Tíminn - 06.07.1989, Síða 17

Tíminn - 06.07.1989, Síða 17
Fimmtudagur 6. júlí 1989 GLETTUR - Hvers vegna ætlar þú að arfleiða læknadeild háskólans að líkama þínum? Heldurðu nú ekki að þeir eigi við nóg vandamál að stríða? - Sjáðu hvað ég fann upp. Ég ætla að setja lappir undir það og kalla það „kaffiborð" - Konan mín er veik. Hefurðu ekki til einhvern sætan og skemmtilegan „góðan bata“-bíl handa henni? - En smart,...ég hef aldrei séð bol sem ekki er með mynd eða áletrun Tíminn 17 Eiga þauTony og Angela að giftast? Sjónvarpsþættimir „Hver á að ráða?“ (Who‘s the Boss) hafa unnið sér sess ofarlega á vinsældalistum í Bandaríkj- unum og víðar. Þar hefur Tony Danza verið ráðsmaður hjá fjármálakonunni Angelu, sem leikin er af Judith Light. (En hvort var það nú heldur auglýsingastofa eða fast- eignasala sem Angela vann við?) Þau hjónaleysin, Tony og Angela, hafa haldið áhorf- endum í sífelldri spennu, því að stöðugt er gefið í skyn, að þau séu að verða aivarlega ástfangin hvort af öðru. „Kannski verður það í næsta þætti sem þau taka saman,“ hugsa áhorfendur sífeilt, - en svo verður ekki neitt úr neinu. Nú em stjórnendur þátt- anna famir að hafa áhyggjur af að þetta geti ekki gengið svona til lengur. Þeir hafa beðið áhorfendur um að skrifa til sjónvarpsstöðvar- innar og segja sitt álit á því, - hvort þau Tony og Angela eigi að taka saman í þáttunum og ganga hátíðlega í hjóna- band, eða vináttan verði látin nægja. Nú stendur yfir bið- tími og áhorfendur skrifa af kappi, - en enginn veit hvað ■M Angela og Tony hafa nú árum saman verið í „hálfgerðu ástasambandi“ í þáttunum „Who‘s the Boss“ kemur úr þessu. Blað sem skrifar um þetta mál spyr lescndur sína: Hvað finnst ykkur um það, að Ang- ela og Tony gangi í það heilaga? Tony Danza var spurður álits, en hann var mjög óá- kveðinn. Hann sagði leikara í þættinum hafa rætt málið fram og aftur. Sumum þætti að þau ættu að láta verða af því að giftast, en aðrir sögðu, að þá væri öll spenna hætt í þáttunum og þeir myndu renna út í sandinn. Enginn veit enn hvað verður, en „Hver á að ráða?“ er enn með vinsælustu sjón- varpsþáttunum. Nancie vildi líka fá pela um leið og Sabre Þó að Nancie Lea litla og hvolpurinn Sabre séu yfirleitt góðir vinir, þá getur kastast í kekki með þeim, og hér er sú litla að kvarta við mömmu sína Mamma! Það ertígrísdýr í rúminu mínu! Hvar sefur þessi myndar- legi tígrísdýrsungi. Hann vill helst sofa undir barnarúminu hennar Nancie Lee, sem er á öðru ári, og þau leika sér oft saman Nancie, 16 mánaða og tígrisdýrshvolpurinn Sabre frá Síberíu. Á heimili Peters og Desra Renzo er algengt að sjá lítil og stór tígrísdýr. Þau hjón búa í South Lake Tahoe í Kaliforníu og eiga tvö börn, sem eru vön dýrunum og alast upp með þeim. Þegar þessar myndir voru teknar voru 5 ung dýr á heimilinu. Stærsta dýrið sem hefur verið á Renzo-heimilinu, var tígrisynjan Pumpkin, sem nú er ekki lengur í lifandi tígrís- dýra tölu. Hún var 750 pund á þyngd og vildi helst leggja undir sig hjónarúmið, svo að þau Peter og Desra vöknuðu stundum við það að Pumpkin var að ýta þeim framúr. Þau Renzo-hjónin ala upp tígrísdýrs- og leópardaunga og eru dýratemjarar að at- vinnu. Börnin þeirra Symar- on, sem er 6 ára og Nancie Lea á öðru ári, skemmta sér einkum við að leika sér við tígríshvolpinn Sabre, sem við sjáum hér á myndunum, en Desra móðir þeirra segist allt- af vera vel á verði, því að þótt dýrin séu gæf, þá geti þau óvart meitt bömin. „Ég hef alltaf byssu við hendina, og bömin eru aldrei nokkra stund ein með dýmnum. Ég myndi ekki hika við að nota byssuna, ef ég héldi að hætta væri á ferðum,“ segir Desra.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.