Tíminn - 13.07.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.07.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 13. júlí 1989 Tímiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingastmi: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: Mánaðaráskrift I kr. 900.-, verð í lausasölu í 80,- kr. og 100,- kr. um • helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Tvöfeldni sjálfstæðismanna í forystugrein í Morgunblaðinu er fjallað um landbúnaðarmál. Þótt vissulega sé margt vel sagt í greininni, ber hún eigi að síður þau einkenni sem leiðir af tvískinnungi Sjálfstæðisflokksins í landbúnaðarmál- um og afstöðu til bændastéttar. Aðferð Morgunblaðsins er að slá úr og í. Það er réttilega sagt hjá Morgunblaðinu að íslenskur land- búnaður á við mikla erfiðleika að etja. Hins vegar er það blendinn sannleikur þegar lögð er sérstök áhersla á í greininni, að „Morgunblaðið hafi bent á nauðsyn nýsköpunar í landbúnaði“, en þess getið löngu síðar að bændur séu sjálfir „framarlega“ í flokki þeirra, sem leita leiða út úr „ógöngum“ sem landbúnaður hefur ratað í. Hið sanna er að það eru bændur og forystumenn þeirra sem haft hafa alla forystu um þá aðlögunar- stefnu að breyttum markaðsaðstæðum, sem er hin opinbera og yfirlýsta stefna stjórnvalda í landbúnaðar- málum. í þeim umræðum, sem hin nýkapitalísku öfl í þjóðfélaginu hafa staðið fyrir um landbúnaðarmál, er það aðferð þeirra að láta eins og aðlögunarstefnan sé ekki til. Þessir menn segja í sífellu að stjórnvöld aðhafist ekkert í landbúnaðarmálum og tregða sé hjá bændastéttinni að breyta framleiðsluháttum sínum. Þetta er alröng fullyrðing. Stjómvöld hafa á undan- förnum ámm markað landbúnaðarstefnu - í nánu samstarfi við samtök bænda - sem felur það í sér að draga skuli úr framleiðslu búvöru og miða hana við innlenda markaðsþörf. Þetta er það markmið sem stefnt er að. Til þess að ná þessu marki á manneskju- legan hátt og án niðurlægjandi röskunar á högum fyrir því að samdráttur búvömframleiðslu gerðist á ákveðnu árabili, bændur fengju fimm ára aðlögunar- eða umþóttunartíma. Nýkapitalistar una ekki þessari stefnu og láta eins og hún sé ekki til. Enda eru viðhorf þeirra í efnahags- og viðskiptamálum öndverð við manneskjulegt aðhald að atvinnubyltingum og tillitssemi við alþýðufólk sem stendur frammi fyrir röskun á atvinnu sinni, eignum og heimili. Hinir lærðu nýkapitalistar skrifa „fræði- lega“ um hagstefnu sína og búa til kenningar handa hægri blöðunum og vekja áhuga milliliða og innflytj- enda á ágæti þessara kenninga. Hvað landbúnaðinn varðar er boðskapur nýkapitalista einfaldur: Það á að gefa innflutning á landbúnaðarvörum frjálsan. Því miður er ekki annað að sjá en að Morgunblaðið aðhyllist kenninguna um að heimila innflutning á öllum landbúnaðarvörum, einnig þeim sem hægt er að framleiða í landinu. Þetta er einnig að verða stefna helstu ráðamanna Sjálfstæðisflokksins. Þeir vilja taka upp innflutning á landbúnaðarvörum. Morgunblaðið segir: „Bændur þyrftu ekki að óttast samkeppni frá útlöndum, ef rétt er á málum haldið.“ Sá hugsunarháttur sem felst í þessum orðum er ekki eins sakleysislegur og hann sýnist vera. Hann lýsir síst eins góðum hug til hagsmuna bænda eins og Morgun- blaðið telur sig hafa. Sjálfstæðismenn gera sig seka um tvískinnungshátt í landbúnaðarmálum. Hægri blöðin enduróma tvöfeldnina. - GARRI llllllllllllllllllllllllllllfllllllll Blekking byltinganna Það getur veríð nógu fróðlegt að fylgjast með umtali Bandaríkja- manna um sitt eigið stjómkerfi, sem þeir rekja fjálglega til stjómar- byltingar fyrir meira en 200 áram. Ævinlega gætir tiihneigingar hjá mælskumönnum þar í landi að fara hástemmdum orðum um stjóm- kerfl sitt og telja það svo fullkomið frá hendi feðranna að ekki verði á betra kosið. Síst skal dregið úr því að stjóm- skipan Bandaríkjanna sé skynsam- leg að formi tíl. Enginn efast um sögulegt mikilvægi