Tíminn - 06.07.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.07.1989, Blaðsíða 5
rrr i~r .'T* 'h ir\ •’ ^ iVt r? «-"-7 Fimmtudagur 6. júlí 1989 Tíminn 5 Timamynd: Áml Bjama Háborðið í kvöldverðarboði forseta íslands í gsrkvöldi. [ kvöldverðarboði forseta íslands til heiðurs spænsku konungshjónunum sagði Vigdís Finnbogadóttir: Ættræknin og þjóðarstoltið sameiginlegt þjóðum okkar Yigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, hélt í gær kvölverð- arboð, á Hótel Sögu, til heiðurs spænsku konungshjónunum Juan Carlosi fyrsta og konu hans Sofiu. Fyrir utan erlent fylgdarlið konungshjónanna, svo sem líflækni þeirra, blaða- fulltúa, hershöfðingja og fleiri, sátu veisluna fylgdarmaður Spánarkonungs hér á landi Baltasar Samper og fylgdarkona drottningar Ágústa Sigfúsdóttir, ríkisstjóm íslands, forsetar Alþingis og hæstaréttar, formenn stjórnmálaflokkanna, bisk- upar íslands, sendiherrar, fulltrúarfjölmiðlanna, ráðuneytiss- tjórar, forstöðumenn ríkisstofnana, ýmsir embættismenn og fleirí Gestunum var boðið upp á humar og villisveppi í smjördeigi, reyktan lax með hrognkelsisívafi, lamba- hrygg með íslenskum kryddjurtum og nýjum garðávöxtum og pönnu- kökutertu með ís. Vigdís Finnbogadóttir rakti í ræðu sinni samskipti þjóðanna gegnum aldimar í grófum dráttum og ræddi um það sem þjóðimar eiga sameigin- legt. „Ávallt skyldi farið gætilega í alhæfingum um þjóðareðli, einkum í heimi sem getur breyst jafnhratt og heimur vor. Samt þykir mér ljóst að tvo þætti eiga íslendingar og Spán- verjar sameiginlega sem auðveldi aðgreiningu þeirra frá öðrum þjóð- um veraldar. Annar þátturinn er bjargföst trú þjóðanna á mikilvægi fjölskyldunnar og hinum sterku ætt- arböndum. Bæði á íslandi og á Spáni leggja menn mikla rækt við fjöl- skylduböndin, heiður fjölskyldunn- ar - og börnin,“ sagði Vigdís. Hinn þáttinn nefndi hún þjóðarstoltið, „alið af djúpri ást á þeim aðstæðum og þeirri menningu sem við höfum vaxið upp við, þó svo ólíku sé saman að jafna með þessum tveimur þjóðum". Vigdís minntist á lýðræðið sem er stjórnskipulagi landanna sameigin- legt og mikilvægi þess. „Með því að berjast fyrir lýðræðinu og rækta það af atorku geta þjóðir okkar orðið til fyrirmyndar í fjölskyldu þjóðanna, hvor með sínum hætti í sínum heimshluta. Ekkert lóð á þá vogar- skái getur orðið of smátt né komið of seint.“ Forsetinn talaði einnig um sam- skipti þjóða á milli sem nauðsyn til að rækta og endumýja eigin menn- ingu. „Auðvitað verðum við að stunda verslun og viðskipti okkar í milli. Það er öllum þjóðum heims nauðsynlegt. Og við munum meta mikils að fá að halda góðum vöruvið- skiptum við þjóð yðar hér eftir sem hingað til. En við megum ekki láta okkur sjást yfir þá staðreynd að það eru ekki efnahagsleg heldur menn- ingarleg og andleg samskipti sem skapa lifandi og varanleg vináttu- bönd,“ sagði Vigdís. Juan Carlos, konungur Spánar þakkaði kærlega fyrir móttökumar í sinni fyrstu opinbem heimsókn hér á landi. Hann ræddi einnig stuttlega um sögu samskipta þjóðanna og fór vinsamlegum orðum um ísland, tungu Islendinga og þjóðlífið. „Stjómskipulag landanna er í grund- vallaratriðum hið sama, bæði löndin eiga sæti í Evrópuráðinu og deila sameiginlega evrópskri menningar- arfleifð. Framlag íslendinga til þeirr- ar arfleifðar, hinar víðfrægu íslend- ingasögur, hafa veitt okkur ómetan- lega aðstoð við að skilja betur ákveð- in tímabil í okkar eigin sögu. Auk þess sem þær hafa verið ákveðinni bókmenntagrein, mjög vinsælli á meginlandinu, mikill innblástur," sagði konungurinn. Hann minntist á opinbera heim- sókn forseta íslands til Spánar og fór nokkrum orðum um ferðamanna- straum íslendinga til þarlendra stranda, sem væri af hinu góða. „Okkur er mikil ánægja að dvöl okkar hér á landi einkum þar sem hún veitir okkur tækifæri til að kynnast hvert öðru betur. Heim- sóknin gefur okkur færi á að skoða einstaklega fagurt land og hitta gest- risið fólk sem samtímis eru málsvar- ar frelsis einstaklinga og hópa,“ sagði konungurinn. Að ræðunni lok- inni bað hann viðstadda að drekka skál vináttu og samvinnu landanna, til heiðurs forseta íslands og ham- ingju íslensku þjóðarinnar. jkb Viðræður utanríkisráðherra íslands og Spánar: Ordonez vill miðla málum Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra og Fernan- dez Ordonez utanríkisráö- herra Spánar áttu í gær við- ræður ásamt embættismönn- um um ýmis sameiginleg mál- efni landanna. Á fundinum bauðst Ordonez til þess að hafa milligöngu innan stjórn- ar Evrópubandalagsins um að leysa þann ágreining sem ríkir milli íslendinga og bandalagsins. Sem kunnugt er hefur Evrópubandalagið ekki getað sætt sig við frelsi í fisksölumálum án þess að íslendingar veiti fiskveiði- heimildir innan fiskveiðilög- sögu íslands. Utanríkisráðherrarnir ræddu einnig um samvinnu landanna innan Atlantshafsbandalagsins og könnun- arviðræður EFTA og Evrópubanda- lagsins. Einnig tolla Evrópubanda- lagsins á saltfiskútflutning íslend- inga, nýafstaðinn ráðherrafund Evr- ópubandalagsins í Madrid, hug- myndir íslendinga um afvopnun á höfunum og traustvekjandi aðgerð- ir. t*á skýrði Jón Baldvin Hannibals- son frá því að íslenska ríkisstjórnin hefði ákveðið að íslendingar muni taka þátt í heimssýningunni í Sevilla 1992 og undirbúningur væri þegar hafinn að þátttökunni. Á undanfömum ámm hefur út- flutningur til Spánar verið um 3- 3,5% af heildarútflutningi íslend- inga en innflutningur þaðan numið um 1% af heildarinnflutningi. Á síðasta ári var saltfiskur um 90% af útflutningnum til Spánar. Sama ár vom fluttar út vömr til Spánar fyrir um 2113 milljónir króna en inn vom fluttar vömr fyrir um 650 milljónir króna. SSH Fréttamenn sýndu viðræðum utanríkisráðherra íslands og Spánar mikinn áhuga eins sést á fjölda hljóðnemanna, en yfir 50 spænskir fréttamenn eru staddir hér á landi vegna heimsóknar spænsku konungshjónanna. Tímamynd: Ámi Bjamo

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.