Tíminn - 13.07.1989, Side 8

Tíminn - 13.07.1989, Side 8
8 Tíminn Fimmtudagur 13. júlí 1989 lllllllllllllllll BLÖÐ OG TÍMARIT | Spurningar vakna Ný saga, þriðji árgangur, er komin út undir ritstjórn Más Jónssonar og Ragnheiðar Mósesdóttur. Segja má að höfuðverkefni þess heftis séu fæðingar og feðranir utan hjónabands og skyld efni. Hérskrif- ar Már Jónsson um barnsfeðranir og eiðatökur á 17. öld og Guðmundur J. Guðmundsson um hversu kaþólsk- ir prestar og biskupar hér á landi sniðgengu fyrirmæli um einlífi klerka. Enn má nefna ritgerð eftir Matthew James Driseoll um skikkju skírlífisins þar sem rætt er um flík þá sem frá er sagt í Möttulssögu og Skikkjurímum, en henni fylgdi sú náttúra að hún sagði eftir ef konur höfðu haft framhjá mönnum sínum. „Allar erum við syndugar, systur“, sagði abbadísin og í þeim stíl er söguefni hér. En höfundur rekur feril sögunnar frá Frakklandi um Noreg hingað til fslands og ræðir blæbirgði hennar og hverjum hún hafi einkum skemmt. Guðmundur Hálfdánarson á grein sem heitir Frelsi er ekki sama og frjálshyggja. Þar birtir hann ýmsar Ný Ijóðabók: „í öðrum skilningi" tilvitnanir því til styrktar að það frelsi sem íslendingar kröfðust á 18. öld hafi alls ekki verið fullkomið sjálfræði einstaklingsins, heldur rétt- ur manns að eiga hlut að afgreiðslu mála. Rétt er það, en sagan um kosningarétt og takmarkanir hans segir langa sögu um það fyrir hverra hönd var heimtað frelsi og hverjir voru settir hjá. í þessu sambandi er fróðlegt að lesa grein Lofts Guttormssonar um það hvernig Magnús Stephensen flutti fréttir af stjórnarbyltingunni miklu í Frakklandi. Þegar Ný saga varð til var gert ráð fyrir föstum þáttum í hverju hefti. Vafasamt er að vcrt sé að binda sig fast við slíkar reglur og takmarkanir. En í þetta sinn hefur vel tekist til um Sjónarhól. Séra Gunnar Kristjáns- son skrifar þar merka grein sem hann kallar um framtíðarvitund ís- lendinga. Hann bendir þar á að sagan gefi samtímanum sjálfsmynd. En þar sem maðurinn lifir í framtíð- inni skiptir viðhorf hans til þcss sem framundan er höfuðmáli. Þá skiptir máli hvers hann þorir að vona. Og þá verður ekki framhjá því litið hver áhrif tómhyggja samtímans hefur. Hvers þora menn að vona? Hverju trúa þeir? Þar eru örlagaspurningar. Guðjón Friöriksson ritar um emb- ættisaðalinn í Reykjavík. Hann tek- ur til meðferðar 14 embættismenn í Reykjavík 1870 og 37 tilsvarandi tignarmenn 1910. Síðan kannar hann ættartengsl þessara manna, hvaðan þeir komu og hvert þeir sóttu sér kvonfang. Þar bendir hann á það sem menn töldu sig vita að innbyrðisgiftingar voru mjög tíðar innan hinnar tiltölulega fámennu háembættismannastéttar og að 1910 var það orðið mun algengara að embættismenn kæntu úr bænda og jafnvel tómthúsmannastétt. Það stingur í augu að Guðjón telur ekki ráðherra landsins með embættisaðlinum 1910. Halldór Bjarnason skrifar um stórfyrirtæki og stríðsgróða og kallar það athugun á tekjuhæstu fyrirtækj- um í Reykjavík 1940-1952. Þetta er fyrst og fremst athugun hverjir greiddu stríðsgróðaskatt. Þar er gerður sambanburður á árunum 1940, 1944, 1948 og 1952. Hann sýnir m.a. að stríðsgróði útgerðar varð endasleppur og ýmis þjónustu- fyrirtæki urðu tekjuhæst. Þar skipti oft máli, þó að lítt sjáist hér, hvernig að var staðið, t.d. í verslun hvar og með hvað var verslað. En hér var rætt um fyrirtæki í Reykjavík. Út- gerðin hætti að græða en verslun tók við og önnur þjónusta svo sem framleiðsla á drykkjarvörum. Hér er farið með tölur sem ærinn fróðleikur er í en mörgum spurning- um um þróun mála og gang er ósvarað fyrir því. Hér er hin mikla spurning hvers vegna undirstöðuat- vinnuvegir, sem öll þjóðin lifir á, séu fátækir og févana, þegar ýmiskonar þjónustustörf raka saman gróða. Ný saga er mjög vel læsileg bók sem rifjar upp ýmis söguleg sannindi og vekur ýmsar spurningar sam- boðnar hugsandi fólki. H.Kr. Súlur að norðan Fyrir skömmu er komið út nýtt hefti af Súlum, en það rit ber undirtitilinn „norðlenskt tímarit.