fyrirbænum og síðan sitja embættismennirnir undir þessu úr öllum áttum. Sem betur fer hafa þó fleiri tileinkað sér vandaðri vinnubrögð. Engu að síður er löngu tímabært að spoma við þeirri óráðsíu og peningasóun, sem liðist hefur hjá sumum um Iangan aldur,“ segir Hrafn í greininni. Dvalarheimili að verða úrelt Með tilliti til umræðna um „skort“ kemur sumum vafalítið á óvart að Hrafn skuli tala um byggingar um- fram þarfir? „Sums staðar megum við fara að passa okkur,“ segir Hrafn og bendir á mjög svo breytt viðhorf í þessum efnum undanfarinn áratug eða svo. Áður hafi stefnan verið sú að koma öllum öldruðum fyrir í litlum huggu- legum íbúðum. Nú sé dvalarheimilið (gamla elliheimilið) eiginlega að hverfa út úr myndinni, enda sýnt orðið að fólk vilji almennt vera sem lengst á eigin heimili og sjá sjálft um sín mál. Því sé áherslan nú á eflingu Hrafn Pálsson. heimilisþjónustu sem stuðlar þessu, þannig að fólk þurfi ekki að fara á stofnun fyrr en það síðan þarfnast kannski hjúkrunarrýmis. „Þetta þýðir að hluti þess sem menn hafa verið að byggja á undan- förnum árum er eiginlega að verða úrelt. Á hinn bóginn þurfum við að huga betur að hjúkrunarþættinum en gert hefur verið. Þunginn er nú mestur á heimaþjónustunni og síðan í hjúkruninni, en ekki lengur á dvaíarheimilum.“ Aðal gleymskan: Hvað kostar... Hrafn bendir á að rekstur hjúkr- unardeilda sé mjög dýr - og miklum mun dýrari en ella ef aðeins er um smáeiningu að ræða, 3-5 rými - að ekki sé talað um ef slíkri deild hefur svo verið komið upp með harmkvæl- um í óhentugu húsrými sem ætlað var fyrir allt aðra starfsemi. Þama sé líka komið að einni aðal „gleymskunni" - of margir „gleymi“ að hugleiða í tima: Hvað kostar að reka þá stofnun sem við erum að ráðast í? Hrafn segir brýnt að yfirvöld vandi sig við lausnir þessara mála. Góð forvinna sé undirstaða þess, að þjón- ustuhús af hvaða toga sem er, sé reist. Fyrst þurfi að átta sig á þörf- inni, þá hvað við ráðum við að byggja og síðast en ekki síst gera vandaðar áætlanir um framkvæmdir og rekstur. Er hægt að byggja miklu ódýrar? „Við þurfum t.d. að segja við arkitektinn: Við viljum byggja rými fyrir 20 manns, en það má bara ekki kosta yfir þessa ákveðnu upphæð. Getur þú hannað þannig byggingu?" Þetta segir Hrafn hins vegar sjaldn- ast gert - heldur allt í einu komið með teikningu af húsum hvar af hönnunarþátturinn einn slagar kannski hátt í helming þess kostnað- ar sem fólk hafði gert sér hugarlund að byggingin kostaði fullbúin. Þar með sé öllu stefnt í vandræði. Hrafn tók fram að blessunarlega sé nú nokkuð að draga úr vinnu- brögðum eins og þeim er að ofan er lýst. Enda kveði lög skýrt á um það hvemig staðið skuli að málum. Fyrir öllu því sem ætlast sé til að ríkið borgi að einhverjum hluta þurfi samþykki áður en hafist er handa. í nýjum lögum sé einnig ákvæði um mat á þörf fólks á innlögn á stofnun. En til þessa sé ekki ótítt að fólk hafi farið á dvalarheimili án þess, eða áður en, það þurfti í raun á því að halda. Hugsa fyrst... „Umfram allt er nauðsynlegt að allir, sem að þessum málum standa temji sér að hugsa þau til hlítar áður en framkvæmdir eru hafnar. Umönnunaraðilar verða að hafa hag skjólstæðinga sinna í fyrirrúmi og láta af forræðishyggju eigi dæmið að ganga upp,“ segir Hrafn Pálsson. Kristján Bjömsson. Kristján