Tíminn - 06.07.1989, Qupperneq 20

Tíminn - 06.07.1989, Qupperneq 20
AUGLYSINGASIMAR: 680001 —686300 k — “ RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 W "0^0- w % SAMViNNUBANKI ISLANDS HF. ; »iO* B ■ L A s r0 ÞRDSTUR 685060 VANIR MENN PÓSTFAX XÍM/VNS 687691 FIMMTUDAGUR 6. JÚLI 1989 Vandi loðdýraræktarinnar ræddur á fundi hagsmunaaðila á Akureyri í gær: Verða skuldir afskrifaðar? Vcrður hluti af 1,5 milljarða króna skuld loðdýrabænda við Stofnlánadeild landbúnaðarins af- skrifuð? Það er ein af þeim leiðum sem Steingrímur J. Sígfússon land- búnaðarráðherra og Stefán Val- geirsson formaður stjórnar Stofn- lánadeildar Iandbúnaðarins, telja koma til greina til að bjarga loð- dýrarækt hér á landi. Fundað var um gífurlegan fjár- hagsvanda loðdýraræktarinnar á Akureyri í gær. Fundinn sátu Steingrímur J. Sigfússon landbún- aðarráðherra, stjórn Stofnlána- deildarinnar, forstjóri Byggða- stofnunar og formaður Framleiðni- sjóðs landbúnaðarins, en þessir aðiiar hafa allir lánað fé til upp- byggingar loðdýraræktarinnar í landinu, Stofnlánadeildin þó sýnu mest eða um einn og hálfan milljarð. Steingrímur J. Sigfússon land- búnaðarráðherra segir að til greina komi að skuldir Ioðdýrabænda verði afskrifaðar og byrjað verði upp á nýtt. Ekki hafi enn verið tekin pólitísk ákvörðun urn framtfð loðdýraræktarinnar en til séu öfl sem seti sig upp á móti greininni, bæði í stjórnkerfinu og úti í þjóð- félaginu. -ÁG Olísmálinu frestað í f ógetarétti í gær Auknar líkur á samkomulagi í deilu farmanna og útgerðarfélaganna: Yfirvinnubanni skotið á frest Yfirvinnubanni farmanna, undirmanna á kaupskipum, sem taka átti gildi í gærdag, hefur verið frestað þar til kl. 17.00 14. júlí. Boðuð vinnustöðvun á mánudaginn n.k. stendur eftir sem áður. Þetta var niðurstaða sáttafundar Sjómannafélags Reykjavíkur, fyrir hönd farmanna, og samtaka útgerðarfélag- anna, sem lauk hjá ríkissáttasemjara í gærkvöld og þykir benda til þess að meiri von sé en áður um að samkomulág takist í deilunni, áður en til verkfalls kemur. Guðmundur Hallvarðsson for- maður Sjómannafélags Reykjavíkur segir að þetta sé gert vegna þess að eðlilegt sé að haldið sé áfram viðræð- um án þess að annar aðilinn við samningaborðið sé kominn í tíma- þröng. Guðmundur vildi ekki segja til um hverjar líkurnar væru á sam- komulagi á næstunni, en sagði vissar væntingar felast í þessari frestun yfirvinnubannsins. Þórður Magnússon hjá Eimskipa- félagi íslands sagðist vonast til þess að unnt væri að ná samkomulagi og líta svo á að þessi frestun væri gerð í þeirri von. „Við munum leggja okkur alla fram um að samkomulag takist,“ sagði Þórður. Laxfoss skip Eimskipafélags íslands sem sigla átti út í gærkveldi mun, þrátt fyrir að yfirvinnubanninu hafi verið aflétt, samt sem áður ekki sigla fyrr en klukkan tíu í dag, eins og ráðgert hafði verið áður en að banninu var aflétt. Sáttafundur Flugfreyjufélags ís- lands og Flugleiða, sem einnig hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara í gærmorgun stóð enn þegar Tíminn fór í prentun í gærkveldi. -ÁG Frystitogarinn Freri í Reykjavíkurhöfn í gær. Tímamynd: Ámi Bjama Olísmálið tekið enn og aftur fyrir í fógetarétti í gærmorgun en var frestað til morguns, föstudags. Málið er vegna 430 milljóna króna skuldar Olís við Landsbankann en hún mun nú vera að nálgast ískyggilega 500 milljónir þegar vanskilavextir og kostnaður bætist við. Bankinn hefur krafist kyrrsetning- ar á eignum Olís en félagið hefur hins vegár bent á eignir og verðmæti til