Tíminn - 13.07.1989, Blaðsíða 17

Tíminn - 13.07.1989, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 13. júlí 1989 Tíminn 17 í GLETTUR - Ég les aldrei slúðurfréttirnar... -Georg, útskýrðu þaðfyrirþessum asna, aðbíllinn okkar hefur engan afturábak-gír, ... eða er það nokkuð, ha? - Hann er svo viðkvæmur fyrir því að vera svona lágvaxinn ... - Ég ætla bara að horfa á þessa skemmtilegu. kaffiauglýsingu, - og svo ætla ég að búa til te handai okkur - Ég ætla að fá mér göngutúr. Renndu út svona eins og tveim kílómetrum af rauða dreglinum... Meryl Streep, Roseanne Barr, Sylvia MUes, leikstjórínn Susan Seidelmann og Linda Hurt. Konumar sem standa að,,Ævi kvendjöfuls“ sem verið er að kvikmynda í Bandaríkjunum. Kvennastjörnufans í „Æfi kvendjöfuls“ Pað verður stjörnufans í kvikmyndinni „Ævi kven- djöfuls" sem nú er verið að kvikmynda í Bandaríkjun- - um. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem „Æfi kvendjöfuls“ þessi stórkostlega bók Fay Weldons er kvikmynduð. fs- lenskir sjónvarpsáhorfendur ættu að muna eftir bresku framhaldsmyndaflokknum „Ævi kvendjöfuls" sem sýnd- ur var í ríkissjónvarpinu í vetur og vöktu mikla athygli. En nú er komið að Banda- ríkjamönnum að kvikmynda „Æfi kvendjöfuls“ og ættu íslenskir kvikmyndahúsgestir að sjá afurðina í kvikmynda- húsum borgarinnar næsta vetur. Það eru engir slorleikarar sem leikstjórinn Susan Sei- delman fær til liðs við sig, en Susan var einmitt leiksjórinn í „Desperately Seeking Susan“ með Roseanne Ar- quette og Madonnu í aðal- hlutverkum. Það verður Roseanne Barr sem leikur kvendjöfulinn, en Roseanne er best þekkt fyrir hina vinsælu gamanþætti „Roseanne". Meryl Streep mun leika rithöfundinn róm- antíska sem stingur undan Roseanne. Sylvia Miles mun leika aldraða móður Streep og Linda Hurt leikur hjúkr- unarkonuna sem vingast við kvendjöfulinn Roseanne. Semsagt tvær leikkonur sem hlotið hafa óskarsverðlaun og að auki ein vinsælasta gaman- leikkona Bandaríkjanna. „Leikskipan er nokkuð sérstök“ segir leikstjórinn Susan Seidelmann. „Það er dramatíska leikkonan sem leikur hina kímnu og léttu konu, en gamanleikkonan sem leikur alvarlega hlut- verkið. Meryl er sú kímna, en getið þrisvar hver mun síðast hlægja“. Afabarn Mussolinis og frænka Sophiu Loren leikur Gyoingastúlku Fallegir leggirnir og geisl- andi græn augun klingja bjöllum. Það gerir nafnið líka. Þetta er hin 24 ára ítalska leikkona Alessandra Mussolini. Fætumir og fal- legu augun minna á frænkuna Sophiu Loren. Nafnið á afann, einræðisherrann Beni- to Mussolini. Á meðan tengslin við frænkun Sophiu opna Ales- söndru dyr, þá hefur afinn Benito lokað öðram. En þrátt fyrir það gengur Alessöndru flest í haginn í dag. En það var fyrir fimm árum sem Alessandra fékk hlut- verk sem Gyðingakona. En eftir að ítalskir Gyðingar höfðu látið öllum illum látum vegna Mussolini nafnsins, þá var Alessöndru sagt upp. En hún lét ekki deigan síga, enda hefðu hvorki Sophia Loren né Benito Mussolini gefist upp að svo stöddu. Nú er Alessandra að leika í kvikmynd, meira að segja í fsrael, svo það er greinilegt að töfrarnir frá Sophiu Loren kveða órðstír Benitos Musso- linis í kútinn - og þó. Aless- andra, þessi hrífandi leik- kona, leikur Gyðingastúlku - sem einnig er hermaður. „Fólk hefur verið mjög vinsamlegt," segir Alessan- dra og segist ekkert finna fyrir því nú að vera bamabarn hins illræmda fasista og ein- ræðisherra sem leiddi ítali út í blóðuga heimsstyrjöld með Hitler og þýskum nasistum. Enda var það ekki nafnið sem vakti styr hjá þessari huggulegu stúlku er hún sótti grátmúrinn heim. Onei, það voru fallegir leggirnir sem hún varð að hylja með klæð- um á hinum heilaga stað Gyð- inga. En á þessari mynd er hún gengin frá Grátmúmum og leggirnir aftur komnir í ljós.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.