Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 5
Laugardagur 2. september 1989 HELGIN 15 Þannig tók „barinn“ við af gestrisninni - veitingamennska og drykkjusið- ir eiga sér langa sögu og hér stiklum við á stóru um þróun þeirra Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum að síðari árin hefur veitingamennska af öllu tagi tekið mikinn kipp hér á landi, og ekki hefur tilkoma sterka ölsins dregið úr þeirri þróun. Hér ætlum við því tO gamans að rekja sitthvað um sögu veitingamennsku frá elstu tíð og styðjumst við bók eftir þýska sagnfræðinginn W. Schivelbusch. Vonum við að lesendum þyki margt fróðlegt Víndrykkja hefur frá elstu tíð verið liður í því að afla sér kunn- ingja. Þannig eru elstu drykkjusiðir sem menn þekkja táknrænir fyrir sambandið á milli drykkjubræðr- anna. Með velkomandaminninu var gesturinn formlega boðinn undir þak veitandans. Að drekka fyrir góðri heilsu hver annars og drekka dús - styrkti sambandið manna í milli, a.m.k. meðan drykkjan gerðist ekki um skör fram mikil. Hvergi má greina þetta lítt skilgreinda fyrirbæri betur en á veitingahúsinu. Hér gilda önnur lögmál og reglur, en í hinu daglega umhverfi úti fyrir. I skil- greiningu á bandaríska veitingahús- inu, sem þjóðfélagslegum þætti, segir: „Allir viðstaddir hafa rétt til þess að bregða á spjall við hina, hvort sem þeir þekkja þá eða ekki. Það er óskráð skylda þeirra að vera jákvæðir í viðmóti. Þótt umgengnis- reglur séu í föstum skorðum úti fyrir, þá er það grundvallarregla á veitingastaðnum að allir séu „opnir“... Að ganga inn um dyr veitingastaðar hefur táknræna þýð- ingu, menn lýsa yfir að þeir séu reiðubúnir að samneyta hverjum sem vera skal, meðan þeir dvelja þar. Aldur, kyn, þjóðfélagsleg staða, æviferill - sérhver má gefa sig að öðrum og vera reiðubúinn að taka hinu sama.“ Gestgjafi - veitingamaður Þama er um aldagamlar hefðir að ræða - en hitt heyrir nýrri öldum til koma hér fram. að greiða skuli fyrir það sem fram er borið. Veitandinn er ekki lengur gestgjafi, heldur kaupmaður. Gest- unum er að vísu í sjálfsvald sett hvort þeir af og til vilja má þennan sið út með því að bjóða lagsbræðrun- um upp á drykki, meðan þeir faðma þá að sér og kyssa þá. En í augum veitingamannsins eru þeir aðeins viðskiptavinir, sem er þjónað svo lengi sem þeir borga - þótt hann af og til látist deila með þeim fögnuðin- um. Þetta tvöfala eðli veitingastaðar- ins - að það er í senn staður þar sem allt peningaþrúkk á að geta gleymst, en er sölubúð eigi að síður - á sér rætur í aldalangri þróun, þeirri þró- un er gestrisnin varð smám saman að kaupmennsku. Áður en hótelið, matsölustaðurinn, veitingastaður- inn, kráin o.s.frv. tóku á sig núver- andi mynd, var um fjölda millistiga að ræða. Snemma á miðöldum var gestrisnin í fyllsta skilningi í önd- vegi, en á síðmiðöldum varð hún að gestrisni og veitingamennsku í senn. Það átti m.a. við um „kaupmanna- herbergin" svonefndu í stærstu versl- unarborgum Þýskalands, sem kölluð voru „Kaufmannshöfe". Sama gilti um „skenkstofurnar" í sömu borgum, sem voru undanfari veit- ingastofa nútímans. Þær voru upp- runalega ætlaðar hinum ýmsu iðn- gildum og urðu þannig undanfari hinna fjölmörgu lokuðu klúbba og bræðrafélaga átjándu og einkum nítjándu aldar. Þarna hittust borg- arfeðurnir og iðnmeistararnir við ,Þorpskráin‘ Þessi teikning Rowlandsons er frá byrjun 19. aldar. „Uppartingadaman“ er hér komin til sögu. hátíðleg tækifæri ( þegar Iærlingar fengu sveinsbréf sín, graföl var drukkið, brúðkaup haldin og svo framvegis). Þarna var málefnum borgarinnar og iðngreinanna líka ráðið til lykta. Seremóníurnar við drykkjuna voru líkar og hjá hinum ýmsu stúdentafélögum, og voru „Sakir“ íslenskra Hafnarstúdenta um daga Eggerts Ólafssonar tví- mælalaust í þessum dúr. Opinberir veitingastaðir Opinberu veitingastaðirnir áttu sér hins vegar allt aðra sögu. Þeir voru afkvæmi dvínandi vöruskipta- verslunar, en vaxandi peningaveltu og aukins fjölda ferðalanga, en þetta hvort tveggja raskaði grunni þeim sem gamla gestrisnin stóð á og veitingamaðurinn kom í staðinn. Það sem veitingmaðurinn bauð upp á var þrennt: gisting, matur og framreiðsla ölfanga. Frá fornu fari hafði allt þetta verið að finna í sama herberginu: Á gististað fékk ferða- maðurinn ekki bara rúm að liggja í, heidur líka mat og drykk. Hið sama á við um öll heldri hótel nútímans, sem bæði hafa matsal og bar. En jafnframt komu upp staðir, sem einskorðuðu sig við eitthvert eitt af þessu þrennu. Menn borðuðu á matsölunni, náttuðu sig á gistihúsinu og drukku á kránni. Allir áttu stað- irnir það sameiginlegt áður fyrr að þjónustan varð varla greind frá sjálfu heimilishaldinu. Já, upphafið var að þeir sem höfðu mat eða húsnæði aflögu fram yfir eigin þarfir, seldu það ferðamönnum. Smátt og smátt tók svo þessi þjónusta að setja svip á yfirbragð staðarins. Þróun innrétt- inga veitingastaða sýnir hvernig heimilum var breytt í samræmi við þarfir viðskiptanna. Meginbyltingin var þegar afgreiðsluborði var komið upp í miðjum sal, þ.e. „disknum“ (svo nefnt hér á eftir). „Diskurinn“ Gamla gestaheimilið var eiginlega sjálft eldhúsið í húsinu. Eldhúsið var ekki aðeins sá staður þar sem borðað var, heldur var það notað til allra þarfa. í kringum logandi eldstóna - þar sem maturinn var soðinn og steiktur - nutu gestirnir einnig næðis og hvíldar og glöddu sig, og var svo

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.