Tíminn - 13.07.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.07.1989, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 13. júlí 1989 liillllllllllllllllllllllll DAGBÓK Frá Félagi eldri borgara Opið hús ( Goðheimum, Sigtúni 3, í dag, fimmtudag. Kl. 14:00 - frjáls spila- mennska. Kl. 19:30 er félagsvist og kl. 21:00 dansað. Athugið! Farin verður 8 daga ferð um Vestfirði 16. og 21. júlf nk. Upplýsingar á skrifstofu félagsins í sfma 28812. Verkakvennaféiagið Framsókn fer í sumarferð Verkakvennafélagið Framsókn fer ( sína árlegu sumarferð 12. og 13. ágúst. Farið verður með Herjólfi til Vestmanna- eyja. Upplýsingar á skrifstofunni f sfma 688930. Ferðanefndin Sumarferð Húnvetningafélagsins Sumarferð Húnvetningafélagsins f Reykjavík verður farin dagana 15. og 16. júlí n.k. Gist verður í Þórsmörk. Upplýsingar f sfmum 41150 - 681941 - 671673. Sumarferð Nessafnaðar Sumarferð á vegum Nessóknar verður farin laugardaginn 15. júlí að Nesjavöll- um, Gullfossi og Geysi og víðar. Lagt af stað kl. 10:00 frá Neskirkju. Fargjald kr. 800 og er matur innifalinn. Þátttaka tilkynnist í síma 16783 kl. 16:00- 18:00 daglega. Birfingarfundur á Borginni kl. 17:00 Rlkisstjórnin: Hvað ætlar hún að verða þegar hún er orðin stór? er yfirskrift á fréttatilkynningu um opinn fund á Borg- inni fimmtudaginn 13. júní kl. 17:00- 19:00. Málshefjendur eru: Kristfn Ástgeirs- dóttir, Guðmundur Ámi Stefánsson og Óskar Guðmundsson. Þau flytja stuttan inngang. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra og Margrét Frfmanns- dóttir, þingflokksformaður Alþýðu- bandalagsins sitja fyrir svörum málshefj- enda og annarra fundarmanna. Fundar- stjóri verður Ámi Páll Ámason. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um stjómmál. Siglingar fyrir almenning á Rauðavatni 1 sumar mun siglingaaðstaða lþrótta- og tómsstundaráðs á Rauðavatni verða opin almenningi á eftirfarandi tfmum: þriðjudögum kl. 16:00-16:30, fimmtu- dögum kl. 16:00-18:30 og á laugardögum kl. 13:00-17:00. Afnot af bátum og björgunarvestum er ókeypis. Á staðnum verða starfsmenn til leiðbeiningar. Iþrótta- og tómstundaráð Handritasýning í Ámagarði Handritasýning Stofnunar Áma Magn- ússonar er f Árnagarði við Suðurgötu á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum kl. 14:00-16:00 til 1. september. Þjóðdansafélag Reykjavíkur: Þjóðháttamótið „ísleik" Dagana 14.-23. júlí mun Þjóðdansafé- lag Reykjavíkur halda sitt þriðja þjóð- háttamót, sem gengur undir nafninu „Is- leik“. Á mótið munu koma rúmlega 200 dansarar og spilarar frá öllum Norður- löndunum, nema Færeyjum. Mótið hefst með setningarathöfn á Kjarvalsstöðum 15. júlf. Sunnud. 16. júlí kl. 14:30 verður farið í skrúðgöngu frá Hagatorgi niður f miðbæ, þar sem hópar frá öllum löndunum munu dansa nokkra dansa. Að þvf loknu verður farið á nokkur vistheimili hér f bæ og sýnt þar. Að kvöldi 15., 16. og 18. júlí verður dansað í Hagaskóla. Verður þar opið fyrir áhugasama dansara meðan húsrúm leyfir. Mánudaginn 17. og þriðjud. 18. júlí verða námskeið í þjóðdönsum og þjóð- lagaspili en miðvikudaginn 19. verður farið í Þórsmörk. Föstud. 21. verður sýning og dansleikur á Hótel Selfossi. Mótinu verður slitið sunnud. 23. júlí með lokahófi á Hótel Sögu. „Laugavegurinn" Landmannalaugar - Þórsmörk Gengjð á fjórum dögum milli göngu- húsa Ferðafélagsins í Hrafntinnuskeri, við Álftavatn og á Emstrum. Ferðimar hefjast í Landmannalaugum eða Þórsmörk. 14.-19. júlíkl. 20:00 Landmannalaugar - Þórsmörk 19. -23. júlí kl. 08:00 Landmannalaugar - Þórsmörk 20. -25. júh' kl. 20:00 Landmannalaugar - Þórsmörk 21. -26. júlí kl. 20:00 Landmannalaugar - Þórsmörk. Takmarkaður fjöldi í hverja ferð. Pant- ið tímanlega. Upplýsingar á skrifstofu F.l. Ferðafélag íslands Helgarferðlr Ferðafélagsins 14.