Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 11
Laugardagur 2. september 1989 ^ r . HELGIN |p 21 /IÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKA -Afhverju völduð þið þetta hús? - Þar voru engin ljós og þess vegna ljóst að enginn var heima. - Tókuð þið það sem heimboð til ykkar? - Já. Sallý sagði að þau hefðu verið um það bil klukkustund inni í húsinu við að leita verðmæta og bera þau út á pall bílsins. Síðan fóru þau en Bobby sneri við til að sækja logsuðutæki sem hann hafði skilið eftir. f>au voru rétt komin inn í heimreiðina í annað sinn þegar húsbóndinn í rænda hús- inu kom heim og ók pallbíl sínum beint á þeirra til að koma í veg fyrir að þau slyppu. Bobby gaf þá vel í og tókst að komast framhjá bíl Davids. David Blessing hélt þegar á eftir hinum bílnum og tókst að aka nokkr- um sinnum á hann áður en Bobby missti vald á bílnum, ók út af og velti en lenti fyrir kraftaverk á hjólunum aftur. Sallý kvaðst hafa tekið riffilinm úr aftursætinu meðan á eltingaleiknum stóð. - Ég var viss um að hann hætti að elta okkur ef ég styngi hlaupinu út um gluggann, sagði hún. Hún bætti við að eftir áreksturinn hafi hún setið á hlið þannig að hún sneri baki við stýrinu, þegar maður kom í átt til hennar með byssu. Hjónin ósammála - Ég ætlaði að hræða hann og var viss um að hann flýði þegar hann sæi byssuna. Ég veit ekkert um byssur og taldi víst að riffillinn væri óhlað- inn. - Af hverju tókstu þá í gikkinn? var hún spurð. - Það var bara ósjálfrátt, svaraði Sallý. Eftir skotið þegar Blessing lá líf- vana á veginum í ljósum beggja bílanna, drógu hjónin líkið af vegin- um og lögðu hinn riffilinn undir það og hröðuðu sér síðan burtu. Bobby Dale Smith staðfesti sögu konu sinnar þar til kom að skotinu. Hann kvaðst hafa athugað báða rifflana inni í húsinu og þeir hefðu verið óhlaðnir. - Ef ég hefði haft skammbyssu hefði ég skotið á mann- inn í eltingaleiknum, viðurkenndi hann fúslega. Þegar hér var komið sögu virtist málið liggja ljóst fyrir. Morðingjam- ir voru í gæsluvarðhaldi og höfðu David Blessing fannst skotinn til bana í skurði rétt hjá bíl sínum. játað nóg til að staðfesta aðrar sannanir sem lágu fyrir. Hjónin vísuðu lögreglunni meira að segja á meira þýfi sem var falið á akri skammt frá veginum. En það var langt frá því að allt væri slétt og fellt. Það kom í ljós þegar farið var að bera hlutina vandlega saman. Staðhæfingar Smith-hjónanna reyndust nefnilega ekki koma heim og saman við sönn- unargögn af vettvangi. Eitthvað meira en lítið virtist bogið við málið. Fyrst var til að taka játningar Smith-hjónanna. Þeim kom illa sam- an um hvar riffilinn hafði verið eftir veltuna. Sallý kvaðst hafa haft hann inni í bílnum og skotið Blessing í sjálfsvörn, en Bobby sagði að bæði hann og riffillinn hefðu kastast út í veltunni. Önnur vísbending um að hjónin segðu ekki rétt frá kom þegar Bobby reyndi að smygla bréfi til konu sinnar á kvennagangi fangelsisins. Þó bréfið væri skrifað undir rós að nokkru leyti var augljóst að hann bað Sallýju að taka á sig alla sökina. Minni líkur á dauðadómi Sækjandi sagði Sallýju yfir sig ástfangna af manni sínum og fúsa til að taka sökina. Hann þættist sann- færður um að Bobby hefði skotið Blessing. Hjónin væru að reyna að koma sökinni á Sallýju vegna þess að minni hætta væri á að kona yrði dæmd til dauða en karl. Lög í Oklahoma kveða á um að ef manneskja týnir lífi í átökum fleiri en þriggja, skuli hinir tveir teljast jafnsekir um morðið. Talið var að með þessu væru Smith-hjónin að reyna að komast hjá dauðadómi. - Sallý