Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 1
Hafnarfjörður snemma á 19. öld. Hér var meðal búöasvelnamaðurlnnsem dóttir Thodal stiftamtmanns elska&i svo mjög a& hún „sprakk af harmi" vegna hans. Norski valdsmaðurinn á Bessastöðum Thodal stiftamtmaður er löngum talinn eitt besta yfir- vald, sem íslendingum var skipað af erlendum konungum 18. öldin er líklega, þegar allt kemur til athugunar, eitt allra svartasta tímabilið í sögu íslendinga. Á þessari öld ganga plágur og eldgos. - Þá er verslunareinokun Dana í al- gleymingi, og þá er áþján þeirra eftlrminnileg- ust. - Þetta sá líka á, því að aldrei hefur menningarástand þjóðarinnar verið eins ömur- legt, og aldrei hefur þjóðin verið fátækari og aumlegar stödd, en í lok þessarar aldar. - Alla 18. öldina, svo að segja, voru æðstu valdsmenn landsins danskir og sátu á kóngsgarðinum Bessastöðum, þegar þeir á annað borð höfðu fyrir því að koma til Islands. Annars sátu þar fulltrúar þeirra, misjafnlega þokkaðir. - Einn þessara valdsmanna Dana á seinni helmingi aldarinnar var Norðmaður, en þaö var Thodal stiftamtmaður. - Hann skildi Islendinga best þeirra allra, og máske var hann sá eini, sem gjörði sér að ráði nokkurt far um að skilja þá. Hann dvaldi hér sjálfur meðal vor, og frá honum verður nokkuð sagt hér. Flestir dönsku valdsrnennirnir voru „eðalbornir herrar", eða aðals- menn, eins og t.d. Rantzau greifi, sem hér var skipaður stiftamtmaður árið 1750. Hann kom þó aldrei til íslands, en hafði hér umboðsmenn. Hann var að vísu nokkuð góður karl og hafði talsverðan skilning á málum íslendinga, og sagður brjóstgóður og svo velviljaður, að hann færði allt til betri vegar fyrir landsmönnum þeim, sem sóttu á fund hans og áttu eitthvað andstætt. Barón Pröck Svo kom að því, að Rantzau greifi gekk veg allrar veraldar og hvarf til hina eilífu heimkynna, en fól þá íslenskum stúdentum í Kaupmanna- höfn að bera andaðan líkama sinn til hinstu hvíldar og þótti hann gjöra íslandi sóma með þessu. - Var þá öðrum „eðalbornum herra" veitt stiftamtmannsembættið yfir íslandi árið 1768. - Sá, sem nú hlaut hnossið, var barón og hét Pröck, en þessi maður sá aldrei ísland, og settist aldrei í embættisstól sinn „úti hér". Pröck barón var ævintýramað- ur. Hann hafði verið landstjóri Dana yfir nýlendum þeirra í Vestur-Indí- um og er því ekkert trúlegra en að hinir vísu stjórnarherrar héldu hann hæfan til þess að stjórna okkur, ekki síður en sínum „trúu blökku undirsátum" vestra. En baróninum hefur víst þótt nóg um útlegðina vestra og ekki hlakkað mikið til dvalarinnar á íslandi. - Það er sagt, að Pröck barón hafi nauðugur viljað skilja við borgina við Eyrarsund, og glauminn og gleðina við konungs- hirðina, sem hann átti svo greiðan aðgang að, sakir metorða sinna, enda reyndi hann í lengstu lög að skjóta ferðinni til íslands á frest, undir því yfirskini, að hann þyldi ekki vegna heilsu sinnar, að fara svo snögglega úr hitum Vestur-Indía og upp í kuldann á íslandi. Honum tókst líka með lagi, að koma málum sínum svo fyrir, að honum var veittur eins árs frestur til þess að setjast á veldisstól sinn á íslandi. - Þegar svo að því kom, að ferðinni hingað var ekki lengur skotið á frest, rættist svo úr fyrir Pröck baróni, að hann gat krækt sér í feitt embætti í sjálfri höfuðborg konungs, því að í janúar 1770 var honum veitt amt- mannsembættið í Kaupmannahafn- aramti. Hann gat því haldið áfram um stund að njóta heitustu geisla náðarsólar hans hátignar, konungs- ins, - óhindraður, eins og hugur hans hafði staðið til. - Stiftamtmað- ur yfir Islandi var Pröck því aðeins eitt ár, og þurfti aldrei að skilja við höfuðstaðarglauminn, eins og áður greinir. Pröck barón, sem var sagður góð- ur maður, gæflyndur og mesta ljúf- menni, varð ekki langgæður í amt- mannsembætti Kaupmannahafnar frekar en í stifamtmannsembættinu yfir íslandi, og skal nú sagt frá þeim harla einkennilegu ástæðum, sem að því lágu. Ástandið í stjór-málum Danmerk- ur var ekki burðugt á þessum áratug- um. Þar réði þá ríkjum Kristján konungur VII., sem var ekki með öllum mjalla, sem kunnugt er, þó að hann hins vegar væri ekki hreinn Kleppsmatur. - Struense greifi, sem var friðill drottningarinnar, réði þar öllu, en hann var maður gáfaður og ráðríkur, en féll þó á sjálfs síns bragði að lokum, þ.e.a.s. á ástar- ævintýrinu við sjálfa drottninguna, en það er nú önnur saga. - Embættis- menn ríkisins höfðu mikinn beyg af Struense, enda vék hann þeim fyrir- varalaust frá embættum, ef þeir ekki, án allra umsvifa, hlýddu og framkvæmdu fyrirskipanir hans. - Hinn voldugi herra Struense hafði eitt sinn riðið eða ekið út fyrir borgarhlið Kaupmannahafnar og þótti vegurinn blautur og erfiður yfirferðar. Hann gaf því út fyrirskip- un um, að bændurnir ( nágrenninu skyldu tafarlaust gera við veginn og þá vitanlega í skylduvinnu fyrir enga þóknun, en á þessum tímum var enn bændaánauð í Danmörku. - Það féll undir verkahring amtmannsins, Pröck baróns, að sjá um, að bændur hlýðnuðust þessari fyrirskipun frá hæstu stöðum, en hinn ljúfi barón var tregur til þessa og lagði bændun- um liðsyrði. Hann sagði, að þeir gætu ekki snúist við þessu að svo komnu vegna annarra starfa, upp- skerunnar o.s.frv. - En á Struense var engan bilbug að finna. Hann lét amtmann vita, að konungur þyrfti ekki lengur á þjónustu hans að halda, og svo hrakti hann Pröck úr embætti sínu. - Þegar Pröck var genginn úr skaftinu sem stiftamt- maður yfir fslandi, kom til orða að Jón Eiríksson konferensráð, yrði skipaður stiftamtmaður, en varð þó ekki af. Justitsráð f rá Þrándheimi En laust eftir nýárið 1770, eða 23. janúar, var Lauritz Andreas Thodal skipaður stiftamtmaður yfir íslandi og Færeyjum, og er óvíst hvort Færeyingum hefur verið stjórnað héðan nema í valdatíð þessa manns. - Honum var skipað að fara til íslands og sitja þar a.m.k. í 5 eða 6 ár, en eftir þann tíma skyldi stjórnin veita honum feitt embætti annars staðar í danska ríkinu, og var þetta venja, að verðlauna danska em- bættismenn fyrir það, að leggja það á sig, að vera hér þessi fáu ár. - Eiginlega var einkennilegt, að stjórnin skyldi veita Thodal þetta embætti, sem danskir aðalsmenn höfðu oftast haft forgangsrétt að, en

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.