Tíminn - 13.07.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.07.1989, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 13. júlí 1989 Tíminn 5 Afgreiðsla Fiskveiðasjóðs á umsóknum Hlutabréfasjóðs: Verða þrjú fyrirtæki af sex f öst í kröggum? Fiskveiðasjóður afgreiddi sl. þriðjudag sex umsóknir frá Hlutafjársjóði Byggðastofnunar um kaup á hlutdeildarskírt- einum vegna rekstarvanda fiskiðjufyrirtækja. Samþykkt voru kaup á skírteinum vegna þriggja fyrirtækja: Hraðfrystihúss Stokkseyrar, Fiskiðjunnar Freyju og Fiskiðjunnar á Bfldudal. AUs samþykkti stjórn Fiskveiðasjóðs að kaupa hlutdeildar- skírteini fyrir um 15 tfl 16 milljónir króna. Þau fyrirtæki sem hlutu neikvæða afgreiðslu eru Meitillinn í Þorláks- höfn, Hraðfrystihús Patreksfjarðar og Hraðfrystihús Dýrfirðinga. Á- stæður neitunarinnar vegna Meitils- ins voru þær, að sögn Más Elíssonar forstjóra Fiskveiðasjóðs, að um var að ræða bréf sem Ríkissjóður er í ábyrgð fyrir en eru hjá Fiskveiða- sjóði til innheimtu og var málinu því vísað til Ríkissjóðs. Þessi ákvörðun Fiskveiðasjóðs getur hugsanlega ráðið úrslitum um framtíð fyrmefndra fyrirtækja þar sem íhlutun Hlutafjársjóðs átti að auka möguleika þeirra á fyrir- greiðslu hjá Atvinnutryggingasjóði. Skiptir auðvitað mestu máli þar um hve kröfur Fiskveiðasjóðs eru stór hluti af heildarkröfum sem hvíla á fyrirtækjunum. Helgi Bergs stjóm- arformaður Hlutafjársjóðs sagði í samtali við Tímann í gær að ekki væri tímabært að slá einhverju fram um örlög þessara fyrirtækja og Hlutafjársjóði hefði ekki formlega borist afgreiðsla Fiskveiðasjóðs. í framhaldi af þeirri afgreiðslu væri svo eftir að athuga hvort eða til hvaða annarra ráða væri hægt að gripa vegna þeirra fyrirtækja sem Fiskveiðasjóður var ekki tilbúinn að kaupa hlutdeildarskírteini í og það gæti tekið nokkum tíma að ná endanlegri niðurstöðu í þeim málum. „Hvað þetta þýðir nákvæmlega fyrir reksturinn hjá okkur er varla hægt að segja til um á þessari stundu. Við ætlum ekki að leggja árar í bát og látum þessa niðurstöðu ekki hafa nein sérstök áhrif á okkur. Við tökum þessu bara eins og hverju öðm hundsbiti en vissulega em þetta vonbrigði," sagði Magnús Guðjóns- son kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga er hann var spurður að því hvað ákvörðun Fiskveiðasjóðs þýddi fyrir framtíð hraðfrystihússins en Fiskveiðasjóður er mjög stór kröfuhafi gagnvart fyrirtækinu. Magnús sagði jafnframt að unnið verði áfram að lausn á rekstarvand- anum í samstarfi við stjóm Hluta- bréfasjóðs og reynt yrði að láta þessa niðurstöðu ekki eyðileggja það sem gert hefur verið í endur- skipulagningu fyrirtækisins. Magnús sagði að það hefði verið langur og erfiður tími síðan ljóst varð að mikilla breytinga væri þörf en þess bæri þó að geta að bæði Byggða- stofnun og Hlutabréfasjóður hefðu tekið vel á þessum málum og unnið mjög „rösklega", eins og Magnús orðaði það. Hlutafjársjóði er ætlað að aðstoða þau fyrirtæki sem em atvinnulega séð mjög mikilvæg í sínu byggðarlagi en em það illa sett að Atvinnutrygg- ingasjóður getur ekki sinnt þeim nema að til komi einhver sérstök aðstoð. Aðstoðin felst yfirleitt í því að Hlutafjársjóður snýr sér til stærstu kröfuhafa, sem yfírleitt eru bankar og sjóðir, og fer fram á að kröfuhafamir framselji Hlutafjár- sjóði eitthvað af þeim kröfum sem stofnunin á hjá tilteknum fyrirtækj- um og taki við hlutdeildarskírteinum í staðinn sem gefín em út af