Tíminn - 06.07.1989, Blaðsíða 19

Tíminn - 06.07.1989, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 6. júlí 1989 Tíminn 19 lllllllllllllllllllllillllll ÍÞRÓTTIR llllllJlJillllllllllJlillllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllll^ Keflavík vann Fylki í Árbænum í gær með tveimur mörkum gegn engu — Knattspyrna: IA burstaði FH - Sjö mörk skoruð á Kaplakrikanum Skagamenn voru í banastuði í gærkvöldi þegar þeir unnu stórsigur (6-1) á daufum Hafnflrðingum á Kaplakrikavelli í gærkveldi. Það fyrsta sem vakti athygli í leiknum að í mark Skagamanna var mættur Davíð Kristjánsson sem varði mark Skagamanna fyrir nokkr- um árum. Báðir markmenn Skaga- manna þeir Ólafur Gottskálksson og Sveinbjöm Allansson eru meiddir. Davíð stóð sig eins og hetja og varði meðal annars eina vítaspymu. Skagamenn byrjuðu leikinn strax af miklum krafti og Guðbjöm Tryggvason skoraði strax á 10. mín- útu með þrumuskoti eftir auka- spymu rétt fyrir utan vítateig FH- inga. Stuttu seinna fékk Haraldur Ingason knöttinn inn í miðjum víta- teig FH-inga og afgreiddi hann strax af öryggi í markið. Á 20. mínútu skoraði Sigurður B. Jónsson þriðja mark Skagamanna eftir hornspyrnu sem Haraldur tók. í>ar með var eins og Skagamenn væm búnir að gera út um leikinn og síðan á 44. mín. bætti Karl Þórðar- son við stórglæsilegu marki með föstu snúningsskoti alveg af vítat- eigshominu. Þrjár vítaspyrnur í seinni hálfleik FH-ingar byrjuðu seinni hálfleik- inn ágætlega og á 61. mín. fengu þeir vítaspymu en Davíð Kristjánsson varði frá Ólafi Jóhannessyni. Á 78. mínútu skoraði Bjarki Gunnlaugs- son fallegt skallamark eftir góðan undirbúning frá Karli Þórðarsyni. Á 86. mínútu skomðu FH-ingar loks þegar Pálmi Jónsson skoraði úr víta- spymu. Það var síðan Haraldur Ingason Skagamaður sem átti loka- orðið í þessum skemmtilega leik þegar hann skoraði úr vítaspymu rétt fyrir leikslok. KHG íslenska sundfólkið stendur sig með prýði á „Heimsleikum þroska- heftra“ sem fram fara í Hemösand í Svíðþjóð um þessar mundir. Á þriðjudaginn var vann sund- fólkið til þrennra gullverðlauna, einna silfurverðlauna og tvennra bronsverðlauna. Sigrún H. Hrafns- dóttir varð fyrst í 100 metra skrið- sundi á 1:16,50 mínútum, Hrafn Logason varð fyrstur í 100 metra flugsundi á 1:31,90 mínútum og Guðrún Ólafsdóttir varð fyrst í 50 Knattspyrna: Enginn bikar til Akureyrar Það var leiðindaveður sem setti svip sinn á leik Fram og Þórs á Akureyri í gærkvöldi. Grenjandi rigning og völlurinn þungur og erfið- ur yfirferðar. Framarar sigruðu 1-0 með marki sem Pétur Ormslev skoraði í seinni hálfleik eftir fyrirgjöf frá Ragnari Margeirssyni. Var þetta nánast eina marktækifæri Framara í leiknum og verða þeir því að teljast heppnir að hafa unnið þennan leik. Þórsaramir sköpuðu sér mun betri marktækifæri en tókst ekki að skora. Bestu menn vom hjá Frömumm Pétur Ormslev og Viðar Þorkelsson, en hjá Þór voru þeir Bjarni Olsen og Antoni Karl Gregory sprækastir. KR í basli á Króknum KR-ingar lentu í mestu vandræð- um með spræka Sauðkrækinga í bikarkeppni KSÍ á Sauðárkróki í gærkvöldi. Grípa þurfti til víta- spymukeppni þar sem jafnt var eftir framlengdan leik. Eftir venjulegan leiktíma var staðan eitt eitt og má geta þess að Pétur Pétursson brenndi af víti. KR-ingar vom síðan sterkari i vítaspyrnukeppninni og em því komnir áfram í bikarnum. Vítaspyrnukeppni í Garðinum Eftir venjulegan leiktíma var jafnt í leik Víðis og Selfoss sem fram fór í Garðinum í gærkvöldi. Eftir fram- Iengdan leik var ennþá jafnt og varð því vítaspymukeppni það eina sem var eftir til að knýja fram úrslit. Víðismenn reyndust vera betri víta- skyttur og em því komnir áfram í bikamum. metra baksundi á 44,31 sekúndu. Gunnar Þ. Gunnarsson varð annar í 50 metra baksundi á 36,13 sekúnd- um. Bára B. Erlingsdóttir varð