tryggingar skuldinni og hefur starf fógetaréttar verið að meta þessar eignir og úrskurða hvort og hversu gildar þær eru sem tryggingar. Nokkrum úrskurðum fógetaréttar hefur Olís skotið til Hæstaréttar og felldi hann dóm í þremur þessara mála í fyrradag. Fógeti hefur tekið málið fyrir lið fyrir lið og úrskurðað um sérhvern þcirra. Búist er við að mörgum þeim úrskurðum sem hann á eftir að fella í málinu verði skotið til Hæstaréttar. Menn eru ekki á eitt sáttir hvort þríþættur dómur Hæstaréttar í fyrra- dag sé OIís til hagsbóta. Ýmsir telja að í honum felist ekki annað en það að Hæstiréttur fallist ekki á vinnu- brögð og úrskurði fógetaréttar við mat á þeim eignum sem Olís benti á fyrir réttinum. - sá Dr. Wolfgang von Geldern, sjáv- arútvegsráðherra V-Þýskalands kemur í opinbera heimsókn, í boði Halldórs Ásgrímssonar sjávarút- vegsráðherra, í dag. Með ráðherran- um í förinni verða fulltrúar helstu vestur-þýskra fyrirtækja sem kaupa fisk af íslendingum. Nánast ekki neitt til sölu af kvótum: Ekkert til skiptanna Opinber heimsókn sjávarútvegsráöherra V-Þýskalands: Viðskiptasamstarf þjóðanna til umræðu Ráðherrarnir munu eiga formleg- ar viðræður síðdegis í dag, þar má búast við að rædd verði ýmis mál varðandi viðskiptasamstarf þjóð- anna á sviði sjávarútvegsmála, rann- sóknarsamstarf og samskipti íslands við Evrópubandalagið. - ABÓ „Ég hef nú ekki heyrt um neinn annan en Frera, sem leggur nú upp,“ sagði Sveinn Hjörtur Hjartarson hjá LÍÚ, aðspurður hvort vænta mætti þess að fleiri frystitogarar kæmu til með að stoppa á næstunni vegna kvótaleysis. Sveinn sagði að margir væru komnir langt með kvótana, en sumir hefðu verið að reyna að drýgja veiðitímann, með því að fara á úthafskarfaveiðar og lengt þannig veiðitímann um mánuð. Þó nokkur skip hafa farið á úthafskarfaveiðar að undanförnu og má þar m.a. nefna Harald Kristjánsson og Sjóla, Ými, Mánaberg og Sléttbak frá Akureyri og Snæfellið frá Hrísey. „Ég held að það sé nánast ekki neitt til sölu af kvóturn," sagði Hjörtur, aðspurður hvort einhver hreyfing væri á sölu kvóta milli skipa. Um verðið á kvótanum, sagði Sveinn að verðið gæti ekki verið mikið þegar ekkert væri verið að selja. „Það er ekkert til skiptanna frekar," sagði Sveinn. Hann sagði að sér væri ekki kunn- ugt um neinar sölur manna í milli, hitt gæti verið að menn væru að skiptast á einhverjum smáslöttum, án þess að hann vissi af því. - Hvað eiga menn von á að hægt verði að halda lengi út árið? „Það er mjög erfitt að segja svona, flotinn samanstendur af fleiri hundruð bát- um og togurum. Ég segi að skip sem hefur ákveðinn kvóta og menn vissu allir í ársbyrjun hvað til ráðstöfunar var, þá geri ég ráð fyrir því að flestir hafi lagt upp sín plön með hliðsjón af því. Það má vel vera að einhverjir hafi komist að þeirri niðurstöðu að best væri að veiða þetta allt í hvelli og leggja síðan bátunum og bíða fram að næstu úthlutun. Síðan aðrir sem hafa ákveðið að drýgja sér kvótann og veiða minna og jafnara," sagði Sveinn. Hann sagði að ekki væri hægt að horfa fram hjá því að búið væri að minnka þorskveiðikvót- ann um 10% á þessu ári og 16% í fyrra, þannig að það hefði allt sín áhrif. -ABÓ Gómaður með græjurnar Brotist var inn í verslunina Hljómbæ við Hverfisgötu á þriðja tímanum í fyrrinótt. Þjófurinn var búinn að viða að sér hljómflutn- ingstækjum og öðrum tækjum fyrir um 400 þúsund krónur. Til manns- ins sást þegar hann var að bera tækin út og var hann handtekinn. - ABÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.