Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 3
Laugardagur 2. september 1989 HELGIN 13 eftirtektarvert eða gamansamt svar.“ - Hann var ekkert gefinn fyrir ferðalög eða útreiðar, en vildi þó eiga góða hesta. - Á dögum Thodals lagðist mikið niður hinn gamli, strangi, svokallaði „þrumustíll“ í bréfum og skipunum valdsmanna hér á landi. Stiftamtmaður vildi hafa þetta allt einfaldara. Sjálfur var hann ljúfur og kátur í viðmóti, þó að hann ætti það til að vera smáskrítinn, ef því var að skipta, var það ávallt með hægð og stillingu. Mótbárum manna svaraði hann jafnan með hógværð, en hélt þó fast á sínu máli. f>ess var áður getið, að Thodal varð í byrjun dvalar sinnar hér á landi fyrir því mótlæti, að missa konu sína, en börn hennar ólust upp hjá honum. - Síðan varð hann fyrir enn þyngri sorg, sem lagðist mjög á hann, en það var þegar stjúpdóttir hans dó, orðin fullvaxta. - Það var þó ekki eingöngu missirinn sjálfur, sem hann tók sér svo nærri, heldur hitt, að hann þóttist að nokkru leyti mega sjálfum sér um kenna, að svona tókst til, og skal nú sagt frá þessum sorglega atburði. - Stúlkan hafði, sem áður greinir, alist upp á Bessastöðum, hjá stjúpa sínum við hin bestu kjör. Hún var nú orðin gjafvaxta og heimasæta á mesta höfðingjasetri landsins. - Auðvitað vel efnuð og glæsileg. Hún var ávallt kölluð „frökenin" á Bessa- stöðum, en frökenar-heitið báru þá ekki nema tignustu meyjar einar. - Það var því ofur eðlilegt, að einhver ungur piltur í nágrenni Bessastaða liti þessa göfugu mey hýru auga. - í Hafnarfirði var ungur, danskur, verslunarstjóri konungsverslunar- innar. Hann hét Carl Pontoppidan og var sonur Eiríks Pontoppidan Sjálandsbiskups, sem nafnkunnur var á sinni tíð. - Piltur þessi var því ekki neitt umkomulaus eða ótiginna manna, og eflaust hefur hann verið hinn efnilegasti, ef að líkum lætur, og marka má af því hvernig honum vegnaði síðar í lífinu. - Þessar ungu persónur, frökenin á Bessastöðum og verslunarstjórinn í Hafnarfirði, felldu nú ástarhug hvort til annars, - þau höfðu heitið hvort öðru ástum sínum. En þarna urðu erfiðleikar á vegi elskendanna, sem oft vill verða, og höfðu þeir örlagaríkar afleiðing- ar. Hans hágöfgi, stiftamtmaður Thodal, var mótfallinn þessum ráða- hag af þeim ástæðum, sem virðast nokkuð einkennilegar, þegar tillit er tekið til þess, að hann var sjálfur kominn af alþýðufólki norðan úr Þrændalögum. - Honum þótti gjaf- orðið ekki nógu göfugt fyrir stjúp- dóttur sína, og þó var hún aðeins kaupmannsdóttir og pilturinn kaup- maður. - Það gjörði að vísu hinn mikla stéttar- og virðingarmun, að frökenin hafði orðið stjúpdóttir hans hágöfgi valdsmannsins á Bessastöð- um. - Ástin varð henni að aldurtila Stiftamtmanninum var ekki úr að aka, - hann þverneitaði að gefa elskendunum samþykki sitt og bless- un til þess, að þau gætu notið ástar sinnar og gengið í eina sæng, -og við það stóð. - En hinn ungi og dugmikli Carl Pontoppidan var heldur ekki af baki dottinn. Hann brá sér nú til Kaupmannahafnar og náði sér í nafnbót hjá sjálfum kónginum, í því skyni að komast ofurlítið nær unn- ustu sinni að metorðum. - Hann var sæmdur Agents-nafnbót, og fengu hana duglegir kaupmenn á öldum áður. Þegar Pontoppidan kom aftur úr utanför sinni, bar hann enn fram bónorðið við valdsmanninn á Bessa- stöðum, en ekkert dugði, - hann var ósveigj anlegur og þótti ekki jafnræði og hafnaði enn bónorðinu. - En nú hafði allt þetta þóf fengið svo mikið á vesalings frökenina á Bessastöð- um, að hún var orðin hugsjúk og lögst í rekkju þungt haldin, en hinn einbeitti stjúpi hennar blíðkaðist þó ekki. - Alltaf elnaði henni sóttin þangað til svo var komið, að allir örvæntu um líf hennar. - Þá loks gaf stiftamtmaðurinn sig. - Hann sendi nú til Hafnarfjarðar eftir Carli Pont- oppidan og gaf samþykki sitt til ráðahagsins og bað elskendurna njóta ástanna, en nú var það um seinan, því að morguninn eftir andaðist frökenin á Bessastöðum, og var víst södd lífdaga þó að ung væri, - aðeins 18 ára gömul. [Sbr. kirkjubók: 1778, jan. 16. jarðsett á Bessastöðum, Anna Wilhelmina Klow, 18 ára gömul.) Það var ekki í rauninni óeðlilegt, að þetta fengi mikið á stiftamtmanninn, enda var sagt, að hann yrði aldrei samur maður eftir þetta, en það er af elskhuganum Carli Pontoppidan