Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 12
22 HELGIN Laugardagur 2. september 1989 Öflugt og dugmikið kvenfélag Kvenfélagið Framtíðin minntist hálfrar aldar afmælis síns Laugardaginn 16. júlí sl. minntust kvenfélagskonur í Fljótum þess með hátíðlegum hætti að 50 ár eru liðin frá því kvenfélagið Framtíðin var stofnað. Félagið var stofnað 26. dag maímánaðar árið 1939, stofnendur voru sex húsmæður í Holtshreppi í Skagafjarðarsýslu. Af ýmsum ástæð- um þótti ekki henta að halda uppá þessi tímamót á sjálfan afmælisdag- inn og öllu tilstandi slegið á frest um nokkrar vikur. í tilefni af þessum timamótum bauð kvenfélagið öllum Fljótamönnum til afmælishófs í fél- agsheimilinu að Ketilási. Þangað var einnig burtfluttum kvenfélagskon- um boðið, stjórn sambands skag- firskra kvenna, sóknarprestinum séra Gísla Gunnarssyni og fjölskyldu og séra Gunnari Gísiasyni og frú. í afmælishófinu, sem einnig var fjölskyldusamkoma, var ýmislegt til skemmtunar, ræðuhöld og söngur, ásamt kaffidrykkju. Kvenfélaginu barst fjöldi árnaðaróska í tilefni dagsins. Þá afhenti Ríkharður Jónsson, oddviti, félaginu 50 þúsund krónuraðgjöffráFljótahrepp. Með- an þeir eldri nutu veitinga innan dyra og þess sem þar fór fram hélt Útl fyrir félagsheimilinu fór yngsta kynslóöip ú hestbak og skemmti sér konunglega. yngri kynslóðin sig utandyra þar sem krökkunum gafst kostur á að fara á hestbak og einnig var farið í ýmsa leiki. Eftir að dagskrá lauk í félags- heimilinu hélt fólk út í góða veðrið þar sem dvalið var í 2-3 klukkustund- ir. Átti fólk þar saman indæia stund og naut veitinga sem matreiddar voru á útigrilli af kvenfélagskonum. Svo skemmtilega vill til að tvær af stofnendum félagsins þær Sigríður Jóhannesdóttir og Þuríður Þor- steinsdóttir, eru enn á lífi og voru þær báðar viðstaddar hátíðarhöldin. Ennfremur kom fjöldi burtfluttra félagskvenna til að fagna þessum áfanga í sögu félagsins og voru sjö þeirra gerðar að heiðursélögum við þetta tækifæri. Starfsemi kvenfélags- ins hefur að sjálfsögðu breyst nokk- uð á þessu 50 ára tímabili sem það hefur starfað. Félagið hefur þetta tímabil verið virkasti félagsskapur innan sveitarfélaganna í Fljótum og látið fjölmörg málefni til sín taka og bryddað uppá margvíslegum þáttum í starfseminni sem orðið hafa með einum eða öðrum hætti til að styrkja og bæta mannlífið í Fljótum. Ekki verður að þessu sinni farið nánar út í starfsemi félagsins. Hún er vafalítið að ýmsu leyti svipuð starfsemi ann- Sigurlína Kristinsdóttir flutti ágrip af sögu félagsins. Tvœr af stofnendum félagslns voru mættar og var þeim afhentur blóm- vöndur frá félaginu. Tll vinstri er Þuríð- ur Þorsteinsdóttlr frá Helgustöðum, en hægra megin er Sigrfður Jóhannes- dóttir frá Brúnastöðum. arra kvenfélaga til sveita. Hinsvegar eiga lokaorðin úr ágripi af sögu félagsins, sem Unnur Guðmunds- dóttir á Berglandi tók saman, vel við en þar sagði: „Ég tel að störf kven- félagsins Framtíðarinnar hafi reynst sveitinni heilladrjúg. Þess vil ég biðja að Fljótahreppur verði aldrei svo fátækur að þar starfi ekki öflugt og dugmikið kvenfélag." Núverandi stjóm kvenfélagsins Framtíðarinnar skipa Guðbjörg Sig- urðardóttir Skeiðsfossvirkjun for- maður, Heiðrún Alfreðsdóttir Barði gjaldkeri og Áshildur Öfjörð Sól- görðum ritari. ÖÞ Fljótum. Séra Gfsli Gunnarsson, sóknarprestur Fljótamanna, flutti félaginu kveðjur og árnaðaróskir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.