-16. júlí 1) Snæfellsnes - Elliðahamar - Ber- serkjahraun. Gengið þvert yfir Snæfells- nesið skammt vestan við veginn um Kerlingarskarð. Þama er fjaligarðurinn mun lægri en víðast annars staðar. Lagt verður af stað í gönguna frá Syðra-Lága- felli. Gist í svefnpokaplássi. 2) Þórsmörk. Gist f Skagfjörðsskála/ Langadal. Gönguferðir um Mörkina við allra hæfi með kunnugum fararstjómm. 3) Landmannalaugar. Gist f sæluhúsi F.í. f Laugum. Gönguferðir um nágrenn- ið. Upplýsingar og farmiðasala á skrif- stofu F.l. Ferðafélag íslands Brúa- og vegagerðarmenn frá Skeiðarársandi hittast Þann 15. júlf 1989, nákvæmlega 15 ámm eftir að vega- og brúagerð lauk á Skeiðarársandi, ætla þeir sem unnu á „Sandinum“ að hittast á fomum slóðum við Skeiðarárbrú kl. 17:00 (kl. 5 síðd.) „Brúa- og vegagerðarmenn mæta með fjölskyldur sínar, rifja upp gamlan kunn- ingsskap og slá á létta strengi. Tjaldað verður að Hofi í Öræfum og matur seldur f samkomuhúsinu, sem er síðan opið fyrir uppákomur og dans,“ segir í fréttatilkynningu. Sumarsýningar í Norræna húsinu 17. júnf vom opnaðar tvær sýningar í Norræna húsinu. Sýning á málverkum eftir Jóhann Briem í sýningarsölum. Sýnd em um 30 málverk öll í eigu einstaklinga eða stofnana. Verkin em máluð á ámnum 1958 til 1982. Sýningin stendur fram til 24. ágúst og er opin daglega kl. 14:00- 19:00. JÖRÐ ÚR ÆGI nefnist sýning, sem opnuð var í anddyri Norræna hússins. Þessi sýning er haldin í tilefni af 100 ára afmæli Náttúmfræðistofnunar íslands. Sýningin lýsir myndun Surtseyjar og ham- förunum f Heimaey, sem em á margan hátt táknræn fyrir myndun íslands. Sýndir em helstu sjófuglar eyjanna og algengar háplöntur. Éinnig er lýst landnámi lífvera í Surtsey. Sýningin verður opin fram til 24. ágúst og er opin kl. 09:00-19:00, nema sunnu- daga kl. 12:00-19:00. Náttúrufræðistofnun Islands á 100 ára afmæli á þessu ári og því þótti tilvalið að leita til sérfræðinga stofnunarinnar með þessa sýningu. Eyþór Einarsson, forstöðumaður Nátt- úmfræðistofnunar, Sveinn Jakobsson jarðfræðingur og Ævar Petersen fugla- fræðingur hafa ritað skýringartexta, en á sýningunni em sýnishom af plöntum, steinum og sjófuglum á Vestmannaeyja- svæðinu. Sigurjón Jóhannsson sér um uppsetn- ingu og hönnun sýningarinnar. Sýningin verður opin fram til 24. ágúst og opin kl. 09:00-19:00 nema sunnudaga kl. 12:00-19:00. Angela (18 ára) í Englandi óskar eftir pennavini Borist hefur bréf frá Angelu Jackson, 18 ára stúlku í Bretlandi. Hún hefur áhuga á íþróttum, einkum göngum um fjalllendi, alls konar músfk og dansi. Ángela hefur átt heima í Norður-lrlandi, Skotlandi, Þýskalandi og nú f Englandi. Hana langar til að skrifast á við íslenskt ungt fólk. Utanáskrift til hennar er: Miss Angela Jackson, 12 Anteforth View, Gilling West, Richmond, North Yorkshire DLIO 5JH England ÚTVÓRÐUR - Samtók um jafnrétti milli landshluta 1. tbl. 4. árg. af tímaritinu „Útvörður" er komið út. Útgefandi er Byggðahreyf- ingin Útvörður. Þórarinn Lámsson, ábyrgðarmaður ritsins, skrifar forystugrein: „Uppspretta þjóðlífsins" og vitnar þar f texta eftir Stein Steinarr. Kostaðu hug þinn að herða, nefnist grein Hlöðvers Þ. Hlöðverssonar, þar sem hann ræðir málefni samtakanna. Sjöfn Halldórsdóttir skrifar um sumar- komuna, en Marteinn Friðriksson grein, sem hann nefnir „Gildi landsbyggðar“. „Þróun dreifbýlisins, breytt viðhorf“, en það er þýðing erindi sem Ulf Brangen- feldt flutti í apríl sl. á vegum Norræna búfræðifélagsins. Gunnlaugur Júlfusson þýddi. Bolli Gústavsson, prestur í Laufási, skrifar greinina: