Tíminn - 16.08.1989, Síða 2
2 Tíminn
MiðyiKudQgui>16,'ágúst 1989
Lífeyrissjóöur starfsmanna ríkisins býöur nú 500.000 kr. B-lán:
Jop p“ veði settí ar eignir
drag; a úr lái laef tirspurn
„Það er víða orðið svo ásett um veð hjá fólki að margur
hefur kannski orðið í minna mæli veð fyrir nýjum lífeyris-
sjóðslánum“, sagði Gísli Sigurkarlsson hjá Lífeyrissjóði
starfsmanna ríkisins. En vegna aukins ráðstöfunarfjár
sjóðsins, sem m.a. stafar af því að dregið hefur út eftirspurn
eftir hinum hefðbundnu lífeyrissjóðslánum, hefur sjóðurinn
nú ákveðið að gefa sjóðfélögum kost á nýjum lánaflokki;
svokölluðum B- lánum.
B-lánin geta verið allt að 500
þús.kr. Lánin eru til 5 ára, vísitölu-
tryggð með meðalvöxtum lánastofn-
ana samkvæmt auglýsingum Seðla-
bankans. Skilyrði fyrir láni eru ið-
gjaldagreiðsla í lífeyrissjóðinn í 8 ár
hið minnsta. Hin almennu lífeyris-
sjóðslán sjóðsins nema nú allt að
einni milljón króna, þannig að ríkis-
starfsmenn eiga nú orðið kost á allt
að 1,5 millj.kr. láni úr lífeyrissjóði
sínum, þ.e. hafi menn næg laus veð
fyrir þeirri upphæð. En þar mun
einmitt „hnífurinn standa í kúnni"
hjá sumum, eins og áður segir.
Skilyrði fyrir almennu lífeyrissjóðs-
láni er fullt starf í hálft þriðja ár og
vextir á þeim 5% auk verðtrygging-
ar.
B-lánin sagði Gísli óháð öðrum
lánum. Eina tengingin sé sú, að ef
fólk skuldi enn eftirstöðvar gamalla
óverðtryggðra lána verði að borga
þau upp.
Sú greiðsla heggur í fæstum tilfell-
um stórt skarð í nýja lánið. Eftir-
stöðvar gömlu lánanna eru (með
hjálp verðbólgunnar) yfirleitt komn-
ar niður í örfá þúsund kr. og árlegar
afborganir og vextir aðeins nokkur
hundruð kr. í mörgum tilfellum.
„Við erum kannski að senda út
rukkanir fyrir 100 krónum í afborg-
un og vexti", sagði Gísli.
Ársafborgunin er þá varla nema
fyrir frímerkinu og gíróseðlinum?
„Innheimtan er stundum orðin
kostnaðarsamari heldur en upphæð-
in sem við fáum í stáðinn".
Að sögn Gísla eru töluvert mörg
slík lán í gangi ennþá. Þótt heildar-
skuldin nemi aðeins orðið 2-3 þús.
krónum sagði Gísli fólk yfirleitt ekki
greiða þau upp nema að það sjái sér
einhvern sérstakan hag í því, t.d.
endurlánarétt eða annað. Flestirláta
þau standa áfram og borga sinn
100-kall á ári í afborganir og vexti.
-HEI
Tónleikar í félags-
miðstöðinni Fellahelli:
Laugardaginn 19.ágúst nk. stend-
ur félagsmiðstöðin Fellahellir fyrir
hinni svokölluðu Rykkrokkhátíð í
portinu við Fellaskóla. Rykkrokk er
útitónleikar sem hefjast klukkan
15:00 og standa til miðnættis. Þeim
verður útvarpað á Rás tvö, en að-
gangur er ókeypis og öllum heimill.
Nítján hljómsveitir, bæði þekktar
sem óþekktar, munu leika og spila.
Þær eru: Sykurmolarnir, Langi
Seli og Skuggarnir, Jupiters, Ham,
Risaeðlan, Tarot, Október, Boot-
legs, Laglausir, Dýrið gengur laust,
Rúnar Þór og H2Ó, 16. eyrnahlífar-
búðir, Complex, Flintstones, Móð-
ins (Grindavík), Hálfur undir sæng
(Neskaupstað),Túrbó (Borgarnesi),
Bróðir Darvíns (Akranesi), Drykkir
innbyrðis (Akureyri). GS
Samband sveitarfélaga í
Austurlandskjördæmi:
Aðalfundur á
Vopnafirði
Tuttugasti og þriðji aðalfundur
Sambands sveitarfélaga í Austur-
landskjördæmi verður haldinn í
íþróttahúsinu á Vopnafirði dagana
25. og 26. ágúst næstkomandi.
Hrafnkell A. Jónsson, formaður
SSA, mun setja fundinn klukkan
10:00, föstudaginn 25.ágúst. Til há-
degis verður skýrsla stjórnar
kunngerð, sem og annarra aðila
innan sambandsins, og reikningar
og fjárhagsáætlun SSA verður
kynnt.
