Tíminn - 13.07.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 13.07.1989, Blaðsíða 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Holnathúsinu v/Tryggvagötu, ® 28822 L “O0#- w § SAMVINNUBANKI ISLANDS HF. ÞRttSTllR 685060 VANIR MENN PÓSTFAX TÍMANS 687691 Tíniiiin FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ1989 Ríkisstjómin fundar á Þingvöllum um 4 milljarða gat á fjárlögum og ætlar að fylla upp í það að stærstum hluta með innlendum lántökum: 3 milljarða kr. aukin lán án hækkunar vaxta Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar á Þingvöllum í gærkveldi. Aðalefni fundarins var hvernig mæta skyldi rúmlega 4 milljarða gati sem stefnir nú í á fjárlögum. Líklegt þykir að stoppað verði í stæstan hluta gatsins með innlendum lántökum, en fyllt verði upp í hluta þess með aukinni fjáröflun og sparnaði útgjalda. Fundinum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkveldi. Endurskoðuð áætlun uni af- skýringar á versnandi afkomu komu ríkissjóðs gerir ráð fyrir að ríkissjóðs: Það er hækkun verðlags tekjuhalli á þessu ári geti orðið allt að 4,2 milljarðar, verði ekki gripið til sérstakra ráðstafana. í áætlun þeirri sem nýlega er komin út er gert ráð fyrir að breytt innhcimta skatta, sparnaður, og niðurskurður gjalda skili einum og hálfum til tveimur milljörðum upp í fjárlaga- gatið en afganginn á að brúa með allt að 3 milljaröa kr. innlendum lántökum. í skýrslunni frá fjármálaráðu- neytinu cru gefnar þrjár megin untfram laun og meiri samdráttur innanlands en reiknað var með í fjárlögum, niðurfelling skatta í kjölfar kjarasamninga í vor og ýmsar ákvarðanir um aukin ríkisút- gjöld. Áætlað er að tekjur aukist um 1,1 milljarð kr. frá áætlun á fjárlögum um áramót. Það er mun minna en nemur breyttum verð- lagsforsendum en á móti hærra verðlagi koma minni tekjur vegna lækkunar og niðurfellingar skatta í tengslum viö gerð kjarasamninga í vor og meiri samdráttar í veltu. Alls er gert ráð fyrir að 3,4 mill- jarðar fari til viðbótarútgjalda sem ákveðin voru m.a. í tengslum við kjarasamninga og vegna erfiðrar stöðu atvinnuveganna. Bein verð- uppfærsla á rekstrarliði fjárlaga er hálfur þriðji milljarður og vegur þar þungt aukinn kostnaður vegna kjarasamninga opinberra starfs- manna í vor. Eins og greint var frá í Tímanum fyrir skömmu, er nú þegar búið að tryggja sölu spariskírteina ríkis- sjóðs fyrir 3,2 milljarða króna. Við gerð fjárlaga var gert ráð fyrir að innlent lánsfé ríkisins á þessu ári næmi um 5 milljörðum. Eigi að stoppa upp í meirihluta fjárlaga- gatsins með auknum lántökum, er ljóst að afla verður innlends láns- fjár fyrir rúmlega 8 milljarða. Segja skýrsluhöfundar að í ljósi stöðunn- ar á lánsfjármarkaðinum sé alls ekki útilokað að unnt sé að afla þessa fjár og muni mikil innlausn spariskírteina ríkissjóðs í haust auðvelda það verk. Þrjú atriði eru nefnd til að þetta megi takast án þess að til hækkunar vaxta komi. Að gerðar verði lagabreytingar er veiti einstaklingum eignarskatts- frelsi á hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða, sem aðeins yrðu saman settir úr verðbréfum ríkis- sjóðs. Einnig verði athugað hvort ekki sé hægt að auka kaupskyldu verðbréfasjóðanna á spariskírtein- um. Að sett verði á markaðinn sérstök skuldabréf fyrir lífeyris- sjóði og aðra stóra kaupendur. Að tekin verði ákvörðun um að Hús- næðisstofnun nýti ekki meira en 9 milljarða af ráðstöfunarfé lífeyris- sjóðanna í ár, til þess að unnt verði að fá meira fé frá sjóðunum til kaupa á ríkisskuldabréfum. Þessu til viðbótar kæmi til greina að semja sérstaklega við bankana og lífeyrissjóðina um lántökur. Samanlagt er aukning á gjalda- hlið fjárlaga tæpir sex milljarðar króna. Þar vega þyngst auknar niðurgreiðslur búvara, en gert er ráð fyrir um 700 milljóna aukafjár- veitingu til niðurgreiðslu búvara, auk fjárveitingar til útflutningsbóta upp á 200 milljónir. Sérstök 150 milljóna