játar á sig skotið, útskýrði lögreglumaður. - Þá telur hún sig fá í mesta lagi lífstíðarfangelsi og eigin- maðurinn líka af því hann tók ekki í gikkinn. Þannig sleppa þau við dauðadóm og búast við náðun eftir nokkur ár. Samkvæmt lögum Oklahoma er lífstíðarfangelsi 45 ár. Sækja má um náðun eftir 15 ár en þannig er það ekki í reynd. Góð hegðun, vinna og námskeið innan múranna gera fólki kleift að sleppa efir fimm til sjö ár. Sallý og Bobby stefndu greinilega að slíku og ætluðu að komast hjá dauðadómi hvernig sem þau færu að því. Þegar Bobby kom fyrir rétt 8. ágúst 1988 kom Sallý í vitnastúkuna og sagðist hafa skotið David Blessing sjálf. Sækjandi lofaði kviðdómi að sanna að það hefði verið Bobby en ekki Sallý sem skaut Blessing og að hann færi fram á dauðadóm yfir honum. Þá lá fyrir sækjanda það verk að sanna að sá sem játaði á sig morðið, væri saklaus af því. Nú var allt fínkembt þar til loks kom fram líkleg tilgáta um hvað raunverulega gerðist aðfararnótt 23. apríl. Bílarnir stóðu gegnt hvor öðrum og af blóðslettum á veginum mátti dæma að útlokað væri að Sallý hefði getað skotið innan úr bílnum. Annar möguleiki var fyrir hendi. Ein af meðföngum Sallýjar vitnaði að Sallý hefði verið utan við bílinn þegar hún skaut. - Hún sagðist hafa lagt riffilinn á vélarhlíf bílsins og skotið þaðan, sagði konan. Réttlætið náði fram Sækjandi hrakti það lt'ka af tvenn- um góðum og gildum ástæðum. í fyrsta lagi fullyrti Richmond Davis, nágranninn sem fyrstur heyrði áreksturinn og kom á vettvang, að varla meira en fimm sekúndur hefðu liðið frá árekstrinum þar til skotið kvað við. Sækjandi benti á að Sallý væri með gervifót og hefði því ekki getað stokkið út úr bílnum og hlaup- ið fyrir framenda hans með riffilinn á þeim tíma. Jafnvel lögreglumenn á báðum sínum þjálfuðu fótum ættu erfitt með slíkt, auk þess að miða rétt og skjóta. Útilokað væri að Sallý hefði gert það, auk þess sem hún staðhæfði að kunna ekkert á skotvopn. { öðru lagi hafði Jones rannsókn- arlögreglumaður athugað gaumgæfi- lega afstöðu allra viðkomandi í samráði við meinafræðing til að fá á hreint úr hvaða átt og af hve miklu afli kúlan hefði hæft Blessing. Ljóst þótti að henni var skotið bílstjóra- megin úr Smith-bílnum og utan við hann. Það var því deginum ljósara að Sallý Smith gat ekki hafa skotið Blessing. Það var Bobby Dale Smith sem skaut hann. Þann 13. ágúst þurfti kviðdómur ekki nema hálfa aðra klukkustund til að verða sammála um að Bobby væri morðinginn. Hann var sekur fundinn um morð að yfirlögðu ráði og dæmdur til þyngstu refsingar sem því fylgdi: Dauða. - Réttlætinu hefur verið fullnægt, varð eiginkonu Davids Blessings að orði. Bobby Smith var þegar fluttur á dauðadeild ríkisfangelsisins í Mc- Alester. Réttarhöld yfir Sallýju hóf- ust tveimur mánuðum síðar. Hún var sek fundin um manndráp og dæmd í lífstíðarfangelsi. Hjónin sitja nú inni í samliggjandi álmum fangelsisins þaðan sem sést yfir að vegamótunum sem mörkuðu upphaf glæps þeirra. TIL FRAMKVÆMDA- AÐILA Eindagi umsókna vegna bygginga eða kaupa á eftirfarandi íbúðum er 1. október nk. a) verkamannabústöðum b) leiguíbúðum c) almennum kaupleiguíbúðum og félagslegum íbúðum. Umsóknareyðublöð fást hjá félagsíbúðadeild Húsnæðisstofnunar. Óh HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK ■ SÍMI ■ 696900 ^^8———^«— Massey-Ferguson MASSEYFERGUSON ^ ARMULA3 REYKJAVlK SlMI 38900 Bændur athugið! Sérstök kjör í búvélakaupum í haust. Komið - hringið eða skrifið slu strax 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.