að segja, að hann varð mikill mektar- maður í föðurlandi sínu. Hann varð síðast forstjóri einokunarverslunar- innar dönsku og skrifaði bók um íslensk verslunarmál, en afkomend- ur hans eru þekktir menn í Dan- mörku. Thodal stiftamtmaður var orðinn miðaldra maður, 53 ára gamall, þegar hann kom til íslands, og hér var hann í 16 ár. - Árið 1784 var heilsa hans farin að bila og því kennt um, að hann þyldi ekki veðurfarið, enda hann orðinn nærri sjötugur. Hann sótti því um lausn frá embætti og fékk hana, en svo samviskusamur var hann, að hann frestaði för sinni af landi burt um eitt ár, vegna hins hörmulega ástands, sem hér var eftir Skaftárelda í Móðuharðindunum miklu. Honum þótti viðurhlutamik- ið, vegna íslendinga, að fela eftir- manni sínum, - ókunnugum manni, yfirstjórn landsins á svo erfiðum tímum. - En svo fluttist hann til Danmerkur sumarið 1785 og dvaldi í Kaupmannahöfn til dauðadags. Ekki var Thodal að fullu skilinn við málefni íslands, þó að hann væri kominn til Hafnar, enda hafði hann full laun stiftamtmanns meðan hann lifði, í verðlaunaskyni fyrir góða frammistöðu í embætti sínu. Hann var líka eins konar ráðunautur Rentukammersins og átti sæti og atkvæði í stjórnarráðinu þegar mál- efni íslands voru þar til umræðu og meðferðar, enda var hann talinn helsti og besti talsmaður íslendinga í Höfn, eftir að Jón Eiríksson kon- ferensráð dó, en með þeim Thodal og Jóni hafði verið góð vinátta. Hann tók sæti í nefndinni, sem sá um verslunarbreytinguna á íslandi, þegar losað var um böndin 1787, og varð forseti Lærdómslistafélagsins eftir Jón Eiríksson. Enginn veit hvað átt hefur... tslendingum mátti sannarlega bregða við þegar eftirmaður Thodals kom til sögunnar. Hann hét Levetz- ow, og kom sér illa. Hann var víst aðalsmaður eða „eðalborinn herra“, ; enda krafðist hann þess, að íslend- ingar ávörpuðu sig „náðugan herra“, en betur hefði átt við, að það ávarp hefði verið „strangi herra", því að hann var síður en svo íslendingum náðugur. - Levetzow var maður uppstökkur, drambsamur og ráðrík- ur, og lét landsmenn óspart finna til þessara lyndiseinkenna sinna. - Hann var óvæginn við aðra og eftir- gangssamur um alla hluti. Ef eitt- hvað dróst hjá einhverjum em- bættismanni að senda gjöld sín suður að Bessastöðum, þó að ekki væri nema um smáupphæðir að ræða, gekk hann óðar harkalega að þeim og lét vægðarlaust taka hjá þeim lögtök. - Skal nú sagt dæmi þessa, sem gjörðist á fyrsta stjórnarári þessa drambsama herramanns. Á útmánuðum 1786 sendi Levetzow þjón sinn vestur í Dali til þess að taka 60 rd. skuld, lögtaki hjá Magn- úsi sýslumanni Ketilssyni. - Magnús var sem kunnugt er einn efnaðasti maður hér á landi, og því hreinn óþarfi að senda til hans, um hávetur, eftir ekki hærri upphæð, enda hittist nú svo á, að peningarnir voru á leiðinni suður. - Magnús varð samt að gjöra svo vel að borga kostnaðinn við sendiferðina. Þetta og þvíh'kar aðfarir voru því mikil viðbrigði eftir mildi og ljúf- mennsku Thodals, sem öllum kom saman um, að hafi verið eitt besta yfirvald, sem gegnt hefur stjórnar- störfum hér á landi. Um hann segir Espólín við brottför hans frá íslandi, „að hann hafi enga styrjöld átt við hérlenda höfðingja", - og var þetta óvenjulegt um valdsmenn Dana hér á landi, á fyrri öldum. Thodal stiftamtmaður varð fjör- gamall maður og síðustu fjögur ár ævinnar komst hann ekki út fyrir dyr vegna lasleika, höfuðsvima og lopa í fótum. - Hann dó 29. maí 1808, 90 ára gamall, og mættu íslendingar ávallt hafa í heiðri minningu þessa jgóða valdsmanns. Síðustu bílarnir «rf Suzuki Swift árgerð 1989 VERÐ ÚTSALA AFSIÁTTUR SWIFT GA 3ja dyra, 5 gíra 599.000,- 549.000,- SO.OOO,- SWIFT GL 3ja dyra, 5 gíra 650.000,- 590.000,- 60.000,- SWIFT GL 3ja dyra, sjálfskiptur 711.000,- 653.000,- 58.000,- SWIFT GL 5 dyra, 5 gíra 682.000,- 626.000,- 56.000,- SWIFT GL 5 dyra, sjálfskiptur 745.000,- 683.000,- 62.000,- Við seljum þar að auki 4 Swift GTi árgerð 1988 með ótrúlegum 202,000,- kr. afslætti. Verð áður kr. 997.000,-, nú kr. 795.000,- Útborgun frá kr. 150.000,-. Eftirstöðvar lánaðar til allt að 36 mánaða. Suzuki Swift traustur og sparneytinn bíll. $ SUZUKI SVEINN EGILSSON • HÚSI FRAMTlÐAR FAXAFENI 10 SlMI 689622 OG 685100

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.