kr. fjárveiting var sam- þykkt af ríkisstjórninni til atvinnu- mála skólafólks og önnur eins upp- hæð ntun fara til greiðslu á van- goldnum launum fyrrverandi starfsfólks gjaldþrota fyrirtækja. Þá fara tæpar 400 miiljónir í auknar greiðslu lífeyristrygginga og 550 milljónir í auknar greiðslur sjúkra- trygginga. - ÁG Hollustuvemd ríkisins fylgist meö PCB mengun: PCB að finna í heimilistækjum Að sögn Birgis Þórðarsonar hjá Hollustuvernd ríkisins á mest af rafspennum sem innihalda PCB að vera farið úr landi í kjölfar umfangs- mikils átaks sem gert var til að safna þeim saman. Eitthvað mun þó hugs- anlega vera cftir af smærri rafspenn- um eða þéttum, nieðal annars í heimilistækjum, og er stefnt að at- liugun og cftirliti með því hvernig þeim inálum er háttað. 1 næstu viku fást niðurstöður úr rannsóknum á sýnum, úr rafspenn- um frá fyrirtækinu Hringrás, scm send voru til greiningar í Danmörku eftir frumgreiningu hér á landi, vegna gruns um PCB mengun. Bráðabirgðaniðurstöður benda til að hugsanlega geti verið um niengun að ræða. Notkun á PCB hefur víðast hvar verið bönnuð þar sem um stórhættu- legt eiturefni er að ræða. „f>ó megin- hluti stærri tækjanna sé farinn úr landi er möguleiki að efnið finnist í spennum eða þéttum í heimilistækj- um eins og þvottavélum, þurrkurum og því um líku og við höfum tekið á móti nokkrum slíkum tækjum. Rannsóknir á því hafa verið í athug- un hjá okkur en málið er tiltölulega stutt komið ennþá. Hættan er mjög lítil þar sem magnið er yfirleitt ekki nema nokkur grömm, miðað við stór tæki þar sent oft á tíðum er um að ræða hundruð lítra. En þetta safnast þegar saman kemur og það er full ástæða til að hafa eftirlit með þessu,“ sagöi Birgir í samtali við Tímann. Rafmagnstækin sem um ræðir koma frá löndum á borö við Ítalíu og jafnvel Frakkland. En mjög breytilegt er hve ströng framleiðslu- ákvæði eru í hverju landi fyrir sig. í Þýskalandi og Svíðþjóð hefur notk- un efnisins til að mynda verið bönn- uð alfarið í mörg ár. „Þjóðverjar hafa einmitt verið að gera átak til þess að útiloka PCB í heimilistækj- um, hvort sem þau eru framleidd þar í landi eða innflutt. Það getur líka veriö að efnið sé til staðar í vissum hlutum tækjanna sem eru framleidd- ir annars staðar, þó sjálft tækið konii frá, til að mynda Þýskalandi," sagði Birgir. PCB er eiturefni sem brotnar seint og illa niður í náttúrunni. Mest mengun af völdum efnisins er í sjó. „Við strendur íslands hefur enn sem komið er fundist tiltölulega lítið að efninu en eins og ég sagði áður er full ástæða til að halda uppi ströngu eftirliti," sagði Birgir. jkb Eldri borgarar í leigubílaferð Leigubílalestin á leið niöur Kambana. í henni voru uni 50 bílar. Stoppað var í Eden í Hveragerði á leiðinni til Selfoss. Hér má sjá nokkra eldri menn ganga Uin Staöinn. Tímamyndir: Árni Bjarna Leigubílstjórar á Hreyfli buöu í gær cldri borgurum frá Seljahlíð. Hrafnistu og Sólvangi í ferðalag til Hveragerðis og Selfoss. Um 50 leigubílar með um 130 manns lögðu af stað frá Reykjavík um kl. 13:00 og var keyrt í einni lest til Hveragerðis. Stoppað var í Eden í um klukkustund og síðan haldið til Selfoss. Boðið var upp á veitingar í Hótel Selfoss og bæjarstjóri heils- aði upp á fólkið. Eftir nokkurn tíma á Sclfossi var keyrt yfir Óseyr- arbrú og þaðan til Reykjavíkur. Að sögn Kristins Snælands, leigubílstjóra, voru svona ferðir talsvert algengar áður fyrr. Þá var vistfólki af Vífilsstöðum og Reykjalundi boðið í dagsferðir með leigubílum Hreyfils. Þær ferð- ir lögðust af um 1960, en hugmynd- in er að reyna að koma þcim á aftur. Leigubílstjórarnir keyra fólkið algerlega endurgjaldslaust. „Það er ekki algengt að gamla fólkið sé með einkabíla, því notar það leigu- bílana mjög mikið. Það má því segja að við séum að þjóna bestu viðskiptavinunum með því að bjóða þeim einn túr ókeypis," segir Kristinn. GS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.