Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.09.1989, Blaðsíða 8
JÓN B. GUÐLAUGSSON 18 m HELGIN Laugardagur 2. september 1989 lllllllllllllllllllllll. í TÍMANS RÁS...J1IIIII1II1I GETTU NÚ HVAR Sú var tíð, að við eyjarskeggjar við ysta haf þurftum ekki mikið um- leikis í veraldlegum gæðum. Heim- ur okkar var veröld frumþarfanna, við dorguðum dáðlaus uppi við sand, jöpluðum skósóla og skinn- handrit og lögðum stund á hagfræði sauðkindarinnar frá vöggu til grafar. En svo runnu upp þær stundir á landi hér, að frumþarfirnar hættu að nægja. Trúlegast hafa Danskir hér vélað um, enda gefur auga leið að sá sem eitt sinn hefur séð faktor danskættaðan spígspora um á gljá- burstuðum lakkskóm, bregður sér ekki sauðskinnspjötlu um fót án bakþanka upp frá því. Sum sé: Útlenskir hristu upp í aldagrónu verðmætaskyni hinnar íslensku þjóðar, svo torfbærinn, skinnlepparnir, Vídalínspostillan og tóvinnan; allt var þetta sent út í hin ystu myrkur. Rauður skúfur og peysa turnaðist undraskjótt í Levi‘s og leðurjakka, rokkurinn í Husq- uarna og hlóðirnar urðu Made in USA. Öll héldust svo ósköp þessi nokkurnveginn í hendur við þau straumhvörf í lífi lýðs og lands, er ökónómíu rollunnar var varpað fyrir róða og þjóðin tók að játa trú á hagfræði þorsks og ýsu. Allt dundi þetta yfir skjótar en gullgrafarar byggðu Klondike, enda hreint ekki öllum fært að henda reiður á gangi mála. Hinir voru þó fleiri er sáu skýin skipast á lofti og ákváðu að venda kvæðum í kross í takt við nýja tíma. Hann afi minn blessaður var einn þessara nýjungagjörnu fram- herja aldamótaáranna er hugðust hasla sér völl í nýjum tíma. Strákur brá við skjótt, sigldi utan og nam þar á mettíma ný og alls ókunn fræði, tók sér svo far með Det Forenede heim á feðranna fold, veifandi nýþornuðu blekinu: Vesgú, málarameistari! En hægan nú. Hin ungi eldhugi hafði ofreiknað lítið eitt innreið hins nýja tíma á eyju elds og ísa. Að vísu vantaði ekki að nýhýsin risu,ýmist af viði eða steini, og boluðu út torfkofum og grasbýlum feðranna, fljótt og örugglega. En hallirnar kostuðu sitt fyrir nýríkar stéttir borgara og sjósækjara, svo oftar en ekki var pyngjan tóm þá er húsið var risið af grunni og ekkert eftir - nema smiðshöggið: Málning í hólf og í gólf. Við skulum, að svo komnu máli, ekki flækja sögu þessa um of með því að minnast á frágang lóðar, enda svoleiðis hugtak í den tíð ekki fyrirfinnanlegt í orðabókum, hvað þá kringum hýbýli landsmanna. En fólkið flutti inn og sjá; allt var þetta harla gott. Að vísu skorti liti á veggi og í loft, en fyrir slíkum og þvílíkum verk fundu menn ógjörla. Og lífið hélt áfram, litlaust og lóðarlaust, og öllum leið bara nokkuð vel - nema þá helst honum afa, sem lengstum hafði sitt lifi- brauð af flestu öðru en iðn sinni. Kynslóðirnar hafa komið og far- ið og smám saman hefur niðjum langholts og lyngmós, landvers og skers erfst sú bjargföst trúa með öðrum genum, að rétt sé og skylt að sleppa smiðshögginu í sem flest- um framkvæmdum. Að vísu hafa málning og pensill víðast hvar hlotið uppreisn æru og um merk- ingu nafnorðsins LÓÐ má fræðast í orðabókum. Enn er þó tíðum sem skotsilfrið þrjóti, einmitt þeg- ar þeim punkti er náð í fram- kvæmdum er Breskir nefna „The final touch.“ Sér í lagi á þetta við, sé um einhver þau mannvirki að ræða er ætluð séu til samnota fyrir alla borgarana, jafnt flugstöðvar sem þjóðvegi, götur sem torg, gangstéttir sem vegakanta, gras- eyjar sem bílastæði. Og við skulum ekki einu sinni minnast á bænda- býli né samkomuhús, fyrirtæki né iðnaðarhúsnæði - og allra síst skul- um við tala um Artúnshöfðann, svona til að særa ekki neinn... Öllum þeim, sem enn vita ekki hvern fjárann maðurinn er eigin- lega að fara með þessum skrifum, vil ég ráðleggja að ferðast til Sviss- lands og Svíþjóðar, sem eru þau tvö mannleg samfélög er ég hefi séð leggja sig fremst og best í líma við að fullkomna myndina. Að slíkum kynnisförum í austurveg loknum mun lesandinn fljúga heim á frónska grund, reika um meðal snöggsoðinna Klondike-mann- virkja í forundran og spyrja sjálfan sig, frá hinum svissneska og sænska hjartans grunni: „Hvar er smiðshöggið?" Jón B.Guðlaugsson. ER SMIÐSHOGGIÐ? Það var sjálfur Sögu- aldarbærinn, sem við sáum á mynd hér í. „Gettu nú“ síðast og hefur mönnum veist létt að bera kennsl á hann. Nú reynir á athyglis- gáfuna. Myndin er tek- in á fjölförnum fjallvegi suðvestanlands. Hver er hann? KROSSGÁTA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.