Hluta- fjársjóði. Stofnanimar kaupa ekki beinlínis hlut í fyrirtækjunum heldur eignast Hlutafjársjóðurinn hlutafé í þeim en gefur út til lánadrottnanna hlutdeildarskírteini sem em með ríkisábyrgð en bera enga dráttar- vexti. SSH Dani á Snæfeilsjökli: Féllí sprungu Danskur maður, búsettur hér á landi féll um fjórða tug metra niður í spmngu á Snæfellsjökli í fyrrakvöld. Hann reyndist axlar- brotinn en annars tiltölulega lítið meiddur. Að sögn lögreglunnar í Ólafs- vík var björgunarsveitin kölluð út um klukkan 20.00 og fóru þeir upp á jökulinn ásamt lögreglu og lækni. Fljótlega eftir að á staðinn var komið tókst að ná manninum upp úr sprungunni. Hann hafði gengið á jökulinn ásamt konu sinni og tveim börnum, 8 ára dóttur og 15 ára syni. Þegar faðirinn féll í sprunguna hljóp drengurinn niður jökulinn að bifreið fjölskyldunnar og ók að Arnarstapa þaðan sem kallað var á aðstoð björgunarsveitar. Björgunarsveitarmenn fóru eins langt og hægt var á bílum upp á jökulinn, en fóru síðan á snjó- sleðum síðasta hluta ferðarinnar. Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á jöklinum í um 4000 feta hæð kl. 23.50 og var komin í loftið með manninn innanborðs fimm mín- útum síðar og lenti í Reykjavík hálf eitt. Ferð björgunarsveit- armanna gekk vel niður jökulinn og vom komnir ofan af jökli um hálf eitt. -ABÓ Harmleikurinn við Bergvatnskvísl: Atburðarásin er enn óljós Þau sem létust í slysinu við Berg- vatnskvísl austan Hofsjökuls hétu: Ásta Jóna Ragnarsdóttir, fædd 24. maí 1963, og dóttir hennar Hanna María Ásgeirsdóttir, fædd 30. maí 1984. Þær áttu heima að Aðalstræti 13 á Akureyri. Systumar sem létust hétu, Hulda Hauksdóttir, fædd 29. apríl 1981, og Margrét Hauksdóttir, fædd 30. maí 1983. Þær áttu heim að Seljahlíð 9 G, einnig á Akureyri. Þau sem lifðu af þennan hildarleik vom foreldrar systranna hjónin Haukur fvarsson, fæddur 16. júlí 1947, og Ólöf Tryggvadóttir, fædd 29. júní 1956, og eiginmaður Ástu Jónu, Ásgeir Vilhelm Bragason, fæddur 1. september 1960. atvifcuffi lög”TB|5ff’ píJ'fða^T.eftir Ólöf á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri, en í gærmorgun var Haukur fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús vegna vandamála varðandi starfsemi nýma hans. Lögreglu hefur ekki tekist að taka skýrslu af þeim enn sem komið er og því ekki Ijóst hvemig slysið átti sér stað, né heldur hver atburðarásin var eftir að bílnum hvolfdi í ánni, þar til björgunarsveitir komu á staðinn. Eftir því sem næst verður komist, tókst hjónunum, Ásgeiri og Ástu Jónu að komast út úr bílnum auk eldri telpnanna tveggja, þeim Huldu og Margréti. Yngsta telpan, Hanna María, komst ekki út úr bílnum og fannst lík hennar þar, þegar björgunarsveitir komu á staðinn. Svo virðist sem Ásta Jóna hafí komist upp á bakkann austan- megin, en þar fundust hún og Mar- grét litla látnar, en Hulda uppi á bílnum þar sem hann var á hvolfi í ánni. Haukur óð útí og yfir ána, en hann var á austurbakkanum þegar þomið var að fólkinu, þá nokkuð Ásgeir hafi vaðið með yfir tií hans' auk þess sem hann gróf hann í snjóskafl. Eftir það mun hann hafa farið yfir að vesturbakkanum að nýju til Ólafar og vom þau í bílnum þegar björgunarsveitir bar að, um einum og hálfum sólarhring eftir slysið. -ABÓ Hópferðabifreið festist í Ströngukvísl: Fikruðu sig að landi á kaðli Hópferðabíll með 22 svissneska kennara innanborðs festist í Ströngukvísl við Eldgjá síðdegis á þriðjudag. Tókst