“ Þetta er 29. hefti, en það fyrsta kom út 1971. Útgefandi er Sögufélag Eyfirðinga og ritstjóri Árni J. Har- aldsson. Efni Súlna er fjölbreytt, en eins og í öðrum svipuðum héraðatímaritum er þarna fyrst og fremst fengist við efni er varða Norðurland og norð- lensk málefni. Kennir þar margra grasa, meðal annars segir Jón Sig- urgeirsson frá Helluvaði hér frá sleðaferð karlakórsfélaga úr Mý- vatnssveit til Húsavíkur árið 1930, og Guðmundur Jónatansson frá Litlahamri á þarna þrjár greinar. „Andi þinn á annað land“ Kristján Þórður Hrafnsson. Út er komin ljóðabókin „í öðrum skilningi“ eftir Kristján Þórð Hrafnsson. Bókin er fyrsta Ijóðabók höfundar og annast hann útgáfu hennar sjálfur. Bókin er 54 síður og inniheldur 37 Ijóð. Höfundur hefur áður birt Ijóð í blöðum, tímaritum og safnritum og einnig hefur hann lesið upp í útvarpi, sjónvarpi og á ljóðakvöldum. Nýjasta hcfti Húnvetnings, ársrits Húnvctningafélagsins í Reykjavík, er nýlega komið út. í ritnefnd sitja þeir Baldur Pálmason, Björn Þ. Jóhannesson og Jónas Eysteinsson. Ritið er fjölbreytt að vanda og er þetta hefti hátt á annað hundrað blaðsíður í bókarbroti. Eins og venjulega flytur ritið fyrst og fremst margs konar efni úr heimahéraði. Að þvt' er sjálfan mig varðar þá vakti þarna einna mestan áhuga minn Ljóðabók eftir Oddnýju Kristjáns- dóttur Út er komin Ijóðabókin Bar eg orð saman eftir Oddnýju Kristjánsdóttur í Ferjunesi og er það fyrsta bók höfundar. Oddný er fædd að Minna-Mosfelli árið 1911 en hefur verið búandi í Ferjunesi í Flóa frá 1934. Ljóð eftir hana og frásagnir hafa birst á prenti en Bar eg orð saman er fyrsta bók Oddnýjar. Höfundurinn hefur samhliða sín- um daglegu störfum, eins og þau gerast á íslenskum sveitabæ, fengist við ljóðagerð. Ljóð Oddnýjar, sem flest eru ort undir hefðbundnum bragarháttum, eru hlý, látlaus og mannbætandi. Hún sækir sér yrkis- efni í daglega lífið, til náttúrunnar og í sögulegan menningararf þjóðar- innar. Oddný er angurvær yfir kom- unni á eyðibýli, hugarþel Hallgerðar Oddný Kristjánsdóttir skáldkona, Ferjunesi í Flóa. til Gunnars er henni umhugsunar- efni, gleðin yfirfyrsta blýantinum og systurnar Marta og María verða henni yrkisefni. Ljóð Oddnýjar í Ferjunesi eru kærkomin þeim sem unna lífinu og tilbrigðum þess í daganna rás. Bar eg orð saman er 41 Ijóð í kiljubroti. Setning og umbrot var unnið í Félagsprentsmiðjunni, Libris hf. prentaði og Félagsbókbandið annaðist band. Elísabet Cochran hannaði útlit bókarinnar. Fyrst um sinn er bók Oddnýjar fáanleg hjá Bókrún hf., Einarsnesi 4, Máli og menningu og Sigfúsi Eymun.lssyni. ýtarleg grein eftir Björn Þ. Jóhann- esson um Valdimar K. Benónýsson skáldbónda á Ægisíðu á Vatnsnesi. Þessa manns minnist ég reyndar ekki að hafa heyrt getiö fyrr, en hér er prentað eftir liann talsvert af kveðskap, býsna vel gerðum, og þar á meðal er þessi ágæta vísa: Andi þinn á annad land er nú farinn burt frá mér. Bandad hef ég bleikan gand. ber hann mig á eftir þór. Um allt efni heftisins er það að öðru leyti að segja að það má teljast áhugavert, hvert með sínum hætti. Þarna er til dæmis rækileg frásögn af heimsókn forseta {slands til Hún- vetninga og grein eftir Baldur Pálmason sem liann nefnir „Hún- vetnsk ræktarsemi á Suðurlandi." Þá er þarna grein um kynlegan kvist frá 18. öld, séra Einar Eiríksson, og önnur um Guðmund Jónsson á Brún í Svartárdal, sem uppi var á öldinni sem leið. Þá eru þarna þrjár greinar með minningum og ferðasögum. Jónas Eysteinsson segir frá dvöl sinni á Auðkúluheiði sumarið 1939, Pétur H. Björnsson greinir frá göngum á Eyvindarstaðaheiði haustið 1929 og Arnljótur Guðmundsson segir frá ferð Húnvetninga syðra norður Kjöl í fyrra. Þá er