Eftir hádegisverð verða á dagskrá
umræður undir heitinu Austurland
árið 2000. Framsögumenn verða
Guðmundur Malmquist forstjóri
Byggðastofnunar, Hallgrímur
Guðmundsson bæjarstjóri á Höfn,
Arnbjörg Sveinsdóttir formaður
bæjarráðs Seyðisfjarðar, Sigurborg
Kr. Hannesdóttir hótelstjóri í Vala-
skjálf, Ágústa Þorkelsdóttir hús-
freyja á Refsstað í Vopnafirði og/eða
Sigríður Bragadóttir húsfreyja á Sí-
reksstöðum Vopnafirði.
Klukkan fjögur verða kynnt drög
að reglugerð um framlög úr Jöfnun-
arsjóði sveitarfélaga og mun Sveinn
Guðmundsson, sveitarstjóri í
Vopnafirði flytja framsöguræðu.
Hálftíma síðar verður kynnt breytt
skipan um framkvæmd heilbrigðis-
mála, þar sem Stefán Þórarinsson,
héraðslæknir á Egilsstöðum mun
flytja framsöguræðu. Klukkan fimm
verða svo tillögur frá stjórn og
fulltrúum lagðar fram og kynntar.
Um átta leytið bjóða heimamenn til
kvöldverðar.
Á laugardaginn heldur dagskrá
áfram klukkan 9:00 og munu þá
nefndir starfa til hádegis. Eftir há-
degisverð, klukkan 14:00, mun fara
fram afgreiðsla nefndarálita, fjár-
hagsáætlunar og reikninga og eru
áætluð fundarslit klukkan 18:00.
Boðið verður upp á kvöldverð
klukkan 19:00.
Skipadeild Sambandsins:
Bein lína til
Brimahafnar
Skipadeild Sambandsins hefur
afráðið að taka upp reglubundnar
siglingar frá Reykjavík og Vest-
mannaeyjum til Bremerhaven í V-
Þýskalandi. Áætlun hefst 29. ágúst
nk. og verða ferðir á tveggja vikna
fresti. Siglt verður frá Reykjavík til
Eyja á þriðjudögum, þaðan degi
síðar og losað í þýskri höfn á sunnu-
dagskvöldi. Telja jafnt útflytjendur
íslenskra fiskafurða sem þarlendir
kaupendur þetta til mikilla hags-
bóta, þar eð mánudagar eru vænleg-
ustu söludagar ferskfisks, suður þar.
Eru siglingar þessar liður í endur-
skipulagningu á sölu íslensks fersk-
fisks er hagsmunaaðilar hafa unnið
að undanfarið, í samráði við íslensk
stjórnvöld og L.Í.Ú. JBG.
Björgunarhundur liggur á starfsáætlun Björgunarskóla LHS fyrir næsta ár, en þar er gert ráð fyrir 51 námskeiði
eða atburðum undir heitinu „Skóli lífsins."
51 námskeið í
Skóla lífsins
Á starfsáætlun Björgunarskóla
Landssambands hjálparsveita
skáta fyrir næsta ár er gert ráð fyrir
alls 51 námskeiði og námsstefnum
undir heitinu Skóli lífsins.
Fyrsti viðburðurinn í starfsáætl-
uninni verður dagana 18.-21.ágúst,
þegar haldin verður námsstefna í
samvinnu við Björgunarhunda-
sveit íslands um notkun hunda við
leitarstörf í húsarústum og vatni.
Gestur námsstefnunnar og leið-
beinandi verður Caroline Hebard
frá Bandaríkjunum, sem er mjög
þekkt meðal björgunarmanna þar
og hefur tekið þátt í fj ölda bj örgun-
araðgerða. Námsstefnan verður
haldin að Snorrabraut 60 og hefst
klukkan 18:00 á föstudag. Byggt
verður á fyrirlestrum, sýningu
myndbanda, auk verklegrar
kennslu og æfinga með völdum
hundum. Námsstefnan er öllum
opin og annast skrifstofa LHS
skráningu þátttakenda í síma 91-
621400.
Annar viðburðurinn í starfsáætl-
un Björgunarskóla LHS verður
námskeið í björgunarköfun dagana
25.ágúst til 2.september í Hafnar-
firði. Kennt verður eftir kröfum
sem settar eru af alþjóðlegum sam-
tökum björgunarkafara - IADRS.
Þátttakendur, sem standast próf,
fá alþjóðlegt skírteini og rétt til að
kalla sig björgunarkafara (PSD -
Public Safety Divers) og geta starf-
að sem slíkir innan björgunar-
sveita. Leiðbeinendur verða þeir
Stefán Axelsson, Hjálparsveit
skáta Hafnarfirði og Kjartan
Hauksson, Hjálparsveit skáta ísa-
firði, en þeir hafa kennsluréttindi í
björgunarköfun. Þátttakendur
skulu vera félagar í hjálpar- eða
björgunarsveit, lögreglumenn eða
slökkviliðsmenn. Aldurstakmark
er 20 ár og er staðgóð skyndihjálp-
arkunnátta áskilin. Skráningu ann-
ast skrifstofa LHS. GS