Söguhelgi stað- anna. Ásgeir Leifsson skrifar grein í blaðið og er fyrirsögnin: Hugmynd um breytta atvinnuhætti í sveitum, og em þar viðraðar margar nýjar hugmyndir. Dr. Sigrún Stefánsdóttir, framkvæmda- stjóri Fræðsluvarps skrifar: Fræðsluvarp - ný leið til fjamáms og Guðrún Friðgeirs- dóttir, skólastjóri Bréfaskólans: Hlutverk Bréfaskólans í fullorðinsfræðslu. „Frá farskóla til farskóla", nefnist frá- sögn Alberts Einarssonar, þar sem hann segir frá Farskólanum á Austurlandi, sem sé tilraun til þess að skapa lifandi fræðslu- hreyfingu á landsbyggðinni. Margar aðrar greinar em í ritinu um byggðastefnu og skyld mál, svo sem „Nytjaskógrækt á Fljótsdalshéraði", „Sparifé og raunvextir", „Fullorðins- fræðsla í landbúnaði", „Falskir eldar“, „Búrið er að tæmast“ og „Viðvömn". Þá em greinamar „Gæfumenn fylgi góðu máli heilu í höfn“, sem er erindi sr. Heimis Steinssonar á Þingvöllum, sem hann flutti á aðalfundi Samtaka sunn- lenskra sveitarfélaga á Hellu í apríl sl. og Sigurður Helgason skrifar: Saga Ný- fundnalands er lærdómsrfk. Á forsíðu ritsins er mynd af Borgarvirki í V-Húnavatnssýslu, sem tekin er af Rafni Hafnfjörð. Ljóð tileinkuð komu páfa tii íslands Stjörnumar í hendi Maríu, 61 Ijóð eftir Ragnhildi Ófeigsdóttur. er komin út hjá útgáfufélaginu Bókrún. Höfundur tileinkar ljóðin komu Jóhannesar Páls páfa II til íslands. Ragnhildur Ófeigsdóttir er kaþólskur Reykvíkingur, sem hefur dvalist og stund- að nám erlendis. Stjömumar í hendi Maríu er önnur ljóðabókin eftir Ragn- hildi sem kemur út hjá útgáfufélaginu Bókrún og er í sama broti og Andlit í bláum vötnum sem kom út 1987. Fyrsta bók höfundar, Hvísl, kom út 1971. Stjömumar í hendi Maríu em Ijóð trúarlegs eðlis, helgikvæði og hymnar. Bókin er 140 bls. kilja. Setning og umbrot varunnið í Félagsprentsmiðjunni, Libreis prentaði og Félagsbókbandið annaðist band. Bókin er fáanleg hjá Bókrún, Máli og menningu og Sigfúsi Eymundssyni. BLÝLÝSI — Ijóð og Ijóðsögur BLÝLÝSI nefnist nýútkomin bók eftir Siguriaug Elíasson. Utgefandi er ljóða- forlagið Norðan Niður á Sauðárkróki, en Myrkfælnisjóður styrkti útgáfuna. Höfundur er fæddur 1957. Áður hafa komið út eftir hann tvær ijóðabækur: Grátónaregnboginn (1985) og Brann- klukkutuminn (1986). Blýlýsi geymir ljóð og ljóðsögur sem skipað er í þrjá kafla á 50 síðum. Bókin er kilja, höfundur hann- aði sjálfur og myndskreytti. Verslunartíðindi l.tbl. 40. árg. Verslunartíðindi er málgagn kaup- mannasamtaka íslands. Jón Birgir Péturs- son ritstjóri skrifar forastugrein: Kaup- menn og náttúravemd og Snjóþungur vetur. Blaðið birtir margar fréttir og frásagnir frá Akureyri, en þar var blaðamaður Verslunartíðinda á ferðinni í mars sl. Komið er við í mörgum verslunum þar í bæ og birtar myndir af verslunarfólki. í blaðinu er viðtal við Þorvald Hall- grímsson, og frásögn hans af Höepfners- verslun, sem faðir hans, Hallgrfmur Dav- íðsson, rak á árum áður. Þá er birt ræða Guðjóns Oddssonar, formanns kaup- mannasamtakanna, sem hann hélt á aðal- fundinum á Akureyri 8. apríl sl. Margar fréttir úr félagslffi verslunar- fólks era í blaðinu og m.a. mynd af þremur gullverðlaunahöfum, Sigurði E. Haraldssyni, Guðjóni Oddssyni og Birki Skarphéðinssyni, sem alUr vora sæmdir gullmerki KÍ. Sumarsýning FÍM Nú stendur yfir sumarsýning FÍM, Félags íslenskra myndlistamanna, í FÍM salnum, Garðastræti 6. Á sýningunni era verk eftir félagsmenn FÍM. Sýningin stendur til 15. ágúst og verður skipt utn verk annað veifið á sýningartímanum. FÍM salurinn er opinn virka daga kl. 13:00-18:00 ogumhelgarkl. 14:00-18:00. Sölugallerí er í kjallara salarins. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.