Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 6
16 HELGIN Laugardagur 2. september 1989 fram á 18. öld. Aðeins á stórum gististöðum gátu efnaðir ferðamenn fengið sitt eigið herbergi. í hinu gamla eldhúsi var fjölskylda gest- gjafans á kreiki, þjónustufólkið og gestirnir í senn. Þetta táknaði um leið að ferðlangurinn var einn af fjölskyldunni, meðan hann dvaldi undir þaki hennar. Munurinn var sá einn að hann borgaði fyrir beinann. En þegar umsvifin fóru að vaxa, stækkuðu gestaheimilin. Eldhús- bragurinn hvarf. Loks var eldhúsinu fundinn staður í sérstöku afhýsi. Einu minjarnar um það eru pottar, kirnur, skörungar, og laukhankir, sem líta má á veggjum margra hótela og veitingastaða, en eru nú aðeins til skrauts. Gestirnir stúkaðir af Um 1800 er búið að skilja að híbýli gestanna og veitingamanns- ins. Nú er orðið úm veitingastað að ræða, þar sem gestum er fyrst og fremst þjónað. Samt er næði og hvíld að finna á staðnum, sem ekki er til staðar í öðrum „verslunum". Þetta eru eiginlega vel búnar dag- stofur, sem þó eru öllum opnar. Veldur þar mestu um að enn er „diskurinn" ekki kominn til sögu, en hann var þó löngu orðinn sjálfsagður í flestri annarri verslun. Hann verður það hástig, sem formlega stúkar kaupanda og seljanda hvorn frá öðrum. Varan er rétt yfir borðið og kaupandinn afhendir gjaldið. í byrjun 19. aldar kemur „diskur- inn“ loks til sögunnar á enskum veitingahúsum. Hann verður brátt að því sem Englendingar og Banda- ríkjamenn fara að kalla „bar“. Þetta nýstárlega húsgagn sviptir gestinn afdráttarlaust öllu því sem kalla má „heimilislegt". „Diskinn“ erekki að finna á neinu heimili. Héðan í frá er húsnæðinu því deilt í tvö svæði - svæðið þar sem veitingamaðurinn ráðskast með sitt og hina eiginlegu gestastofu. „Diskurinn" fær svo brátt nýtt hlutverk, auk hins við- skiptalega: að standa við barinn og súpa á glasi verður algildur siður. Ástæðan er ekki síst sú að „diskur- inn“ er brátt útbúinn blöndunartækj- um fyrir drykkina og skammt að ná til veitingamannsins. Sú líkamlega nálægð sem „diskurinn" skapar, myndar líka eitthvað af ævafornu sambandi milli gestkomandans og gestgjafans-þótt í fullkominni mót- sögn sé við hið gallharða viðskipta- lega eðli hans.. |LÖGREGLUMANNSÞANKAR Enn um umferðina Fyrir nokkrum árum hitti ég kunningja minn norðan úr landi. Það var í septembermánuði og hann var að erinda í Reykjavík á bílnum sínum. Til Reykjavíkur kom hann alltaf árvisst. Mér er minnisstætt að í umrætt sinn fór hann að tala við mig um umferðiná í höfuðstaðnum, alveg án þess að ég hefði gefið honum tilefni til. En ástæðan var sú að hann fann stóran mun á umferðinni í Reykjavík frá árinu á undan. Álit kunningjans var að umferðin væri að verða eins og gerist hjá „siðuðu fólki“. Hrað- inn væri orðinn til muna minni en áður, fólk færi almennt betur eftir umferðarreglum og tillitssemi gagnvart náunganum hefði jafnvei skotið upp kollinum. Maður hafði svo sem þóst merkja þetta á umferðinni sjálfur, hér mitt í iðunni. En staðfestingin kom frá utanbæjarmanninum sem sá hlutina með hinu glögga auga gestsins. Fullyrðingar hans voru mér reyndar sérstakt ánægjuefni. Því einmitt þá var í gangi sérstakt umferðprátak hjá lögreglunni. Fjölmiðlar sýndu því sérlegan áhuga og velvild og umræðan var stöðug á þessum tíma, líka úti meðal fólks. Umræða og áhugi náði náttúrlega hámarki og má segja að hvort tveggja hafi svo fjarað út; topptími varir ekki enda- laust. f dag virðist svo komið að um- ferðarmálin séu í lakari farvegi en nokkru sinni. Sú er að minnsta kosti skoðun hans kunningja míns sem ég nefndi hér framar. Reyndar segist hann ekki lengur nenna að slæpast á bíl um Reykjavík. Hann segir stress ekki eiga við sig og veltir því yfir á leigubílstjórana. Á rauðu Ijósi Við skulum aðeins líta á helstu vandamálin í bæjarumferðinni í dag. Fyrst koma umferðarljósin upp í hugann. Allir þekkja gatna- mót Miklubrautar og Kringlumýr- arbrautar. Llmferðarljósin þar eru orðin úrelt og svara ekki þörfum umferðarinnar. Því hafa svo fáir af þeim sem koma akandi norður Kringlumýrarbraut og ætla sér vestur Miklubraut, möguleika hverju sinni til að komast leiðar sinnar. Sama gildir um þá sem aka suður og vilja austur Miklubraut. Á beygjureinunum safnast alltaf fyrir fjöldi bíla sem á enga möguleika á að komast leiðar sinn- ar fyrir þeim sem aka norður/suður um gatnamótin. Því er það að alltaf skriða nokkrir yfir eftir að komið er rautt ljós fyrir þeirra akstursstefnu, því þá fyrst gefst færi. Margir eru orðnir ári djarfir að troða sér þannig í gegnum gatnamótin og oft stefnir í óefni þegar umferðin austur/vestur bíður á græna ljósinu sínu eftir að gatna- mótin ryðji sig. Þetta er ekki par sniðugt. Reyndar er þetta stór- hættulegt. Og þó að rótin sé úrelt umferðarmannvirki, þá getur það aldrei orðið ökumönnum afsökun fyrir grófum umferðarlagabrotum og því að skapa náunga sínum stórfellda hættu. Þó að nefnd gatnamót séu sýnu verst að þessu leyti, eru önnur sem koma í kjölfarið. Það má nefna gatnamótin Miklabraut/Langa- hlíð, þar sem þetta sama er að verða áberandi. Og þessi dirfska á umferðarljósum virðist vera að verða all almenn. Það eru kjána- legir tilburðir að troða bensíngjöf- ina flata þegar gult ljós er á götuvit- um framundan og hending ræður um stöðu ljósa þegar ætt er inn á gatnamót. Skynsamlegra er að hægja ferðina og staðnæmast í þær sekúndur sem ljósin gera kröfu til. Reglur mölbrotnar I annan stað má nefna virðingar- leysi við umferðarmerkin. Það er eins og sumir ökumenn aki eins og þeim er þægilegast, alveg burtséð frá því sem umferðarmerki eða reglur segja. Þá er í engu sinnt þeim boðum sem sett eru, fjöldan- um til hagsbóta og til þess að gera

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.