frelsisyfirlýs- ingar og stjómarskrár þeirra. Þar með er ekki sagt að þetta stjóm- kerfi tryggi af sjálfu sé öll þau háleitu markmið, sem í þvi eiga að felast. Stjórakerfið hefur ekki tryggt jafnrétti þjóðfélagsþegn- anna, að allir menn séu fæddir jafnir. Stjómkerfið sér ekki fyrir því að hver maður sé virtur eins og honum ber. Þótt málfrelsið í Bandaríkjunum sé að vísu lofsvert, þá gera menn sig í þvi landi ekki síður seka um misnotkun á því eins og fleirí mannlífsgæðum. Menn verða nefnilega að bíta í það súra epli að hástemmdar ræður mælsku- sköranga og snyrtilega orðaðar stjómarskrár og mannréttinda- yfiriýsingar duga ekki alltaf til þess að koma á lýðræði og jafnrétti og fríðsamlegum stjómarháttum. Bandaríska stjómarskráin var jafn- vel ekki svo vel úr garði gerð þegar á reyndi, að hún kæmi í veg fyrir borgarastyrjöld, sem enn er eins og opið sár í minningu þjóðarinnar. Franska byltingin 1789 Frakkar em nú að minnast þess að 200 ár era liðin frá byltingunni 1789. Líldega hefur enginn stjóm- málaatburður á síðari öldum verið svo umtalaður sem franska stjóm- arbyltingin. Til hennar hafa Evr- ópuþjóðir þóst geta rakið upphafið að frelsis- og lýðræðishugmyndum nútímans, svo að Frakkar hafa ekki einir orðið til þess að halda á loft afrekum byltingarmannanna, sem ekki spöraðu fögur orð um markmið sitt með því að velta konungseinveldinu. Þeir bjuggu til vígorðin frelsi, jafnrétti og bræðralag, sem enn í dag em trúaratriði margra að hafi holdgast í frönsku byltingunni. Napoleon Bonaparte Þó þurfti nú svo að fara að franska byltingin át bömin sín, eins og flestar aðrar byltingar fyrr og síðar. Fjarri fer því að í kjölfar frönsku byltingarínnar 1789 hafi risið upp öld frelsis, jafnréttis og bræðralags, síst í sjálfu móðuriandi þessara hljómfögm vígorða. Bylt- ingarmennimir gengu milli bols og höfuðs hver á öðram, þangað til ævintýramaður að nafni Napoleon Bonaparte safnaði hernum saman til þess að ná undir sig öllum völdum. Með þau orð á vörunum að hann værí séríegur fuUtrúi bylt- ingarinnar gerði hann sér lítið fyrir og lét krýna sig keisara yfir Frökk- um og Frakkaveldi. Ekki virtist hann gera Iöndum sínum neina hneisu með svo djarflegu tUtæki, því að varia telja Frakkar sig hafa eignast annan eins afreksmann sem hann. Eftir að hann varð keisari hóf hann stríðsrekstur og landvinninga á hendur hverri þeirri þjóð, sem á vegi hans varð og æddi allt austur í Rússland af miklum garpskap en minni fyrirhyggju. ÖU hans slóð var blóði drifin, þangað tíl Eng- lendingar gerðu upp sakirnar við hann. Það breytti því ekki að fremstu skáld Evrópumenningar- innar sungu honum lof og hafa Iátið menn trúa því fram á þennan dag að Napoleon Bonaparte hafi verið einn af velgerðarmönnum mannkynsins. Bylting og Stalínismi Bolsévíkar í Rússlandi gerðu eina af þessum rómuðu byltingum síðla árs 1917. Bolsévíkabyltingm fólst reyndar ekki í þvi að velta keisarastjóminni, því að það höfðu lýðræðissinnaðir menn gert nokkr- um mánuðum fyrr. Bylting bols- évika fólst í því að gera byltingu gegn lýðræðislegri ríkisstjóm sem var að reyna að ná tökum á stjóm Rússaveldis. Sagan kann nú skU á því hver uppskeran varð af byltingu boisévíkanna.Sú bylting hafði ekki undan að éta bömin sín þangað tU ekkert var eftir nema blóðskrár Stalínismans, sem hvUir eins og mara á þjóðarsál Sovétmanna og allra hinna sem tóku trú á ofbeldi byltingar og holdtekju hennar, ein- ræðisskipulags kommúnismans. Lýðræðissinnaðir menn ættu að nota franska byltingarafinæUð tU þess að leiða hugann fast að því, hversu hörmulegar blóðugar bylt- ingar era, og það án tiUits tU allra vigorða í nafni frelsis, jafnréttis og bræðralags. Umhugsun um slíkar byltingar hlýtur að enda með þvi að Ijúka upp augum manna fyrir blekkingum aUra byltinga. Garri. Baneitruð tækniundur Mannfólkinu liggur slík ósköp á að tæknivæðast að sjaldnast gefst tími til að athuga hvert