Tíminn - 16.08.1989, Page 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001
f
NÚTÍMA FLUTNINGAR
Hatnorhúsinu v/Tryggvagötu,
© 28822
71
o<%
AMVINNUBANKi ISLANDS HF.
ÁTTHAGAFÉLÖG,
PÓSTFAX
TÍMANS
687691
MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1989
■Bl
Hagvirki greiddi söluskattskröfu ríkissjóös um kaffileytið í gær:
Snaraði út rúmum
108milljónumkr.
„Ráðuneytið hefur ekkert viljað gefa eftir af kröfu sinni
og núna rétt fyrir klukkan fjögur greiddi ég þeim 108
milljónir 32 þúsund þrjúhundruð og tvær krónur,“ sagði
Jóhann Bergþórsson forstjóri Hagvirkis í gær.
í yfirlýsingu sem Hagvirki sendi starfrækja Hagvirki áfram.
frá sér í gær segir að fyrirtækið hafi
fallist á að greiða áætlaðan sölu-
skatt á fyrirtækið þrátt fyrir að það
hafi sjálft ekki innheimt söluskatt
af verkum sínum. Upphæðin hafi j
verið greidd til að unnt verði að:
Hagvirki hefur talið að því hafi
ekki borið að innheimta söluskatt
af virkjunarframkvæmdum sem
fyrirtækið hefur annast fyrir ríkið
og hefur vitnað til laga máli sínu til
stuðnings. Ríkisskattanefnd úr-
skurðaði 13. júlí s.l. að fyrirtækið
skyldi greiða söluskatt af virkjun-
arframkvæmdum sem Hagvirki
annaðist árin 1983 og 1984 ásamt
álagi og dráttarvöxtum og hefur
Hagvirki óskað eftir því að nefndin
taki málið upp að nýju.
Hagvirki áskildi sér í gær rétt til
að krefjast þess að ríkissjóður
endurgreiddi fyrirtækinu ásamt
álagi og dráttarvöxtum frá degin-
um í gær þann hluta skattsins sem
ríkisskattanefnd mun hugsanlega
fella niður.
Fari hins vegar svo að ríkis-
skattanefnd ákveði enga lækkun
þessara gjalda hyggst Hagvirki
leita með málið til dómstóla til að
fá skattinn lækkaðan eða felldan
niður og síðan endurgreiddan frá
ríkissjóði í samræmi við hugsanleg-
an dóm.
Jóhann Bergþórsson sagði að
ekki hefði verið átakalaust að ná
saman rúmlega 108 milljónum en
fyrirtækið væri stöndugt og hefði
notið aðstoðar góðra manna. Þetta
hefði verið nauðsynlegt til að
tryggja það að reksturinn stöðvað-
ist ekki og ekki væri hægt að vinna
undir ósköpum af því tagi sem
raunin hefur verið að undanförnu
vegna aðgerða fjármálaráðuneytis-
ins.
-sa
Tím&mynd: Árni Bjaraa
■
Fyrsta dósin fer í eina af fimmtíu kúlum í Reykjavík og nágrenni.
Þjóðþrifum hleypt af stokkum:
Dósir fyrir gott málef ni
Við hátíðlega athöfn á Lækjar-
torgi í gær hlaut Davíð Oddson
borgarstjóri heiðurinn af því að
jafnhenda fyrstu dósina ofan í eina
af 50 kúlum, er komið verður fyrir
í Reykjavík og nágrenni og ætlaðar
eru til móttöku á einnota umbúð-
um. Kúlum þessum verður dreift
bróðurlega til bensínstöðva, stór-
markaða og annarra fjölsóttra
staða, fyrst á höfuðborgarsvæðinu
en síðar jafnframt um land allt. Þá
verður komið fyrir dósakössum í
kaffistofum fyrirtækja.
Framtak þetta er ávöxtur af
samstarfi Bandalags íslenskra
skáta, Landssambands hjálpar-
sveita skáta og Hjálparstofnunar
kirkjunnar. Slá aðilar þessir hér
þrjár flugur í einu höggi: Stuðla að
aukinni umhverfisvernd, endur-
nýta verðmæti og næla sér loks í
nokkra fimmkalla til eflingar
starfseminni. Einnig verður hluta
af væntanlegum ágóða varið til
umhverfismála. Hyggjast Þjóð-
þrifamenn gróðursetja eitt tré fyrir
hverjar þúsund dósir er í kúlur og
kassa berast. Til teikna um góðan
vilja Þjóðþrifa í þessu efni voru
borgarstjóra færðar 100 trjáplöntur
til viðgangs og varðveislu, þá er
dósunum var kastað. Trjárækt
þessi kemur til viðbótar framtaki
Ferðamálaráðs og leiðsögumanna,
er sett hafa upp söfnunarbauka á
ferðamannastöðum, svo sem kunn-
ugt er, og þess því skammt að bíða
að ættlandið verði aftur viði vaxið
milli fjalls og fjöru. JBG.
Ekki staf-
krókur um
HR í láns-
fjárlögum
„Það er algerlega rangt sem haldið
hefur verið fram, m.a. af starfs-
mönnum Húsnæðisstofnunar, að
útlán hennar séu bundin í lansfjar-
lögum. Þvert á móti, þá er ekki
stafkrókur um útlán Húsnæðisstofn-
unar í lánsfjárlögum.
Það er hins vegar bundið í lögum
að útlán byggingarsjóðanna eiga að
fara eftir innstreymi fjár frá lífeyris-
sjóðunum. Aukið fjárstreymi á því
að fara í hraðari útlán og stytta þar
með biðtímann eftir lánum,“ sagði
Alexander Stefánsson sem situr í
fjárveitinganefnd og var félagsmála-
ráðherra þegar núgildandi húsnæðis-
lánakerfi tók gildi.
Einu tengsl Húsnæðisstofnunar
við lánsfjárlög sagði Alexander fel-
ast í töflum f fylgiskjölum laganna,
um áætluð útlán og út- og innstreymi
fjármagns hjá stofnuninni.
„Það er hins vegar bundið í lögum
að útlán byggingarsjóðanna er bund-
ið við innstreymi lánsfjár frá lífeyris-
sjóðunum, þ.e. 55% af ráðstöfunar-
fé þeirra og síðan framlag ríkissjóðs.
Alexander Stefánsson
Aukið fjármagn frá lífeyrissjóðun-
um á því að fara í hraðari útskriftir
lánsloforða og hraðari útlán og þar
með stytta biðtíma fólks eftir lánum,
enda annað ekki verjandi. Það er
alls ekki gert ráð fyrir að þessu fé sé
safnað í sjóði umfram venjulegar
þarfir," sagði Alexander. - HEI