Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 7
Laugardagur 2. september 1989 HELGIN 17 „Gin Palaces“ „Diskurinn" er skilgetið afkvæmi iðnbyltingarinnar og fyrst getur hann að líta á stóru, ensku knæpunum, sem kölluðust „Gin Palaces“ - vín- hallir. Þar með verður hann sam- ferða brenndu vínunum, sem um sama leyti halda innreið sína sem almenningsdrykkur. Vegna þess hve brenndu drykkirnir voru sterkir, var fljótlegt að ná hinum tilætluðu áhrif- um og því styttist dvöl gestanna að marki. Brennivíni hvolfdu menn í sig í skyndingu, en sötruðu ekki í næði, eins og öl eða púrtvín, sem voru drykkir 18. aldar í Englandi. Viðskiptin gengu svo hratt fyrir sig að menn gátu gert kaupin sín stand- andi. Þær „Gin Palaces" sem þutu upp eins og gorkúlur í byrjun 19. aldar í Manchester og öðrum stórum iðnborgum, urðu að nokkurs konar verksmiðjum, þar sem drykkjan barst fram á færibandi. Einn stærri staðanna í Manchester gat afgreitt 400 viðskiptavini á klukkustund. Fjórtán stærstu staðirnir af þessu tagi í London þjónustuðu 270 þús- und manns á viku. Því eru það engar ýkjur þótt þessari uppfinningu, „disknum" eða barnum, sé líkt við það er stór sjálfsafgreiðsluvöruhús koniu til sögu síðar. „Diskurinn" gat hraðað drykkjuskapnum, í sama rnæli og járnbrutirnar juku flutn- ingagetuna og gufuvefstóllinn vefn- aðarframleiðsluna. Aðeins í Bandaríkjunum og Eng- landi tóku veitingastaðir þó slíkri gjörbreytingu. Sú staðreynd að veit- ingahús í þessum löndum bera frá því á 19. öld nafnið „bar“, á sér þá einföldu skýringu að þar varð „bar“ og veitingahús að sama fyrirbærinu. Á meginlandi Evrópu og einkum í Pýskalandi ruddi „diskurinn" sér aldrei til rúms í sama mæli. Saman- borið við ameríska barinn er sá þýski aðeins „stubbur". (Sá franski er þarna mitt í milli og má ráða það af lengd barsins, í hve miklum mæli viðskiptalegu sjónarmiðin ráða ferð- inni). f Þýskalandi hefur það lengi verið svo að ekki öðrum en fastagest- um leyfist að drekka við barinn. Þar er það enn almennt að menn setjist niður við borð, áður en drykkur er reiddur fram. Þar finnst og oft andrúmsloft, sem þýðverskum er tamt að kalla „gemutlich" og hefur unnið sér sess í ýmsum þjóðtungum öðrum. ílllllllli umferðina hættuminni. Má sér- staklega nefna til sögunnar beygju- bann, stöðvunarskyldu og bið- skyldu. Hraðareglur eru svo sér- kapítuli. Það sem er mest áberandi í Reykjavíkurumferðinni í augum fyrrnefnds kunningja míns, er hraðinn. Kunningjanum þykir að þar sé allt komið í sama farið og áður var - hraði sé almennt orðinn áberandi meiri á ný. Það er vont mál, því of mikill hraði er eitt versta meinið sem hægt er að hugsa sér í umferð. Því beri eitthvað út af og óhapp verður, þá verða hin vondu áhrif óhappsins margföld með meiri hraða. Þetta er allt eitthvað sem senni- lega langflestir ökumenn vita en svo mörgum gleymist rétt á meðan á akstrinum stendur. Skólar byrja Að síðustu er rétt að minna á að skólarnir eru í næstu viku að hefja nýtt starfsár. Því er sérstakrar aðgátar þörf jafnhliða því að dag- skímu nýtur æ skemur og aksturs- skilyrði fara öll að versna. Ég get ekki látið hjá líða að minnast á, og hrósa framtaki ráðamanna í Garðabæ. Það hafa verið sett upp áberandi skilti á Vífilsstaðavegi, sem vekja athygli ökumanna á að skóli sé í nánd og varúðar skuli gætt þess vegna. Skiltin eru ekki hefðbundin og grípa strax athygli þess sem fram hjá fer. Júlíus Ó. Einarsson. Velgengni Apple leiðir til lægra verðs Til þess að auðvelda námsmönnum og fleirum að eignast Macintsoh tölvur, hefur Apple Computer ákveðið að lækka verðið á ódýrari gerðum Macintosh tölva um allt að 25% á almennum markaði og kemur ríkissamningsafslátturinn svo ofan á pann afslátt. Þannig lækka ódýrustu tölvumar um allt að helming, fyrir pá sem hafa aðgang að