nýjungam- ar leiða' fyrr en allt er komið í óefni. í nafni vísinda og framfara æða tæknikratar áfram með öll sín uppátæki, gera úr þeim markaðs- vöru og hljóta frægð og auð að launum. Tæknihyggjan vill ekkert af sam- hengi orsakar og afleiðingar vita, sem þó ætti að vera tengd vísinda- legri hugsun ef allt væri með felldu. Hagvaxtartrúðamir em slegnir enn meiri blindu og reka tæknikrata áfram til illra verka og góðra eftir atvikum, og treyst er á að guð og >ukkan_siái svo tij. bláeygir tæknisnillingar hugsa upp alls kyns fín fiff og láta þau svo í hendumar á gráðugum undirmáls- mönnum sem finna leiðir til að markaðssetja tæknina og leggja aldrei hugann að því hverjar af- leiðingamar verða, aðeins ef hægt er að auka hagvöxt og græða. Sú lygi er höfð til afsökunar, að nýj- ungarnar komi almúganum sér- staklega til góða og geri líf hans fegurra og léttbærara. Skeinuhættar framfarir Varla þarf að telja upp allt það kram sem ógnar gjörvöllu lífríkinu og eitrar láð og lög og em framfar- irnar jafnvel orðnar lofthjúpi jarð- ar skeinuhættar. En af efnahags- ástæðum þykir ekki hentugt að fara of geyst í að forða lífríkinu eða andrúmsloftinu frá frekari hættum. En fyrir kemur að bönnuð er notkun á tilteknum efnum af heilsufarsástæðum, jafnvel þótt iðnaðarframleiðslan þykist þurfa á þeim að halda. En ósköp gengur seint að koma sumum í skilning um hvað ber einkum að varast og þær kröfur em sjaldnast gerðar að þeir sem vinna með hættuleg efni kunni nokkur skil á þeim. Dæmi þar um er þegar mein- dýraeyðir í litlum kaupstað pantaði rottur! Skammturinn hefði dugað til að halda rottustofnum heimsins niðri um aldir ef rétt væri skammtað. Birgðimar vom geymdar í blikkskúrum í nokkur ár og tilviljun réði því að menn með einhverju viti komust á snoðir um hvað þama var á ferðinni áður en stórslys hlaust af. Nú sýnist fáfræðin og granda- leysið enn verða til þess að eitur- eftium er dreift um af aðilum sem gera verður kröfu til að viti hvað þeir em með í höndunum. Hrollvekja Mikill áróður er rekinn fyrir því að rafhlöðum af öllu tagi sé ekki hent í mslatunnur eða á haug. Þær á að afhenda á tilteknum stöðum og verður séð um að þeim veri eytt undir eftirliti. í rafhlöðunum getur nefnilega verið eiturefnið PCB sem er bráðhættulegt. í fyrra var sagt frá að rafspennar voru grafnir upp úr sorphaugum hér og þar vegna þess að grunur lék á að í þeim væri PCB, en öll notkun þess er nú bönnuð á ís- landi. Er varað við öllum tækjum sem kunna að innihalda það en það er einkum notað í tiltekin raftæki, ekki síst spenna hjá rafveitum. Mikið var gert úr uppgreftri á spennum úr haugum á sínum tíma og þeirri miklu fyrirhöfn og kostn- aði seqjLyarð.s'það eerbi «ftkrerKxi að fjörtjóni. Geta má þess að efnið eyðist ekki sjálfkrafa í náttúmnni. Það hlýtur því að vekja hroll- kennda undmn þegar margir tugir stórra rafspenna finnast á ein- hverju mesta athafnasvæði Reykjavíkur, eða í Sundahöfn. Þangað vom þeir fluttir af starfs- mönnum Rafmagnsveitu Reykja- víkur og vom til einhvers konar endurvinnslumeðferðar hjá fyrir- tæki sem tekur slfkt að sér. Þeir sem vinna að niðurrifi og endurvinnslu rafspennanna sýnast vita álíka lítið um hættuna af PCB og starfsmenn Rafmagnsveitunn- ar. Allar viðvaranir um hættu af rafhlöðum og rafmagnsspennum hafa sloppið framhjá þekkingar- forða þeirra aðila sem gera verður kröfu til að viti hvað þeir em með í höndunum. Það voru menn frá Hollustuvemd ríkisins sem sáu spennana þarna fyrir tilviljun. Enn er verið að rannsaka hvort PCB er í spennunum og vonandi reynist það ekki vera. En það afsakar ekki þann slóðaskap að þeir sem fara með spennana viti ekki hvort þeir eru fullir af lífs- hættulegu eitri eða ekki. En það er nú einu sinni svo, að þótt menn þykist kunna skil á tækni vita þeir oft á tíðum ekkert hvað þeir em með í höndunum þegar þeir beita henni. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.