þriðja í 50 metra baksundi á 47,17 sekúndum og Gunnar Þ. Gunnars- son varð einnig þriðji í 100 metra skriðsundi á 1:08,47 mínútum. Hrafn Logason varð síðan í 5. sæti í 100 metra skriðsundi á 1:13,91 mín- útu. í frjálsum íþróttum varð Aðal- steinn Friðjónsson í 8. sæti en hann stökk 4,99 metra. KHG Tennis: Wimbledon John McEnroe komst í fjögurra manna úrslit á Wimbledon mótinu í tennis þegar hann vann Mats Wi- lander frá Svíþjóð í gær. Þetta er fyrsta skipti síðan 1984 sem McEn- roe kemst svona langt á Wimbledon- mótinu. McEnroe mætir annaðhvort titilhafanum frá því í fyrra Stefan Edberg frá Svíþjóð eða Bandaríkja- manninum Tim Mayotte. Ivan Lendl er einnig kominn í fjögurra manna úrslit en hann vann Bandaríkja- manninn Dan Goldie í aðeins þrem- ur lotum í gær. V-Þjóðverjinn Boris Becker fór einnig Iétt með sinn leik en hann vann Paul Chamberlin í þremur lotum. LESJUNARÁfETLUNl Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Árhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Annan hvern þriðjudag Kaupmannahöfn: Alla miðvikudaga Varberg: Alla fimmtudaga Moss: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Skip..............25/7 Gloucester/Boston: Alla þriðjudaga New York: Alla föstudaga Portsmouth/Norfolk: Alla sunnudaga Lestunarhafnir innanlands: Reykjavík: Alla miðvikudaga Vestmannaeyjar: Alla föstudaga Húsavík: Alla sunnudaga Akureyri: Alla mánudaga ísafjörður: Alla þriðjudaga SKIfíADEILD Y&kSAMBANDSINS Sambandshúsinu, Kirkjusandi 105, Reykjavík, sími 698300 L 1 1 A A Á Á A Á . ÍAKN TRAIJSTRA KIJININGA Akureyri: „Pollamót“ Þórs og Sjallans „Pollamót“ íþróttafélagsins Þórs og Sjallans var haldið á Þórs- vellinum á Akureyri um helgina. 14 lið tóku þátt í keppninni, og voru þau skipuð „po!lum“ 30 ára og eldri. Það voru Skagamenn sem sigruðu í mótinu, KR-ingar voru í öðru sæti, og Breiðablik í því þriðja. Á föstudeginum var leikið í þremur riðlum, og komust efstu liðin úr hverjum riðli í úrslitariðil, og léku þau um „Pollamótsbikar- inn“ á laugardaginn. í A-riðli léku: KA, KR, Tindastóll, Völsungur og Leiknir. í B-riðli léku: Breiðablik, Þór, Huginn, Dalvík og Árroðinn, og í C-riðli léku: Haukar, ÍA, BW og Fylkir. Það var veitingahúsið Sjallinn sem gaf öll verðlaun á mótinu. Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin á mótinu: ÍA, KR og Breiða- blik. Þá var besti markmaðurinn valinn: Ámi Stefánsson Tindastóli, besti vamarmaðurinn: Ellert Schram. Þórsarinn Bjami Hafþór Helgason hirti síðan 2 titla: Besti sóknarmaðurinn og markahæsti maður mótsins. Heilt lið var valið Persónuleiki mótsins en það var BW (Bjartar Vonir Vagna) úr Mývatnssveit. Þeir félagar mættu til leiks í afar sérstökum búningum, sem vöktu mikla athygli. Þótt mót sem þetta hafi fyrst og fremst skemmtigildi fyrir leik- menn, þá var hart barist og oft brá fyrir skemmtilegum töktum og greinilegt að margir vom í topp- formi og litlu gleymt. Aðrir vom þó famir að glata snerpu, brjóst- kassinn hafði sigið helst til langt niður og kom það óneitanlega niður á getu. Þátttakendur sem og áhorfendur skemmtu sér þó hið besta, og allir staðráðnir í að mæta að ári. HIÁ -ekkj «^V!= mÆwm/MJ mmm Föstudagur kl.19:55 27. LEIKVIKA- 7. júlí 1989 m X m Leikur 1 Valur - K.A. 10 Leikur 2 Keflavík - Fvlkir1d Leikur 3 F.H. - Víkingur 10 Leikur 4 Í.R. - Tindastóll 20 Leikur 5 Leiftur - Völsungur20 Leikur 6 Í.K. - Hveragerði30 Leikur 7 Grindavík - Þróttur R. 30 Leikur 8 Leiknir R. - Afturelding M Leikur 9 Víkverji - B. ísafjarðarM Leikur 10 Grótta - Reynir S. 30 Leikur 11 Magni - K.S. 30 Leikur 12 Þróttur N. - Reynir Á. 30 Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULINAN S. 991002 Ath. Tvofa Idur potti I I B ■ Þroskaheftir: Heimsleikar - íslendingarnir standa sig vel

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.