að bjarga fólkinu í land með því að strengja kaðal frá rútunni og upp á bakkann og gátu ferðamennirnir fikrað sig eftir kaðlinum í land. Engin slys urðu á mönnum. Svisslendingamir voru í rútu frá Guðmundi Jónassyni og voru á leið úr Eldgjá þegar rútan festist í ánni. Ökumaður rútunnar vatt sér út með kaðal og óð með hann í land í straumþungri ánni og fikr- uðu ferðamennimir sig eftir kaðlin- um að landi. Tvo aðra langferða- bíla bar að og var fólkið í þeim bílum aflögufært með þurr föt sem þeir lánuðu blautum Svisslending- unum. Að sögn Gunnars Guðmunds- sonar framkvæmdastjóra Guð- mundar Jónassonar hf. var önnur rúta send á staðinn og héldu Sviss- lendingarnir ferðinni áfram. Tmkkur björgunarsveitarinnar í Vík var fenginn til að draga rútuna upp úr ánni, en það tókst ekki, fyrr en veghefill hafði bæst í hópinn og tókst að ná rútunni upp í gærmorg- un. —ABÓ Litla leikhusið er nú á leikferð um iandið með Regnbogastrákinn. F.v. Emil Gunnar Guðmundsson, Alda Amardóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir í hlutverkum sínum. Litla leikhúsið í leikferð um landið: Regnbogastrákur í félagsheimilum Litla leikhússins með barnaieikritið Regnbogastrákinn eftir Ólaf Gunn- arsson. í dag, þrettánda júlí, verður sýnt í félagsheimili Borgamess, á morgun á Hellissandi, á laugardaginn á Stykkishólmi, daginn eftir í Búðar- dal, á mánudaginn á Hvammstanga og síðasta sýningin verður á Hólma- vík á þriðjudaginn kemur. gerist uppi í fjöllum og á róluvelli í þéttbýlinu. Tröllskessa nokkur vaknar undir jökli eftir að hafa sofið þar í einhver hundmð ára. Það fyrsta sem hún heyrir og sér er jöklasóley, sem er ekkert venjulegt blóm því hún getur talað. Jöklasól- eyin er jafnframt systir regnbogans og getur kallað á hann til að fá uppfylltar óskir sínar. Tröllskessan breytist í Regnbogastrák. Leikendur em Alda Amardóttir, Emil Gunnar Guðmundsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Leikstjóri og höfundur leikmyndar og búninga er Eyvindur Erlendsson, Gunnar Þórðarson er höfundur laga og höf- undur söngtexta er Ólafur Haukur Símonarson. jkb Milljónatjón hjá afurðastöðvum: Rúllubaggaheyskapur elur ostaskaðvalda Mjólkurfræðingar telja miklar skemmdir á ostum í ostabúum í fyrra megi rekja til jarðvegsbaktería sem myndast í heyi sem unnið er í rúllubagga. Talið er að milljónatjón hafi orðið af þessum sökum. Bakteríumar þrífast í röku og súrefnissnauðu umhverfi og því mynda lofttæmdar plastumbúðir bagganna hin ákjósanlegustu vaxtar- skilyrði fyrir þær, ef heyinu er pakk- að blautu. Rúllubaggaheyskapur hefur mtt sér mjög til rúms að undanfömu og samkvæmt upplýsingum frá Bænda- skólanum á Hvanneyri em námskeið í slíkri heyverkun þau vinsælustu sem skólinn stendur fyrir. Stór hluti mjólkur sem framleidd er í landinu fer í ostagerð, en bakteríurnar em hitaþolnar og koma ekki fram við venjulega flokkun á mjólk í afurðastöðvum. Þær fjölga sér í osti þegar hann er búinn að gerjast í ákveðinn tíma, og valda því að gas myndast í honum svo að hann springur allur. Við þetta skemmist osturinn og á síðasta ári skipti tjónið af þessum sökum mörgum milljón- um króna. Afurðastöðvarnar bera skaðann að öllu leyti og er nú verið að huga að aðferðum sem gætu dregið úr þessu, eins og breyttar flokkunarreglur fyrir mjólk eða hey- rannsóknir þar sem sérstaklega yrði leitað eftir bakteríunum. LDH-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.