Tíminn - 06.07.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.07.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 6. júlí 1989 RÐ Rafgirðingarstöðvar fyrir rafhlöður eða rafgeyma Hot^lino hi Q O iaíih rwci // a a I Veitustöðvar fyrir bæjarstraum Þanvír Frá Æfingaskóla Kennaraháskólans Tvo kennara vantar að skólanum skólaárið 1989 til 1990. Um er að ræða: Umsjónarkennara í 7. bekk með áherslu á stærðfræði og líffræði og stöðu tónmennta- kennara. Upplýsingar í símum 91-31781 og 92-46519. Skólastjóri. Heybindivél til sölu International árgerð 1974, lítið notuð. Upplýsingar í síma 93-41473. LEKUR ER HEDDIÐ BLOKKIN? SPRUNGID? Viðgerðir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir - rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiða. Viðhald og viðgerðir á iðnaðarvélum - járnsmíði. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin — Sími 84110 Barn sem situr í barnabílstól getur sloppið við meiðsl UMFERÐAR RÁÐ Herör skorin upp gegn veiðiþjófnaði á Norð-Austurlandi: LAXVEIDIMONN- UM NÓG BOÐID Laxveiðimenn á Norð-Austur- landi hafa skorið upp herör gegn veiðiþjófum. „Okkur er nóg boðið og stefnum nú að því að uppræta veiðiþjófnaðinn“ sagði Orri Vigfússon formaður Laxárfélagsins í samtali við Tímann. Félagsmenn telja veiðar fyrir utan ósa laxveiðiáa á svæðinu algjörlega ólöglegar og hafa ráðið til sín veiðivörð. Auk þess hafa þeir farið fram á það við Landbúnaðarráðuneytið að sett verði skýr reglugerð sem banni allar veiðar í sýslunni, fyrir utan skipulagðar veiðar í ám. Orri sagði að á undanförnum árum hafi orðið vart við töluverðan veiðiþjófnað fyrir utan ósa Laxár í Aðaldal og fleiri áa. „Menn þykjast vera á silungsveiðum sem vafi hefur leikið á hvort væri Iöglegt. Að okkar áliti eru hagsmunaaðilar sem stunda veiðar á þessu svæði og þykjast hafa til þess rétt með allt niður um sig og hafa samkvæmt lögum engin réttindi lengur“ sagði Orri. í lögum segir að þeir einir megi stunda silungsveiði á þessum slóðum sem það gerðu fyrir 1957 og stunda skipulagðar veiðar. Þá er veiði- mönnum gert að hafa merkingar á veiðarfærum og skila aflaskýrslum til Veiðimálastofnunar. „Samkvæmt upplýsingum Veiðimálastofnunar er enginn sem stundar veiði á þessu svæði sem uppfyllir þessi skilyrði,“ sagði Orri. Hann sagði tugmilljónir króna hafa verið lagðar í uppbyggingu laxastofna, síðan Norðurlax, seiða- stöðin við Laxamýri, var stofnuð 1969. “Það voru örfáir eldri menn sem stunduðu veiðar á þessum slóð- um fyrir nokkrum árum og við sáum ekki ástæðu til að amast við því. Hin síðari ár hefur það hins vegar færst í vöxt að yngri menn hafa sótt í veiðamar, hafa jafnvel látið sérút- búa fyrir sig net í þessu skyni og hefur orðið vel ágengt. Nú er svo komið að talið er að sex til sjö hundruð laxar hafi verið veiddir ólögiega í fyrra. Þetta er samsvar- andi magn og veiðist í þokkalega góðri laxveiðiá og okkar tjón skiptir þar af leiðandi milljónum“ sagði Orri. Félagið hefur lagt til við Landbún- aðarráðuneytið að sett verði sérstök reglugerð sem gildi um þetta svæði. „Veiðimálastofnun hefur einnig lagt til að sett verði bann við silungs og laxveiði í Þingeyjarsýslu öðrum en þeim sem fara skipulega fram og em skráðar mjög ýtarlega. Landbúnað- arráðuneytinu er samkvæmt lögum skylt að setja ýmsar reglugerðir í sambandi við þetta en því hefur ekki verið sinnt. Eins og er hvílir sönn- unarbyrðin á okkur. Það er að segja að við verðum að sanna sekt þjóf- anna. En með setningu reglugerðar myndi dæmið snúast við og koma í þeirra hlut að sanna rétt sinn til veiða“ sagði Orri. Félagið réð fyrir skemmstu Sigurð Ámason, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, sem veiðivörð frá Eyjafirði austur að Langanesi. “Við vildum byrja á þennan hátt áður en við fömm að gera eitthavð meira" sagði Orri. Aðspurður sagði hann að næsta skref geti orðið að haft verði beint samband við lög- reglu þegar uppvíst verður um veiði- þjófnað. Sigurður hefur þegar tekið til starfa og mun hafa eftirlit með veiðum bæði af landi og sjó. „Hann hefur þegar fundið torkennileg veið- arfæri sem okkur grunar að séu til þess ætluð að ná í lax“ sagði Orri. Auk þessa sagðist Orri hafa frétt að fundist hefði drauganet sem geta valdið ómældum skaða, ekki aðeins með tilliti til veiða. jkb Grétar Haraldsson, markaðsstjóri Eurocard, Anna Guðný Aradóttir, framkvæmdastjóri Útsýnar og Jón Steinar Gunnlaugsson, forseti Bridgesambands fslands, undirrita samninginn. Bridge: Bikarkeppni Eurocard og Útsýnar hf. Samkvæmt samningi sem Bridgesamband íslands hefur gert við Eurocard á íslandi og Ferðaskrifstofuna Utsýn hf, verður bikarkeppni Bridgesam- bandsins 1989 kölluð „Bikarkeppni Eurocard og Útsýnar“. Keppnin mun standa yfir í sumar og fram á haust og samkvæmt samningum er Eurocard og Útsýn hf. heimilt að nota hverja þá möguleika sem gefast til að auglýsa fyrirtækin. Sýnt verður frá undanúrslitaleikjum og úrsiitaleik keppninnar í ótruflaðri dagskrá á Stöð 2. Ólafsfjörður: Tveirsækja um stöðu bæjarfógeta Tveir umsækjendur eru um stöðu bæjarfógeta í Ólafsfirði en staðan var auglýst frá og með 1. júlí. Umsækjendur eru Kjartan Þorkelsson og Ólafur Ólafsson. Kjartan Þorkelsson hefur starf- að sem fulltrúi sýslumannsins í Rangárvallasýslu frá árinu 1982. Ólafur Ólafsson hefur hins vegar starfað á skrifstofu bæjarfógetans á Akureyri og sýslumanns Eyja- fjarðarsýslu frá árinu 1985 og frá 1987 hefur hann gegnt þar stöðu aðalfulltrúa. HIÁ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.