Björnsson vígður í Hólakirkju Sunnudaginn 9. júlí nk. verður prestsvígsla í Hóladómkirkju. Séra Sigurður Guðmundsson, vígslubisk- up, vígir Kristján Bjömsson cand. theol., sem áður gegndi störfum blaðamanns hér á Tímanum, til Breiðabólsstaðarprestakalls í Húna- vatnsprófastdæmi. Vígsluvottar verða doktor Einar Sigurbjömsson, prófessor, sem lýsir vígslu, séra Guðni Þór Ólafsson, prófastur, séra Hjálmar Jónsson, prófastur, og séra Ágúst Sigurðsson, en hann er fððurbróðir Kristjáns. Séra Svavar A. Jónsson þjónar fyrir altari ásamt vígslubiskupi. Kirkju- kór Sauðárkróks syngur við messuna undir stjóm Rögnvaldar Valbergs- sonar, organista. Kristján Bjömsson verður þriðji núlifandi prestur sem vígist í Hóla- dómkirkju. Hinir em séra Ágúst Sigurðsson, sem vígður var af föður sfnum, séra Sigurði Stefánssyni, vígslubiskupi, árið 1965 og séra Svavar A. Jónsson, sem vígður var af núverandi vígslubiskupi árið 1986. Messan á sunnudaginn hefst kl. 14:00 og em allir velkomnir. Rúmlega 60 milljóna kr. endurbótum á Hólakirkju í Skagafirði að Ijúka: Endurgerð lokið Hólahátíð fyrir Nú er unnið að endurbót- um á dómkirkjunni að Hólum, að utan og jafnframt lagfæringum og snyrtingu á nánasta umhverfi kirkjunn- ar. Þetta er seinni áfangi í viðamiklum endurbótum á Hóladómkirkju, en í fyrra var kirkjan tekin í gegn að innan og m.a. skipt þar um alla viði. Vonir standa til að unnt verði að Ijúka fram- kvæmdunum á Hólum fyrir hina árlegu Hólahátíð, sem haldin verður 13. ágúst að þessu sinni. Unnið var við fyrri áfangann mik- inn part síðasta árs. Auk nýrrar innréttingar var gólfi kirkjunnar breytt til síns upphaflega horfs og það lækkað um 20 sentimetra, þann- ig að nú er gengið niður um tvær tröppur er inn kemur úr forkirkj- unni. Þá mun nýtt pípuorgel væntan- legt í desember á þessu ári og um svipað leyti verður altarisbríkinni frægu, sem Jón biskup Arason kom með með sér frá Danmörku árið 1521. Altarisbríkin er nú í viðgerð á Þjóðminjasafninu og hefur þar verið ráðið starfsfólk aukalega til að flýta verkinu. Viðgerðum innan húss lauk 4. desember s.l. Kostaði sú viðgerð tæplega 40 milljónir króna, en til viðgerða á kirkjunni að utan og snyrtingar á garðinum umhverfis voru áætlaðar 24 milljónir á fjárlög- um þessa árs. Að sögn séra Hjálmars Jónssonar prófasts á Sauðárkróki, sem er einn nefndarmanna sem á sæti í Hólanefnd sem borið hefur hitann og þungann af áætlanagerð og skipulagningu um viðgerð á Hóla- kirkju, hafa allar áætlanir staðist. „Við höfum verið með alveg ágæta sérfræðinga sem vinna þarna með okkur og þetta hefur allt gengið mjög eðlilega fyrir sig hingað til,“ sagði Hjálmar. Kirkjan á Hólum er hlaðin stein- kirkja og var grjótið sótt í Hólabyrðu sem er fjall upp af staðnum. Er blaðamaður Tímans var þarna á ferðinni fyrir skömmu var verið að brjóta múrhúðina utan af kirkjunni, en ætlunin er að múra kirkjuna alla aftur, utan forkirkjuna sem sést fremst á myndinni. Þar verður hleðslan látin standa til sýnis, eftir að hafa verið varin með þar til gerðum efnum. -ÁG í næsta mánuði lýkur endurgerð Hóladómkirkju. Kirkjan er hiaðin úr grjóti úr fjallinu Hólabyrðu ofan við Hólastað. Það var Be Purah, hirðarkitekt Danakonungs, sem teiknaði kirkjuna á sínum tíma. Tímamynd Ámi Gunn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.