þarna að nefna þrjár greinar sem fjalla um ættfræði, þar sem greint er frá húnvetnskum fjölskyld- um. í öllum þeim greinum er þó nánast einungis sagt frá ættfeðrun- um, en minna farið út í að rekja afkomendur þeirra. Áhugamenn um ættfræði eru orðnir þar margir hér á landi að töluvert álitamál er hvort ekki færi betur á í tilvikum sem þessum að láta fullkomið niðjatal fylgja með, sem ekki ætti að vera það fyrirferðarmikið að slíkt myndi ofbjóða rýminu í riti á borð við þetta. HUNVETNINGUR ÁRSRIT HÚNVETNJN'CAff.l.ACSINS I REYKfAVlK 1989 Margt fleira er í heftinu, sem hér verður ekki talið, svo sem kveðskap- ur af ýmsu tagi, minningarorð, sögur af draumum og dularfullum atburð- um, skýrsla um starf Húnvetninga- félagsins árið sem leið og viðbót við félagatal þess. En þá er ógetið einnar greinar, sem teljast verður ein hin fróðlegasta í heftinu, enda þótt efni hennar fjalli að vísu um landsvæði sem liggur alllangt frá Húnavatnssýslum. Þar er um að ræða grein eftir Öldu Snæhólm, sem er Húnvetningur að faðerni. Hún segir þar í ýtarlegu máli frá dvöl sinni í Istanbul f Tyrklandi fyrir rúmum þremur ára- tugum, en jiar bjó hún ásamt manni sínum, dr. Hermanni Einarssyni fiskifræðingi. Hann var þar við störf á vegum Sameinuðu þjóðanna, og voru þau búsett þar syðra í um tvö ár. Frásögn hennar og lýsing á lífinu þar syðra er hvortveggja með hinum skilríkasta hætti, og kemur satt að segja skemmtilega á óvart að rekast á efni af svo fjarlægum slóðum í tímariti sem að öðru jöfnu tekur fyrir viðfangsefni sem nær okkur liggja. -esig eina um huldustúlku, aðra um dular- fullt ljós og þá þriðju um hrafna. Þá á Þorlákur Hjálmarsson þarna sömuleiðis þrjár greinar, eina um hlóðaeldhús, aðra um byggingu flug- skýlis á Melgerðismelum á stríðsár- unum, og þá þriðju um veðurspár til forna. Einnig er þarna grein eftir Tryggva Jónatansson, þar sem hann segir frá ævintýralegri fjárleitarferð fyrir rúmum 40 árum. Þá er í heftinu grein eftir Rögnvald Möller, sem hann nefnir „Leikmannsþankar um grálúðu", og Ingólfur Davíðsson skrifar þætti af Árskógsströnd. Þá er þar einnig grein eftir Árna J. Har- aldsson um Jóhannes Sigurðsson frá Engimýri, og er þar birt talsvert af kveðskap eftir hann. Af öðru efni er að nefna palladóma um skólapilta í Ólafsdal vestra veturinn 1900-1901, sem teknir eru upp úr skólablaði þeirra. Til hreinnar sagnfræði í heftinu má telja að þar er birtur uppdráttur af innsveitum Eyjafjarðar sem gerð- ur var á 18. öld. Örn Helgason skrifar með honum skýringar, en höfundur þessa uppdráttar var Benedikt Pálsson, bróðir Bjarna landlæknis og Gunnars skálds. Hann fæddist 1723, var fyrst prestur í Miklagarði en svo á fleiri stöðum, síðast á Stað á Reykjanesi. þar sem hann andaðist 1813. Gerði hann uppdrátt sinn sem fylgiskjal með bréfi til stiftamtmanns varðandi forn ítök kirkna, og er hann hinn merk- asti. Er þá ógetið veigamestu greinar ritsins og þeirrar sem hvað mestur fengur verður að teljast að. Það er alllöng ritgerð eftir Bjarna Einars- son, þar sem hann gerir ýtarlega grein fyrir fornleifarannsóknum sín- um á Granastöðum í Saurbæjar- hreppi í Eyjafirði. Eftir greininni að dæma hefur hann grafið þar skipu- lega í tvö sumur, og er ekki annað að sjá en að þar sé hann búinn að grafa upp, í bókstaflegri merkingu, hinar áhugaverðustu heimildir um daglegt líf forfeðra okkar á miðöld- urn. Er þessi grein hans í rauninni hin besta áminning um það hve jörðin geymir hér enn margt frá liðnum tímum, og hve marga hluti búast má við að skipulegar fornleifa- rannsóknir geti enn leitt í ljós. Fyrri hefti Súlna munu enn vera fáanleg hjá Sögufélagi Eyfirðinga, utan þrjú þau fyrstu sem voru uppseld. Þau voru þó Ijósprentuð fyrir skömmu, og er því aftur hægt að eignast ritið frá upphafi hjá félaginu. —esig

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.