ríkissamn- ingnum, en þeir em: Ríkisstofnanirog fyrirtæki í eigu ríkis- ins að hluta eða öllu leiti ásamt öllum ríkisstarfsmönnum, framhaldsskólar og starfandi kennarar þeirra, gmnnskólar og starfandi kennarar þeirra, bæjar- og sveitarfélög, samtök þeirra og starfsmenn, Háskóli íslands, nemendur og kennarar hans, Kennaraháskóli íslands, nemendur og kennararhans, Tækniskóli íslands, Verslunarskóli íslands, Samvinnuskólinn Bifröst og Búvísindadeildin á Hvanneyri, kennarar og nemendur á háskólastigi þeirra skóla. Kári Halldórsson, hjá Innkaupastofnun ríkisins, tekurá móti pöntunum á tölvum, jaðarbúnaði, forritumo.fi. oger föstudagurinn 15. september síðasti pöntunardagur fyrir næstu afgreiðslu. Afhending verður u.þ.b. 11/2 mánuði síðar. Eins og sjá má af línuritunum hér að neðan, hafa vinsældir Macintosh tölvanna farið vaxandi, ár frá ári og var fjöldi seldra tölva orðinn þrjár milljónir í júlí 1989, enda em þær til í öllum verðflokkum eins og sjá má og við allra hæfi. Skífúritið, hér að neðan, er úr kandidatsritgerð Ara Atlasonar í Viðskiptadeild Háskóla íslands og sýnir það markaðshlutdeild einkatölva hjá ríkisstofnunum. Pað sannar að Macintosh tölvur eru vinsælli en nokkrar aðrar tölvur hér á landi, enda vom þær mest seldu tölvumar á íslandi á síðasta ári, en þá þrefaldaðist salan frá árinu áður. Þetta eru bestu meðmæli sem við getum fengið um Macintosh tölvurnar, en auk þess er vitað að mun fljótlegra er að læra á þær tölvur en nokkrar aðrar og afkastageta eykst um allt að 40% miðað við aðrar tölvur. Tölvur Tilboðsverð Listaverð Afsl. Lœkkun Sala á Macintosh tölvum í heiminum Macintosh Plus ÍMB/I drif 85.388,- 126.000,- Macintosh SEÍMB/IFDHD*... ....123.558,- 192.000,- Macintosh SE 2/201FDHD*.... ....172.074,- 264.000,- Macintosh SE/30 2/40* ....246.932,- 369.000,- Macintosh SE/30 4/40* ....284.837,- 424.000,- Macintosh IIcx 2/40* ....282.082,- 425.900,- Macintosh IIcx 4/40* ....322.949,- 488.100,- Macintosh II cx 4/80* ....350.194,- 529.500,- Macintosh IIx 4/80* ....375.737,- 568.400,- ’) Verð ín lyklaborðs Dcemi um Macintosh II samstceður: Macintosh IIcx 2/40 ....325.845,- 491.600,- einlitur skjár, kort, skjástandur og stórt lyklaborð 32% 36% 36% 35% 33% 34% 34% 34% 34% 34% 25% 20% 20% 12% -12% Macintosh tölvur eru til í ölllum veröflokkum Macintosh IIcx 2/40...........391.403,- 592.400,- 34% litaskjár, 8 bita kort, skjástandur og stórt iyklaborð Skjáir: 21" einlitur skjár með korti.... 142.185,- 216.300,- 34% 15" einlitur skjár með korti 88.546,- 134.700,- 34% 13" litaskjár með korti 94.421,- 143.700,- 34% 12" einlitur skjár með korti 28.863,- 42.900,- 34% Lyklaborð: Lyklaborð 6.045,- 9.200,- 34% Stórt lyklaborð 10.728,- 16.400,- 35% Prentarar: ImageWriter n 29.818,- 44.000,- 32% ImageWriter LQ 87.203,- 134.000,- 35% LaserWriter IINT 257.901,- 382.000,- 32% LaserWriter IINTX 320.905,- 478.000,- 33% Arkamatari f/ImW n 11.018,- 14.300,- 23% Arkamatari f/ImW LQ 16.427,- 21.300,- 23% Minnisstcekkanir: Minnisstækkun 1MB(II) 23.414,- 35.600,- 34% Minnisstækkun 2MB 60.876,- 92.600,- 34% Minnisstækkun 4MB(II) 140.482,- 213.800,- 34% (Verð miðast við gengi USD 60,83) Verö I kr. 1. Mptember 1969 Markaðshlutdeild hjá ríkisstofnunum 10% 25% Skv. kandídiurilger6 Ara Adasonar 1 Viðskipudeild Hískóla Islands 1989 34% ■ Macintosh 34% U IBM 25% B Victor 10% £3 AUantis 3% □ Wang 4% □ Tulip 4% 5 Island 6% E3 HP 3% □ Tetevidao 2% @ Aörar tðlvur 9% Athugið að síðustu forvöð að panta Macintosh tölvubúnað fyrir næstu afgreiðslu hjá Kára Halldórssyni, Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7, sími 26488, er lf. septembeT Þessi auglýsing var unnin á Macintosh tölvu í forritunum PageMaker, Works og Cricket Graph og prentuð út á LaserWriter NTX.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.