Tíminn - 13.07.1989, Side 19

Tíminn - 13.07.1989, Side 19
Fimmtudagur 13. júlí 1989 Tíminn 19 Það var mikil barátta sem einkenndi leik FH og Fylkis í Árbænum í gærkvöldi Tímamynd Pctur. Knattspyrna 1. deild Hörður skoraði þrennu - FH-ingar unnu Fylkismenn (4-0) í Árbænum í gærkvöldi Fylkismenn fóru illa að ráði sínu þegar þeir töpuðu fyrir FH-ingum (4-0) á heimavelli sínum í Árbænum í gærkvöldi. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu lengst af en þegar Fylkismenn brenndu af vítaspyrnu í seinni hálfleik hrundi spil þeirra og FH-ingar gengu á lagið. og skoruðu hvert markið á fætur öðru undir lok leiksins. Það voru Fylkismenn sem voru fyrri til að koma knettinum í mark andstæðinganna en mark þeirra var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks var Guðmundur Valur Sigurðsson felld- ur inni í vítateig Fylkismanna og Hörður Magnússon skoraði úr vítinu af öryggi, (1-0) í hálfleik. Um miðjan síðari hálfleik fengu Fylkismenn síðan gullið tækifæri til að jafna en Gústaf Vífilsson skaut framhjá úr vítaspyrnu. FH-ingar gerðu svo út um leikinn er þeir skoruðu þrjú mörk á þriggja mín- útna tímabili. Hörður Magnússon skoraði tvívegis á 76. og 78. mínútu og mfnútu síðar innsiglaði Pálmi Jónsson síðan sigurinn er hann skor- aði fjórða mark FH-inga. Þeir Hörður Magnússon og Pálmi Jónsson voru mjög frískir í þessum leik og léku vörn Fylkismanna oft grátt en hjá Fylkismönnum var Bald- ur Bjarnason sprækur. En hann eins og allt Fylkisliðið gafst upp í lok leiksins og því fór sem fór. KHG Horft og lært - Komin eru út myndbönd fyrir íþróttaunnendur Bergvík hf. hefur gefið út myndbönd, sem ætluð eru til leið- beiningar og skemmtunar. Spól- umar sem hér um ræðir eru sjö talsins og em fleiri væntanlegar. Saga frægra enskra knattspyrnu- liða er rakin á fjómm spólum, ein spólan er með frábæm kennsluefni í golfi, önnur er til leiðbeiningar við fluguveiði og enn ein spólan leiðbeinir fólki við þjálfun hunda. Aðdáendur enska knattspymu- klúbbsins Liverpool geta glaðst því ein spólan inniheldur sögu þessa fræga knattspyrnuliðs. Liverpool liðið er ömgglega það lið sem notið hefur einna mestra vinsælda í breskri knattspymu. Sögu núverandi Englandsmeist- ara Arsenal em einnig gerð vegleg skil á einni spólunni. Þetta fræga knattspyrnufélag heldur einmitt upp á aldargamalt afmæli sitt um þessar mundir. Sögu frægasta knattspymuliðs heimsins í dag Manchester United em auðvitað gerð góð skil. Ekkert lið í heiminum hefur stærri aðdá- endaskara en Manchester United, enda hefur þetta sögufræga Iið alltaf verið stórt nafn. Fjórða knattspyrnuspólan sem komin er út er ein markaspóla. Sýnt er 101 frábært mark á 65 mínútum. Hinar knattspyrnuspól- umar er allar 90 mínútur. * Það er Bjami Felixson sem talar inn á allar þessar knattspyrnuspól- ur. Kennslumynd í golfi er full af fróðleik þar margir bestu golfkenn- arar heims sýna réttu handbrögðin í golfi. Það er hinn þekkti golfleik- ari Peter Aliss sem stjórnar ferð- inni en spólan, sem er um tveir tímar að lengd, er með íslenskum texta. Góð leið til að læra að veiða fisk er að horfa á reynda veiðimenn að störfum og það er einmitt það sem myndbandsspólan Fluguveiði sýnir þér. Með Arthur Ogelsby sem leiðbeinanda er farið vandlega í alla tækni og brögð sem fluguveiði- menn þurfa á að halda. Það er Ásgeir Ingólfsson sem er þýðandi og þulur. Sjöunda spólan fjallar um þjálf- un hunda. Það er Barbara Wo- odhouse sem sýnir hvemig hægt er að yfirstíga öll helstu hegðunar- hf., í hinum ýmsu sportvömversl- vandamál sem allir hundaeigendur unum og hjá Sjónvarpinu, þær þurfa að kljást við. kosta 2.980 kr. hver. KHG Spólur þessar fást hjá Bergvík with Barbara Woodhouse mm THE WOODHOySE WAY

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.